Dagblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Ævintýri Emils er önnur hljómplatan sem
Steinar hf. gefur út i SMÁ-seríu sinni, hin fyrri
var tónlistarævintýrið um Pétur og Úlfinn,
þar sem Bessi Bjarnason fer með hlutverk
sögumanns.
Emil í Kattholti er óþarft að kynna, við
þekkjum öll þennan litla prakkara, sem marg-
oft hefur komið okkur í gott skap með uppá-
tækjum sínum.
Ævintýri Emils á þessari hljómplötu eru 4.
Fyrst fylgjumst við með honum á uppboði,
þar sem honum tekst þrátt fyrir lítil efni að
eignast brauðspaða, sem hann gefur mön. n
sinni, lappaask, sem hann gefur ídu, ásamt ú
og haltri hænu svo hann geti gefið pabba
sínum spenvolga mjólk og egg að kvöldi upp-
boðsdagsins.
Skömmu síðar rennur markaðsdagurinn
upp. Þar sér Emil það sem hann hefur alltaf
langað í, hestinn Lúkas. Ófyrirleitni hrossa-
prangarinn festir kaup á þessum fallega hesti,
en Emil tekst þó að eignast Lúkas vegna
gæsku sinnar og lagni við að eiga við dýr.
Emil: Ólafur Kjartan Sigurðsson
ída: Margrét Örnólfsdóttir
Anton: ÁrniTryggvason
Alma: Þóra Friðriksdóttir
Lína: Guðrún Alfreðsdóttir
Alfreð: Arnar Jónsson
Petrína: Anna Guðmundsdóttir
Mæja: Kristbjörg Kjeld
Uppboðshaldarinn: Sigurður Skúlason
Hrossaprangarinn: Jón Júlíusson
Seljandinn: Guðm. Magnússon
Skeifnasmiðurinn: Evert Ingólfsson
Barn: Anna Vigdís Gísladóttir
Sögumaður: Helga E. Jónsdóttir
Raddir: Jón Júlíusson, Guðm. Magnússon Evert Ingólfsson
Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir
Tónlistarstjórn: Sigurður Rúnar Jónsson
Nú kemur frú Petrína í heimsókn og hún
fær mömmu Emils til að brugga fyrir sig kirsu-
berjavín. FT.ftir að vínið er fullgert er Emil
sendur til að henda berjunum, sem notuð
voru. Haninn, hænurnar, grísinn já og Emil
uppgötva síðan að kirsuberin eru ekki sem
verst á bragðið. Daginn eftir gengur Emil í
stúku.
Komið er að jólum, allir eru að vinna að
jólaundirbúningnum, þá á sér stað óhapp.
Alfreð sker sig í fingurinn og fær blóðeitrun.
Mikið óveður geisar og enginn treystir sér
milli bæja.
En þá tekur Emil til sinna ráða.
Hliðl:
1. Það er eitt (Emil)
2. Uppboðið í Bakkakoti
3. Vorsöngur (ída)
4. Haldið á markaðinn
5. Söngur Línu (Lína)
6. Á markaðinum
7. Rúmm-sika-búmm (Emil og ída)
Hlið 2:
1. Það held ég ... (Ída)
2. Kirsuberjavínið
3. Grísavísa(Emil)
4. Blóðeitrunin
§. Smiðjukofinn (Emil)
Ævintýri Emils er óskaplata
barna á öllum aldri
Með lögum skal land byggja
stainarhf
Símar 28155 og 19490
Ævintýri Emils
Kcflavíkurflugvöllur.
í biðilsbuxum
með beran rass
Jóhann Gíslason, Nónvörðu 7, Kefla-
vik, skrifar:
Nú er svo komið fyrir aumum
búskap okkar hér á skerinu að utan-
ríkisráðherra verður að smokra sér í
biðilsbuxurnar og bregða sér á fund
ölmusuliðsins á heiðinni og biðla um
áframhaldandi vinnu þar.
