Dagblaðið - 16.11.1978, Síða 11

Dagblaðið - 16.11.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. /ln" 111 II Kjallarinn Lengi hefur þaö veriö svo, að Færeyingar eru eina þjóðin, sem einstaka grobbnir íslendingar hafa stært sig gagnvart. Höfðatalan er ekki okkar sterka hlið. Svo er enn síður um Færeyinga, og sanna þeir þó umheiminum, að þjóð getur verið til og átt myndarlegt samfélag og sterka menningu, þótt hún sé tölulega meira en fjórum sinnum minni en íslend- ingar. Nú er svo komið, að virðing íslend- inga fyrir Færeyingum fer sívaxandi, ekki einasta af því að þeir eiga sinn William Heinesen, sem skrifar skrambi góðar bækur, heldur einnig af þvi að Færeyingar hafa skipulega og skynsamlega steypt atvinnuháttum sínum i nýtízkulegt og háþróað horf. Nú um nokkur ár hafa þeir verið á öldutoppi hagsveiflunnar og hafa þegar að sögn skákað Islendingum í lífskjörum. Samanburður Frækileg frammistaða Færeyinga er eins og reykur i augum sumra íslend- inga. Og á síðustu misserum heyrast áfellisdómar um, að óstjórn hér á landi valdi niðurlægingu okkar gagnvart Færeyingum. Vissulega eru Færeyingar alls góðs lofs maklegir. En samanburður á íslenzkum lífskjörum og færeyskum er aftur á móti hæpinn. Eins og málin standa, er fátt um hliðstæður í efna- hagslífi þessara tveggja þjóða annað en það, sem að vísu er stórt, að báðar þjóðir draga fisk úr sjó og vinna að meira eða minna leyti i landi. Sjávar- afli og vinnsla er drjúgur hluti I þjóðarframleiðslu beggja, en þó verður efnahagslíf á lslandi og í Færeyjum ekki mælt sama mælikvarða til ábend- ingar um góða eða vonda efnahags- stjórn annarrar þjóðarinnar. Ódýr lausn Færeyinga Færeyingar eru enn í nánum efna- hagslegum og menningarlegum tengslum við Dani. Það sparar þeim gifurlega fjármuni. Þeir njóta margvis- legra danskra styrkja. Einmitt um tengslin við Dani var kosið nú i Færeyjum fyrir nokkrum dögum. Ef á hinn bóginn er litið á fjárlög íslenzka ríkisins, blasa þar við allt að því stjarnfræðilegar tölur um kostnað af ýmsum málaflokkum, sem Færeyingar sleppa þægilega frá. Eru þar skólamál og heilbrigðismál efst á blaði. Alla sérhæfða skólagöngu og háskólanám sækja Færeyingar til Danmerkur. Sama máli gegnir um flóknari lækningar og sjúkrahúsvist. Og áfram má telja, svo sem utanrikis- þjónustu, seðlabanka, sinfóníuhljóm- sveit, ráðuneyti ýmiss konar, þjóðleik- húso.fl. o.fl. Færeyingar hafa aldrei verið mikil landbúnaðarþjóð og þvi eiga þeir ekki við að stríða niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum eða útflutningsupp- bætur á þær. Færeyjar eru aðeins 1399 ferkílómetrar en Ísland er 100.000 ferkílómetrar. Vegur sá stærðarmunur meira en Htið, þegar hér á landi er framfylgt þeirri stefnu að halda öllu landinu i byggð með vega- kerfi, hafnargerð, skólakerfi, læknis- þjónustu o.s.frv. Á sínum landþröngu eyjum hnappast saman innan við 50.000 Færeyingar. Útgjöld til vega- gerðar munu þó á siðustu árum hafa verið stærsti útgjaldaliður fjárlaga þeirra. Fjöllóttar eyjarnar gera vega- gerð rándýra með jarðgangagerð og brúargerð. Á tveimur árum frá 1972 SigurðurGizurarson til 1974 fjölgaði bifreiðum þar I eyjum um 70%. í okkar stóra landi nemur vegaféð þó ekki nema 6—7% af islenzku fjárlögunum. Á fjárlögum okkar ganga ennfremur yfir 25% til tryggingamála, um 14—15% til fræðslumála og um 7—8% til heil- brigðismála. Fasttenging f æreysku krón- unnar við gengi Lærdómsríkt er að bera saman efna- hagslegt stjórnarfar á íslandi og í Færeyjum. Færeyingar eiga sína eigin krónu, en hún er fasttengd gengi dönsku krónunnar. Báðir gjaldmiðlar eru notaðir í Færeyjum. Færeyingar geta því ekki gert gengislækkanir upp á eigin spýtur. Ef danska krónan stendur sig vel sem traustur gjaldmið- ■11, gerir færeyska krónan það einnig, hvað sem annars kann að bjáta á í efnahagsmálum þeirra. Ef öll frystihús væru t.d. að fara á hausinn vegna óhóflegra launahækkana í kjara- samningum, mundu frystihúsin þar I eyjum stöðvast og ganga yrði aftur til samningsborðs til að semja um eitthvað, sem vit værii. Ef íslendingar hefðu t.d. búið við slika gengisfestingu, þá hefðu þeir ekki getað gert gengislækkun i sumar — eða í öll hin skiptin, sem gengið hefur verið fellt í reynd — og þá hefðu frysti- húsin ekki komizt i gang aftur eftir uppsagnirnar án rikisstyrkja eða nýrra kjarasamninga með lægri launum. Rikisstjórnin hefði getað reynt niðurgreiðslur til að hafa áhrif á yísi- tölu og þar með laun, en niður- greiðslukerfi hafa hvarvetna reynzt lé- legust allra hagkerfa, þegar til lengri tíma er litið. Og endalaust er ekki unnt að finna nýja skattþegna til að seilast í vasa hjá til að greiða öðrum. Viðsemj- endur á vinnumarkaði hefðu m.