Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANOAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979.
13
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sþróttir
Léttir sigrar
Pri og Delfs
— á sænska meistaramórinu
íbadminton sem hófst ígær
Opna sænska mcistaramótið i badminton hófst 1
Stokkhólmi 1 gær og meðal kcppcnda eru margir af
þekktustu badminton leikurum heims.
Af úrslitum 1 1. umferðinni má nefna: Bengt
Fröman, Sviþjóð, vann Eddie Sutton, Englandi, 15—
10 og 15—8. Flemming Delfs, Danmörku, vann
Conny Kihlström, Sviþjóð, 15—2 og 15—3. Sture
Johnsson, Sviþjóð, vann Gert Helsholt, Danmörku,
17—5 og 15—9. Kevin Jolly, Englandi, vann Hakon
Larsson, Svlþjóð, 16—17, 15—7 og 15—9. Thomas
Kihlström, Sviþjóð, vann Ulf Johansson, Sviþjóð,
12—15, 15—11 og 15—0. Ray Stevens, Englandi,
vann Gert Hansen, Danmörku, 15—8 og 15—2.
Svend Pri, Danmörku, vann Bengt Froman, Sviþjóð,
15—6 og 15—2 í 2. umferðinni i gærkvöldi.
Önnur úrslit I þeirri umferð urðu þessi. Delfs sigraöi
Peter Brandt, Svíþjóð, 15—3 og 15—5. Johnsson
vann Jilly 14—18, 15—1 og 15—5. Fladberg vann
Lars Wenberg, Sviþjóð, 15—10 og 15—8. Kihlström
vann Jesper Helledie, Danmörku, 6—15, 15—14 og
15—11. Stevens vann Petter Thoresen, Noregi, 15—7
og 15—7. Morten Frost, Danmörku, vann Tor Sund-
-berg, Svíþjóð 15—4 og 15—2.
Af úrslitum i 1. umferð i einliðaleik kvenna má nefna
að Lene Köppen, Danmörku, vann Else Thoresen,
Noregi, 11—1 og 11—6. Joke van Beusekom, Hol-
landi, vann Ann Skovgaard 11—2 og 11—6, Barbara
Sutton, Englandi, vann Britt-Maric Larsson, Sviþjóð,
11—6oglI—6.
Finninn hefur
enn forustu
Josef Samek, Tókkóslóvakiu, sigraði i annarri um-
ferð i hinu árlega skiðastökki i Garmisch-Parten-
kirchen 1 Vestur-ÞVzkalandi í gær. Alls vcrða mótin
fjögur. Samek stökk 101 m og fékk 120.5 stig í ein-
kunn. Annar varð Júgóslavinn Bogdan Norcic með
100 metra stökk og 117.6 stig i einkunn og þriðji varð
Finninn Pentti Kokkonen með 97 metra og 114.4 stig.
Kokkonen hefur forustu eftir tvö fyrstu mótin — í
Garmisch og Oberstdorf. Á morgun verður keppt í
Innsbruck í Austurriki og Bischofshofen tveimur
dögum siðar. Mikið hvassviðri var i gær og varð að
fresta mótinu um þrjár klukkustundir af þeim
ástæðum. Keppendur voru 77 og aðeins farin ein um-
ferð. Norski stökkmaðurinn Per Bergerud varð fyrir
slysi. Féll illa, þegar hann missti stjórn á skfðum sínum
fremst á stökkpallinum — féll 60 metra. Nefbrotnaði
og hlaut fleiri skrámur en talið er að hjálmur, sem
hann hafði á höfðinu, hafi bjargað honum frá alvarleg-
um meiðslum.
