Dagblaðið - 30.12.1978, Page 2

Dagblaðið - 30.12.1978, Page 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978., 2, Ánægður með Silf urtúnglið: Hér eftir verða gerðar kröfur til íslenzkra sjónvarpsleikrita Sjönvarpsáhorfandi hringdi og vildi láta i Ijós ánægju sína með Silfurtúnglið er sjónvarpið sýndi á annan dag jóla. „Mér fannst ég í fyrsta’ skipti geta horft á íslenzkt leikrit I sjónvarpi án þess að alls kyns mistök t leik og uppsetningu og viðvaningshátt- ur í leikmynd spilltu ánægjunni á að horfa á leikritið. 1 þetta sinn horfði ég á leikritið til enda án þess að truflast af slíkum mistökum þvi að þau voru fá og hitt sem vel var gert var svo miklu meira áberandi. Egill Ólafsson og Sig- rún Hjálmtýsdóttir eiga bæði hrós skilið fyrir leik sinn og fannst mér þau ekki gefa atvinnumönnunum neitt eftir. Þeir sem að þessu ieikriti stóðu eiga sannarlega hrós skilið og ég tel að þetta leikrit marki þáttaskil i gerð sjónvarpsþátta hér á landi. Hér eftir gera sjónvarpsáhorfendur meiri kröfur eftir að þeir hafa séð að hægt er að gera hlutina vel.” SilfurtúngUÖ, sjónvarpsleikrítið sem sýnt var á annan dag jóla hefur valdö mikla athygU. Kórvilla í Geithellnahreppi Kristinn Guömundsson oddviti skrifar grein i dagblaðið Tímann 29. nóvember undir heitinp „Kórvilla á Austurlandi”. | Ritstjóri Tímans gerir athugasemd við greinina og segir þar: „Grein þessi er rituð af hálfu hreppsnefndar Geit- hellnahrepps.” Þetta er ekki rétt því grein þessi hefur aldrei verið tekin fyrir á hreppsnefndarfundi og hefur því aldrei verið samþykkt nema ef til vill af mönnum H-listans sem sæti eiga i hreppsenfnd og þá utan fundar. Kristinn telur fréttaflutning blað- anna ónákvæman. t Tímanum og Morgunblaðinu er skýrt rétt frá en Dagblaðsgreinin er dálítið villandi því þar er rætt um tvennar kosningar sem eina, á ég þar við kosningu til sveitar- stjórnar og kosningu til sýslunefndar. í Dagblaðinu segir: „Eitt utankjör- staðaratkvæði barst”. Á að vera: „Eitt utankjörstaðaratkvæði barst til sýslu- nefndar”. Þetta atkvæði var aldrei opnað og því ekki skoðað eða talið með á kjörfundi. Þá vitnar Kristinn I úrskurð félags- málaráðuneytisins. Þar segir: „Ljóst er að pakki með kjörseðlum í var opnaður fyrr og við aðrar aðstæður en lög leyfa og verður þvi þegar af þeirri ástæðu að ógilda þessar sveitar- stjórnarkosningar og leggja fyrir kjör- stjórn að láta fara fram kosningar til hreppsnefndar að nýju og eigi síðar en innan mánaðar”. Síðan segir Kristinn að æði margir kjörseðlapakkar hafi verið opnaðir fyrr og við aðrar aðstæður en lög leyfa. Með þessu er hann að fela það er hann gerði sem ' oddviti og efsti maður H-listans. Get ég ekki séð að efsti maður á lista eigi að leika sér með kjörgögn fynr kosn- ingadag. Til hvers er þá verið að skipa kjörstjórn? Þegar kjörfundur var settur komu 144 seðlar úr umræddum pakka, en ekki 80 eins og pantaðir voru og reikn- ingur frá prentsmiðju hljóðaði upp á. Mætti ætla að þeir i prentsmiðjunni væru framsýnir menn og hefðu séð fyrir aðra kosningu. Ekki ætla ég neitt að fullyrða um hvort einhverjir pakkar hafi verið opnaðir við aðrar aðstæður en lög leyfa hjá öðrum sveitarfélögum á Austurlandi eða annars staðar á land inu og finnst mér Kristinn vera nokk- uð stórorður að halda slíku