Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. CoaayMuassM, 20, a Holsnd tohanssan. 26, a Perleander, 16, Benis a fh/f Hykrist 19. Seris D lana Gustafssmt. 18, Baris Boris Beris Tuttugu manns fórust 1 hótelbruna (Sviþjóó. reyndu mikið til að fá viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna aflétt. Fóru ráðherrar úr bráðabirgðastjórn lans Smith bæði svartir og hvítir til Banda ríkjanna i þessum tilgangi. Höfðu þeir ekki árangur sem erfiði. Allt var á öðrum endanum I Líbanon sem oftast. Nú voru það hermenn Sýr- lendinga og libanskra hægrimanna sem börðust og höfðu Sýrlendingar betur. Barn sem getið var í tilraunaglasi en siðan flutt I leg móður sinnar fæddist I Bretlandi. Var það stúlka og heilsaðist henni prýðilega. Að vonum vakti at- burðurinn mikla athygli og hafði stúlkan og foreldrar hennar miklar tekjur af þvi að selja blöðum frásagnir af at- burðinum. Viðræðum Egypta og Israelsmanna um hugsanlega friðarsamninga land- anna lauk um sinn með þvi að Egyptar ráku sendinefnd Israela heim. Egyptar voru ekki einir um brottrekstur. Eanes forseti Portúgals rak Soares forsætis- ráðherra jafnaðarmanna frá völdum og brást hinn siðarnefndi reiður við. Erfiðlega gckk að inynda nýja stjórn og tókst Eanes loks að mynda stjórn embættismanna og sérfræðinga i annarri tilraun. Ágúst Þýzkur prófessor hefur komizt að þeirri niðurstöðu að árlega bíði fjöldi barna skaða af þvi að mæður þeirra neyti áfengis í miklu magni á meðan þær eru þungaðar. Franskir flugumferðarstjórar ergðu margan ferðamanninn með hægagang- vinnu sinni sem tafði mjög flug um Evrópu og þar með á sólarstrendur við Miðjarðar- haf. Endurtóku þeir þessar aðgerðir nokkr- um sinnum og vildu með þessu leggja áherzlu á bætt kjör og betri vinnuskilyrði. Stjómvöld i Pakistan bönnuðu allar matarveizlur við brúðkaup þar í landi að viðlögðum sektum. Ástæðan var mikill hveitiskortur. Patty Hearst hin bandaríska, sem rænt var af Symbíónesíska frelsis- hernum og síðan var dæmd i sjö ára fangelsi fyrir þátttöku I bankaránum með félögum hans, krafðist endur upptöku máls síns. Rökstuðningurinn var sá að fyrri lögfræðingur hafi klúðrað málinu vegna þess að hann hafi stöðugt verið drukkinn eða timbraður á meðan á málarekstri stóð. Christina I hjónabandið með sovézkum skipamiðlara Christina Onassis erfingi nær alls Onassis auðsins-gekk að eiga sovézkan útgerðarsérfræðing öUum að óvörum. Bjuggu þau hjón fyretu dagana I tveggja herbergja ibúð tengdamóður Christinu I Moskvu en komust siðan yfir stærri vist- arverur. Síðustu fregnir af þeim hjónum eru að allt sé i lukkunnar velstandi og Christina eigi von á barni innan nokkurra mánaða. Mikið um andlát páfa á árinu f*áll páfi sjötti lézt áttræður að aldri og eftir fimmtán ára setu í Vatikaninu. Var mikið umstang að venju við jarðar- förina eins og tíðkast þegar páfi deyr. Þrír Bandaríkjamenn unnu sér það til frægðar að svífa yfir Atlantshafið á loft- belg fyrstir manna. Lentu þeir heilu og höldnu rétt við Paris og var að vonum fagnað af viðstöddum en þar voru meðal annars eiginkonur kappanna. Norðmaðurinn stakk af með milljón dollarana Norðmaður einn nýfluttur til Kalifomíu stakk af með nærri eina milljón dollara, sem lagðar höfðu verið inn á bankareikning hans vegna mis- taka. Ekki tókst honum að dyljast lengi en þegar hann var gripinn vantaði meginhluta upphæðarinnar og fátt var um svör hjá þeim norska, sem búast má við hörðum dómi fyrir tiltækið. Skæruliðar í Nicaragua, sem berjast gegn einræði Somozafjölskyldunnar, voru stórhöggir og hertóku þinghús höfuðborgarinnar. Tóku þeir um fimm hundruð gísla, þar á meðal ráðherra, þingmenn og ættingja forseta landsins. Sluppu þeir siðan úr landi með stórfé en síðar kom til blóðugra átaka í landinu sem lauk með þvi að herlið Somoza forseta hrakti skæruliða úr borgum landsins. Jomo Kenyatta leiðtogi i Kenya lézt aldinn að árum. Óttast var að ekki tækist að selja nýjan mann í embætti hans en tókst með ágætum og var eftir- maður hans kjörinn í friðsömum kosningum enda aðeins einn I kjöri. Albino Luciani partíarki var kjörinn eftirmaður Páls páfa sjötta. Tók hinn nýi páfi sér nafnið Jóhannes Páll fyrsti. Hann lifði þó ekki nema I um einn mánuð eftir kjörið og kusu kardínálar þá pólskan kardínála sem tók sér nafnið Jóhannes Páll annar. Var það i fyrsta skipti, sem kardináli frá kommúnistaríki settist i sæti páfa. Lifir hann enn og að