Dagblaðið - 16.11.1978, Qupperneq 24
Fréttatilkynning Flugleiða hf. vegna f lugslyssins:
FYRSTA FERÐIN í
SEINNIHLUTA PÍLA-
GRÍMAFLUGSINS
Stjörn Flugleiöa hf. sendi í morgun
frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu
vegna flugslyssins á Ceylon:
Skömmu eftir kl. 22.00 í gærkvöld
barst aðalstöðvum Flugleiða i Reykja-
vik sú harmafregn, að flugvél félagsins
TF-FLA af gerðinni DC-8 hefði farizt
fyrr um kvöldið í aðflugi að flugvellin-
um í Colombo á Ceylon, þar sem vélin
vari pílagrímaflugi.
Með vélinni voru 246 farþegar og 8
manna áhöfn, en auk þess voru í auka-
áhöfn 2 flugstjórar, 1 flugfreyja, for-
stöðumaður flugdeildar Flugleiða og
deildarstjóri i flugdeild Flugleiða, eða
13 íslendingar. Af þeim fórust 8. Þeir
eru:
Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri, 48
ára, kvæntur, til heimilis að Furulundi
9, Gb.
Erna Haraldsdóttir, flugfreyja, 38
ára.gift, til heimilisaðTúngötu 7, R.
Guðjón Rúnar Guðjónsson, flug-
maður, 38 ára, kvæntur, til heimilis að
Bergþórugötu 33, R.
Haukur Hervinsson, flugstjóri. 42
ára, kvæntur, til heimilis að Urðar-
stekk I, R.
Ólafur Axelsson, deildarstjóri í flug-
deild, 47 ára, kvæntur, til heimilis að
Kóngsbakka 3, R.
Ragnar Þorkelsson, flugvélstjóri, 55
ára, kvæntur, til heimilis að Hlíðar-
vegi 18, Kóp.
Sigurbjörg Sveinsdóttir, flugfreyja,
37 ára, gift, til heimilis að Hraunbrún
6, Hf.
Þórarinn Jónsson, forstöðumaður
flugdeildar, 52 ára, kvæntur, til heim-
ilis að Skólagerði 36, Kóp.
5 íslendingar slösuðust og hafa
verið færðir á sjúkrahús í Colombo.
Þeir eru:
Harald Snæhólm, flugstjóri
Jónína Sigmarsdóttir, flugfreyja
Kristín E. Kristleifsdóttir, flugfreyja
Oddný Björgólfsdóttir, flugfreyja
Þuríður Vilhjálmsdóttir, flugfreyja.
Þeir munu ekki vera lífshættulega
slasaðir. Talið er að um 50 farþegar
hafi komizt lífs af.
Samkvæmt skeytum frá Colombo
var flugvélin i aðflugi og brotlenti kl.
18.00 í gærkvöldi að íslenzkum tíma,
nokkrum mílum frá brautarenda við
erfið veðurskilyrði. Að öðru leyti er
ekki vitað um tildrög og orsakir slyss-
ins.
Flugvélin TF-FLA var af gerðinni
DC-8-63. Hún hafði lengi verið í
förum á vegum Loftleiða og keyptu
Flugleiðir hana árið 1975. Var hún ein
af þremur flugvélum af gerðinni DC-8,
sem Flugleiðir áttu. Flugvélin flaug
um kl. 14.00Í fyrradagfrá Luxemborg
til Aþenu þar sem áhafnahvild var
tekin. Síðan var flogið i gærmorgun
frá Aþenu til Jeddah í Saudi-Arabíu og
hélt vélin þaðan fullhlaðin pilagrímum
kl. 12.00 samdægurs áleiðis til Sura-
baya á Jövu með millilendingu í Col-
omboá Ceylon.
Aukaáhöfn og starfsmenn áttu að
fara af i Colombo, en hluti áhafna
hafði farið þangað áður með öðru
flugfélagi.
Þetta var fyrsta ferðin í siðari hluta
pilagrímaflugs Flugleiða milli Sura-
baya í Indónesiu og Jeddah í Saudi-
Arabiu. Alls áttu 6 flugáhafnir að ann-
ast þetta flug, þ.e. 48 flugliðar auk
flugvirkja, afgreiðsluliðs og rekstrar-
stjóra eða alls 62 starfsmenn.
Flugleiðir, stjórn félagsins og starfs-
fólk eru harmi slegin yftr þessu slysi og
votta aðstandendum þeirra sem fórust
dýpstu samúð.
Tillögur á þingi um að kippa vísitölunni úr sambandi?
