Dagblaðið - 14.12.1978, Page 30

Dagblaðið - 14.12.1978, Page 30
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. Dagur höfrungsins Skemmtileg og spennandi bandarísk Panavisionlitmynd meö Geoj*ge C. Scott og Trish van Devere íslenzkur texti Endursýnd kl. 3,5,7,9 og 11. salur ú Makleg málagjöld Afar spennandi og viðburðarík litmynd. meðCharles Bronsonog Liv Ullmann. Islenzkur texti. Bönnuðinnan 14 ára. Endursýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9.05 og 11,05. ’Salur Kóngur í New York Sprenghlægileg og fjörug ádeilukvik- mynd, gerð af Charlie Chaplin. — Ein- hver harðasta ádeilumynd sem meistari Chaplingerði. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari: Charlie Chaplin. Sýndlkl. 3,5,7,9og 11. ' salur Varist vætuna Sprenghlægileg gamanmynd með Jackie Gleason. íslenzkur texti. Fndursýnd kl. 3.15 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. —-'j V" GAMLA BIO D Sfcni 11471 VETRARBÖRN Ný, dönsk kvikmynd gerð eftir verð- launaskáldsögu Dea Trier Mörch. Aðalhlutverk: Ann-Marie Max Hansen, Helle Hertz, Lone Kellermann. fslenzkur texti Sýnd kl. 5,7 og 9. Siðasta sinn. Hjörtu vestursins Endursýnd kl. 5. 1 HAFNARBÍO V fnrffl Afar spennandi og viðburðarik alveg ný ensk Panavision-litmynd, um mjög óvenjulegar mótmælaaðgerðir. Myndin er nú sýnd viða um heim við feikna aðsókn. Leikstjóri Sam Peckinpah. Islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 4.50, 7, 9.10 og 11.20. Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ: Klu Klux Klan sýnir klærn- ar, aðalhlutverk Richard Burton og Lee Marvin, kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. GAMLA BÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Carrie, aðalhlutverk John Travolta.kl. 9. HÁSKÓLABÍÓ: Eyjar í hafinu, kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Frankenstein og ófreskjan, aðal hlutverk Peter Cushing og Shane Briant, kl. 5, 7 og 11, bönnuð innan 16 ára. Nóvemberáætlunin kl. 9, bönnuð innan 14 ára. NYJA BÍÓ: Þrumur og eldingar sýnd kl. 5, 7 og 9, bönnuðbörnum innan I4ára. REGNBOGINN:Sjáauglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Ævintýri popparans, aðalhlutverk Robin Askwith, Anthony Booth, Sheila White, kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð börnum. TÓNABÍÓ: Draumabillinn (The van), leikstjóri: Sam Grossman, aðalhlutverk: Stuart Getz, Deborah White og Harry Moses, kl. 5,7 og 9. Í¥ • ENDURSKINS- MÉRKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA umferðarrAð II Utvarp Sjónvarp D r \ HELGUR MAÐUR OG RÆNINGI - útvarp í kvöld kl. 21.20: SÁ HELGIVILL HITTA SÉR LÍKAN MANN Helgur maður og ræningi nefnist út- varpsleikritið i kvöld og er það eftir Heinrich Böll. Leikritið greinir frá Evgeniusi, sem varð prestur, og ræningjasyninum Múlts. Á unglings- árunum kynnast þessir tveir menn en síðar skilja leiðir. Evgeníus lærir til prests og verður mikils metinn og vinsæll vegna framkomu sinnar. Að lokum er litið á hann sem helgan mann. En honum finnst það ekki rétt og líður illa. Daglega biður hann til guðs um aö hann fái að sjá þann mann á jarðriki sem líkastur sé honum sjálfum. Að lokum sér hann að hann græðir ekkert á þvi að sitja kyrr á sama stað og fer því í langt ferðalag. Björn Franzson þýddi Helgan mann og ræningja en Þorsteinn ö. Stephensen er leikstjóri verksins. Hann fer einnig með hlutveik Evgeníusar. Múlts leikur Lárus heitinn Pálsson en aðrir menn i stórum hlutverkum eru Valur Gislason, Arndis Björnsdóttir, Inga Þórðardóttir og Haraldur Björnsson. Eins og á þessari leikaraupptalningu sést er upptakan gömul, var áður flutt árið 1955. Flutningur leikritsins hefst klukkan 21.20 og er það rúmur klukkutimi á lengd. ,DS> Haraldur Bjömsson leikur biskupinn. Hér er hann I hlutverki sinu I Kaupmanninum i Feneyjum sem L.R. sýndi 1944. -Valur Gislason leikur Búnts og Jón Aðils leikur prestinn. Hér eru þeir saman i Oröinu sem L.R. sýndi 1943. Arndis Björnsdóttir leikur ekkjuna. Hér er hún i leikritinu Madame Arcati sem sýnt var 1947. Allar myndirnar eru úr bókinni Leikhúsið við Tjörnina. Þorsteinn ö. Stephensen er leikstjóri og leikur auk þess Evgeníus. Hér er hann I hlutverki sínu í Marmara sem sýndur var upp úr 1950. Lárus Pálsson leikur Múlts ræningjason. Hér er hann i hlutverki Péturs Gauts i sýningu L.R. 1944. HEINRICH BÖLL—höf undur útvarpsleikrits kvöldsins DEILIR HART Á SKIN- HELGIOG ÁSTLEYSI Höfundur útvarpsleikritsins í kvöld er Heinrich Böll. Böll er einn af virtustu höfundum okkar samtíðar þó mörgum finnist still hans heldur þunglamalegur. voru honum veitt nóbelsverðlaun i bók- menntum 1972. Bðll fæddist i Köln árið 1917. Hann barðist í seinna stríði en eftir það tók hann til við nám i germönskum fræðum. Síðan 1951 hefur hann unnið fyrir sér með skriftum. Hann sagði um ritverk sín: „Mig hefur lengi langað til að skrifa en ég hef bara ekki fundið réttu orðin fyrr." 1 verkum sinum tekur Böll til meðferðar hörmungar stríðsins og afleiðingar þess, þar á meðal líf þeirra mörg þúsund kvenna sem misstu ménn sína í hildarleiknum og allra barnanna sem misstu feður sina. Vandamál flótta- fólksins voru einnig tekin fyrir. Á síðari árum hefur Böll ritað mikið um þau mál sem efst hafa verið á baugi í heimalandi hans. Hann hefur óspart beint spjótum sínum að velferðar þjóðfélaginu og þeirri skinhelgi sem rikir milli manna og ástleysinu. Hjónaband nútimans hefur einnig fengið allhastar- 'lega útreið hjá honum. Á móti öllum göllum nútimans teflir Böll fram miskunnsemi og ábyrgðartilfinningu. Fyrir nokkru var sýnd hér á landi kvikmyndin Glötuð æra Katrínar Blúm sem gerð var eftir sögu Böll. Þar deildi hann hart á æsifréttastefnu Springer- pressunnar í heimalandi sínu og túlkaði það meðal annars sem eðlilegan hlut að drepa blaðamanninn sem spillt hafði æru saklausrar konu fyrir það eitt að sofna hjá ókunnum manni, sem reyndist vera kommúnisti. Böll hefur gefið út frásagnabækur, skáldsögur og leikrit. Einnig hefur hann þýtt mikið af heimsbókmenntum annarra þjóða yfir á þýzku. Mánefna bækur eftir Bernard Shaw og Brendan Behan. Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrit eftir Böll, Hinir óþekktu og Reiknings- jöfnuður. -DS/IHH. Heinrich Böll.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.