Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. 7 Alit starfsháttanefndar: „Leikmanna- starf verði ef It í kirkjunni” — segir sr. Jónas Gíslason, dósent og vísar á bug gagnrýni á prestaveldi kirkjunnar Starfsháttanefnd „Við gerum okkur vonir um, aö Alþingi taki málin til rækilegrar athugunar og tillögur okkar verði samþykktar,” segir sr. Jönas Gislason dósent. DB-mynd Ragnar Th. „Ég lýsi furðu minni að sjá þetta á prenti eftir þær umræður sem við höfum átt og öllum þessum spurningum hefur verið svarað fyrir löngu," sagði sr. Jónas Gislason dósent er DB hafði samband við hann og bað hann m.a. að segja álit sitt á gagnrýni Hermanns Þoríteins- sonar kirkjuþingsmanns á prestaveldinu i kirkjunni og á að álit starfshátta- nefndar þjóðkirkjunnar hafi ekki verið kynnt nægilega fyrir leikmönnum og þeir ekki verið hafðir með i ráðum við gerð álitsins. En aðalmál kirkjuþings núna var einmitt að fjalla um álit starfs- háttanefndar. Starfsháttanefnd var skipuð á þjóðhátiðarárinu 1974 af biskupi og eru í henni fimm prestar þjóðkirkjunnar. Hún hefur fjallað um flest svið og þætti kirkjulegs starfs og kirkjulegrar skipunar í landinu. Sr. Jónas Gíslason er einn þessara presta og kynnti hann álitið, sern er bók upp á 135 bls„ fyrir kirkjuþings- mönnum. Aukið sjálfstæði kirkjunnar DB spurði sr. Jónas hvaða breytingum álitið gerði ráð fyrir. Hann sagði að breytingin væri einkurn fólgin í eftirfarandi. 1. Kirkjan fái aukið sjálfstæði gagnvart ríkinu og hún fái fullt frjálsræði um á- kvörðun og skipulag innri mála sinna og ytri mála einnig, að svo miklu leyti sem þaðsamrýmist sambandi ríkis og kirkju. 2. Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar verðiaukið. 3. Kirkjan taki upp virkari starfseiningu til að reyna að efla samstarf og auka hreyfanleika kirkjulegra embætta. 4. Leikmannastarf verði eflt og leik- mönnurn gefin aukin aðild að stjórn kirkjunnar. Álit starfsháttanefndarinnar var lagt fram sem átta mál á kirkjuþinginu og voru fimm þeirra samþykkt samhljóða með smávægilegum breytingum en þremur frestað til nánari athugunar enda ekki fullmótuð frá hendi nefndar- manna heldur hafði hún óskað eftir nánari tillögum um þau. Sr. Jónas sagði að m.a. hefði verið samþykkt að miða réttindi og skyldur sóknarfólks við 17 ára aldur og væru kirkjuþingsmenn þar á undan alþingis- mönnum. Þá væri það merkt nýmæli að gert væri ráð fyrir að biskupar yrðu þrír. Reykjavikurbiskupsdæmi næði yfir Reykjavík, Kjalarnes, Vesturland og Vestfirði. Skálholtsbiskupsdæmi næði yfir Suðurland og Austurland og Hóla- biskupsdæmi yfir Norðurland. Gert er ráð fyrir, að Reykjavikurbiskup verði yfirbiskup, a.m.k. fyrst um sinn. en hinir verði með ákveðin verk hvor í sinu stifti. Þátttaka leik- manna í biskupskjöri — En hvað um þátttöku leikmanna í biskupskjöri? „Jú. Gert er ráð fyrir að fulltrúar leikmanna taki þátt i biskupskjöri en benda má á að leikmenn hafa slíkan rétt bæði í Noregi og Sviþjóð. Varðandi þá gagnrýni Hermanns Þorsteinssonar að ekki væri kveðið á um með hverjum hætti leikmenn kæniu inn í myndina sagði sr. Jónas: „Við settum ramma- reglur og ætlumst til að þær séu fylltar af öðrum, einmitt til þess að menn fari ekki að deiia um smáatriðin.Við teljum að ákvarðanirnar eigi ekki að koma að ofan. Ástæðan til þess að nokkrum málanna var frestað á þinginu var ein- mitt sú, að við höfðum ekki alltaf sett fram fullkomnar tillögur heldur höfðum við ætlazt til að heimamenn mundu fylla þar út í.” Rækilega kynnt- ar tillögur — En hvað um það gagnrýni Hermanns að lillögurnar hafi ekki verið nægilega kynntar leikmönnum? „Tillögurnar hafa verið rækilega kynntar um allt land og yfirleitt fengið mjög jákvæðar undirtektir. Nefndar- menn hafa mætt á nær öllum héraðs- fundum til að ræða innihald tillagnanna. Það er ekki við okkur að sakast ef leikmenn hafa ekki kynnt sér þetta. Á kirkjuþingi 1976 var borin upp tillaga frá sr. Jóni Einarssyni, mér og Hermanni Þorsteinssyni um að kosin yrði nefnd leikmanna til að kynna sér álitið. Það sýndi að við óskuðum eftir samstarfi við leikmenn. Nefndin kom aldrei saman en það er ekki við okkur að sakast þótt ekkert yrði úr þvi.” Synodusnefnd Varðandi það atriði að prestar hefðu eingöngu skipað starfsháttanefndina sagði sr. Jónas: „Þetta var synodus- nefnd, þ.e. nefnd prestastefnunnar. Það voru prestarnir sem höfðu áhuga á að koma með endurskoðun á starfsháttum. Hvaða leikmenn getur kirkjan líka kallað á til svo tímafreks starfs sem þetta nefndarstarf var? Ég lit svo á að það skipti meira máli hvað nefndin leggur til heldur en hverjir skipi hana." En nú er kirkjuþing aðeins ráðgefandi stofnun. Hvaða líkur eru til að Alþingi fallist á þessar tillögur? „Við höfum reynt að kynna alþingis- mönnum þetta álit og hafa þeir allir fengið eintak af því. Einnig hefur kirkjuráði verið falið að skipa nefnd til viðræðna við pólitisku flokkana um málefni kirkjunnar. Við gerum okkur vonir um að Alþingi taki málin til rækilegrar athugunar og að tillögur okkarverðisamþykktar.” -GAJ- Tónleikar Gunnars Þórðarsonar verða endurteknir í Háskólabiói 19. nóv. nk. kl. 23.45. SKEMMTUN FYRIR ALLA UNNENDUR GÓÐRAR TÓNLISTAR Vegna gífurlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda aukatónleika með Gunnari Þórðarsyni og hljómsveit íHáskólabíói 19. nóv. n.k. kl. 23.45. Á tónleikunum koma fram m.a. hljómsveit undirstjóm: Páls P. Pálssonar, söngvararnir Björgvin Halldórsson, Helgi Pétursson, Ágúst Atlason, Ellen Kristjánsdóttir og Ragnheiður Gísladóttir. Gestur kvöldsins er: Sigfús Halldórsson. Leikin verða vinsæl lög eftir Gunnar auk þess sem kynnt verða ný lög af væntanlegri hljómplötu hans. Miðasala er á eftirtöldum stöðum: Hljómdeildum Kamabæjar íGlæsibæ, Laugavegi 66 og Austurstræti 22, Verzluninni Fataval íKeflavík, Skffunni Laugavegi 33 og Hafnarfirði og á morgun f Háskólabíói Ýmir/Steinar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.