Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 2
' ■...... Alþýðuleikhúsið: Hlýtur að raka samanfé Faðir i Köpavogi hringdi: Alþýðuleikhúsið var með sýningu í sjónvarpinu nýlega og þar var galvösk kerling sem kjaftaði mikið og sagði m.a. eitthvað á þá leið að búið væri að útvikka starfsemina en að sjálfsögðu mundu þau ekki lifa það ef ekki kæmu til styrkir frá því opinbera. Þetta kom mér ákaflega spánskt fyrir sjónir þvi skömmu áður hafði þessi sami flokkur verið með einhvern fiflaleik fyrir börn i Digranesskóla. Þangað voru börnin bókstaflega neydd til að fara og sagt að koma með 500 kr. að heiman. Það væri ekki ama- legt fyrir kvikmyndahúsin að geta rekið svona „bissness”. Ég tók eftir því, þegar þessi hópur sýndi i sjónvarpinu, að þar var nákvæmlega engin sviðsmynd og þvi enginn tilkostnaður. Þau hljóta að raka saman fé. Hér er ekki verið að keppa á frjálsum markaði heldur er sýnt á skólatima og engin húsaleiga greidd. Krakkarnir eru beinlínis þvingaðir til að sækja þetta því að við vitum að sá sem ekki fær að fara er strax gerður afbrigðilegur í skólanum. Þess vegna skil ég ekki hvernig svona fyrirtæki geta komið fram fyrir alþjóð, barmað sér og farið fram á opinbera styrki. « » Tveir af leikurunum í Alþýðuleikhús- inu. „Faðir i Kópavogi” telur það undarlegt að leikhúsið þurfi á opinber- um styrkjum að halda. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. • Sektið foreldra barna sem hanga af tan f bflum Kona í Kópavogi hringdi: Núna þegar snjórinn er svona mikill og hálka á götum borgarinnar, og ekki sizt i Kópavogi, eru börnin alltaf að hanga aftan í bilum eða „teika" eins og þau kalla það. Það virðist algjörlega H Hér er leikinn hættulegur leikur, að hanga aftan i bfl. „Kona i Kópavogi” telur sig nú hafa fundið upp óbrigðult meðal við þessari iðju barna og ungl- inga. vonlaust að fá þau til að hætta þessum hættulega leik sem hefur verið stundaður hér líklega frá þvi að bilar komu til sögunnar. Nú hefur mér dottið i hug snjallræði sem ég held að gæti orðið til að draga úr þessu. Væri ekki snjallt að sekta foreldra þeirra barna semstaðineru að verki við þessa iðju? Þegar foreldramir eru sektaðir fyrir þetta þá brýna jieir fremur fyrir börnunum hætturnar í sambandi við þetta. Það er Ijóst að það 'taka aldrei öll börn þátt i þessum leik og þar spilar uppeldið inn i. Tweed 78 EAWDURINN pwgp A-ÐALSTRffiTl S REYMAVÍK- SÍMI12834 Raddir lesenda v KNATT- SPYRNU- UNNENDUR Nú er upplagt tækifœri til að sjá það bezta í enskri knattspyrnu. LUNDÚNAFERÐIR 27. NÓVEMBER 0G 3. DESEMBER. Fyrri ferð: Leikir 29. nóv.: Eng- iand — Tékkóslóvakía á Wemb- ley. 2. des.: Arsenal — Liverpool, Chelsea — Bristol City. Seinni ferð: Leikir Chelsea — Aston Villa, Tottenham — Ips- wich. Fréttamenn I humátt á eftir Lúðvik Jósepssyni I sumar er útlit var fyrír að hann yrði forsætisráðherra tslands. Nú segir Benedikt Gröndal að sú ákvörðun Alþýðuflokksins að hafna Lúðvik sem forsætisráðherra hafi verið þjóðinni fyrir beztu. DB-mynd Ari Mikilhæfasti stjórn- málamaður íslendinga 0454—0523 hringdi: Ég varað lesa í Mogganum umrnæli Benedikts Gröndal „að sú ákvörðun hafi verið þjóðinni fyrir beztu,” þ.e. að hafna Lúðvik Jósepssyni sem forsætis- ráðherra. Það væri æskilegt að utanríkisráð- herra fyndi þessum orðum sinum stað. Ég tel Lúðvik Jósepsson mikilhæfasta stjórnmálamann íslendinga fyrr og siðar. Sem gamall sjómaður tel ég að atvirinuleg uppbygging hafi hvergi verið meiri en á Neskaupstað og að Lúðvík hafi ekki átt minnstan þátt i því. i Mér finnst þetta í grófara lagi þegar verið er að kasta svona órökstuddum V dylgjum í fólk. Það kemur hvergi fram hvaða ástæður liggja til þessara ummæla formanns Alþýðuflokksins. Lúðvik ber höfuð og herðar yfir alla ráðherrana. Og mér finnst sem margir hinna ungu þingmanna Alþýðuflokks- ins sýni Alþingi mikla óvirðingu með klæðnaði sinum. Þetta er nú einu sinni Alþingi okkar íslendinga. og mér finnst sjálfsagt að þeir sem þar sitja séu sómasamlega klæddir. Nei. Ég átti ekki von á að kratamir höguðu sér alveg eins og fifl loksins þegar þeir fá eitthvert fylgi. Nær væri þeim að taka nú til hendinni og vinna eins og íslendingum sæmir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.