Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 4
■HAFAClassic' Sænsku HAFA verksmiðjurnar sérhæfa sig eingöngu i smíði baðinnréttinga og bjóða þess vegna eingöngu 1. flokks framleiðslu. Hvergi fjölbreyttara úrval. Kynnið yður verð og gæði HAFA baöskápanna. Yfir 40 mismunandi einingar úr ASKI—TEKKI— og hvitlakkaðar til afgreiðslu samdægurs. VALD POULSEN HF. SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMI38520-31142 Utsölustaðir Mftlníngarþjónustan Akranesi Atlabúðin Akureyri Bústoð Keílavik Valberg ólafsfirði Húsgagnav. Patreksfjarðar Brinnes Vestmannaeyjum JLhúsið Reykjavik og flest kaupfélög um land allt. Laus staða Staða umdæmistæknifræðings fyrir Vestur- land og Vestfirði, með aðsetur í Borgarnesi, er laus til umsóknar, frá og með 1. febrúar nk. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstjóra Fasteignamats ríkisins Suðurlandsbraut 14, Reykjavík fyrir 10. des. nk. Reykjavík 15.11 1978. Fasteignamat ríkisins. BILAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluía íýmsar tegundir bifreióa, tildæmis: i Toyota Crown Fíat 128 Volvo Amazon Chevrolet Bel Air Rambler American Saab 96. Fíat 125 Einnig höfum vid úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um alltland. LAPARTASALAN öatúni 10 — Simi 11397 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. Sfld og aftur síld Undanfarið hafa margir komið að máli við Neytendasiðuna og beðið um síldaruppskriftir. Við höfum reynt að birta slíkar uppskriftir eftir beztu getu. Hér koma tvær uppskriftir af síld úr nýju Matreiðslubókinni eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Við höfum góðfúslegt leyfi höfundar til að birta uppskriftir og annað úr bók þessari. Þar segir m.a. í kaflanum Sild: „Flestir sem kynnzt hafa síld eru sammála um að hún sé herramanns- matur, hvort heldur ný eða söltuð. Þegar kemur fram á haustið er farið að slá upp síldarkútana og matreiða salt- síldina frá sumrinu. íslenzk saltsíld þykir einh/er hin bezta sem til er og þar erum við heppin. Síld er ekki mjög algeng á borðum hér, en engin ástæða er til að hika við að fá sér sííd og leggja í lög, því að þannig fáið þið ódýran, drjúgan og einkar Ijúffengan mat. Soðin, ný síld Ef þið náið í glænýja síld, skulið þið ekki tvinóna við að matreiða hana í hvelli, t.d. samkvæmt eftirfarandi upp- skrift: 4 síldar 3dlvatn 1/2 dl edik 1 laukur 2 lárviðarlauf 1 tsk. salt nýmalaður pipar. 1. Setjið ofninn á 200° 2. Flakið sildarnar og stráið piparn- um á flökin. Leggið flökin saman tvö og tvö með laukhringjum á milli. Ef ykkur finnst nauðsyn á, getið þið fest þau saman með tannstönglum eða öðrum pinnum. Setjið síldina í djúpt smurt fat, pönnu eða bakka sem þolir að verasetturiofn. 3. Sjóðið vatnið á'samt edikinu, af- ganginum af lauknum, lárviðarlaufi og salti í 10—15 min. og hellið siðan yfirsíldina. 4. Setjið síldina í ofninn og sjóðið hana í 8—10 mín. Gætið þess að hún of- soðni ekki, því að þá verður hún mun síðri. Berið fram með soðnum kartöfl- um og bræddu smjöri.” 1 „Matreiðslubókinni” er einnig uppskrift af saltsíld í edikslegi. Segir að eftirfarandi uppskrift sé sænsk, enda Svíar mikil síldarþjóð og þykir sild ómissandi á hátíða- og jólaborð i Sví- þjóð. „Edikið er bezt að blanda úr ókryddaðri edikssýru eða nota venju- legt borðedik. Síldin er bezt þegar hún hefur fengið að standa í leginum í 1 — 2 sólarhringa. Gott er að bera hana fram með rúgbrauði eða sýrðum rjóma og eplurn eða soðnunt kartöfl- uni. þær. Látið það ekkert á ykkur fá þótt flökin verði ekki öll jafnfalleg í fyrstu. Það kemur með æfingunni. 2. Leggið nú flökin í dauft, kalt te- vatn í 1/2—1 sólarhring til afvötnun- ar. 3. Sjóðið saman vatnið, edikið og sykurinn og látið kólna. 4. Blandið kryddinu saman og gróf- steytið það. Skerið nú flökin í bita og laukinn í þunnar sneiðar. Raðið flök- unum i skál eða annað heppilegt ilát ög dreifið laukhringjunum og krydd- inu jafnt inn á milli þeirra. Hellið köld- um leginum yfir að síðustu og látið í kæliskáp.” Verð á réttunum Soðin ný sild: í kringum 435 kr. eða rúmlega 100 kr. á mann, því uppskrift- inerhandafjórum. Saltsíldarflök kosta 550 kr. kg (í Sæ- björgu) og má sennilega reikna með að 5 saltsíldar jafngildi um það bil 1/2 kg af saltsíld, eða unt 275 kr. Edikið, sykurinn og kryddið getum við áætlað að kosti í kringum 50 kr„ þannig að þessi uppskrift getur farið upp í 325 kr. - A.Bj. 5 saltsildar 3 laukar 3 dl edik 2dl vatn lOOgsykur 4 lárviðarlauf 1 msk. heil piparkorn I tsk. heil sinnepskorn. 1. Flakið síldarnar og roðflettið r----------1 Uppskrift dagsins ^ 4 Sfldarverðið í fiskbúðunum: Alls staðar valin sfld Lesandi hringdi og sagðist ekki hafa getað fundið jafn ódýra síld og við sögðum frá að fengist í fiskverzlunum höfuðborgarinnar. Við höfðum okkar verð frá fisksalanum í fiskbúðinni á Víðimel, en þar kostar kg I heilli, nýrri síld 350 kr. Þar kosta flökin 700 kr. kg. i fiskbúð Hafliða kostar ný, heil sild 400 kr„ en hins vegar er hún flökuð ef viðskiptavinurinn vill fyrir sama verð. 1 fiskbúðinni Starmýri 2 kostar síldin einnig 400 kr. kg og þar er hún einnig flökuð fritt fyrir viðskiptavinina. Svipuð síld er alls staðar á boðstólum, er hún valin og fara um 3—4 stk. i kg. Þessi síld er yfir 33 cm á lengd. A.Bj. neytenda V Síldin er kölluð silfur hafsins. Notfærið ykkur að geta fengið ferska og vel valda síld í verzlunum. Sums staðar er hún fiökuð fyrir ykkur á meðan beðið er eftir henni. -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.