ö.o. ekki getað eftir á hrópað á hjálp ríkis- stjórnar og fengið hana í mynd gengis- lækkunar, þ.e. hærri krónutölu fyrir afurðir sínar. Sú aðferð hefur þó tiðk- azt hér á landi eftir svo marga kjara- samninga. Fasttenging færeysku krónunnar við þá dönsku jafngildir því járnlög- máli i efnahagslífi þeirra. Þeim er einn kostur að leysa vandræði sín eftir ákveðnu einstigi. Islendingar hafa hins vegar aðgang að meðalaskáp, þótt það hafi í reynd leitt til hóflausrar lyfja- notkunar: Hringekju launahækkana og gengislækkana: Óðaverðbólgu. Efnahagsmálin hafa löngum — eins og verðbólgan sýnir — verið Islend- ingum óvigt bjarg, þar sem kokviðar og klógráar veiðibjöllur svifa yfir fjör- eggjum. Á meðan Færeyingar feta einstigi til bættra lifskjara á hægt sígandi gengi danskrar krónu, virðist annað- hvort vaður íslendinga hafa slitnað eða þeir í vimu hafa rambað fram af bjargbrúninni. Hvínandi gengishrap 'gjaldmiðilsins veitir enga fótfestu, en langt niðri hringsnýst fyrir augum með miklu soghljóði hyldýpi erlendra skulda og ósjálfstæðis. Færeyingar létu nú um daginn i ljós í lögþingskosningum vilja sinn til að feta áfram einstigið, þ.e. þeir vilja ekki slita sambandinu við Dani. Hér úti á lslandi hlýtur á hinn bóginn höfuð- verkefni stjórnenda að vera að finna þá syllu eða nibbu, sem stöðva megi sig á og finna gjaldmiðlinum festingu. Sigurður Gizurarson sýslumaður. Eiga íslendingar að taka upp þýzka markið? Drýldnir dómar um, að við eigum 'ekki að þurfa að vera eftirbátar Fær- eyinga í lífskjörum styðjast ekki við líka og sambærilega þjóðfélagsgerð. . Færeyska dæmið vekur þó allt að einu til umhugsunar um, hvort við ættum t.d. að fasttengja íslenzku krónuna er- lendum gjaldmiðli, t.d. þýzka mark- inu. Við fengjum þá langþráðan sterk- an gjaldmiðil, sem islenzkur seðla- banki gæti ekki þynnt út með stanz- lausri prentun peningaseðla. En því fylgdi um leið þýzkur agi I efnahags- málum. Tvíbjörn mundi þá ekki hagg- ast þegar Einbjörn togaði í hann og þvi siður Þríbjörn. Engar launahækk- anir yrðu sýndarlaunahækkanir, eins og nú er, og færi t.d. kostnaður frysti- húsa upp fyrir tekjur þeirra, gætu þau ekki kallað á ömmu sína — rikisstjórn- ina — um uppáskrift með nýrri gengis lækkun. Verkefni við- námsstjórnar Yfirlýst markmið nýju vinstri stjórnarinnar er, að hún skuli öðru fremur vera viðnámsstjórn gegn verð- bólgu. Hún skal starfa í nánu sam- starfi við verkalýðshreyfinguna og með og fyrir fólkið. Samráð og samvinna við verkalýðs- hreyfinguna um að vinna bug á verð- bólgunni hlýtur að jafngilda því, að verkalýðshreyfingin taki þátt I að bremsa verðbólgu-hringekjuna. Ef verkalýðshreyfingin bregzt þessu samráði og þessari samvinnu, liggur beint við, að forsendur teljist brostnar fyrir þvi, að rikisstjórnin láti markmiðið: „full atvinna ávallt” sitja I fyrirrúmi. Uppihald þessa markmiðs gerir þjóðfélagið miklu viðkvæmara fyrir verðbólguhvötum, þvi að meiri spenna er á vinnumarkaði en ella. Ef verkalýðshreyfingin lætur ekkert koma á móti fyrir aðgæzlu þessa markmiðs af hálfu landsstjórnarinnar, er ekki að undra, að hún kippi að sér hendinni. Æ sér gjöf til gjalda. Ef verkalýðshreyfingin bregzt að þessu leyti, yrðu það hvorki ósann- gjörn né órökrétt viðbrögð af hálfu rlkisstjórnarinnar, að hún lýsi yfir, að viðsemjendur á vinnumarkaði þurfi ekki að treysta á nýjar gengislækkanir eða innspýtingar erlendra lána til að leiðrétta slagsiðuna. Ríkisstjórnin hlýtur eins og aðrir í þessu landi að geta sett sín skilyrði. Heiðnaberg efnahags- málanna Erfltt er að finna þá syllu, sem stöðva má á, og finna gjaldmiðlinum festingu. Er sjálfstjórn í peningamálum íslendingum ólán? ÍSLAN ID - FÆREYJAR

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.