Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 9
9
*
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Jólanna beðið með eftirvæntingu:
Jólaskrautið
búið til á meðan
„Minn jólasveinn er rauöur i framan,
það er svo kalt úti.” Þaö var glaumur og
gleði í fyrradag er DB-menn litu inn á
dagheimilið Múlaborg. Þar var verið að
lita jólasveina og búa til ýmsa jólamuni
aðra. Jólalögin glumdu af plötu á litlum
grammófóni og börnin sungu með þasr
vísur sem þau kunnu og sum dilluðu sér
örlítið í mjöðmunum um leið. Biðin eftir
jólunum var þegar orðin löng og greini-
lega komnar fram hugmyndir um að
jólasveinar væru farnir að koma til
byggða. Skór sumra höfðu enda auðgazt
að sælgæti um nóttina og i suma hafði
komið dót. Enn verður þó litla fólkið að
biða nokkuð, rétt eins og við hin, og á
meðan er hægt að stytta sér stundir við
að búa til jólagjafírnar handa pabba,
mömmu ogöðrum vinum og ættingjum.
DS
„Má ég fá rauða tússpennann”? Akafinn var svo mikill að ekki var sett fyrir sig þó
yfir stærðarinnar borð væri að fara til þess að ná 1 það sem þurfti.
Tungan vill leita aðeins út I annað munnvikið þegar smáfólkið vandar sig. Eins hættir
tússlitnum til þess að fara upp I munninn þegar verið er að hugsa um næsta listaverk.
DB-myndir Ragnar.
„Mmn jólasveinn er rauður i framan, það er svo kalt úti,” sagði litli snáðinn til vinstri
á myndinni. Jólasveinn félaga hans var hins vegar náhvítur.
r————————v
Veðurblíðan:
Vegavinnuhóparað
störfum á Suðurlandi
„Við erum að reyna að lengja
vinnutimann með því að vinna að
þessu á vetrum,” sagði Þórður Tyrf-
ingsson umdæmistæknifræðingur
Vegagerðarinnar á Selfossi í samtali
við Dagblaðið, en það hefur vakið at-
hygli ýmissa er átt hafa leið um Suöur-
land að undanförnu að vegavinnuhóp-
ar eru þar viða að störfum þótt komið
sé fram í desember.
„Við höfum verið að reyna að
dreifa vinnunni jafnar yftr árið,” sagði
Þórður. Taldi hann að það hefði mjög
aukna hagræðingu t för með sér. Ekki
þyrfti þá að ráða eins marga nýja
menn á sumrin og eins hefðu fasta-
mennirnir oft haft lítið fyrir stafni yfir
vetrartímann.
Þórður sagði að nú væri m.a. verið
að undirbyggja kafla á Eyrarbakka-
veginum en olíumöl var borin á hluta
hans á sl. sumri. Hefur þegar verið
borin oliumöl á 4,4 km af 9,6 km og
verður því verki haldið áfram næsta
sumar.
Þá er einnig vegavinnuhópur á
Skeiðum að endurbyggja gamla veg-
inn þar og gera hann færan allt árið.
Einnig er verið að vinna við Suður-
landsveginn, að undirbyggja hann þar
sem endað var að leggja olíumöl i
fyrra.
Þórður sagði að þetta væri ekki
miklum vandkvæðum bundið enda
tíðin verið sérstaklega góð að undan-
förnu og yfirleitt væri ekki það mikill
snjór að hann ætti að koma í veg fyrir
slíkarframkvæmdir.
—-jr^jSiwbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
: