Dagblaðið - 30.12.1978, Page 5

Dagblaðið - 30.12.1978, Page 5
Meistaramót Sovétríkjanna í skák: TALENNí EFSTA SÆTI Eftir ellcfu umferðir af sautján á Romanisjin og Svensjnikov með sex sovézka meistaramótinu í Tiblisi var vinninga. Geogradse 5,5 v. og biðskák Mikhael Tal, fyrrum heimsmeistari, og Geller 5,5 vinninga. Kasparov var enn í efsta sætinu. Hafði hlotið 6,5 með 4,5 vinninga og tvær biðskákir — vinninga og átti að auki biðskák. Dorfman, Kusmin og Makarytsev Staðan var nokkuö óljós á mótinu fjóra vinninga og eina biðskák hver. vegna fjölda biðskáka — en greinilegt Timosjenko, Mikhaltsisjin og að margir hafa enn möguleika á Tukamakov 4,5 vinninga, Gulko og meistaratitlinum. Rasuvajev 4 vinninga og tvær bið- skákir hvor og Bagirov 3,5 vinninga og 1 öðru sæti var Tsjekowski með 6.5 tvær biðskákir. Litlar líkur, á því að vinninga. Beljavski hafði sex vinninga meisturunum frá siðasta móti, Dorf- og átti tvær biðskákir. Polugajevski man og Gulko, takist að verja titla sex vinninga og eina biðskák. Þá komu sína. Jól h já f ramliðnum Jólaljós loguðu í kirkjugarðinum í Fossvopgi yfir hátiðarnar. Þótt ekki sé lengur hægt að fá kveikt þar rafmagns- ljós þá láta aðstandendur hinna látnu það ekki slá sig út af laginu og kveikja á ýmiss konar luktum við leiðin þess i stað. Á aðfangadag varð um tima um- ferðaröngþveiti við kirkjugarðinn — svo margir komu þar til að huga að leiðum látinna ástvina. Búast má við að ýmis ljós logi í garðinum um áramótin. -DB-mynd Sv. Þorm. Á NÆSTU GRÖSUM ER FÆÐIÐ HOLLT OG ANDRÚMSLOFTIÐ GOTT Næst þegar þú átt leið um Laugaveginn ættir þú að líta við hjá okkur ,,Á næstu grösum." Við erum að Laugavegi 42, 3. hæð. Við þjónum þér til borðs og bjóðum upp á Ijúffengt og fjölbreytt jurtafæði. Stundum er líka fiskur. Líttu við á matmálstímum (11 - 2 og 6-10), þáfærð þú heitan, hollan mat, eða þá um miðjan daginn, þá bjóðum við upp á sterkt og gott kaffi, jurtate, ávaxtasafa, smurt brauð og kökur. Allt okkar brauð og kökur er bakað á staðnum af Pat nokkurri frá New York, og er hún einstök í bakaralistinni. Myndlistin! - Hún fær pláss á veggjum matstofunnar. Við ætlum að sýna verk ,,ungu mannanna.11 Þessa dagana, fram til áramóta, sýnir Guðbergur Auðunsson nýjustu verk sín. „ ... þaö er bæði hollt og notalegt að sitja þarna uppi, horfa yfir strætiö og flóann og svo á listaverk afýmsu tagi.“ (Aðalsteinn Ingólfsson, Dagblaðið). MATSTOFAN „ÁNÆSTUGRÖSIM” j Laugavegi 42,3.hæó ' DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30.'DESEM6ÉR 1978. Loftskeytastöðin á ísafirði: jr „EF RAFMAGNID FER ÞA ER STÖÐIN ÓSTARFHÆF’ — Póstur og sfmi svifaseinn með úrbætur Isafjörður og Hornafjörður á sömu tíðni „Jú. Það er rétt að ástandið er alls ekki nógu gott i þessum efnum. Við höfum aðeins einn sendi og ef hann bilar þá erum við bjargarlausir,” sagði Sigvaldi Jónsson, loftskeytamaður á ísafirði, en DB hafði fregnað að á- standið væri ekki nógu gott á loft- skeytastöðinni á ísafirði og þyrftu bát- ar sem staddir væru út af Vestfjörðum oft að leita til stöðvarinnar á Siglufirði vegna þess hversu sambandið væri slæmt við Isafjarðarstöðina. „Ástandið hefur lengi verið slæmt hér,” sagði Sigvaldi. „Við vorum lengi búnir að reyna að fá nýjan sendi án þess að nokkuð gerðist. Við loftskeyta- mennirnir hér á stöðinni tókum þá það til bragðs að segja upp störfum okkar hér frá og með 1. júní í mótmæla- skyni. Það hafði þau áhrif að við feng- um hingað nýjan sendi. Gallinn á þeim sendi er bara sá að hann er pantaður fyrir þá tíðni sem Patreks- fjörður og Hornafjörður hafa. Þessir staðir geta því ekki