Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. MSBIAÐIÐ fijálst, aháð dágblað Útgaffandfc Dagbiaflifl hf Framkvdtndasljóri: Sveinn R. EyjóHsson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttestjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuNtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar J6- hannes ReykdaJ. iþióttir Hallur Simonarson. Aöstoðarfréttastjórar Atfi Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmál: AÖabteinn Ingóffsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Biaöamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, ENn Atoerts dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraidsson, Ólafur Geársson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyncfir Ari Kristinsson, Ámi Páil Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. -* Skrífstofustjóri: Óiafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Haiidórsson. Ritstjóm Stöumúia 12. Afgreiösla, áskriftadeild, augiýsingar og qkrifstofur Þvorhohi 11. Áöalsimi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2400 kr. á mánuði inqanlands. I lai^asölu 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðiö hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hflmir hf. Siðumúia 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Fómir, til hvers? Allir vita, að enn ein holskeflan vofir yfir efnahag þjóðarinnar, verði ekki gerðar róttækar ráðstafanir á næstu vik- um. Nú stefnir í kauphækkun, sem sam- kvæmt samningum ætti að verða fjórtán prósent, og síðan hallarekstur útflutn- ingsatvinnuvega og mikla gengisfellingu. Að óbreyttu kæmi þá hver kollsteypan af annarri. Hið kaldhæðnislega er, að vinstri stjórnin, sem að meirihluta er skipuð mönnum, sem börðust hart gegn kaupránslögum fyrri ríkisstjórnar, er enn á kafi í sama feninu og fyrri stjórn. Vinstri stjórnin hefur ekki hafið nauðsynlegan uppskurð á efnahagslífinu. Þvert á móti lætur hún reka á reiðanum og er sundruð í öllum aðal- málum. Fyrir þær sakir horfir hún enn á skammtíma- lausnir, sem byggjast helzt á nýju kaupráni. „Efnahagslífið þolir ekki þessa gusu,” sagði einn for- ystumaður verkalýðshreyfingarinnar, alþýðubandalags- maður, í viðtali við Dagblaðið í gær og átti við kaup- hækkanirnar. Verkalýðsforingjar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks eru nú reiðubúnir að gefa eitthvað eftir af kauphækkunum, ef þeir þykjast geta treyst því, að ríkis- stjórnin stefni að raunverulegum uppskurði og lækningu verðbólgumeinsins. Afstaða þeirra er önnur en var til stjórnar Geirs Hallgrímssonar, af því að þeir binda ein- hverjar vonir við aðgerðir núverandi stjórnar í framtíð- inni. Kauprán er kauprán, hvort sem hægri eða vinstri stjórn gengst fyrir þvi. Ríkisstjórn á ekki að ganga á gerða kjarasamninga. Krefjast verður, að ríkisstjórn, hver sem hún er, hafi annað til lausnar efnahagsvanda að leggja en skammtímalausnir, sem byggjast á niður- skurði launa. Það er rétt hjá fjármálaráðherra, að í raun og veru ríkir neyðarástand í efnahagsmálum. Niðurskurður kauphækkana í desember er engin lausn á efnahagsvand- anum. Verkalýðshreyfingin verður á hinn bóginn að íhuga, hvort núverandi ríkisstjórn getur lagt fram ítar- legar áætlanir um endurreisn efnahagslífsins, sem verði grundvöllur bættra lífskjara og styrkari kaupmáttar. Megi treysta því, ætti að vera sjálfsagt, að launþegar eins og aðrir leggi nokkuð af mörkum. Þeirra er hagurinn, þegar til lengdar lætur. Vinstri stjórnin hefur ekki sýnt, að af