Staða efstu samanlagt er nú þannig:
1. P. Kokkonen, Finnlandi, 346.8 stig
2. Jocken Danneberg, A-Þýzkalandi, 344.6 —
3. Harald Duschek, A-Þýzkalandi, 335.6 —
4. JanTanczos.Tékkóslóvakíu, 334.3 —
5. Hans Jörg Sumi, Sviss, 331.4 —
6. Bogdan Norcic, Júgóslavíu, 330.8 —
7. Lxos Skoda, Tékkóslóvakiu, 326.6 —
8. ClausTuschherer, Austurriki, 324.8 —
9. Matthias Buse, A-Þýzkalandi, 321.6 —
10. Yuri Ivanov, Sovétríkjunum, 320.6 —
Slagsmál
íKarlsstad
Til mikilla átaka kom I leik Noregs og Vestur-
Þýzkalands I A-riðli heimsmeistarakeppni pilta I is-
hokki I Karlstad I Svlþjóð I gær. Norskur leikmaður
var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið laminn I höf-
uðið með barefli.
Vestur-Þýzkaland hafði forustu I leiknum 6—0, sem
varð lokastaðan i leiknum, þegar allt logaði i slags-
málum. Þá voru sex minútur eftir af leiknum. Sovézki
dómarinn dæmdi miskunnarlaust villur á leikmenn — I
allt 35 minútur fyrir Vestur-Þjóðverja en 37 mín. fyrir
Norðmenn. Norski strákurinn Stephan Foyn var flutt-
ur á sjúkrahús með skurði i andliti. Þeir voru saum-
aðir saman og hann fékk siðan að yfirgefa sjúkrahúsið.
Sviþjóð og Sovétríkin leika til úrslita i keppninni —
I A-riðlinum. Sviþjóð sigraði Finnland 5—2 I gær en
Sovétrikin gerðu jafntefli við Tékkóslóvakíu 2—2.
Reykjavfkurmeistarar Vals. Talið frá vinstri: Sævar Jónsson, Guðmundur Kjartansson, Atli Eðvaldsson, lngi Björn Albertsson, Hörður Hilmarsson og Guðmundur Þorbjömsson. Þeir halda á nýja Valsmannin-
um, Ólafi Danivalssyni. Lengst til hægri er Halldór Einarsson liðsstjórí. DB-mynd Bjarnleifur.
VALSMENN V0RU BEZTIR
— sigruðu KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í innanhússknattspyrnu með 6-3
Hinir leikreyndu Valsmenn með fyrir-.
liðann Inga Bjöm Albertsson I miklu i
stuði, tryggðu sér örugglega Reykjavik- j
urmeistaratitilinn i innanhúss-knatt- j
spyrnu i Laugardalshöllinni I gærkvöldi. |
Þeir léku til úrslita við KR og sigruðu
með 6—3 eftir að mikið jafnræði hafði
vcrið með liðunum lengi vcl. En lánið lék
ekki við KR-inga I úrslitaleiknum. Þeir
sendu knöttinn tvívegis i eigið mark —
og fengu á sig þrjár vitaspyrnur. Það var
þungt á metunum. En hvað um það.
Valsmenn voru vel að sigrinum komnir.
Það var mestur still I leik þeirra á mót-
inu.
Mótið hófst kl. 18.00 i gær og var
keppt i fjórum riðlum. Valur sigraði í A-
riðli með 5 stigum. Fylkir hlaut 4 stig,
Þróttur 2 og Fram 1. 1 B-riðlinum vann
KR yfirburðasigur. Hlaut 6 stig. Leiknir,
Ármann og Víkingur hlutu tvö stig
hvert félag — en Leiknir keppti um
þriðja sætið við Fylki. Hafði betri
markatöku en Vikingur og Ármann.
Úrslitaleikurinn var háður á 12. tím-
anum og voru furðulega margir áhorf-
endur þá enn i Höllinni. Það var að
ýmsu leyti vel leikinn leikur. KR-ingar
betri framan af. Elias Guðmundsson
til sölu
Bobby Robson, framkvæmdastjóri
Ipswich Town, ensku bikarmeistaranna,
neitaði þvi i gær, að Ipswich hefði tekið
tilboði I Kevin Beattie, enska landsliðs-
manninn, upp á 500 þúsund sterlings-
pund. Ekki var skýrt frá þvi hvaða félag
hefði gert tilboð i Beattie. Sl. laugardag
var Beattie settur úr liði Ipswich en hann
hefur átt við þrálát meiðsli að striða i
vetur.
