Dagblaðið - 16.11.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978.
\
Útgofandi: Dogblaöiö hf.
Framkvnmdastjórí: Svoinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfuiitrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó-
hannes RaykdaL íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoóarfróttastjórar Atii Stainarsson og Ómar Valdi-
marsson. Monningarmól: Aðabtaínn Ingólfsson. Handrit Ásgrimur Pólsson.
Blaöamann: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafónsdóttir, EMn Afcerts-
dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jónas Haraidsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Póisson.
Ljósmyndir Ari Kristinsson, Áml Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlaifsson, Höröur Vilhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Svainn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Próinn Þorierfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Mór E.M. HaHdórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og qkrífstofur Þverhotti 11.
Aöalsimi blaösins er 27022 (10 Hnuri. Áskrift 2400 kr. ó mónuöi inrpnlands. í lausasöki 120 kr. eintakið.
Sotning og umbrot Dagblaðiö hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hlmir hf. Siöumúla 12. Prentun:
Arvakur hf. Skeifunni 10.
Tvíeggjaðurmilliliður
Þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra setti Magnús Torfa Ólafsson til að
gegna stöðu blaðafulltrúa ríkisstjórnar-
innar, var hann að ráða í embætti, sem
setið hafði laust um skeið. Hann þurfti
því ekki að leita samþykkis alþingis eða
fjárveitingarnefndar þess.
Hins vegar sýndi Ólafur ráðherrum samstarfsflokk-
anna megna fyrirlitningu með því að gefa þeim ekki kost
á að fjalla um málið. Hann hafði engin samráð við þá og
lét þá standa andspænis orðnum staðreyndum. Þannig
láta menn ekki, nema einræðishneigð þeirra sé komin á
hátt stig.
Forsætisráðherra sagði á alþingi á mánudaginn, að hið
endurvakta embætti væri nauðsynlegt til að vera tengi-
liður „stjórnvalda annars vegar og fjölmiðla og almenn-
ings hins vegar’V Taldi hann eðlilegt, að fjölmiðlar fögn-
uðu þessu framtaki.
í rauninni eru blaðafulltrúar tvíeggjað vopn. Stundum
hafa þeir það hlutverk að sá röngum upplýsingum og
villa um fyrir almenningi. í öðrum tilvikum hafa þeir
hvorki vald né vitneskju til að geta tjáð sig á marktækan
hátt á opinberum vettvangi.
Algengast er þó, að blaðafulltrúar séu ráðnir til að
mynda eins konar múr milli umbjóðenda sinna og al-
mennings. Slíku hlutverki gegndi til dæmis Björn Bjarna-
son sem skrifstofustjóri Geirs Hallgrímssonar. Við slíkar
aðstæður eru áhrif blaðafulltrúans gagnstæð því, sem
Ólafur Jóhannesson hélt fram.
Að meðaltali hafa íslenzkir blaðamenn slæma reynslu
af blaðafulltrúum, ekki vegna blekkinga, heldur vegna
valda- og vitneskjuleysis þeirra annars vegar og dyra-
varðarhlutverks þeirra hins vegar.
í fæstum tilvikum geta blaðafulltrúar svarað spurn-
ingum blaðamanna. Þeir vita ekki nógu mikið um
ákvarðanir í stofnunum sínum og fyrirtækjum. Og viti
þeir eitthvað, hafa þeir ekki vald til að tjá sig um málið.
Þeir verða yfirleitt að bera spurningar blaðamanna til
yfirmanna sinna og flytja síðan svörin til baka. Niður-
staðan er sú, að embætti þeirra sparar yfirmönnunum
ekki tíma, en eykur fjarlægðina frá þeim til almennings
um einn millilið.
íslenzkt þjóðfélag er ekki svo fjölmennt, að mikil þörf
sé fyrir slíka milliliði. Hér á landi er siðvenja, að ráð-
herrar jafnt sem forstjórar séu fyrirvaralítið eða fyrir-
varalaust til viðtals.
Margir vinsælustu stjórnmálamenn landsins eru jafn-
an reiðubúnir að svara spurningum blaðamanna fyrir-
varalaust. Þeir telja, að með slíkum hætti hafi skoðanir
þeirra greiðastan aðgang að almenningi.
Sumir þeirra eru fljótir að hringja sjálfir, ef ekki er
hringt í þá. Þannig sýna þeir lofsvert næmi fyrir almenn-
ingi, — skilning á því, að stjórnmálamaður þarf í sífellu
að kynna persónu sína, skoðanir og gerðir.
Missagnir, sem stundum verða á þessari leið, mundu
magnast við tilkomu nýs milliliðs, auk þess sem hinn per-
sónulegi þáttur mundi rýrna að mun. Blaðafulltrúinn
verður fljótlega að múr, sem veitir stjórnmálamanninum
tímabundin grið, en kemur honum síðan í koll í næstu
kosningum.
Ástæða er til að vona, að Magnús Torfi Ólafsson og
ráðherrar hans átti sig á kostum og göllum embættisins
og reyni að gera hið bezta úr vandasömu verkefni.
f—
Guatemala:
Hermenn felldu
hundrað indíána
er reknir voru af
olíusvæði
— indíánarnir voru á leið til borgarstjórans ásamt konum
sínum og börnum til að af henda mótmælaskjal
Blóðbaðið byrjaði sem friðsamlegar
mótmælaaðgerðir, þar sem um það bil
sjö hundruð indiánar gengu áleiðis til
ráðhússins í bænum Panzos í Guate-
mala i Mið-Ameríku. Indiánarnir
vildu mótmæla því að yfirvöldin hefðu
lagt hald á land þeirra.
