Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. ■jgaii Til sölu: Kleppsvegur 4 herb. á fjórðu haeð, 108 ferm., 3 svefnherb., góð íbúð. Tjarnargata 4 herb. íbúð á fjórðu hæð. Vesturbær 160/170 ferm. hæð tilbúin undir tréverk. Meistaravellir 117 ferm. hæð, 3 svefnherb. og stofa. Góð eign. Framnesvegur Verzlunarhæð og kjallari. Freyjugata 2 herb. íbúð. Seltjarnarnes Fokhelt einbýlishús. Teikningar á skrifstofunni. Óskum eftir: 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum í Breiðholti. Einbýlishúum, raðhúsum í Fossvogi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði. Krummahólar 3ja herb. íbúð, 2 svefnherb. Stapasel 90/100 ferm., jarðhæð, fokheld meðgleri, hita ogeinangrun. Vesturberg 4ra / 5 herb. 117 ferm. íbúðí skiptum fyrir íbúðí Kópavogi / Garðabæ / Hafnarfirði. Arnarnes 12—1300 ferm. byggingarlóð. Upplýsingar á skrifstofunni en ekki i síma. Setfoss Einbýlishús viðlagasjóðshús, 120 ferm. á einni hæð. Þorlákshöfn 130 ferm. einbýlishús á einni hæð. Bilskýli. Vill skipta á ibúð í Reykjavík. Keflavík 147 ferm. einbýlishús á einni hæð. Bílskúr. Skipti á íbúð í Reykjavík Opið sunnudag kl. 2—6. Húsamiðlun fasteignasala. Templarasundi 3, slmar 11614 og 11616. Þorvaldur Lúðvlksson hrl. Sœngurkr. 9.013.- Koddarkr. 2.810.- Svœflarkr. 2.020.- VÖRUHÚSIÐ TRÖNUHRAUIMI 6, HAFNARFIRÐI SÍMI51070. Starfsfólk af öllum deildum Vikunnar kom saman til kökuáts I tilefni af 40 ára afmæli blaðsins og tók Bjarnlcifur þá þessa mynd. VIKAN FERTBG — greiðir söluskatt meðan rúmlega 260 tímarit eru undanskilin slíkum skatti ,.Á það cr auðvitað að lita að Vikan á í harðri samkeppni við alla dagpressuna. útvarp og sjónvarp, en við leyfum okkur samt að vera ánægð með þær viðtökur sem Vikan hefur fengið i gegnum árin,” sagði Kristin Halldórsdóttir ritstjóri Vikunnar á blaðamannafundi sem boðað var til i tilefni af þvi að í dag eru liðin 40 ár frá útkomu fyrsta tölublaðs þessa vinsæla vikurits. ,.í tilefni af þessurn timamótum hefur blaðið verið stækkað um átta síður og verður svo áfram, en auðvitað verða hátíðartölu- blöð þau sern nú fara í hönd auðvitað mun stærri,” sagði Kristín ennfremur. Það kom frani á fundinum að þeir Vikumenn hafa stóraukið möguleika blaðsins á þvi að prenta ntyndir og annað efni I fjórum litum og er önnur hver opna blaðsins nú litprentuð. Þá kom fram að Vikan er eitt sára- fárra timarita hérlendis sem greiða verður söluskatt en meira en 260 tima- rit. þar nteð talin timarit sem gefin eru út á vcguni Frjáls framtaks. greiða ekki söluskatt. Núverandi upplag blaðsins er urn 13.000 eintök og er áskrifendafjöldinn svipaður úti um land og á höfuðborgar- svæðinu. Starfsmenn blaðsins eru nú 30 talsins og útgefandi þesser Hilmir h.f. ÓG. Jólapósturinn: Skipspósturinn innan viku Ætli menn að senda vinum og kunningjunt hinum megin hafs jóla- gjafir þurfa þeir að fara að drifa i að kaupa þær eða búa þær til. Sendi ntenn jólapóstinn með skipum þurfa þeir að gera það svona þrem vikum fyrir jól eigi hann að fara til Norðurlanda og Evrópu en svona mánuði fyrir jól eigi hann að fara til Ameríku. Eigi að senda jólabögglana með flugvél þarf ekki svona langan fyrirvara en það er lika dýrara. Flugpóstur til Norðurlanda á að vera kominn fyrir 15. desember og annar flugpóstur fyrir 12. desentber. Ætli menn að