Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979. MMBUÐtt trjálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RrtstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó- hannes ReykdaL íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjórar. Atfi Steinarsson og Ómar Valdl- marsson. Mermingannél: Aöabtainn IngóHsson. Handrit Ásgrimur Póbson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Aberts dóttir, Gbsur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, HaNur HaHsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jórisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ari Kristlnsson, Aml Póll Jóhannsson, Bjamletfur Bjamlelfsson, Hörður VHhjólmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsspn. Gjaldkeri: Próinn PorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrHstofur Pverhotti 11. Aöabimi blaðsins er 27022 (10 llnuri. Askrift 2500 kr. ó mónuði innanlands. i lausasöki 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Oi gbiaðið hf. SWJumúla 12. Mynda- og plötugerð: HBmir hf. Slðumúia 12. Prentun: Arvakur hf. Skeh_. :10. Menn óttast kreppu Nýja árið verður tæplega jafn við-- burðaríkt á innlendum vettvangi og liðið ár. Það var líka sérlega fjörugt ár, nánast samfelld röð örlagastunda. íslendingar mættu gleði og sorgum í ríkum mæli á gamla árinu. Af harmleikj- um ársins er flestum flugslysið mikla í Sri Lanka enn í fersku minni. Og gleðifréttirnar af kjöri Friðriks Ólafs- sonar sem forseta Alþjóða skáksambandsins rísa líka hátt í endurminningunni. Meira að segja menningin stóð með blóma. Sem dæmi má nefna, að Listahátíð tókst óvenju vel að þessu sinni. Ennfremur voru ungir og efnilegir höfundar fjölmennir á jólavertíð bókmenntanna. Flestir hugsa þó til stjórnmálanna, þegar árið 1978 ber á góma. Þetta var mikið og afdrifaríkt kosningaár, sem leiddi til valda vinstri stjórnir, fyrst í Reykjavík og síðan í landinu. Nýir siðir hafa fylgt nýjum herrum. Nú er ekki lengur stjórnað á lágum nótum í sátt og samlyndi helm- ingaskiptanna. Nú er allt á háa céi, þegar oddvitarnir bera nær daglega vandamál sín á markaðstorg almenn- ingsálitsins. Þessi stíll verður sennilega varanlegur. Almenningi likar hann betur, enda hefur hann flutt valdið í landinu örlítið nær þjóðinni. Almenningur er meiri þátttakandi í stjórnmálunum. Þegar horft er frarn á nýja árið, er tilgangslítið að lesa áramótahugvekjur leiðtoganna. Mun skynsamlegra er að líta á hegðun fólksins í landinu og lesa úr henni spá um nánustu framtíð. Fólk er svartsýnt um þessar mundir. Það eyðir ekki eins gegndarlaust og áður. Sumir eru jafnvel farnir að safna fé, sem áður þótti fráleitt í verðbólgunni. En þetta stafar af ótta við kreppu og atvinnuleysi. Verðbólgan er ekki eingöngu neikvæð, því að henni fylgir oftast næg atvinna. Náist nú árangur í baráttunni gegn verðbólgu, er næstum öruggt, að það kemur niður á atvinnu manna. Þetta sjá margir fyrir. Ekki bætir úr skák, að ríkisstjórnin hefur hafnað því að láta ríkissjóð rifa seglin. Samdrátturinn mun því koma með fullum þunga á atvinnuvegina. Enda er hljóðið þar í mönnum svartara en verið hefur um ára- tuga skeið. Sum fyrirtæki eru að neyðast til að rifa seglin vegna skorts á verkefnum, til dæmis í byggingariðnaði. Önnur draga saman viljandi, af ótta við framtíðina. Atvinna manna verður ótrygg fyrir bragðið. Svo eru það fyrirtækin, sem beinlínis ramba á barmi gjaldþrots. Þau eru óvenju mörg um þessar mundir, til dæmis í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þar á ofan hefur landbúnaðurinn