Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 23
Já, það er sem ykkur sýnist, allt er þetta hárlausi vinur okkar Kojak sem við sjáum á myndunum. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978. KOJAK— sjónvarpkl. 21.00: AFILLUM ER JAFNANILLS VON Af illum er jafnan ills von, nefnist þátturinn um Kojak vin okkar í kvöld, en hann er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21,00. Myndin í kvöld fjallar um miöaldra skúrk sem lendir í vanskilum við skattheimtuna og semur þá af sér skuldabaggana með því að koma upp um skattsvik félaga sinna í mafíunni. Af þessu hlýtur hann náttúrlega heldur litlar vinsældir í þeim hagsmuna- samtökum og er þá tekinn undir vemdarvæng „kerfisins”. Þar finnst *■- r-----------------------:------------------ MORGUNSTUND BARNANNA—Utvarp kl. 9,05 mánudag: LEIKHUOD K0MA VIÐ SÖGU í FYRSTA SINN — í sögunni um sjófuglana Ný saga byrjaði í Morgunstund barn- anna í gær og nefnist hún Sjófugl- arnir. Bókin er eftir sænsku skáldkon- una Ingu Borg, en það var Helga Guð- mundsdóttir sem þýddi söguna. Guðrún Guðlaugsdóttir les. Inga Borg fæddist í Svíþjóð árið 1925. Hún er bæði listmál- ari og rithöfundur. Mikið af efni í baekur sínar hefur hún sótt til Lapplands. Árið 1955 gaf hún út fyrstu bók sína, Plúpp og hreindýrin, og fjallaði sú bók um lítið fjallatröll. Fleiri bækur komu út um Plúpp og hann kom meira að segja einu sinni til íslands. Inga Borg skrifaði mun fleiri sögur og þar á meðal söguna Sjófuglana, en hana skrifaði Inga fyrir sænska rikisútvarpið sérstaklega. Hún fór ásamt tæknimanni til Færeyja og voru þar tekin upp hljóð fuglanna. Þetta er i fyrsta skipti sem saga er lesin í Morgunstund barnanna, þar sem leikhljóð koma inn í söguna. Sagan er bæði skemmtileg og fræðandi og fjallar hún um fuglabyggð í Færeyjum og þá aðallega lunda. Sagan hefst kl. 9.05 hvern virkan morgun. - ELA V Guörún Guðlaugsdóttir les söguna Sjófuglana i Morgunstund bamanna i næstu viku. Þriðjudagur 7. nóvember 12.00 Dagskrá. Tónletkar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.40 Er það mér he>rist? Þáttur um erlendar fréttir í samantekt Kristinar Bjama- dóttur. 15.00 Miðdegistónleikar: Christa Ludwig syngur lög eftir Franz Schubert / Gervase De Peyer og Daniel Barenboim leika Sónötu í f- moll fyrir klarinettu og píanó op. 120 nL'T eftir Johannes Brahms. 15.45 Um manneldismál: Dr. Bjöm Sigur- bjömsson formaður Manneldisfélags íslands flytur inngang að flokki stuttra útvarpserinda, sem félagið skipuleggur. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna Egill Friðleifsson stjórnar timanum. 17.35 Þjóðsögur frá ýmsum löndum. Guðrún Guðlaugsdóttir tekur saman þáttinn. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Um flskcldi. Eyjólfur Friðgeirsson fiski- fræðingur flytur erindi. 20.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor. 20.30 Útvarpssagan: „Fljótt fljótt, sagði fuglinn” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les. (13). 21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngun Guðrún Á. Símonar syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Þrír feðgar; — þriðji og siðasti þáttur. Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit segir frá Pálma Benediktssyni og Kristni syni hans. c. Kvæði eftir Ebeneser Ebenesersson. Ámi Helgason í Stykkishólmi les. d. Tveggja ára vinnumennska. Frásaga eftir Friðrik Hallgrimsson bónda á Sunnuhvoli i Blöndu- hlið. Baldur Pálmason les. e. Kórsöngun Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur. Söng- stjóri: Ámi Ingimundarson. Píanóleikari: Guðrún Kristinsdóttir. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Vlðsjá. ögmundur Jónasson flytur. 23.00 Harmonikulög. Lindquistbræður leika. 23.15 Á hljóðbergi. Estrid Falberg Brekkan rekur bernskuminningar sínar: Historien om Albertina og Skutan í Tivoli. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Guðrún Guðlaugsdóttir heldur áfram að lesa „Sjófugl- ana”, sögu eftir Ingu Borg (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög. frh. 11.00 Á gömlum kirkjustað. Séra Ágúst Sigurðs- son á Mælifelli flytur fyrsta hluta erindis um Viðihól í Fjallaþingum. honum heldur aum vistín og leitar upp á kvöld og þýðandi er Bogi Arnar yfirborðið á ný. Fer þá að styttast Finnbogason. i maklegu málagjöldin. -ELA. Kojak er fimmtíu minútna langur i - J S tálb orðbúnaður, 24 stk. í gjafakassa á aðeins kr. 6.900.- Póstsendum MAGNÚS GUÐLAUGSS0N ÚR-VALSÍMI50590 Strandgötu 19 Hafnarfirði Tannlœkningastofa min er flutt að Rauðarárstíg 40 Sími 12632. Friðleifur Stefúnsson tannlœknir. Keflvikingar - Suðumesjamenn Við bendum á eft- irfarandi atriði, sem verterað í- huga fyrir vet- urinn. Mótorstillingar með fullkomnustu mælitækjum og þjálfuðum starfs- mönnum. Varahlutirfyrir vélastillingar. Rafmagns- viðgerðir: Mœling á rafkerfi og viðgerðir á rafölum, ræsum o. fl. Hemlastillingar, hemlaviðgerðir ogalmennar viðgerðir. Leigjum útSkoda Amigó bifreiðir. BlLAVÍK HF.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.