Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
35
Lúdó unirhagsínum velíÞórscafé
Bóndi að austan
snilar á hassann
Miklar breytingar hafa orðið á
hljómsveitinni Lúdó síðan síðast var
minnzt á hana hér á poppsíðunni.
Sömuleiðis hefur hljómsveitin fært
sig um set í höfuðborginni. Hún
leikur nú ekki lengur í Atthagasal
Hótel Sögu heldur I veitingahúsinu
Þórscafé.
„Við erum tveir eftir i hljómsveit-
inni, sem lékum lengst af í Átthaga-
salnum," sagði Elvar Berg píanóleik-
ari, er Dagblaðið ræddi við hann um
lifið og tilveruna hjá Lúdó þessa
dagana, „það er að segja ég og
Stefán Jónsson söngvari. Þorleifur
Gislason — gamall Lúdóleikmaður
— leikur nú á saxófón og Baldur Már
Arngrímsson tók við af Berta
Möller. Berti varð að hætta vegna
anna hjá lögreglunni.
Þá er gamall Lúdótrommari
mættur til leiks aftur. Sá er Ólafur
Benediktsson. Hann tók við af Hans
Kragh fyrir nokkrum mánuðum. Og
siðast en ekki sízt erum við komnir'
með bassaleikara, sem við sóttum
austur fyrir fjall. Hann heitir Ormar
Þorgrímsson og er bóndi fyrir
austan. Ormar spilaði með okkur á
árunum 1962—67.
Endurfundum okkar hagaði
þannig til,” hélt Elvar Berg áfram,
„að við vorum að spila i Aratungu
einhvern tima í vor. Ormar mætti þá
til að hlusta á okkur gömlu félagana
og endaði með því að ganga i hljóm-
sveitina. Hljómsveitin i dag er að
mestu leyti eins skipuð og árið 1965,
er hún lék einnig í Þórscafé. Eina
breytingin mun vera sú, að ég var þá
hættur."
Að sögn Elvars kunna Lúdómenn
vel við sig í margmenninu i Þórscafé.
Hann var spurður um, hvort Lúdó
hugsaði til frekari hljómplötugerðar.
„Jú, slikt er á umræðustigi núna,"
svaraði Elvar. „Hins vegar er það
svo skammt á veg komið að ekki er
hægt að tjá sig um það i fjölmiðla.”
Þá vitum við það. Aðdáendur
Lúdó geta farið að búast við hljóm-
plötu á næsta ári. Nú, ef ekki þá, þá
á því þarnæsta. - ÁT
LÚDÓ OG STEF-
ÁN — Hljómsveit-
in er likt skipuð og
fyrir þrettán árum,
er hún skemmti i
Þórscafé.
DB-mynd Hörður
Brunaliðið á dansleikjamarkað
Brunaliðið hyggst skemmta á
nokkrum almennum dansleikjum og
skólaböllum á næstunni. Fyrsti
dansleikur liðsins verður haldinn á
laugardaginn kemur i félagsheimil-
inu Stapa í Njarðvík. Daginn eftir
kemur Brunaliðið fram í hádeginu
og kaffitímanum á Esjubergi. Það er
nýjung, sem Hótel Esja býður gest-
um sínum uppá. Sama kvöld leikur
Brunaliðið síðan í Klúbbnum.
„Brunaliðið fer út í dansleikja-
spilamennskuna núna í og með til að
fylgja eftir nýrri plötu, Með eld í
hjarta. Nú, og svo verða menn að
eiga fyrir jólasteikinni, þegar þar að
kemur,” sagði Jón Ólafsson forstjóri
Hljómplötuútgáfunnar hf., er rætt
var við hann um starfsemi Bruna-
liðsins. Hann bætti því við að hljóm-
sveitin hefði leikið víða að undan-
fömu, en einungis í góðgerðarskyni.
Þar á meðal var hinn vel heppnaði
Jólakonsert ’78 í Háskólabíói til
styrktareinhverfum börnum.
Dansleikjahaldið á næstunni
hefur ekki verið skipulagt nema viku
fram i tímann. Jón Ólafsson gat því
ekki sagt frá áætlunum hljómsveitar-
innarfram til jóla.
Einn nýr maður hefur tekið til
starfa í Brunaliðinu. Sá er Björgvin
CLEO LAIHEIHEIMS-
METABÓKINA?