fram. Ég vil benda Kristni á það að ef til er kosning í landinu sem framkvæmd hefur verið á svipaðan hátt og I Geit- hellnahreppi þá er hún I fullu gildi vegna þess að hún hefur ekki verið kærð. Kristinn vitnar i 75. gr. I. um al- þingiskosningar og dregur í efa að hún eigi við sveitarstjórnarkosningar en á henni er ógildingarúrskurðurinn byggður. í 1. gr. laga um sveitar- stjórnarkosningar segir: „Lög um kosningar til Alþingis skulu gilda um kosningar til sveitarstjórnar og sýslu- nefndar.” Þá vitnar Kristinn í úrskurð félagsmálaráðuneytisins en þar segir: „Þegar af þeirri ástæðu” og heldur því fram að hér sé „gefið í skyn” að fleira sé athugavert við kosninguna. Hér er ekkert gefið í skyn heldur er það stað- reynd að fleira var athugavert við kosninguna. T.d. það að við fengum aldrei að kjósa til sýslunefndar því at- kvæði greidd frambjóðendum á lista til hreppsnefndar voru látin gilda fyrir frambjóðendur til sýslunefndar á sama lista og voru þar með talin tvigild. Kjósendur voru með þvi sviptir lög- vernduðum kosningarétti að hluta. Nokkrir kjósendur töldu réttara að krossa einnig við nöfn sýslunefndar- manna en þau atkvæði voru ekki talin. Einn kjörstjórnarmanna lét bóka að réttara væri að kjósa í tvennu lagi. Meirihluti kjörstjórnar, þeir sem neita að hlýða fyrirmælum félagsmálaráðu- neytis og sýslumanns, töldu það óþarft. Enn segir Kristinn: „Við rannsókn kjörgagna er sýslumaður framkvæmdi kom í Ijós að þessar ásakanir höfðu ekki við rök að styðjast”. Sýslumaður hlýtur að hafa séð eitthvað athugavert við kjörgögn og kosningu þessa því kosning sýslunefndarmanns var einnig dæmd ógild af sýslunefnd Suður- . Múlasýslu. í áliti sýslunefndar segir: „Telur sýslunefnd svo mikla ann- marka á kjörseðlum, sem notaðir voru við kosninguna og á talningu at- kvæða, að óhjákvæmilegt sé að ómerkja kosningaúrslit af þeim ástæðum og leggja fyrir hreppsnefnd og kjörstjórn í Geithellnahreppi að láta kosningu fara fram að nýju.” Það sem við „félagar” höfðum „fregnað” var því ekki tilhæfulaust með öllu. Kristinn fullyrðir að félagsmála- ráðuneytið hafi átt að skipa hrepps- nefnd frá 1974 að framkvæma kosn- inguna, en ekki kjörstjórn. Þetta er tómur fyrirsláttur hjá félagshyggju- mönnum. Þeir eru haldnir þeirri trú að úrskurðir frá félagsmálaráðuneyti og sýslunefnd verði dregnir til baka. Eins I Ólafi Björassyni svaraö: RÆKJUMENN HAFA ÁHUGA Á VERNDUN ÞÓRSKSINS Bolungarvik 22. des. 1978. j Grein þessi er rituð í tilefni þess að Ólafur Björnsson frá Keflavík skrifaði pistil í Dagblaðið fyrir skömmu, meðal annars um rækjuveiðar við Isafjarðar- djúp. Ólafur Björnsson. Heldur þú ef þú 'værir Vestfirðingur og ættir að fara að kjósa mann á alþingi íslendinga aö þú mundir kjósa mann sem þú vissir að aðeins sinnti málum annarra byggða en ekki þess landshluta er hann ætti sina kjósendur? Ég lái ekki okkar ágætu þingmönnum þó þeir sýni ræktarsemi til sinnar eigin heima- byggðar og ég held að þeir hafi reyrtf að láta sérhagsmuni kjördæmisins falla sem bezt að hagsmunum þjóðar- heildarinnar. Varðandi það að ég svara bréfi þínu er ástæðan sú að mér finnst vegið að rækjusjómönnum við Djúp. Matthías Bjarnason hélt fund með rækjumönnum fyrir skömmu og var á þeim fundi ákveðið að leita hóf- anna um veitingar úr