Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Fisksölur erlendis
skapa atvinnuleysi
víða um land
í lok siðasta mánaðar voru skráðir
644 atvinnulausir i landinu en i lok
október var tala atvinnulausra hins
vegar 370. Þetta kemur fram i skýrslu
er - félagsmálaráðuneytið hefur sent
frásér.
Skv. þessari skýrslu virðist sem hlut-
fallslega sé tala atvinnulausra hæst i
Grundarfirði en þar voru 49 skráðir
atvinnulausir um mánaðamótin.
Á Sauðárkróki var einnig mikið at-
vinnuleysi en þar var 51 á skrá um
mánaðamótin og á Siglufirði voru 56
atvinnulausir. í höfuðborginni voru
alls 149 skráðir atvinnulausir.
Dagblaðið hafði samband við
nokkra þá staði þar sem atvinnuleysi
var mikið eftir þessari skýrslu að
dæma og kom þá í Ijós að mjög erfitt
er að henda reiður á hið raunverulega
atvinnuleysi þar sem það stendur
stundum ekki nema í einn eða tvo
daga.
Til dæmis er enginn atvinnulaus
núna í Grundarfirði.
Atvinnuleysi þetta sem fram kemur
i skýrslu félagsmálaráðuneytsins var
mjög timabundið að sögn Árna Emils-
sonar sveitarstjóra. Atvinnuleysið
mun hafa verið þannig til komið að
togarinn hafði siglt utan með aflann
og komið til atvinnuleysisskráningar I
frystihúsinu af þeim sökum. En á
sama tima vantaði fólk annars staðar í
bænum.
Svipaða sögu er að segja af
Siglufirði. Þar voru 56 á atvinnuleysis-
skrá um siðustu mánaðamót en
daginn eftir var sú tala komin niður I
4. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar
bæjarstjóra hafði vinna legið niðri hjá
Sigló-síld vegna þess að þeir voru
búnir að vinna upft í samninga en nú
er vinna hafin þar á nýjan leik. Bjarni
sagði að karlmenn hefðu allir nóg að
gera en lítil yfirvinna væri i
frystihúsinu.
Á Sauðárkróki erú nú 29 at-
vinnulausir en voru 51 um mánaða-
mótin. Togararnir hafa siglt töluvert
utan með aflann upp á síðkastið, en
eru nú farnir að landa á nýjan leik og
heldur bjartara framundan.
1 Grindavík er ástandið hins vegar
mun dekkra. Þar eru þó ekki nema 22
á skrá, en álitið að þeim fari fjölgandi
á næstunni þar sem búið er að loka
tveim hraðfrystihúsum.
íslenzkur fiskur kominn á uppboðsstað á bryggju f erlendri höfn.
Á Akranesi eru nú 24 á at-
vinnuleysisskrá, mestallt konur en
frystihúsið Heimaskagi er lokað í
desember.
Á Eyrarbakka eru nú aðeins 3 á
skrá, en voru 32 um mánaðamótin, en
þá stöðvaðist frystihúsið I smátíma
vegna hráefnisleysis.
Þannig virðist ástandið heldur hafa
skánað a.m.k. í bili á mörgum þcim
stöðum. þar sem atvinnuleysi var mest
um mánaðamótin.
Atvinnuleysisdagar i nóvembcr
voru 9.058 en til samanburðar má
geta þess að þeir voru 4.346 i október.
GAJ
Fjallað um réttar
stöðu leigjenda
—áfundiíkvöld
Ragnar Aðalsteinsson hrl. flytur i
kvöld kl. 20.30 erindi, „Um réttarstöðu
leigjenda”, á fundi sem Leigjendasam-
tökin efna til i Norræna húsinu. Þar
verður auk þess gefið yfirlit yfir starf
Leigjendasamtakanna i sumar og haust
og starfshópar kynntir.
Að loknum fyrirlestri verða fyrir-
spurnir leyfðar og geta menn þá borið
upp vandamálsín.
Ástandið á hinum almenna leigu-
markaði hefur í haust verið með versta
móti. Er því talin mikil þörf á efldri
starfsemi og virkari þátttöku leigjenda i
samtökum sínum, en meðlimir sam-
takanna, sem stofnuð voru í vor, eru nú
á 3ja hundrað.
-ASt.
Ragnheiðarstaðametið var þá ekki met:
Tók upp kartöflurnar með
jólamatnum á aðfangadag
Jónas Jónasson, bóndi á Bæjar-
skerjum á Miðnesi, hafði samband við
blaðið vegna fréttar fyrir skömmu þess
efnis að gulrætur hefðu verið teknar
uþp'á Ragnheiðarstöðum í Flóa allt
fram I desember, og væri liklegast
einsdæmi að jarðávextir héldust svo
lengi heilir í jörðu.
Sagði hann að eitt góðærið fyrir all
nokkrum árum hafi þau hjónin geymt
skák úr einu kartöflubeðinu alveg
fram að jólum. Á aðfangadagskvöld
hafi hann farið út í kartöflugarð og
tekið upp fyrirtaks kartöflur, sem
borðaðar hafi verið með góðri lyst
meðjólamatnum.
Freistaðist hann til að reyna þetta
aftur næsta ár, en þá frusu
kartöflurnar og ónýttust.
G.S.
MEIRA
skApa
0G
HILLU
SAMSTÆÐUR
Verð frá
kr. 431.490.-
GLÆSILEGT BORÐSTOFUSETT
MEÐ 6 STÚLUM.
Greiðsluskilmálar
Staðgreiðsluafsláttur
Seljum litið gölluð sófaborð
á mjög hagstœðu verði.
Á.GUÐMUNDSS0N
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA
SKEMMUVEGI4 - SiMI 73100
MEIRA
BORÐSTOFU-
SETT
Verð aðeins
SÖFABORÐ
hnota*
Verðfrákr. 66.000.
kr. 399.500.-
Verzliö hjá
jramleiöanda
SPIRA
SVEFN-
BEKKUR
Hentug jólagjöf.
Verð kr. 63.800.-