Robson sagði I Ipswich I gæn „Kevin
Beattie er ekki til sölu og það eru lokin á
þvf máli.” Þá bar Robson til baka þá
frétt að hann hefði boðið f Franz Thijs-
sen, framvörð hjá hollenzka félaginu
Twente Enschede. Fyrrum félagi hans,
Arnold Muhren, leikur með Ipswich.
„Thijssen er samningsbundinn við félag
sitt og við munum ekki gera tilboð I
hann,” sagði Robson I gær.
skoraði fyrsta markið en Ingi Björn jafn-
aði fyrir Val úr vitaspyrnu. Á 6. mín.
komst KR aftur yfir með marki Sverris
Herbertssonar. Aftur fengu Valsmenn
víti. Ingi Björn tók það en hitti ekki
markið. Valsmenn náðu aftur knettin-
um og eftir nokkurn darraðardans í víta-
teig KR skoraði Ingi Björn með hörku-
skoti. Rétt fyrir hálfleik komst KR yfir í
þriðja sinn — Sverrir Herbertsson skor-
aði.
En þar með var markaskoruninni
lokið hjá KR-ingum nema í eigið mark.
Á 2. mín. — hvor hálfleikur er 10 min-
útur — spyrnti Atli Eðvaldsson knettin-
um í tréverkið við markið og knötturinn
hrökk í Elías og i mark. 3—3. Fjórum
mín. siðar spyrnti Ingi Björn knettinum
á sama hátt í þilið og af Birgi Guðjóns-
syni hrökk hann í KR-markið. Það var í
fyrsta sinn, sem Valur komst yfir i leikn-
um. Á næstu mínútu kom Guðmundur
Þorbjörnsson Val í 5—3 og Hörður
Hilmarsson skoraði sjötta mark Vals úr
vítaspyrnu.
Valsliðið lék oft vel og hafði heppnina
með sér. Ingi Björn var mjög sterkur i
vörninni — varði markið oft með til-
þrifum, og Atli, Guðmundur og Hörður
voru KR-ingum erfiðir með hraða sínum
Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari
Islands I knattspyrnunni, var meðal
áhorfenda á innanhússmótinu i gær.
Hafði greinilega gaman af — og margir
þurftu að ræða við Knapp. Hann
dvalið hér á landi yfir jólin og áramótin.
Kom rétt fyrir jól en heldur til Spánar á
morgun I enn meira fri. Hann er
kunnugt er þjálfari norska félagsins Vík-
ing i Stafangrí og náði góðum árangri
með það lið sl. sumar eins og
hefur komiö fram í fréttum hér i DB. I
byrjun febrúar heldur Knapp til Noregs
á ný og tekur við að þjálfa leikmenn sína.
Það er mikið framundan hjá Stafanger-
liðinu — meðal annars þátttaka í
Evrópukeppninni.
DB-mynd Bjarnlcifur.
og leikni. Þá lék Ólafur Danivalsson í
fyrsta sinn með Val og stóð sig vel. Þessi
knái fyrrum FH-ingur er mjög leikinn.
Þessir fimm menn léku nær allan leikinn
— Hálfdán örlygsson með um tima.
Ottó Guðmundsson stjórnaði leik KR
með ágætum — og Sverrir, Birgir og
Elías léku aðalhlutverkin með honum.
Leiknir piltar en heldur lánslausir að
t>essu sinni.
í keppninni um þriðja sætið voru
Fylkismenn mun sterkari en Leiknir.
Skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum
og slöppuðu heldur mikið af undir lokin.
Sigruðu með 5—3 í leiknum. Fylkir tap-
aði ekki leik i keppninni.
Úrslit i einstökum leikjum i mótinu
urðu þessi.
Þróttur—Fram 6—4
Fylkir—Valur 5—5
KR—Víkingur 9—3
Leiknir—Ármann 8—0
Fram—Fylkir 6—6
Valur—Þróttur 7—I
KR—Leiknir
Ármann—Víkingur
Valur—Fram
Fylkir—Þróttur
KR—Ármann
Víkingur—Leiknir
Eftir keppnina afhenti Úlfar Þórðar-
son, formaður íþróttabandalags Reykja-
vikur, sigurvegurunum verðlaun sin.
