Dagblaðið - 30.12.1978, Síða 25

Dagblaðið - 30.12.1978, Síða 25
BEE GEES — Hljómsveit ársins og seidi auk þess samaniagt mest af litlum og stórum plötum á árinu. Frá vinstri eru Barry, Maurice og Robin Gibb. Timaritið Billboard hefur kunngert hverjir séu vinsælustu skemmtikraftar Bandaríkjanna á þessu ári miðað við hljómplötusölu. Sigurvegararnir koma tæpast neinum á óvart, sem á annað borð fylgjast með bandariskri tónlist. ■ Bræðurnir Barry, Robin, Maurice og Andy Gibb eru tvímælalaust stjörnur ársins á þessum stærsta tónlistarmark- aði heims. Andy Gibb varð söngvari ársins. Sá titill fæst með því að leggja saman söl- una á öllum plötum hans, bæði litlum MEAT LOAF — Plata hans, Bat Out Of Hell, og lögin Two Out Of Three Ain’ t Bad og Paradise By The Dash- board Light koma honum i fyrsta sæti nýliöanna i bandarísku tónlistarlifi. ÁSGEIR TÓMASSON og stórum. Andy söng einnig inn á mest seldu tveggja laga plötu ársins. Aðallag hennar var Shadow Dancing. í fyrra varð Stevie Wonder söngvari ársins. Hann lét ekkert í sér heyra á þessu ári, svo að þess var ekki að vænta að hann yrði atkvæðahár. — Bezt selda litla platan i fyrra var Tonight’s The Night með Rod Stewart. Þá var Andy í öðru sæti með lagið I Just Want To Be Your Every- thing. Hljómsveit ársins vestra nefnist Bee Gees. í fyrra hlutu Fleetwood Mac þann titil. Sú hljómsveit hafnaði nú í þriðja sæti, en númer tvö að þessu sinni varð hljómsveitin Commodores. Linda Ronstadt varð söngkona árs- ins eins og í fyrra. Donna Summer hafnaði í öðru sæti, en lenti í fyrsta sæti sem flytjandi diskótektónlistar. Dolly Parton lenti í þriðja sæti söng- kvenna ársins og Olivia Newton-John í því fjórða. Dolly Parton hlaut hins vegar titil- inn dreifbýlisskemmtikraftur ársins. Bezt selda hljómplata ársins i Bandaríkjunum var Saturday Night Fever. í öðru sæti kom platan með lög- um úr kvikmyndinni Grease. Platan Rumours með Fleetwood Mac lenti siðan i þriðja sæti. Sú plata var númer eitt I fyrra. Saturday Night Fever varð jafn- framt í fyrsta sæti sem plata með kvik- myndatónlist. Grease varð í öðru sæti og Thank God It’s Friday varð númer þrjú. Soulhljómsveit ársins er Earth, Wind And Fire. Commodores lentu i öðru sæti og Heatwave í því þriðja. Soullag ársins varð Serpentine Fire af soulplötu ársins, All ’n’ All með Earth, Wind & Fire. í fyrra „átti” Stevie Wonder souldeildina, líkt og Earth, Wind& Firenú. Barry Manilow er vinsælasti lista- maðurinn, sem einskorðar sig við flutning rólegrar tónlistar (easy listening). England Dan og John Ford Coley urðu í öðru sæti og Bee Gees númer þrjú. Vinsælasta rólega lagið var We’ll Never Have To Say Good- bye Again flutt af England Dan og John FordColey. Meat Loaf sló við öðrum nýjum listamönnum, sem komu fram á sjónarsviðið á árinu. Hljómsveitin Player varð númer tvö og gamli Fleet- wood Mac-gitarleikarinn Bob Welch i þriðja sæti. Loks er að geta úrslita I jazzdeild Billboard. Sá sem seldi mest af jazz- plötum á árinu var Chuck Mangione. Á hæla hans kom George Benson og Crusaders urðu númer þrjú. Nánar verður fjallað um þessi úrslit á fyrstu poppsiðu Dagblaðsins á næsta ANDY GIBB — Söngvari ársins og söng sömuleiðis metsölulagið I Banda- rikjunum, Shadow Dancing. BARRY MANILOW — Seldi mest af plötum af öllum þeim, sem sérhæfa sig I rólegum lögum (easy listening). CHUCK MANGIONE — Jazzhljómlistarmaður ársins. Lag hans, FctÍsSo Good, varð jafnframt jazzlag ársins. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. Bandaríkin: Gibb bræöumir em tónlistarmenn ársins HLJÓMPLATAN SATURDAY NIGHT FEVER — Hljómplata EARTH, WIND & FIRE — Soulhljómsvcit ársins.Hljómsvcitin bar hófuð og ársins. Sömuleiðis varð hún i efsta sæti herðar yfir aðra soullistamenn. Lag hennar, Serpintinc Eire varð soullag úrsins og hljómplatna með kvikmyndatónlist. platan All ’n’ All varð söluhæsta soulplatan. LINDA RONSTADT — Söngkona ársins f Bandarfkjunum annað áríð f röð. I öðru sæti varð diskósöngkona ársins, Donna Summer, og dreifbýlissöngkona númer eitt, Dolly Parton, varð f þriðja sæti.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.