henni megi vænta þess, sem til þarf til lausnar efnahagsvandans. Hún er illa þríklofin í afstöðu til allra meginmála. Til lítils yrði fyrir launþega að fórna kaupi, ef ríkisstjórnin keyrir verðbólguna áfram með hallarekstri og auknum ríkisumsvifum, hleypir í gegn stórhækkunum á opinberri þjónustu og landbúnaðarvörum. Slíkur var sá leikur, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar lék. Launþegar áttu stöðugt að fórna en aðrir ekki. Samtryggingarkerfið blómgaðist með aukningu ríkisbáknsins. Gæðingum var hyglað og stofnað til hallarekstrar og skuldasöfnunar. Stjórn af því tagi getur enga kröfu gert til launþega. Reynslan af nýju stjórninni er til þessa slæm. Hún hefur ekki horfið frá villu fyrirrennara síns í neinu, sem máli skiptir. Ríkisstjórnin þarf að kúvenda, eigi að taka hana alvar- lega. Þessi mál munu skýrast fljótlega. Hafi rikisstjórnin í reynd ekkert fram að færa nema skammtímalausnir, sem byggjast á kaupráni, ber henni að fara frá. ..... /“ 1 1 Sovéska ógnunin er áróðursblekk- ing úr vestrinu — segir ítalskur hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður kjarnorkubirgða Atlantshafsbandalagsins í Evrópu Eftirfarandi viðtal birtist i tíma- ritinu New Times fyrir nokkru. Sá sem við er rætt er ítalskur hershöfðingi, Nimo Pasti að nafni, sem starfað hefur í her lands síns undir stjórn Mussolinis, síðan i breskum herdeildum á milli 1941 — 1944. Eftir siðari heimsstyrjöldina varð hann yfir- maður í italska hernum og fulltrúi hans hjá Atlantshafsbandalaginu. Hann var yfirmaður kjamorkubirgða bandalagsins árið 1966—1968 en er nú meðlimur öldungadeildar ítalska þingsins. Sem öldungardeildarþingmaður talið þér fyrir afvopnun, en það hafið þér vafalaust ekki alltaf gcrt? Ég tel mig vera mjög einkennilega manngerð, af hershöfðingja að vera. Á meðan ég starfaði í ítalska hernum og í NATO hef ég alltaf viljað láta vestur og austur kynnast betur. Nákvæmar rannsóknir mínar á hernaðarskjölum hafa sannfært mig um það, að vestrænn áróður er algerlaga rangur, þegar hann gerir sovéska herinn að árásarher. Þessar rannsóknir hafa fært mér heim sanninn um það, að her ykkar er í raun og sannleika aðeins ætlaður til varnar. Hershöfðingjar, sem útbreiða af mikilli mælsku sinni áróður um „sovéska ógnun”, eru að leika óheiðarlegt tafl. Meðan ég starfaði hjá NATO komst ég að þeirri niðurstöðu, að í Evrópu væri of mikið af kjarnorkuvopnum, og ég gerði skýrslu, þar sem ég gerði rökstudda grein fyrir þessu sjónarmiði mínu og lagði hana fram. ítalskir samstarfsmenn mínir brugðust stuðningi við þessa skýrslu og Bandaríkjamenn hlustuðu ekki einu sinni á röksemdir mínar. Enda þótt ég gæti ekki komið þeim á- setningi mínum í framkvæmd að fækka kjarnorkusprengjum í Evrópu, þá varð mér þá það ágengt að hindra aðra hernaðarsinna í að tvöfalda tölu þeirra, eins og þeir þó vildu gera. Talsmenn vígbúnaðar segja, að vopn séu ekki framleidd til að verða notuð, heldur aðeins til að hafa meiri vopn, af þvi að því meiri vopn sem við höfum, því óliklegra sé að á okkur verði ráðist. Þetta eru gerviröksemdir. Við seljum vopn til þróunarlandanna til að heyja svæðisbundin stríð, en þessar svæðisbundnu landamæraerjur geta. Italski herinn hefur ekki fengið orö fyrir miklka orustuhreysti á síðari árum en hins vegar kom aðstoð liðsmanna hans sér vel er einangra þurfti stóran hluta bæjarins Seveso vegna eiturgufa, sem komust frá efnaverksmiðju út i andrúms- loftið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.