Það er með eindæmum hvað hægt
er að leggjast 'lágt í eigin vanmætti.
Hvar er nú allur þjóðarrembingurinn
um að vera öðrum óháðir og sjálfum
sér nógir?
Við höfum fram til þessa verið of
stoltir til að fara fram á sjálfsagða
hluti eins og að láta þetta ölmusulið
greiða fyrir afnot af vellinum.
Ekki hefur mátt láta það kaupa af
okkur matvæli heldur hefur það alla
tið flutt þau inn i landið tollfrjálst.
Það ekur um vegi okkar á tollfrjálsum
bilum á trollfrjálsu bensíni án þess að
greiða vegaskatt.
Og rökin sem færð eru fram fyrir
alþjóð á því að við getunt ekki látið
greyin borga fyrir afnot sín af landinu
eru þau að við megum ekki eiga það á
hættu að verða um of efnahagslega
háðir þeim.
En eru ekki bara ráðamenn þjóðar-
innar með þessum fáránlega rök-
stuðningi sínum að pissa í eigin skó?
Hvernig ber annars að túlka þessa
bónferð utanríkisráðherra um óskerta
vinnu? Það er eins' gott að ekki verði
nein alvarleg bilun á sjónvarpstækjum
okkar svo við þyrftum nú ekki að biðja
um afnot af þeirra stöð á ný.
Ekki veit ég hvað ráðamenn ætla
sér að halda þessum skripaleik, sem
Itelgið er að út um allan heim áfram
mikið lengur enn. Sé eitthvað til sem
heitir öfugmæli þá er það þessi stefna
eða öllu heldur stefnuleysi ráðamanna
þessa lands, hverra sem er, gagnvart
þessu ölmusuliði á heiðinni. Er ekki
málaðlinni?.
Nú er búið að hlæja að þessum
brandara i þrjátíu ár. bæði utan lands
og innan, og sumir farnir að fá hiksta.
svo ekki sé meira sagt, og það allalvar-
legan. Er ckki einmitt timabært nú að
minna þá á að þeir eru hér á hóteli
sem gestir og það þarf að borga fyrir
þjónustu og aðstöðu þar. Nú þegar
þeir eru farnir að breyta gildandi
samningunt eftir eigin geðþótta, farnir
að skera niður atvinnu og manna-
ráðningar og jafnvel farnir að taka að
sér verktakastörf.
En er nú ekki þessi hasar út af
fækkun á mönnum í starfi hjá
dátunum og bónför utanrikisráðherra
lil þeirra um áframhaldandi starf ein-
mitt staðfesting og opinber
viðurkenning á því hversu háðir við i
raun og veru erum þeim?
Nei, kæru þjáningabræður, ég held
aðviðættumaðhætta aðpissa í eigin
skó. hann heldur hvort sem er hvorki
vatni né vindi. Reynum að hífa upp
um okkur biðilsbuxurnar áður en við
dettum i þeint því samkvæmt
kenningunni eru það dátarnir á
heiðinni sem eiga að biðla til okkar en
ekki við til þeirra.
Hættum að bregða fyrir okkur þeirri
fáránlegu kenningu að þeir séu hérna
að okkar eigin ósk, og að við þess
vegna getum ekki sónta okkar vegna
krafið þá um afnota- eða aðstöðugjald.
Sú kenning stangast alltof herfilcga á
við bónorðsferðina sem nú stendur
yfir og er jú i sjálfu sér óþörf þar sem
við erunt þegar löngu giftir þeim. Við
ættum þvi fremur að fara frant á
skilnað sem mundi ef til vill vekja þá
til umhugsunar um hversu vel giftir
þeir eru!
Raddir
lesenda
JÓNAS
HARALDSSON
Heimilis-
læknir
riaddir lesenda taka viÓ
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heirn-
ilislæknir svarar" í síma
27022, kl. 13-15 alla
virkadaga.