Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979.
Kaupmannahöfn:
Kristíaníu löggan
stal hassi og gulli
—seldi gullhringi og var gripinn með hasslóð en málið ekki nógu alvarlegt til
að halda honum ífangelsi
Danskur lögreglumaður var hand
tekinn um hátíðarnar og talinn sannur
að sök um að hafa stolið nokkru
magni af hassi og þrem gullhringjum
við húsleit í hverfinu Kristianiu i
Kaupmannahöfn. Lögreglumaðurinn,
sem er 27 ára gamall hefur til skamms
tima verið einn af meðlimum í sér-
sveitum Kaupmannahafnarlög-
reglunnar, sem meðal annars er beitt
við sérstök áríðandi verkefni að mati
lögregluyfirvalda eins og innhlaup í
Kristianiuhverfið, margumtalaða.
Við húsrannsókn heima hjá lög-
regiumanninum fundust lóð, sem
hasssölumenn nota við viðskipti sín.
Komið hefur í Ijós að lóðin hafa verið
fjarlægð úr geymslum lögreglunnar í
Kaupmannahöfn. Ætlunin var að
nota þau sem sönnunargögn í öðru
máli.
Skýringar lögreglumannsins eru
þær, að hann hafi ætlað að skila gull-
hringjunum, sem hann tók í Kristian-
íu. Hann seldi þó tvo þeirra. Hassinu
sem fannst í fórum hans, tæplega 20
grömm, segist lögreglumaðurinn
einnig hafa ætlað að skila en ekki gef-
izt tóm til þess áður en hann fór í jóla-
partí til vinar síns að lokinni vakt.
Hann hefur verið ákærður fyrir þjófn-
að og ólöglega meðferð fíkniefna.
Dómarinn, sem rannsakaði málið taldi
ntálið ekki svo alvarlegt að ástæða
væri að halda lögreglumanninum i
fangelsi. Var hann látinn laus.
Koníak, vindla,
en ekki í land
„Ykkur er boðið upp á koniak og
vindla, en þið fáið alls ekki að stíga á
land,” sögðu yfirvöld i Hong Kong við
flóttamennina frá Víetnam, sem biða á
skipum sínum við hafnarkjaftinn. Þetta
furðuboð barst til flóttamannanna á
sjálfa jólanóttina.
íranskeisari
kaupir lóðir í
Los Angeles
Fregnir frá Los Angeles herma að
íranskeisari hafi fest kaup á miklum
hluta landsvæðisins i tizkuhverfinu Bel
Air þar í borg. Að sögn margra landeig
enda vilja ættingjar keisarans ná tangar-
haldi á nokkrum samstæðum lóðum
þarna, sem eru samtals átta hektarar.
Vitað er að móðir keisarans er þegar
komin vestur um haf.
Erlendar
fréttir
Auglýsing
um rannsóknastyrki EMBO í sameindalíffræði.
Sameindalíffr^ðistofnun Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) hefur
í hyggju að styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og ísrael. Styrkirnir eru veittir bæði til
skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dvalar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og
verklega framhaldsmenntun í sameindaliffræði.
Skammtímastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rannsóknastofum við til-
raunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slíkt samstarf með litlum fyrirvara. Lang-
dvalarstyrkir eru veittir til allt að eins árs í senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins*
árs í viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur um langdvalarstyrki verða að hafa lokið dokt-
orsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og ísraels koma til álita, en þær njóta
minni forgangs. í báðum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary,
European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur-
Þýskalandi.
Umsóknir um skammtímastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin
fljótlega eftir móttöku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlut-
un fer fram 30. april, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en síðari úthlutun fer
fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess að umsækj-
endur eru venjulega kvaddir til viðtals, er nauðsynlegt að umsóknir berist áður en frestur
rennur út.
Á árinu 1979 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnuhópa á ýmsum sviðum sameindalif-
fræði. Skrá um fyrirhuguð námskeið og vinnuhópa er fyrir hendi í menntamálaráðuneytinu.
Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
28. dasember 1978.
Rauði Danny
aftur í Frakk-
landi
Rauði Danny — foringinn i stúdenta
uppreisninni í Frakklandi árið 1968 —
er nú þar í landi í fyrsta skipti i tiu ár.
Daniel Hohn Bendit. eins og stúdenta-
foringinn heitir fullu nafni, hefur vestur-
þýzkan ríkisborgararétt en cr af frönsku
ætterni. Var honum vísað frá Frakk-
landi eftir uppreisnina og hefur ekki
fengið að stíga fæti sinum þar aftur þar
til nú. Sagði liann frönsku landamæra-
vörðunum að hann ætlaði að eyða jóla-
friinu á skiðum með vinum sínum.
Fundað um
olíuskipið
Gríska olíuskipið. sem sigldi mann-
laust I gærdag frá Atlantshafsströndum
Spánar, er nú kyrrt og í umsjá dráttar-
báta. Er reynt að komast að samkomu
lagi um hvað gera eigi við það.
Keisarínn fallinn?
Keisarinn I íran hefur fallizt á að
dveljast um nokkra stund erlendis ef
það mætti verða til að koma á friði í
landinu. Shapur Bakatiar, sem nú er í
óðaönn að mynda borgaralega stjórn í
landinu, var spurður hvort hann hefði
gert brottför keisarans að skilyrði fyrir
stjómarmynduninni. Sagði hann svo
ekki vera.
Flótti erlendra íbúa landsins heldur
stöðugt áfram og þúsundir þeirra
flykkjast nú til alþjóðlega flugvallarins
í Teheran. Bandaríkjamenn, Kanada-
menn, Belgíumenn og Ný-Sjálending-
ar hafa uppi áætlanir um að senda
þangað sérstakar flugvélar til að ná i
sitt fólk.
Búlgarinn drep-
inn með eitri
Réttur I London komst í gær að þeirri
niðurstöðu. að búlgarski andófsmaður
inn Georgi Markov, sem búsettur var i
Bretlandi, hafi verið myrtur með eitri af
óþekktum manni í september siðastliðn-
um. Hafi eitrinu verið komið með
stungu I fót hins látna.
Er frekið tt sShl?
Rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð flóttamenn blða örlaga sinna um borð I flutningaskipinu Huey Fong úti fyrir höfninni i
Hong Kong. Enginn vill taka við þeim. — Ekki stjórnin i Hong Kong, ekkert nágrannarikjanna né neitt hinna efnaðri iðn-
rikja. Stjórnin i Hong Kong telur skipstjóra skipsins hafa tekið farþega sina I höfn i Vietnam gegn riflegu gjaldi. Einnig er
orðrómur um að kommúnistastjórnir i Saigon selji þessu fólki leyfi til að hverfa úr landi fyrir nærri jafnvirði hundrað þúsund
islenzkra króna.