Dagblaðið - 30.12.1978, Side 23

Dagblaðið - 30.12.1978, Side 23
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. n misþyrmt gullfiskum á sýningu sinni. Er betur var aö gáð kom í Ijós að annar leik- aranna var íslenzk kona. Allt var á öðrum endanum i Iran síðustu vikur ársins. Óeirðir gengu eins og flóðbylgjur yfir borgir landsins. Keis- arinn og stjórn hans, sem reyndar er orðin hrein hershöfðingjastjórn, er á milli steins og sleggju I þessum málum. Sótt er að keisaranum úr báðum áttum , hann er krafinn um meira frelsi og nútima lífskjör þegnunum til handa á annan veginn. Hinum megin jagast íhaldssamir múhameðstrúarmenn, sem heimta afturhvarf til fyrri lífshátta sam- kvæmt boðum Kóransins. Nú er svo komið að oliuvinnsla landsins er í rúst og ekki er einu sinni hægt að fullnægja innanlandsþörfinni. Útflutningur er í al- gjöru núlli. Demókratar i Bandarikjunum héldu fylgi sínu að mestu i kosningum þar og gildir sama hvort um er að ræða fulltrúadeild þingsins eða öldungadeild og kjör ríkisstjóra. Frændur vorir og nágrannar Norðmenn og Danir virðast stunda virðisaukaskattsvik, það er að segja þeir, sem aðstöðu hafa til. Er svo að sjá sem virðisaukaskatturinn eða momsinn eins og þeir kalla hann sé litið betri inn- heimtuaðferð en okkar ágæti söluskattur. Grænlendingar fá heimastjórn I vor og sá litli fagnar auknu frjálsræði, enda erfir hann landið. kölluð heim úr jólafríi i Thailandi þcgar málið komst i hámæli. Konan reyndist hin hortugasta við forsætisráðherrann, Anker Jörgensen, út af málinu, og lauk þvi þannig að henni var vísað úr em- bætti. Stjórnin f Peking stingur undan Taiwan- mönnum Bandaríkin tilkynntu skyndilega og óvænt að þau mundu taka upp stjórn- málasamband við Kina og jafnframt slíta sambandi við stjórnina á Taiwan. Þótti' hinum heldur súrt í broti en Pekingstjórnin þykir hafa unnið einn sinn mesta stjórnmálasigur. Fjögur hundruð milljón króna virði af gulli er horfið úr geymslum Bandarikja- stjórnar i New York. Ekki hefur fundist viðhlitandi skýring á hvarfinu en vitað er um tilraunir starfsmanna til að laumast út með slatta og slatta innan i gömlutn dagblöðum. Chicago verk- takinn játaði á sig þrjátíu og tvö morð Þrjátiu og scx ára gamall Chicaeð- verktaki hcftir viðurkcnnt moró á þrjáliu og tveimur drcngjum og segist hafa falið þá undir húsi sinu eða kastað þcim i nærliggjandi ár. Þegar þessi pistill er rit aður eru sextán lik fundin. Ljóst er að maðurinri er kynferðislega brenglaóur svo vægt sé til orða tekið. Landi hans annar var sýknaður af nauðgunarákæru eiginkonu sinnar. Þau hjón munu standa i skilnaði. Grænlendingur einn drap drykkju- félaga sinn mcð hnifi þegar hann vildi yfirgefa samkvæmið. Þessum erlenda fréttaannáli lýkur með viðvörun til þyrluflugmanna. Ekki er ráðlegt að fljúga lágt yfir hænsnabú eins og glögglega sést a cftirfarandi sorg arsögu. Vegna flugs danskrar herþyrlu drápust hvorki meira né minna en sex þúsund kjúklingar á býli einu i Dan- mörku. Samkvæmt úrskurði dýralæknis vardánarorsökin hræðsla. Víetnamflótta- menn drukkna í hrönnum á Kínahafi Flóttamenn hópast frá Víetnam og notfæra sér þá flest farartæki bæði láðs og lagar. Að sögn notfæra óprúttnir kaupahéðnar sér tækifærið og selja farið fyrir stórfé. Þúsundir flóttafólksins hafa farizt og alls konar fleytur hafa farizt á hrakningum um Kinahafið. Auk þess sem fólkinu er iðulega snúið aftur frá til hafs þar sem þá ber að landi. Er það vegna þess aö viðkomandi riki óttast að sitja uppi með flóttamennina til eilifðar- nóns. Fjöldasjátfs- morð Jim Jones félaga f Guyana Hrikaleg fjöldasjálfsmorð eða fjölda morð voru framin í búðum bandarisks trúflokks i Suður-Amerikurikinu Guyana skömmu eftir miðjan nóvember. Talið er að þar hafi rúmlega níu hundruð manns látið lifið af eitri og/eða skotsárum. Tildrög málsins voru þau, að bandariskur þingmaður, Leo Ryan, kom