Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 24
Flugslysið á Colombo-f lugvelli: DAGFMNUR KOM FRÉTT UM SLYSB TIL EVRÓPU þegar símasamband við Sri Lanka var útilokað Þaö var Dagfinnur Stefánsson, flug- stjóri, sem kom fréttum af flugslysinu á Sri Lanka til Evrópu. Margir hafa furöað sig á þeim seinagangi sem var á fréttum af siysinu. Flugleiðum bárust fréttir af því fjórum tímum eftir að það varð og fréttastofur tóku ekki að senda fréttir af þvi út um heim fyrr en um 7 klst. eftir slysið. Dagfinnur var á flugvellinum i Colombo er slysið varð skammt frá enda brautarinnar. Átti Dagfinnur að taka viö vélinni og fljúga henni til Surbayu. Simasambandslaust var frá Sri Lanka vegna veðursins. En Dag- finnur dó ekki ráðalaus. Hann fékk aðstoð í flugvél sem stóð á flug- vellinum og tókst að komast i radíósamband við flugvöll I Sviss og koma fréttunum áfram til Luxemborg og islands. Fréttamenn DB í Luxemborg, sem er miðstöð Flugleiða i Evrópu, segja að flugstjóri vélarinnar sem fórst hafi áður en slysið varð kvartað yfir erfið- leikum við stjórn vélarinnar vegna óveðursins sem geisaði. Hann mun hafa nefnt niðurstreymið og var að reyna að ná vélinni upp á við er stél hennar rakst í tré og vélin missti jafnvægið. Reyndir flugmenn segja að iðulega hafi það komið fyrir á flugvellinum i Colombo aö upp hafi verið gefnar rangar hæðarmælingar og stefna sem gefin hafi verið inn til aðflugs hafi reynzt of lág. Á það má lika benda að BBC skýrði frá þvi i fréttum að flug- eftirlitsmenn hafi nýlega verið búnir að kvarta yfir aðstæðum á vellinum í Colombo. Fjórir af fimm Íslendingum sem lifðu slysið af eru I sjúkrahúsi. Af þeim er Oddný Björgólfsdóttir mest slösuð og er hún enn talin í lífshættu að sögn þeirra í Luxemborg. Haraldur flug- stjóri er skaddaður á baki og getur vart hreyft sig, en mun þó ekki vera lamaður. Um liðan hinna var ekki vitað. Lik þeirra sem fórust verða flutt heimleiðis i dag og fara um ótal flug- hafnir áður en endastað er náð. Tilboði Cargolux um leigu á farþega- þotu til flutninganna mun hafa verið hafnað. Sú farþegavél Cargolux stendur nú ónotuð á flugvellinum i Luxemborg. -ASL Eldurí bifreiða- verkstæði ínótt — litlar skemmdir Eldur kom upp á bifreiðaverkstæðinu við Miklatorg í nótt. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn um kl. 0.55 og gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem var ekki mikill að sögn slökkviliðsins. Hafði tekizt að ráða niðurlögum eldsins um kl. 1.30 og urðu skemmdir ekki miklar. 1 þessu sama húsi er einnig húsgagna- vinnustofa og urðu einhverjar skemmdir þar af völdum reyks. Eldsupptök eru ókunn. -GAJ- 1» Eins og sjá má á myndinni eru reykingar bannaðar á verkstæðinu en það hefur þó ekki nægt til að koma 1 veg fyrir að eldur kæmi upp þarna. F.ldsupptök eru ókunn. -DB-mynd Sveinn Þorm. HfiCisr SVARTAMARKAÐSBRENNIVIN JT" 1/1/AQ — starfsmannasamtök um að hætta vínkaupum LFW IVIVMIl hjá einkasölu ríkisins Áfengissala hefur minnkað talsvert eftir siðustu hækkun á þeirri vöru hjá einkasölu ríkisins. Ein flaska af brennivini kostaði eftir þá hækkun kr. 6.200 i Rikinu. Á svörtum markaði á borgarsvæðinu fór hún þá upp i kr. 12.000. Varð þannig á svörtum markaði hlutfallslega örlitlu meiri hækkun en hjá einkasölunni. Nú hefur brenniviniö aftur lækkað nokkuð á svarta markaðnum en mis- munandi mikið og þykir flestum sopinn dýr. Þykir þetta ótviræð bending um að eftirspurn eftir brennivini hafi minnkað- almennt og svartamarkaðssalar hegðað sér eftir þvi. Engin lögmál um framboð og