Dagblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 1
h
4. ÁRG. — FIMMTLDAGUR 14. DESEMBER 1978 — 280. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.-AÐALSÍMI 27022.
r 7
Menn geta unnið
milli jóla og nýárs
Stjórn-
inni
bjargað
„Það sýnir sig á ríkisstjórnarfundi á
eftir, hvernig málin standa,” sagði
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í
viðtali við Dagblaðið í morgun. „Það
þarf þolinmæði til þess að vinna í
svona ríkisstjórn, en ég hef ekki trú á
öðru en samkomulag verði um þessi
mál.”
Ólafur kvaðst efast um að hægt
yrði að ganga til umræðu um fjárlaga-
frumvarpið á morgun, föstudag, eins
og áætlað hafði verið, „það á eftir að
ff
ff
— segir Ólaf ur Jóhannesson um af greiðslu f járlaga
ganga frá ýmsu og prenta,” sagði Ólaf-
ur. „Hvort fjárlög verða samþykkt
fyrir jól skiptir engu máli, menn geta
unnið milli jóla og nýárs, enda ekki of-
góðir til þess á fullum launum.”
Þingflokkur Alþýðuflokksins sam-
þykkti i gærkvöldi, að ráðherrar
flokksins skyldu ganga frá skattamál-
unum í viðræðum við hina stjórnar-
flokkana og reyna að pota málefnum
Alþýðuflokksins áfram. Þetta var túlk-
að svo, að þingflokkurinn styddi í aðal-
atriðum þá málamiðlun sem ráðherrar
flokksins höfðu samþykkt í gær. Einn
þingmaður Alþýðuflokksins sagði í
morgun, að hann teldi sig og aðra
þingmenn flokksins hafa óbundnar
hendur í afstöðu til einstakra þátta
fjárlagafrumvarpsins.
Ólafur Ragnar Grímsson (AB) sagði
í morgun, að Tómas Árnason fjár-
málaráðherra hefði í gær komið mjög
til móts við tillögur Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks. Santkomulagið væri
mjög viðunandi.
1 lauslegu samkomulagi ráðherra
flokkanna er gert ráð fyrir hækkun
vörugjalds úr 16% í 18% en ekki 20%
eins og Tómas Árnason hafði lagt til.
Skattvísitalan, sem ræður um skatt-
leysismörk, verður 150 stig, en Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur
höfðu lagt til, að hún yrði stigi hærri.
Sjúkratryggingagjald lækkar úr 2% i
1,5% á lágum tekjum. Lagður verður
skattur á skrifstofu- og verzlunarhús-
næði annað en matvöru- og nýlendu-
vöruverzlanir, en Tómas Árnason var
áður andvígur þessum skatti. Breyt-
ingar verða á fyrningareglum, þannig
að skattar á fyrirtæki hækka. Tómas
Árnason hafði einnig staðið gegn
þessu. Skipulagsgjald og flugvallar-
skattur hækka. Eins og DB hefur áður
skýrt frá, kemur 50% skattþrep nú á
hæstu tekjur einstaklinga og 65% hjá
fyrirtækjum i samræmi við tillögur
skattanefndarinnar. -HH/HP
Dekkjamálið:
5 játa hjól-
barðasvikin
„Þetta er nokkuð vel gengið upp og
játað af hálfu allra, sem hlut áttu að
máli,” sagði Hallvarður Einvarðsson,
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, i
samtali við DB í morgun um „dekkja-
málið”á Keflavíkurflugvelli.
Enn sitja tveir nienn í gæzluvarð-
haldi vegna málsins. deildarstjóri og
fulltrúi í birgðadeild, en þriðji maður-
inn — sem einnig er deildarstjóri —
losnaði úr haldi á mánudagskvöld.
Fimm menn hafa viðurkennt svik
in, þ.e. að hafa fengið greitt fyrir um
1800 hjólbarða án þess að þeir hafi
nokkru sinni verið afgreiddir til hers-
ins. Augljóst virðist, að hagnaður
þeirra hefur verið verulegur. Sé reikn-
að með lágmarksverði á hverjum hjól-
barða, um 15000 krónur, þá hafa feng-
ist um 27 milljónir fyrir þessa 1800
hjólbarða. Hallvarður vildi i morgun
engar tölur nefna í þessu sambandi.
ÓV.
Karl og Þor-
steinn fóru til
La Louviere
— Skagamenn fá greidslur, Kef Ivík-
ingar senda leikmenn og þjálfara
sér að kostnaðarlausu
—sjá íþróttir
' gær var gengið frá samningsuppkasti milli Karls Þórðarsonar og La Louviere.
Bjarnleifur Bjarnleifsson Ijósmyndari DB var þar að sjálfsögðu. Hér er Kari
ásamt Heiman, framkvæmdastjóra La Louviere, og föður sinum, Þórði Jóns-
Jólasveinninn minnir okkur á að nó er um að gera að drifa i þvi að kaupa jóla-
gjafir, þvi stutt er til jóla. En hann minnir lika á að það er ekki verðið scm skipt-
ir máli, heldur hugurinn að baki gjöfinni. Hcimatilbúna gjöfin frá yngsta heimil-
ismanninum verður ef til vill sú dýrmætasta. DB-mynd Bjarnleifur.
Sextán síður um
jólagjafir í dag
Jólagjafahandbókin fylgir blaðinu i dag. 1 henni getur að líta yfir 200 hug-
myndir að ódýrum og góðum jólagjöfum, því miður fer það tvennt þó ekki allt-
af saman. Við höfum flokkað þær gjafir sem við fundum niður í sex flokka,
gjafir fyrir minna en 1500 krónur, gjafir handa börnum 0—6 ára, gjafir handa
börnum 7—12 ára, gjafir handa táningum, gjafir handa henni og gjafir handa
honum.
Jólagjafahandbókin er ekki auglýsing fyrir þá sem selja vöruna heldur þjón-
usta DB við lesendur sina.
Jólagjafahandbókin erá bls. 17—32. DS..
Brauzt
BBBBBF
ógnaði
með
hnífi
og stal
Rannsóknarlögreglan Ieitar nú
manns, sem sl. laugardagskvöld
brauzt inn í ibúð hjá ungu fólki i
miðborg Reykjavíkur, stal þar pen
ingum og ógnaði heimilisfólkinu
með hnífi.
Ekki er fyllilega Ijóst hver öll
málsatvik voru. Heimilisfólkið
þekkti ekki manninn, enda reyndi
hann að gera sig torkennilegan.
*
Hávaxta-
stefnan
fallin
Frumvarpið um hávexti, sv»-
nefnt raunvaxtafrumvarp, virðist
falliðá Alþingi.
í fjárhagsnefnd stóðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins með Alþýðu-
bandalaginu að þvi að leggja til, að
frumvarpið yrði fellt. Alþýðu-
flokksrnenn voru einir á báti fylgj-
andi frumvarpinu.
Gcir Hallgrimsson (S) hafði þó í
þingræðu lýst stuðningi við
„meginstefnu” frumvarpsins, en
hann var ofurliði horinn i þing-
flokknum. Var fulltrúum flokksins
þar falið að túlka afstöðu þing-
flokksins, sem þeir gerðu með and-
stöðu við frumvarpið.
Sjálfstæðismenn lögðu svo til,
að bankarnir réðu sjálfir vöxtuni
sinum en ekki Scðlabankinn og
bann við verðtryggingu almennt
yrði numið úrgildi. -HH
✓ V