þar til að kanna aðstæður vegna orðróms um að þar væri ýmislegl óhreint á ferðinni. Til átaka kom rétt fyrir brottför þingmannsins og lauk þeim svo að hann og þrír samferða- menn hans voru skotnir. Svo virðist sem leiðtogi trúflokksins, Jim Jones, að nafni, hafi þá tekið ákvörðun um að láta alla meðlimi flokksins ráða sér bana. Að öllum likindum mun meginhluti fólksins hafa hlýðnazt skipunum foringjans. Ef dæma má af fregnum munu einhverjir hafa veitt mótþróa en verið neyddir til að taka inn eitur eða hreinlega verið myrtir. Ljóst er að öll kurl eru ekki komin til grafar i þessu máli. Aftur á móti eru þegar komnar út tvær bækur um atburðina i Guyana. Höfundar þeirra eru tveir blaðamenn, sem voru á staðnum þegar voðaverkin urðu. Annar þeirra slapp naumlega en særður frá, þegar öldungadeildarþingmaðurinn var myrtur. Jeremy Thorpe í köku með kynferðismálin Brezk blöð, sum að minnsta kosti, kölluðu rannsókn málsins á hendur Jeremy Thorpe fyrrum leiðtoga Frjáls- lynda flokksins dómsmál aldarinnar. Er hann sakaður um að hafa staðið fyrir morðtilræði við fyrrverandi ástmann sinn, sem gaf nákvæma lýsingu á sam- lífi þeirra fyrir rannsóknardómstóli. Thorpe, sem enn er þingmaður, neitar öllum ásökunum en fyrrverandi flug maður einn ber að hafa fengið greitt fé fyrir að ráða ástmanninn af dögum. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að opinber ákæra verður gefin út á Thorpe ogfleiri fyrirtilræðiviðmanninn. Fyrrverandi yfirmaður hjá San Franciscoborg skaut George Moscone borgarstjóra þar i reiði vegna þess að hann var ekki endurráðinn í starf sitt. Annar yfirmaður borgarinnar varð einnig fómardýr morðingjans. Sá var fyrsti yfirlýsti kynvillingurinn sem kjörinn var þar til starfa. Desember Ceausescu forseti Rúmeníu stóð upp í hárinu á Moskvuvaldinu að venju. Við lok ársins var hann óvenjuhress i þeim efnum og tilkynnti að hann vildi fremur eyöa fjármunum lands sins til að auka hagsæld þegnanna en leggja fram fé til aukins vígbúnaðar Varsjárbandalagsins. Þótti Sovétmönnum þetta erfiður biti í háls en létu kyrrt liggja í það minnsta um sinn. Spánverjar samþykktu nýja stjórnar- skrá i allsherjaratkvæðagreiðslu í desem- ber. Samkvæmt henni verður Spánn lýðræðisríki með þingbundinni konungs- stjórn. 87% þeirra Spánverja sem greiddu atkvæði samþykktu plaggið. Aðalandstaðan var í Baskahéruðunum. öfgamenn í þeirra hópi vaða ötullega um sprengjandi upp menn og byggingar. Einkum einbeita þeir kröftum sínum að lögreglumönnum og hermönnum. Dönsk kona varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að ganga með uppskurðardúk i maganum i nokkra mánuði. Sjúkrahúsyfirvöld hafa lofað konunni skaðabótum. Dóttirin varð leið á karli föður sínum Dóttir hjóna einna varð svo leið á rifrildinu í föður sínum, sem lenti í árekstri, að hún gekk á braut. Hafði bif- reið þeirra lent i árekstri við aðra og upphófust miklar deilur. Er hvarf stúlk- unnar kom í Ijós hélt móðir stúlkunnar að henni hefði verið rænt. Hið sanna kom i Ijós er heim var komið en þar var dóttirin í bezta yfirlæti. OPEC-ríkin ákváðu að hækka oliuverðið um 14,5% á næsta ári. Ætla þau að gera það í fjórum áföngum. Ekki var fyrr búið að tilkynna þetta en sér- fræðingar fóru af stað og spáðu aukinni verðbólgu í hinum vestræna heimi. Og þá er komið að þvi að segja frá danska bóndanum, sem ekki þolir opinbera embættismenn og tryllist við þá sjón og grýtir i þá múrsteinum eða hverju því lauslegu sem nálægt er. Frekari fregnir frá Danmörku herma að allt sé þar i háalofti út af bílifi kennslumálaráðherra landsins. Er það kvenkrati að nafni Ritt Bjerrcgaard sem þykir hafa lagt fram óhæfilegan reikning fram fyrir dvöl sina i París. Var hún Spánskur hershöfðingi var drepinn og aðstoðarmaður hans sömuleiðis. öfgaflokkur Baska lýsti sök á hendur sér vegna morðanna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.