afgreitt samtöl í einu. Togarar, sem eru ekki nema 40—50 mílur frá okkur, á svæði sem ætti skilyrðislaust að vera okkar svæði, kjósa frekar að hafa samband við Siglufjörð. Aðeins einn sendir Þá er það ekki síður alvarlegt að við höfum aðeins einn sendi. Skip og bátar þurfa því stundum að kalla i okkur allt upp i hálftima áður en þeir fá svar vegna þess að við getum ekki afgreitt nema eitt samtal í einu á millibylgju. Okkur vantar fyrst og fremst annan sendi og við þurfum viðgerð á þeim sendi sem fyrir er. Það er þó ekki nema stillingaratriði og myndi nægja að hingað kæmi viðgerðarmaður frá Pósti og síma part úr degi til að lag- færa þetta. En þeir hjá Pósti og sima eru alltaf að horfa í peningana en þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að þeir missa mjög miklar tekjur vegna þess hve ástandið er slæmt hér og skip sem vilja eiga samtöl við okktir hætta hreinlegaviðþað. Eggert Stefánsson, sem einnig er loftskeytamaður á ísafirði, tók mjög í sama streng og Sigvaldi. Hann lagði áherzlu á það öryggisleysi sem þarna væri um að ræða. „Ef rafmagnið fer af þá er stöðin alveg óstarfhæf,” sagði hann. „Við getum þá ekki einu sinni svarað í síma þvi fari rafmagnið, þá fer spennan af borðinu hér. Okkur er sagt að það atriði standi til bóta, að verið sé að smíða straumbreyti. Við erum bara orðnir langþreyttir á hvað allar slíkar úrbætur taka langan tíma.” „Dautt svæði" DB hafði einnig samband við Sævar Örn Sigurðsson loftskeytamann á tog- aranum Harðbak frá Akureyri sem hefur verið við veiðar út af Vest- fjörðum. Hann tók mjög undir orð þeirra félaganna á loftskeytastöðinni á ísafirði. Hann sagði að vandinn væri ekki sízt sá að ísafjörður væri með sömu tíðni og Patreksfjörður og Hornafjörður. „Á kvöldin þegar skilyrði eru góð, þá vaða þeir hver yfir annan og ómögulegt er að vita við hvern maður er að tala. Við notum Siglufjarðarradió á eiginlega öllu því svæði sem við ættum að nota Ísafjarð- arradió,” sagði Sævar Örn. Hann sagði að eitt svæði, þ.e. Víkurállinn út af Látrabjargi, væri eiginlega alveg „dautt svæði”. Þaðan væri hvorki hægt að ná i ísafjörð, Patreksfjörð eða Reykjavík. Þá nefndi hann i þessu sambandi annað atriði, sem hann taldi mjög alvarlegt, þ.e. að neyðartiðnin væri mjög misnotuð. Á Patreksfjarðar- radíói eru engir loftskeytamenn en símastúlkurnar þar hlusta aðeins á neyðartíðnina og bátar misnotuðu hana þvi mjög. Sævar sagði að hér væri verið að brjóta alþjóðalög og ef menn væru staðnir að sliku erlendis þá misstu þeir leyfið umsvifalaust. -GAJ- Varað við hættum af sprengingum Heyrnardeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur hefur beðið Dagblaðið að vekja athygli fólks á að sérstök ástæða er til að vara við afleiðingum sprenginga í tilefni áramótanna. Heyrnartap sem þær kunna að valda er algerlega óbætanlegt, segir í við- vörunarorðum stöðvarinnar. Auk þess geta ýmiss konar önnur slys hlotizt af sprengingum. 1 tilkynningunni segir orðrétt: „Foreldrar. Reynið að koma í veg fyrir að börnin séu með kinverja eða aðrar sprengjur og að þau forðist þá sem hafa slíkt um hönd. Athugið að flugeldar geta einnig verið hættulegir. Þeir eiga það til að springja með háum hvelli í stað þess aðfaraá loft. Blys, sólir og annað þess háttar hefur einnig valdið alvarlegum slysum, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Fjölmargir, einkum börn og ungling- ar, hafa hlotið varanlegt heilsutjón af sprengjum og öðru sliku um áramót. Látið það ekki endurtaka sig i þetta sinn. Heilsan er fyrir öllu. Gætið ýtrustu varúðar.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.