Jazzsöngkonan góðkunna, Cleo
Laine, hefur farið fram á að fá nafn
sitt letrað í heimsmetabók Guinnes.
Hún heldur því fram, að hún hafi
sungið hæsta tón, sem komið hefur
úr mannsbarka. Tónninn er B fyrir
ofan háa Ctð. Honum náði söngkon-
an í laginu Being Alive.
Að sögn Johnny Dankworth
eiginmanns Cleo Laine er tónninn
sem söngkonan náði hálfnótu fyrir
ofan mettóninn, sem franska söng-
konan Madeleine Marie Robin náði
ásinum tíma.
Or INTERN ATIONAL HERALD TRIBUNE
Gíslason gítarleikari. Hann leysir af
hólmi Þórð Árnason, sem nú starfar
með Þursaflokknum.
Nýja Brunaliðsplatan, Með eld i
hjarta, kom út fyrir nokkrum dög-
um. Hún hefur mestmegnis að
geyma jólalög, bæði innlend og er-
lend.
- ÁT
Siifc,.,.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON — Sennilega er sama hvaða tegund dægurtónlistar hann fæst við. Allt gerir hann
jafn vel.
Ljósm. Effeet.
Björgvin Halldórsson—Ég syng fyrirþig
Rómantískur Björgvin
Björgvin Halldórsson — ÉG SYNG
FYRIRÞIG
(Jtgefandi: Hljómplötuútgáfan hf. (JUD-
018)
Upptökustjórn: Björgvin Halldórsson,
Geoff Calver, Magnús Kjartansson.
Upptökumadun Geoff Calver.
Kór útsetning: Magnús Ingimarsson.
Strengjaútsetningar: Del Newman, Mike
MacNaught.
Hljóðritun: Hljóóriti, Red Bus Recording
Studios.
Vandvirkni og natni er ein-
kennið á sólóplötu Björgvins
Halldórssonar. Hvergi er slegið
af. Alls staðar er leitazt við að
gera allt sem fullkomnast. Fyrir
bragðið hefur Björgvini og öllum
þeim stóra hópi, sem tók þátt í
gerð plötunnar með honum, tek-
izt að skapa heilsteypt verk og
tilkomumikið, jafnvel helzti
tilkomumikið á köflum, er
strengjaútsetningarnar skrúfast
skýjum ofar. Dæmi um það eru
lögin Elskaðu mig á morgun og
Heyrðu.
Innihald textanna á plötu
Björgvins er mestmegnis ástin.
Lögin eru því yfirleitt róleg, eins
og lög um ástina eiga að vera.
Poppstjarnan Björgvin er i frii að
þessu sinni og gömlu góðu rokk-
ararnir skildir eftir heima. Þess í
stað stígur hann fram á sjónar-
sviðið sem yfirvegaður söngvari
og afslappaðri en oft áður. Á
þessu sviði — rómantiska svið-
inu — tekst Björgvini vel upp.
Ég hygg að sama sé, hvað Björg-
vin syngi — honum takist að
gera öllum tegundum dægurtón-
listar góð skil.
Platan Ég syng fyrir þig er
eigulegur gripur fyrir fólk á öll-
um aldri. Eina skilyrðið fyrir þvi
að láta sér lika hana vel er að
kunna að meta rólega, róman
tíska tónlist.
-ÁT
MAGNÚS KJARTANSSON
Brunaliðsstjóri i gervi jólasveinsins
Bjúgnasleikis. Brunaliðið skemmtir
þrisvar á sunnudaginn, i hádeginu og
kaffitímanum á Esjubcrgi og loks í
Klúbbnum um kvöldið.
Nýrmaður
íNazareth
Hljómsveitin Nazareth — sú hin
sama og sótti ísland heim árið 1973
— hefur liaft hljótt um sig um langt
skeið. Nú cr þó loksins eitthvað að
gerast í herbúðum svcitarinnar. Nýr
liðsmaður er mættur til leiks og ný
breiðskífa er í bígerð.
Nýi maðurinn er Zal Cleminson
en hann lék fyrrum á gítar hjá
hljómsveit Alex Harveys. Hann
kemur fyrst fram opinberlega með
hljómsveitinni á hljóntleikaferð, sem
hefst þann 19. janúar. Um svipað
leyti á að koma út ný plata, No
Mean City. Þessa dagana er einmitt
verið að ljúka hljóðritunum á henni i
Montreux í Sviss.
Úr MELODY MAKER