senda vinunt hér á landi böggla fyrir jólin eru flugferðir á alla stærri staði daglega og á smærri staði að minnsta kosti annan hvern dag. Gott er að vera búinn að konta bögglunum á vélarnar að minnsta kosti viku fyrir jól, þvi magniðermikið. Sjálf jólakortin verða svo að vera komin i póst 18. desember eigi að vera öruggt að þau nái í tima. í Reykjavik er póststofan opin til klukkan tiu að kvöldi þess dags. Öll umslög sem rnerkt eru nteð orðinu jól i neðra horni til vinstri eru ekki borin út fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Aftur á móti eru ntönnum sendar tilkvnningar um alla bögglajafnóðumogþeirberast. -DS. Tvö innbrotínótt: MÚSIKALSKIR ÞJÓFAR A FERÐ? Tvö innbrol voru framin i fyrrinótt. Brotizt var inn í íbúðarhús að Geit- landi 1. Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig inn í húsið. Að sögn rannsóknarlögreglunnar stálu þeir a.m.k. stereótækjum en ekki var vitað hvort þeir hefðu stolið öðru þar sem eigendur hússinseru ekki heima. Þá var brotizt inn I rakarastofu Villa Þórs i Ármúla 26. Að sögn Rikharðs Pálssonar, eigenda hússins. er þetta í annað skiptið á tæpri viku sem brotizt er þarna inn. Sagði Rík- harður að svo virtist sem þjófurinn væri mjög músikalskur þar sem hann stal aðeins hljómflutningstækjum i báðum tilfellum en snerti ekki á neinu öðru. Hann sagði að Villi Þór hefði jafnan leikið tónlist sem heyrðist út á götu og hefði ýmsum mislikað það. Mætti lika imynda sér að þjófurinn hafi ætlað að stöðva í eitt skipti fyrir öll þennan tónlistarflutning á götunni. -GAJ. " ' t' v „Alveg stórkostlegt... Það borgaði sig að fara á INNI- MARKAÐINN. Ég fékk flottar buxur, bróðir minn peysu, pabbi skyrtu, mamma velúr-samfest- ing. Og svo er til fullt af garni, undirfötum, leikföngum, hljóm- plötum, snyrtivörum, og margt, margt fleira. Svo bætast við nýjar vömr á hverjum degi... OG ALLT ÓDÝRT." INNIMARKAÐURINN (í kjallara Iðnaðarhússins v/Hall- veigarstíg) Opið til hádegis á laugardaginn kemur... K0MIÐ OG SANNFÆRIZT. Lögreglumenn fá dreif ibréf: Látið til skarar skríða gegn hundum Allir starfandi lögregluþjónar i höfuðborginni hafa nýlega fengið bréf frá Sigurjóni Sigurðssyni, lögreglu- stjóra, þar sem kveðið er á um hvernig þeir skuli bregðast við ef þeir verða varir við hund í borginni. DB hafði samband við Pál Eiríks- son aðstoðaryfirlögregluþjón og spurði hann, hvort þetta þýddi að herða ætti aðgerðir gegn hundaeig- endum í borginni. Páll sagði að það væri alltaf verið að ýta á þessi mál annað slagið, þar sem stöðugt bærust kvartanir til lögreglunnar undan hundum. Páll sagði að' í bréfinu fengju lög- reglumenn fyrirmæli um að ef maður yröi á vegi þeirra með hund í bandi, þá skyldu þeir taka niður nafn hund- eigandans, gefa skýrslu um málið. Eigendumir verða síðan kallaðir fyrir og sektaðir um 1000 kr. og málinu framfylgt i sakadómi: Við- komandi er einnig bent á það um leið að hann verði að losa sig við hundinn þar sem hundahald er með öllu bannað i höfuðborginni. Ef lögreglan finnur hund sem er á flækingi, þá er hann tekinn. Hann er þó ekki aflifaður á stundinni, fyrst er gengið úr skugga um, hvort hann er utan lögsagnarumdæmisins. Ef svoer, þá er eigandanum gefið færi á að ná i hann en hundurinn ella liflátinn.-GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.