„LAUNÞEGAR MUNDU GEFA
EFTIR SEM ÞÁn í ÁÆTLUN
UM HJÖDNUN VERÐBÓLGU”
— segir framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins
í viðræðum stjórnarliða um vísitöl-
una eru flestir sammála um að kaup-
hækkuninni 1. desember verði haldið
niðri. Talsverður ágreiningur er enn.
Vilja sumir koma beinni kauphækkun
niður í 2—3 prósent en aðrir standa á
7—8 prósentum. Samkvæmt samning-
um ætti hækkunin að verða 14%.
„Ef ég þættist hafa haldgóð rök
fyrir því að rikisstjórnin gerði fram-
tíðaráætlun um hjöðnun verðbólgu,
sem ég treysti, held ég, að ekki mundi
standa á launþegunum aö gefa eitt-
hvað eftir af kauphækkuninni I. des-
ember,” sagði Þórir Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Verkamannasanibands-
ins, í morgun. Hann sagði að þá yrði
að vera tryggt að einhverjir aðilar i
þjóðfélaginu slyppu ekki.
Efnahagslífinu væri ekki hollt að fá
þá „gusu", sem leiddi af 14% kaup-
hækkun 1. des. Hann gæti tekið undir
það að reynt yrði að leita leiða til að
halda uppi kaupmætti með öðrum
hætti en beinni kauphækkun.
I visitölunefnd stefnir í að ekkert
samkomulag verði. Nokkrir þingmenn
munu nú íhuga að bera fram tillögur
um að vísitölunni verði kippt algerlega
úr sambandi, takist ekki að finna aðrar
leiðir til að halda kauphækkuninni
niðri. - HH
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 16. NÓV. 1978.
Flugslysið 74:
191 fórst með
vél, sem Flug-
leiðir höfðu
nýlega selt
Flugslysið á Sri Lanka í gærkvöld er
annað meiri háttar flugslysið, þar sem
hlut eiga að máli indónesískir pílagrím-
ar.
í desember 1974 fórs 191 maður þeg-
ar leiguvél af gerðinni DC-8-55 hrapaði í
fjöllum í miðju landinu. Þá vél höfðu
Flugleiðir selt skömmu áður, en hún
hafði fyrr verið notuð í Norðurlanda-
flugi félagsins, skv. upplýsingum DB í
morgun.
Sú vél var nokkuð styttri en vélin sem
fórst í gærkvöld, en það var DC-8-63.
-JH/ÓV.
r
Islenzk hass-
lögga upplýsir
mál fyrir er-
lenda f élaga
Samstarf íslenzkra fíkniefnalöggæzlu-
liða og erlendra samstarfsaðila tók nýja
stefnu á dögunum er nokkur hópur
manna var stöðvaður á Keflavíkurflug-
velli, grunaður um svokallað hass-
smygl.
Við yfirheyrslur upplýstist um
tæplega tveggja kílógramma ólöglegan
innflutning á hassi hingað til lands.
Auk þess kom i ljós við nánari yfir-
heyrslur að sömu aðilar höfðu staðið
fyrir sölu og flutningi á um það bil
tuttugu og fimm kilógrömmum af hassi.
sem selt var í Danmörku og Sviþjóð.
Efnin munu hafa verið keypt i Hollandi.
Að sögn kunnugra mun ekki áður
hafa verið upplýst um svo stórt
smyglmál af þessu tagi hér á landi, sem
varðar sölu ólöglegra efna i öðrum
löndum. Guðmundur Gigja deildarstjóri
fíkniefnadeildar lögreglunnar vildi
ekkert um málið segja í viðtali við DB í
gær. Hann tók þó fram, að opinber yfir-
völd mundu að likindum eitthvað láta
eftir sér hafa um viðkomandi mál, eftir
næstu helgi. -ÓG.
Ekkert lát á árekstrum:
27 árekstrar
Ekkert lát er á árekstrunum i Reykja-
vik. í gær urðu þeir alls 27, sem er með
almesta móti. Að sögn Guðmundar Her-
mannssonar yfirlögregluþjóns í morgun
var um eitt slysatilfelli að ræða. Var það
árekstur í Norðurfelli á móts við hús nr.
I um kl. 18. Voru ökumaður og farþegi
annarrar bifreiðarinnar fluttir á slysa-
deild.
Þá lenti bíll á Ijósastaur á Miklubraut-
inni i hádeginu í gær með þeim afleiðing-
um að staurinn brotnaði og billinn lenti
á hliðinni en ökumaður slapp ómeiddur.
- GAJ
KaupWn^
,3 TÖLVUR
I* QG TÖLVUUf
BAINIKASTRÆTI8
275^