Dagblaðið - 16.11.1978, Side 7

Dagblaðið - 16.11.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. 7. Erlendar fréttir London: Prinsinnhélt uppáþrítugs- afmælið í Buckingham Karl prins hélt upp á þritugsafmæli sitt í gærkvöldi ásamt þrjú hundruð og fimmtiu vinum sínum, ættingjum og öðrum gestum. Fór veizlan fram í Buck- inghamhöll og samkvæmt fregnum munu menn hafa skemmt sér hið bezta. Frakkar og Kanada- menn taka viö 2500 flóttamönnum þeir sitja í flaki f lutningaskips sem strandað er við strönd Malasíu en þar fá þeir ekki að fara í land Franska rikisstjómin hefur boðizt til að taka við tvö þúsund og fimm hundruð Vietnömum en þeir eru um borð í flutningaskipi sem strandað er við Malasíu. Hefur ríkisstjórnin þar i landi neitað þeim um að stíga á land þar. Rikisstjórnin í Quebec i Kanada hefur einnig boðizt til að taka við nokkrum hluta hinna nauðstöddu manna. Ekki er ljóst hvert ferð hinna tvö þúsund og fimrn hundruð Viet- nama hefur verið heitið en mjög hefur verið algengt að erfitt væri fyrir flótta- menn frá Vietnam að fá landvistar-' leyfi í nágrannarikjunum. Var þetta mjög áberandi fyrstu mánuðina eftir fall Saigonstjórnarinnar. Urðu þá sumir flóttamenn að hrekjast svo pólitiskum flóttamönnum. vikum skipli á illa búnuni fleytum án þess að nokkur fengist til að bjarga þeini. af ótta við að sitja uppi með ríkisfangslaus fólk. Bandarikin og nokkur Vestur-Evrópuriki hafa veitt nokkrum hópi sliks fólks hæli sem lanSmith leitar stuðn- ings hjá Suður-A fríku Pieter Botha forsætisráðherra Suður- Afriku og Pik Botha utanrikisráðherra í stjórn hans ræddu við lan Smith for- sætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar i Ródesiu.Kom liinn siðastnefndi ásamt hinurn þrent svörtu ráðherrum í stjórn sinni til Pretoríu i gær. Ekkert hafði verið sagt frá þessum fundi fyrirfram. í opinberri tilkynningu um fundinn var sagt að ekkert yrði látið uppskátt um efni viðræðnanna. Afstaða Suður-Afríkustjórnar til hinnar nýju bráðabirgðastjórnar í Ródesiu er ekki fullljós og ekki er vitað hvort þeir treysta sér til að styðja við bakið á lan Smith eftir að hann hefur tekið svarta leiðtoga inn í stjórn sína. Ljóst er að Suður-Afrikustjórn telur sig hafa nóg með að verjast árásum sem hún verður fyrir vegna stefnu sinnar í Namibiumálinu. En þar hefur hún þver- skallazt við að fara eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna um að veita þessari gömlu þýzku nýlendu frelsi. Suður-Afrika hefur haft yfirumsjón óg í raun algjör yfirráð yfir þessu landsvæði síðan árið 1918. Hefur stjórnin verið mjög treg til að láta þau af hendi, þrátt fyrir ítrekaðar samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Moskva: Washington jók kuld- ann segir Moskva Háttsettur sovézkur embættismaður Ponomaryov, sem er félagi i fram- ásakaði ráðamenn í Bandaríkjunum urn kvæmdaráði sovézka kommúnista að liafa vitandi vits aukið kuldann i sam- flokksins varaði tólf bandaríska öldunga- skiptunt ríkjanna fyrr á þessu ári. Sagði deildarþingmenn við að fresta nokkuð hinn sovézki að Bandaríkin hefðu að hefja á ný viðræður um takmörkun óeðlilegan áhuga á að auka hernaðar- kjarnorkuvígbúnaðar. yfirburði sina yfir Sovétrikin. Boris Hassan styður Sadaten skilur aðra arabaleiðtoga Hassan konungur Marokko varði framferði Anwars Sadats forseta Egyptalands i friðarviðleitni hans gagnvart Israelsríki opinberlega í gær. Kvað' hann ásakanir annarra leiðtoga araba um að hann hefði svikið málstað araba ekki réttmætan. Hassan konungur sagðist aftur á móti skilja afstöðu annarra arabaleiðtoga, sem sumir hverjir litu á tilraunir Sadats, sem viðleitni til að koma á allsherjar friði á milli Israels og arabaríkjanna en aðrir litu hins vegar á málið, sem milliríkjamálefni milli Ísraels og Egyptalands einvörðungu. HOLASPORT — L0UH0LAR2-6 — SIMI75020 Ódýru skíðch og snjógallamir komnir aftur Frá 2 ára til 16 og 17 ára, verö kr. 7.560,11.590,13.970 og 17.520. Margir litir—mörg snið. Antíglitefni. Einnig skíðahúfur í úrvali, austurrískarkr. 1.850-3.130 Moon-Boots kr. 5.750. Snjóþotur, stórarkr. 5.900. Skíðabindingar, gamalt verð. Skautar, gamalt verð. PÓSTSENDUM H0LASP0RT - SIMI75020 - BREIÐHOLTI Forsætisráðherra Spánar Aldolfo Suarez hefur reynzt traustari í sessi en margir bjuggust við, þcgar hann tðk við völdum. Öfgasinnuðum Böskum hefur ckki tekizt að stvggia h-iðtoga hersins það mikið að þá hafi brostið þolinmæðina og tckið völdin f landinu. A myndinni er Suargz að ávarpa spánska þingið, sem nvveirð hefur samþykkt nýja stjórnarskrá.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.