Dagblaðið - 14.12.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Margftt eða einftt
BLÝLAGT GLER
Hagstætt verð, stuttur
afgreiðslufrestur.
Getum ennþá afgreitt
nokkrar pantanir fyrir jðL
USTGLER
Grandagarði 5.
Simi 29412.
er lítið hlutafélag. Starfsemi fyrirtækisins
byggist á þjómistu við bifreiðaeigendur. Hag-
kvæmt verð og greiðsluskilmálar ef samið er
strax. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að
leggja nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir
nk. mánudag, merkt „Hlutafélag”.
Viðræður ísrael og Egyptalands:
Mestu vonbrigði
Carters forseta
—ekki von til að f riðarsamningar verði tilbúnir fy rir
sunnudag eins og gert var ráð fyrir í Camp David
Jimmy Carter Bandarikjaforseti
sagði í gærkvöld að tilraunir til að
koma á friði í Miðausturlöndum væru
erfiðasta verkefni lifs hans og það sem
valdið hefði honum mestum vonbrigð-
um. Forsetinn sagði að gifurlega erfitt
væri að leysa úr þeim ágreiningi sem
væri á milli lsraela og Egypta um
væntanlega friðarsamninga milli land-
anna.
Ljóst þykir að Carter, sem lét þessi
orð falla i ræðu yfir kaupsýslumönn-
um i Washington, hefur gefið upp alla
von um að takist að ganga frá friðar-
samningunum fyrir næstkomandi
sunnudag, eins og gert var ráð fyrir i
Camp David samkomulaginu.
Cyrus Vance utanrlkisráðherra
Bandaríkjanna fór degi fyrr en áætlað
var fyrir ísrael og kom til Egyptalands
í morgun þar sem hann mun ræða við
Anwar Sadat áður en hann snýr aftur
til Washington.
Að sögn Jimmy Carters forseta
varða þau atriði sem stendur á til að
hægt verði að ganga frá friðarsamn-
ingum milli Ísraels og Egyptalands
sjálfstjórn Pakistana á vesturbakka
árinnar Jórdan og á Gazasvæðinu.
Hitt atriðið er hvert gildi friðar-
samningurinn milli landanna hefur,
með tilliti til skyldna og samninga
Egypta við önnur arabalönd.
Mexíkó:
Bloðugir og marðir pílagrímar
A annað þúsund pilagrimar þurftu að
leita læknishjálpar, blóðugir og marðir
eftir að hafa tekið þátt í einni mestu trú-
arhátið Mexikana, sem haldin var í gær.
Er það hátið meyjarinnar frá Guada-
lupe. Þúsundir pílagrima skriðu langan
veg eftir steinlögðum strætum Mexico
City eða börðu sjálfa sig utan til að þeim
veittist fyrirgefning synda sinna, lækn-
ing sára eða uppfylling óska sinna.
Að sögn lögreglunnar í Mexíco City
létust i það minnsta tuttugu og sjö pila-
grimar við hátíðahöldin. Þar af voru
átta sem ekki þoldu að sofa úti við i
köldu næturloftinu en það gerðu þeir til
að komast sem næst styttunni af hinni
helgu mær.
Leigjendasamtökin
Almennur fundur
í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Flutt verður yfirlit
um starfið. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flytur erindi um
réttarstöðu leigjenda.
Fjölmennum.
Leigjendasamtökin
mttm
1X2 1X2 1X2
16. leikvika — leikir 9. des. 1978
Vinningsröð: 212 — 12 X - 12X —
111
VINNINGUR: 11. RÉTTIR - KR. I3Í500..
2230 30263(1/10) 3O499O/I0H- 31495 35359
3829 30354 3050«<2/10> T 31689 + 36877 +
2. VINNINGUR: 10 RÉTTIR — KR. 4.100,-
139 6993 31383 33973 36120 40709 41650+
363 7549 31392 34120 36208 40720 41681 +
1374 7710 31497 34212 36325 40790 41802
1543 8171 31546 34230+ 36466(2/10) 40842 41812(2/10)
1621 8173 31622 34311+ 36546 41150(2/10)
2461 8463 32069 34617+ 36873 + 41162 +
2627+ 8988 32086 34626 + 40005 41163(2/10)+
3016 9501 32262 34803 40063(2/10)+ 41166 + 41913
3093+ 30098 32292(4/10) 34819 40178 41239 41931(2/10)
3517 30128 32432 34944 40203 41241 41946
3805 30138 32464 35158 40218 41337(2/10)
3981 30186 32614 35318 40220 41363(2/10)
4125 30207 32663 35460 40309 + 41396(2/10)
4301 30264 32698+ 35738 40320 41444 42026
4868 30316 32909 35804 40364 41572 42261,
5707 30343 32954 35832 40388 41583(2/10)+
6168+ 30389 + 32959 35899 40482 + 41140 + 42878
6197 30576 33506(2/10) 35910 40506 + 41577 57528
6413 30936 33712 36036 40563 41605
6764 31129 33916 36081 40564 41615
Kærufrestur er til 2. janúar 1979 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof-
unni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna
fyrír greiðsludag vinninga.
ATH.: Leikurinn Bolton — Manch. Utd. hinn 23. des. fellur út af
seðli nr. 18. Koma þvLaðeins 11 leikir til greina á þeim seðii.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
Ródesía:
Olíusprengingin
mikiðáfall
lan Smith, forsætisráðherra Ródesiu,
hefur sagt að sprengingarnar og eld-
urinn, sem sprengt hefurtugicldsneytis-
geyma og eytt milljónum litra af bensini,
væri gífurlegt áfall fyrir ibúa landsins.
Oliubirgðastöðin, sem er rétt við höfuð-
borg landsins er mjög skemmd og logaði
enn í henni tveim sólarhringum eftir að
fyrstu sprengingarnar urðu þar.
Spánn:
Lögreglumaðurog
kaupmaðurskotnir
Byssumenn, sem taldir eru hafa verið
úr skæruliðasveitum Baska, skutu lög-
reglumann og kaupmann til bana i gær.
Ítalía:
Evrópugjaldeyrir
samþykktur
Ítalir ætla að taka þátt í gjaldeyris-
samvinnu EMS þegar hún hefst hinn
fyrsta janúar næstkomandi. Var tillaga í
þessa átt samþykkt á þinginu í Róm í
gærkvöldi. Margir ítalir eru þó mjög
andstæðir þessu spori og telja efnahags-
lif landsins allt of veikt tii að þola slíka
samvinnu. Írland er þá eitt Efnahags-
bandalagsríkjanna sem ekki hefur
ákveðið hvort það ætli að taka þátt í
gjaldeyrissamvinnunni. Bretland hefur
ákveðið að skerast úr leik i þessum efn-
um, í það minnsta fyrsta kastið.
ÞARSEM
ERNIRNIR DEYJA
eftir Louis Masterson
Sérstök jólaútgáfa á einni af beztu
bókunum um Morgan Kane. Jóla-
glaðningur fyrir alla Morgan
Kanc-aðdácndur.
ÞREFALDUR MORGAN
KANE!
Verð kr. 4.000.-