því er virðist við beztu heilsu. Mikilsháttar njósnahneyksli virtist vera í uppsiglingu i Vestur-Þýzkalandi og hafa þeir þó talið sig hafa fengið sinn skammt af sliku. Var þingmaður einn meðal annars sviptur þinghelgi því hann var talinn viðriðinn málið. Málið reyndist á miskilningi byggt og fjaraði út. Vestur-Þjóðverji einn sem brá sér i leyfi og fékk nágrannann til að gæta heimilis og kattarins á meðan, fékk tuttugu þúsund króna símareikning fyrir simtal til Parísar. Sagði nágranninn kött- inn hafa hringt. Málið fór fyrir dómstól. Dómarinn úrskurðaði deiluaðila, það er að segja þann, sem fór í ferðalagið, og nágrannann, til að greiða sinn hvorn helming reikningsins. Kötturinn slapp útgjaldalaust. Skæruliðar svartra Ródesiubúa skutu niður farþegavél og fórust með henni tuttugu og átta manns. Að sögn stjórn- arinnar i Ródesiu skutu skæruliðamir tiuþeirra semafkomust. Camp David fundur Carters gaf góðar vonir sem enn hafa ekki rætzt Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna tók á sig rögg mikla og boðaði þá Begin forsætisráðherra ísraels og Sadat forseta Egyptalands á sinn fund í Camp David I Maryland. Þar var ræðst við af miklum móð um nokkra hríð en með svo mikilli leynd að fréttamönnum lá við ör- væntingu og fóru að taka viðtöl við hvern annan til að forðast brottrekstur fúllyndra ritstjóra. Á meðan beðið var fregna af fundi leiðtoganna upplýstist meðal annars að heili Nóbelsverðlauna- hafans og hugsuðarins Albert Einsteins hafði legið i sultukrukku í vinskápi læknis eins. Þóttu það merkileg tíðindi. Einnig fréttist að mýsnar væru farnar að gera sig svo heimakomnar i skrif- stofubyggingu öldungadeildarinnar I Washington, að þær trufluðu jafnvel mikilvæga fundi með tísti sinu. Loks bárust fregnir frá Camp David og þær góðar. Begin, Sadat og Carter töldu sig hafa náð samkomulagi sem tryggja ætti undirskrift friðarsamninga innan þriggja mánaða. Sá frestur leið þó skömmu fyrir jól og ekki eru friðarsamn- ingarnir undirritaðir enn. Menn lýsa þvi þó yfir á víxl að bjartsýni ríki og allt muni ganga saman ef andstæðingar gefi svolitið meira eftir. Ellefu þúsund manns eða rúmlega það fórust í jarðskjálfta i Iran. Borg ein, Tabas heitir hún, bókstaflega hvarf af yfirborði jarðar og ríkti þar mikil nauð og sorg meðal eftirlifandi ættingja. Október Margrét prinsessa, systir Elisabetar drottningar átti í ýmsum raunum á árinu, sem er aö líða. Gengið var frá skilrtaði hennar og Snowdons lávarðar. Brezk blöð hneyksluðust á sambandi hennar við ungan milljónaerfingja og að lokum var hún lögð inn á sjúkrahús. Prinsessan mun nú öll vera að hressast og að sögn vera ákveðin i að taka upp nýtt og betra lif. Baráttumenn gegn háum sköttum unnu mikinn sigur i almennum kosningum i Kaliforniuriki. Var sam- þykkt að draga mjög úr sköttum i ríkinu. Sjá nú margir opinberir starfsmenn þar vestra fram á atvinnumissi. Kissinger kom- inn í fótboltann Af Kissinger fyrrum utanríkis- ráðherra fréttist það síðast að hann hefur gerzt stórhluthafi í félagi sem rekur knattspyrnufélag. Hann var einnig kjörinn formaður Knatt- spyrnusambands Bandaríkjanna. Rikisstjórn Thorbjörns Fálldins for- sætisráðherra Svíþjóðar féll. Mun það helzt hafa verið ágreiningur um af- stöðuna til bygginga kjarnorkuvera sem varð stjórninni að fótakefii. Bretar réðu til sín norska selveiðimenn til að drepa nokkur þúsund þeirra við Orkneyjar. Var það vegna fullyrðinga um að selurinn æti svo mikinn þorsk að til tjóns væri. Ekki var ljóst hvaðan Bretum kom heimild til að kveða upp dauðadóma yfir selunum, sem sannanlega munu hafa étið þorskinn löngu áður en Bretar fóru að veiða hann. Vegna mikilla mótmæla var hætt við seldrápin. Lýkur þá frásögnum af erlendum fregnum í október með þvi að Playboy- tímaritið fræga var úrskurðað til að greiða viðbótarskatta sem nema tæplega þrettán milljónum dollurum. Növember Götur heimsborgarinnar Parisar fyllt- ust af sorpi vegna verkfalls sorphreins- unarmanna. Idi Amin taldi sig lika þurfa að hreinsa til og réðist með her sinn inn i Tanzaníu. Jókst orðstír hans lítið við það. Tveir leikarar i Cardiff á Englandi voru sýknaðir af ákæru um að hafa Þetta er ungfrú Argenttna sem kjörin var Miss World I London á dögunum. Hin 19 ára gamla stúlka, sem stundar nám I arkitektúr, er að vonum ánægð með sigurinn en nafn hennar er Silvana Suarez.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.