Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. Liza Mindli, leik- og söngkonan fræga, var I Kaupmannahöfn i fyrradag og vakti koma hennar að sjálfsögðu mikla athygli. Hún skemmti i konsertsalnum i Tivoli þá um kvöldið. Á blaðamannafundi i Kaupmannahöfn sagði hún allar sögur um trúlofun þeirra leikarans John Travolta tóman uppspuna, aftur á móti dansaði maðurinn með afbrigðum vel. -------------------NÝJUNGIn TÖKUM AÐ OKKUR AÐ VÍKKA LEGGI (KÁLFA) Á UPPHÁUM SKÓM OG STÍGVÉLUM. EINNIG RISTAR. PÓSTSENDUM. Skóvinnustofa Hafþórs Garðastræti 13a sfmi 27403 NÝJU mjóu hœlarnireru komnir og tilbúnir undir skóna yðar. Verið viðbúin hálkunni, gúmmigpdda- | hœlplöturnarfyririiggjandu Víkkum kuldaskóna um legginn á mjög skömmum tíma. STYRKUR TIL HÁSKÓLANÁMS í SVÍÞJÓÐ Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu tíu styrki til háskólanáms í Svíþjóð há- skólaárið 1979—80. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Styrkfjárhæðin er 1.950, sænskar krónur á mánuði í níu mánuði en til greina kemur i einstaka tilvikum að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7434 S — 103 91 Stockholm, Sverige fyrir 28. febrúar 1979. Menntamálaráöuneytið. Útsala Vegna flutnings verksmiöjunnar seljum við eldri lager á mjög hagstœðu verði. Opið til kl. 10 í kvöld og til kl. 12 á há- degi laugardag. /VA AC A 5 I N Tunguhálsi 9, Árbæjarhverfi. Sími 86140. Kúba: Erkjamorka komin á Kúbu? — Bandaríkin hef ja aftur eftirlitsf lug yf ir eyjuna Bandaríkin hafa hafið aftur eftirlits- ,flug yfir Kúbu með SR-71 þotum, að því er tilkynnt var í Washington í gær- kvöldi. Er þetta að sögn gert til að kanna hvort MlG-23 þotur, sem Kúbumönnum voru nýlega afhentar frá Sovétrikjunum geti borió kjam- orkuvopn. Ef svo reynist ris sú spurning hvort Sovétrikin hafi brotið samkomulagið frá því 1962. Það fjallaði um allan brottflutning kjamorkuvopna frá Kúbu. Var það eftir miklar deilur og tilraunir Sovétríkjanna til að flytja þangað eldflaugar en Bandarikin höfðu áður sett hafnbann á eyjuna. Er jafnvel talið að sjaldan hafi legið nær styrjöld milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna en þá. MIG-23 þoturnar voru fluttar til Kúbu siðastliðið sumar en Kúbumenn eru nýlega byrjaðir að setja þær sam- an. Ródesía: Frestað að kjósa um svört vö/d Tilkynnt hefur verið í Ródesiu að kosningum um hvort veita eigi svörtum íbúunt landsins fullt pólitískt frelsi hafi verið frestað þar til 20. apríl á næsta ári. Segir i tilkynningunni aðekki hal'i verið unnt að koma á slíkum kosningum fyrir lok þessa árs eins og ráðgert hafi verið. Fkki hafi verið nægur timi til að skipu- leggja þær. Haft er eftir Muzorewa biskupi, ein- um þriggja svartra ráðherra i bráða- birgðastjóm lans Smith forsætisráð- herra Ródesíu, að svartir yrðu fyrir miklum vonbrigðum vegna jjessarar frestunar en hann bjóst ekki við veruleg- um vandræðunt vegna hennar. Leiðtogar svartra þjóðernissinna. sem berjast gegn stjórn lans Smith úr útlegð í nágrannaríkjum Ródesiu, hafa ekki fallizt á þessar kosningar. Vesturveldin hafa heldur ekki talið þetta vera réttu leiðina til að koma á völdum svartra í landinu. Danir hafa ákveðið að banna alla þorskveiði skipa sinna I Eystrasalti frá og með 18. nóvember. Þetta er auðvitað alvarlegt mál I heild sinni en bannið er sett á til fiskverndar. Danir sjá auk þess fram á að þeir fái ekki nýjan þorsk til að borða á nýársdag en slikt er þar þjóðarsiður. London: Ungfrú 4 rgentína vard Mks Worid Ungfrú Argentina, Silvana Suarez, var kjörinn Miss World i London i gærkvöldi. Að venju brast fegurðar- drottningin í grát er úrslitin voru tilkynnt. Ungfrúin er nemandi í heimalandi sínu og er brúneygð og brúnhærð. Sagðist hún ekki hafa átt von á þvi aö vinna í keppninni enda voru veðmál í London henni mjög óhagstæð 25 gegn I. Hin nýkjörna Miss World stundar nám i húsa- gerðarlist og að sögn talar hún fjögur tungumál. Önnur i röðinni varð ungfrú Svíþjóð, hin tuttugu og eins árs gamla Ossie Margareta Carlsson. 1 þriðja sæti var ungfrú Ástralía Denis Coward. í fjórða sæti kom stúlkan frá Mexico og í fimmta sæti var sú spánska. Litið var um mótmælaaðgerðir samhliða keppninni, en fulltrúum Suður-Afriku var ekki heimiluð þátt- taka. Er það talið hafa komið í veg fyrir mótmælaaðgerðir gegn kynþátta- misrétti. Kvenréttindakonur létu heldur ekki á sér bera en þær hafa likt fegurðarsamkeppnum, sem jafngildi nautgripamarkaða. Ungfrú Suarez er 1,70 cm á hæð, önnur mál eru 92—61—92 cm. Verðlaun hennar eru jafngildi þriggja og hálfrar milljóna íslenzkra króna. Næsta ár mun hún ferðast um heiminn á vegum stjómenda keppninnar en ætlar eftir mætti að reyna að skoða söfn þar sem hún fer um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.