Þetta varð hinn 29. maí síðastliöinn
og málið komst i hámæli er alþjóðlég
samtök, sem aðsetur hafa í Kaup-
mannahöfn, gáfu út skýrslu um at-
burðinn. Samtökin, en nafn þeirra er
skammstafað IWGIA, komust einnig
yfir einu Ijósmyndina sem tekin var af
fjöldamorðunum. Hún sýnir er vöru-
fiutningabifreið hlaðin líkum er ekið á
brott. Mun myndinni hafa verið
smyglað frá Guatemala.
Kunnugir telja að atburðirnir i
Guatemala séu dæmigerðir fyrir fram-
ferði hinna hvítu valdastétta í Mið- og
Suður-Ameríku. Þær ráði öllu og
indíánamir megi sín einskis gegn
þeim.
Fyrir um það bil eitt hundrað árum
settust indíánar af Kekchiættbálki að í
héraðinu nærri Panzos. Hvítir menn
og yfirvöld létu sig það litlu skipta þar
til fyrir nokkrum árum að í ljós kom
að jörð var þarna líklega auðug af
nikkel og olíu. Fór þá jarðarverð
þarna upp úr öllu valdi. Fjölþjóða-
fyrirtæki sýndu mikinn áhuga á að
nýta auðlindimar og efnaðir jarðeig-
endur tryggðu sér réttindi til landsins
þar sem indíánarnir höfðu búið í ára-
tugi. Þeir höfðu aldrei gert sér grein
fyrir því að nauðsynlegt kynni að vera
að þinglýsa eignaryfirráðum sinum
yfir landinu, enda vafamál að þeim
hefði verið heimilað slikt. Var þeim
skipað að hafa sig á brott af svæðinu.
Lengi vel reyndu þeir að þrjózkast
við. Þeir höfðu engan stað til að
hverfa að og ef þeir flyttust á brott biði
þeirra ekkert nema útrýming.
Hinn 29. mai síðastliðinn ákváðu
indíánarnir að láta andstöðu sína i
ljósi opinberlega. Hugmyndin var að
ganga fylktu liði til borgarstjórans í
Panzos og afhenda honum mótmæla-
bréf vegna landupptökunnar. Þeir
/fpþl
tö37
komust aldrei þangað. Skothriðin
buldi á göngu indíánanna frá þökum
og gluggum húsa í þorpinu og jafnvel
frá sjálfu ráðhúsinu að sögn eins
sjónarvotta, er ræddi við fréttamann
bandaríska tímaritsins Newsweek
skömmu eftir að atburðirnir gerðust.
Fólkið í göngunni hné til jarðar eða
hljóp í burtu til að leita skjóls undan
vélbyssukúlum hermannanna.
Meðal þeirra sem féllu voru
kaþólskir prestar úr þorpinu, en alls
létust um það bil eitt hundrað manns
og hátt á annað hundrað særðust.
I hinni opinberu útgáfu frásagnar-
innar segir að þrjátiu og fjórir hafi fall-
ið og sautján hafi særzt. Opinberir
aðilar segja einnig að hermennirnir
hafi skotið í sjálfsvörn. Sagt er að
þelta hafi verið hrein og klár bænda-
uppreisn sem komið hafi verið af stað
af marxistum, verkalýðsfélögum og
Fidel Castro Kúbuleiðtoga. Hin opin-
bera útgáfa segir að hermennirnir hafi
gripið til skotvopna sinna er indián-
arnir hafi ráðizt á þá vopnaðir hnífum
sínum. Hinir síðarnefndu hafi verið
hvattir áfram af aðilum sem vilji grafa
undan þjóðfélaginu í Guatemala og ná
stjórnartaumunum í sínar hendur á
ólöglegan hátt. Þannig var innihald
fréttatilkynningar frá yfirvöldum
landsins skömmu eftir blóðbaðið i
Panzos.
Indíánarnir segja aðra sögu. Ósk
okkar var aðeins sú að leggja fram
mótmælaskjalið fyrir bæjarstjórann,
segja þeir. Ef við hefðum ætlað okkur
að ráðast á hermennina hefðum við
ekki tekið með okkur konur okkar og
börn. Sagt er að Hans Laugerud, fyrr-
verandi forseti Guatemala, sem er af
norskum ættum, eigi mikilla hags-
muna að gæta í þeim hluta Guate-
mala sem hér um ræðir. Á blaða-
mannafundi skömmu eftir að blóð-
baðið varð í Panzos sagði hann að
þessir atburðir hefðu verið óhjá-
kvæmilegir. „Við höfðum hvað eftir
annað varað fólkið við að það þyrfti
að flytja á brott. Það hélt samt sem
áður áfram að setjast þarna að á fölsk-
um forsendum.
Að mati stjórnvalda i Guatemala
voru aðgerðirnar í Panzos vel heppn-
aðar. Nokkrum dögum eftir að þeim
var lokið var skrifað í dagblaðið El
Grafico í Guatemala: Til skamms tíma
voru um það bil sjö þúsund ibúar i
Panzos. Nú hafa um það bil sautján af
hundraði þeirra flúið á brott.