aflatryggingar- sjóði og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fram á okkar háa alþingi. Það hefur farið sem kaldur gustur yfir byggðir sunnanlands, hugsunin um það að nú færi að fjölga á sjóðajöt- unni. Ég spyr hverjir hafi frekar gert út á sjóðina en Sunnlendingar? Þú talar um óréttmæti þess að rækjuflotanum sé veittur styrkur, en hversvegna hafa þeir ekki rétt til þess nú þegar svo óvæntir atburðir gerast? Þessir bátar hafa ekki möguleika á öðrum svæðum til raékjuveiða yfir vetrarmánuðina og hafa ekki nema sárafáir aðstöðu til annarra veiða. Mjög er óvíst um það hvort leyfilegur hámarksafli náist á helmingi skemmri tíma en vanalega og þegar vorar fæst yfirleitt ekki nema smárækja og gæti orðið sjálfhætt sökum þess. Ég vil benda Ólafi á það að það voru rækju- menn sjálfir er sögðu frá seiðagengd- inni er þeim fannst bera of mikið á seiðum fyrir nokkrum árum. Þetta bendir til þess að rækjumenn hafi mik- inn áhuga á vemdun þorsksins enda byggja þeir afkomu sína á honum á sumrum. Ég hef verið nokkrar vertíðir við rækjuveiðar og hef aldrei orðið var við þetta seiðadráp er þú segir að haust- veiðunum sé samfara, enda er útibú frá Hafrannsóknastofnun á Isafirði og ég trúi ekki að hennar skeleggi for- stöðumaður léti slíkt viðgangast enda fylgist hann náið með veiðunum. Hversu lengi voru Sunnlendingar búnir að róta upp seiðum þegar Vest- firðingunum er komu suður ofbauð. Sjóðstjórn aflatryggingasjóðs hefur sagt að Vestfirðingar hafi lagt einna drýgstan skerf til sjóðsins og minnst þegið af honum eða um 5%. Vest- firðingar eru ekki ölmusumenn sjóð- anna þó óhjákvæmilega geti komið upp sú staða að þeir eigi fyllilega rétt á sliku. Að lokum ætla ég að vona að þetta hagsmunamál rækjumanna nái fram að ganga. Kveðja. Sigurður Bjarni Hjartarson, Bolungarvik. og sjá má af úrskurði sýslunefndar hér að framan er lagt fyrir hreppsnefnd og kjörstjórn í Geithellnahreppi að láta kjósa að nýju. Þótt félagshyggjumenn vilji ekki viðurkenna úrskurðinn opinberlega er Kristinn nú þegar búinn að gera það í verki, er hann kallaði saman hrepps- nefndina frá 1974 eftir tilmælum sýslumanns. Kristinn varð þó að skilja einn hreppsnefndarmanninn eftir og boðaði varamann í hans stað. Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að tala við hreppsnefndarmanninn. Þennan leik hefur Kristinn leikið áður er þessi sami hreppsnefndarmaður var kosinn til að mæta á fund hjá Samtökum sveitarstjórna á Austurlandi, fór Kristinn sem varamaður á fundinn án þess að tala við aðalmanninn, sem fékk aldrei fundarboðið. Það er furðu- legt að halda þvi fram að félagsmála- ráðuneytið fari ekki að lögum en fer svo ekki að lögum sjálfur. Nú er kominn 18. desember og enn einu sinni hefur meirihluti kjör- stjórnar „hundsað” fyrirmæli um undirbúning kosningar, er auglýst var 17. desember. Þess má geta að nokkuð margir kjósendur mættu á kjörstað, þar eð engin tilkynning hafði borizt um að kosningu væri frestað. Ég skora nú á félagsmálaráðuneytið og sýslumann að sjá til þess að kosning fari fram og láti ekki fáa kórsveina í litlum hreppi á Austurlandi hafa úr- skurði sem gerðir hafa verið að engu. Guðmundur Ragnar Eiðsson Bragðavöllum Raddir lesenda .Sjómenn við rækjuveiðar. ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.