Sovézki hástökkvarínn efstur
Sovézki hástökkvarínn Vladimir
Yaschcnko var kjörinn „íþróttamaður
Evrópu” I hinni árlegu atkvæðagreiðslu,
sem pólska fréttastofan PAP gengst
fyrír. 23 evrópskar fréttastofur taka þátt
I kjörinu. Yaschenko hlaut 151 stig. I
öðru sæti varð annar hástökkvari,
heimsmethafi kvenna Sara Simeoni,
ítaliu, með 144 stig. Björn Borg, sænski
tennisleikarinn, varð þríðji með 142 stig.
Slðan komu Maríta Koch, A-Þýzka-
landi, 124 stig, Ingemar Stenmark, Svi-
þjóð, 119 stig, Vilhelmina Bardauskene,
Sovétrikjunum, 116 stig, Yelena
Mukhina, Sovétrikjunum, 53 stig, Niko-
lai Andrianov, Sovétríkjunum, 44 stig,
Vladimir Salnikov, Sovétríkjunum,
sundmaður, með 36 stig og I tfunda sæti
varð pólski skiöamaðurínn Josef
Luszczek með 29 stig.
Staðan á Englendi
Vegna þrengsla I blaðinu I gær tókst
okkur ekki að koma stöðunni I ensku
deildakeppninni að. Hér á eftir fer
staðan i fyrstu og annarri deild eins og
hún var eftir leikina á nýársdag.
l.deild
Liverpool
WBA
Everton
Arsenal
Nott. For.
Leeds
Bristol City
Coventry
Utd.
Tottenham
Southampton
Ipswich
Man.City
Norwich
Derby
Bolton
Middlesbro
QPR
Wolves
Chelsea 22 2 6 14 22-48 10
Birmingham 22 2 4 16 20-39 8
2. deild
C. Palace
Stoke
Brighton
West Ham
Fulham
Sunderland
Burnley
Newcastle
NottsCo.
Charlton
Bristol Rov.
Orient
Wrexham
Cambridge
Leicester
Preston
Luton
Oldham
Sheff. Utd.
Cardiff
Blackburn
Millwall
Versta útreið f getraununum
kasta varð upp á úrslit í 10 leikjum af 12.
333.500 krónur fyrir 10 rétta
Vegna erfiðra veðurskilyrða á Bret-
landseyjum á nýársdag þurrkaðist svo til
heil umferð I ensku deildakeppninni út
og varð þvi að grípa til teningsins varð-
andi 10 leiki af 12 á getraunaseðlinum.
Úrslitin hjá Bolton og Everton I leikhléi,
er leiknum var hætt, 1—1, giltu, og leik
WBA og Bristol City tókst að Ijúka, 3—
1. Vinningsröðin var eftir teningakast
þannig: 2X1 — X 1 1 — 2X2 — 21
X.
Þetta er versta útreið, sem enska
deildakeppnin hefur fengið siðan vetur-
inn 1962—63, er keppninni varð fyrst
■lokið síðustu dagana í maí, vegna frest-
ana sökum fannfergis.
Alls komu fram 3 seðlar með 10 rétt-
um í 19. leikviku og var vinningsupp-
HALLUR
SÍMONARSON
hæðin kr. 333.500.- fyrir hvern, en 29
raðir reyndust með 9 réttum og vinning-
urá hverja kr. 14.800.-.
Á næsta getraunaseðli, 6. janúar, eru
þessir leikir — allt leikir í ensku bikar-
keppninni.
Birmhingham — Burnley
Brighton — Wolves
Bristol City — Bolton
Coventry — WBA
Fulham — QPR
Leicester — Norwich
Man. Utd. — Chelsea
Middlesbro — Crystal Palace
Millwall — Blackburn
Nottm. For. — Aston Villa.
Preston — Derby
Sunderland — Everton
Heimsmet
isundi
Gerald Mökern, Vestur-Þýzkalandi,
setti nýtt heimsmet 1100 m bríngusundi
á þýzka mcistaramótinu I Essen.
Synti á einni minútu ogeinni sekúndu og
bætti met Scott Spann, USA, um 0.26
sek. Mörken er 19 ára.