eftirspurn hafa áhrif á einkasölu rikisins. DB hefur frétt af samtökum starfsmanna á einstaka vinnustað um að fresta öllum áfengiskaupum um sinn, vegna verðlagsins. -B.S. UPPSELT HJÁ GUNNARI —en þó gert ráð fyrir 1500 þúsund krónatapi Vegna mikillar aðsóknar að hljóm- leikum Gunnars Þórðarsonar á sunnu- dagskvöldið hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika sama kvöld. — Alls voru seldir tæplega átta hundruð miðar á þá fyrri og munu þeir nú allir vera búnir. Samkvæmt kostnaðaráætl- un er þá fimmtán hundruð þúsund króna tapá hljómleikunum. Gunnar Þórðarson hefur að undan- förnu æft myrkranna á milli fyrir þennan tónlistarviðburð. í hljómsveit- inni sem fram kemur með honum eru tæplega þrjátíu manns. Þar af voru átján manns fengnir að láni hjá Sin- fóníuhljómsveit lslands. Stjórn annast Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri. Á hljómleikunum verða flutt lög og Gunnar Þóróarson á sfingu með félögum úr Sinfóniuhljómsveit íslands. Ágóðinn af fyrri hljómleikum hans á sunnudagskvöldið verður minus fimmtán hundruð þúsund krónur. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson tónverk eftir Gunnar. Ný tvöföld plata með lögum hans kemur út á mánudaginn og verða kynnt nokkur lögaf henni. Fyrri hljómleikar Gunnars og félaga hefjast klukkan átta þrjátiu á sunnudagskvöldið og hinir siðari klukkan 23.45. írjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. NÓV. 1978. Víða slæm færð ímorgun: TafiríÁrbæ og Breiðholti i nótt og i morgun gekk á með skaf- renningi og dimmviðri og lokuðust nokkrar götur i borginni og vegir um landið. Samkvæmt upplýsingum sem DB fékk hjá Vélamiðstöð Reykja- víkurborgar er að mestu fært um borgina, þó tafir séu á umferð í Árbæ og Breiðholli. Einstaka götur i öðrum hvcrfum eru þó þungfærar. Vegagerð ríkisins hafði takmarkaðar upplýsingar fengið í morgun er haft var samband við hana. Þá var Hellisheiði fær og Þrengslin einnig en báðar leiðir seinfarnar. Búið var að mestu að ryðja vegi í Mosfells- sveil og Kollafirði og fært var fyrir Hvalfjörð. Seinfært var í Hafnarfjörð og illfært suður með sjó. -DS. Iðulaus stórhríð á Hellisheiði Iðulaus stórhrið var á Hellisheiði i morgun og skyggni nánast ekkert. Að sögn Árbæjarlögreglunnar voru dæmi þess að bílar væru I 1/2 tima úr Árbænum að Kambabrún. en undir venjulegum kringumstæðum er þetta ekki nenta um hálftima akstur. -GAJ. Hús á Sel- tjarnarnesi lagt í rúst — af bandóðum menntaskólaskrfl Morgunblaðið segir ffá því í gær að heimili í nágrenni Reykjavíkur hafi verið stórskemmt um síðustu hclgi af óðum krakkalýð. Segir blaðið að hjónin sem eiga húsið hafi ekki verið heima og hafði dóttir þeirra boðið skólafélögum sinum i „parti". Þeir hafi hins vcgar þakkað fyrir sig með þvi að leggja heimilið i rúst. Þetta hafi þeir gert þar sem þeim þótti heimilið of borgaralegt. Segir Mbl. að heimilið hafi verið mjög illa leikið eftir þessa atburði. M.a. munu unglingarnir hafa borið hús- gögn i fjöruna og slegizt með lömpum. Tjón á innanstokksmunum hafi a.m.k. numið hundruðum þúsunda. Mál þetta hefur ekki verið kært til lög- rcgluyfirvalda. Dagblaðið hafði samband við lög- regluna á Seltjarnarnesi og kannaðist hún við að atburðurinn hefði átt sér stað á Scltjarnarnesi. nánar tiltekið við Sæbrautina. Ekki hefði atburðurinn þó verið kærður til lögreglunnar á Seltjarnar- nesi. Sagði lögreglan að hér hefði verið um að ræða nemendur úr Mennta- skólanum í Reykjavík. -GAJ- Kaupið^ ,5 TÖLVUR I* OG TÚLVUUR BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.