sprengt greiðslugetu ríkissjóðs. Ráðherrarnir halda sínu striki og þykjast ekki sjá þennan vanda. Sumir þingmenn stjórnarinnar deila þó svartsýninni með almenningi. Þeir munu vafalaust halda uppi andófi innan stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Janúar verður þó rólegur, því að þingmenn eru örlátir á frí við sjálfa sig. Hringekjan fer svo af stað, þegar þing kemur saman í lok mánaðarins. Þá má aftur búast við samfelldum hamagangi á þingi, svo sem var á öndverð- um þessum vetri. Á þessum tímamótum er rétt að óska þjóðinni þess, að ríkisstjórnin ranki við sér og taki upp breytt vinnubrögð í varnarstríðinu fyrir framhaldi góðra lífskjara í landinu. f Angóla: Neto forseti snýr sér i vestur og vtt nýta olíuna —er vinátta hdns og Sovétmanna að kólna? Stjómin í Angóla, sem komst til valda í þessari portúgölsku nýlendu með aðstoð Sovétmanna og Kúbu, vistist nú vera að snúa sér meir til vesturs en búizt var við fyrir nokkrum mánuðum. Samkvæmt fregnum í bandariska dagblaðinu Washington Post þá hafa nýlega verið sett þar lög sem heimila erlendum fyrirtækjum að eiga eignir í landinu. Að sögn er þetta ekkert annað en óbeint tilboð til vest- rænna olíufyrirtækja um að leita heimilðar til að kanna hugsanleg olíu- vinnslusvæði í Angóla og á haf- svæðinu undan ströndum þess. Samkvæmt frásögn Washington Post mundu hugsanlegar oliulindir verða eign stjórnarinnar i Angóla en , hagnaðinum yrði skipt eftir fyrirfram- ákveðnum reglum milli Angóla og olíufélaganna. Angólastjórn mun vera mjög umhugað um að nýta olíulindir sinar hiðfyrsta. Bandaríkjastjórn hefurekki viðurkennt stjórn Netos en bandarisk oliufélög hafa ekki látið slíkt á sig fá og haldið uppi góðu sambandi við Angólastjórn eftir mætti þótt hún hafi sagzt mundu stjórna í sósaliskum anda. Margt þykir einnig benda til að Angóla muni snúa sér meira i vestur- átt en hingaðtil. Stjórnin þar hefur tekið upp stjórn- málasamskipti með nýlenduveldinu gamla, sem áður réði Angóla, V ..................■■■ Svarbréf til séra Heimis Steinssonar. Heimir minn. Ekki skil ég, hví þú ert að afsaka „kumpánlegheit” við mig. Nema þér finnist þú hefðir átt að vera illskeytt- ari. Það gæti ég e.t.v. skilið. Ég næstum roðnaði af feimni vegna gullhamra þinna í upphafi bréfsins. Enda er það oflof að grein mín beri af „öllum þeim varnárræðum, sem birst hafa vegna „Félaga Jesú” undanfarn- ar vikur” frá „skoðanabræðrum Árna”. Einfaldlega af því, að þær höfðu engar aðrar verið fram til þess tíma nema fáein orð frá framkvæmda- stjóra útgáfufélagsins. (Ég undanskil uppákomuna á Alþingi). Hinsvegar voru árásir og hamfarir stórvelda gegn þessu bókartötri orðnar slíkar, að hjarta mitt hrærðist sem oftar til að taka málstað lítilmagnans gegn ofureflinu. Ella hefði ég áreiðan- lega ekki skrifað staf um þessa bók og sennilega aldrei lesið hana. Og hefði sosum verið bættur skaðinn. Fast skorar þú á mig sonur að svara. Og vil ég fyrir engan mun bila fremur en Ásaþór að fást við Hrungni, þótt ég hafi í sjálfu sér enga sérstaka löngun til að verja þennan Sven Vem- ström. Umvandanir Í upphafi verð ég að setja svolitið ofani við þig. 1 fyrsta lagi er mér það hið mesta al- vörumál, að „Kirkjan Krists” skyldi á' sínum tíma gerast bandamaður valda- stéttanna. En þetta atriði afgreiðir þú mjgð orðunum: „Æ, já, skyldi maður ekki hafa heyrt annað eins og það”, en berð ekki viö að hrekja þessa full- Portúga! og skömmu síðar voru hafin samskipti við nágrannarikið Zaire, sem ekki átti upp á pallborðið hjá ráðamönnum i Angóla til skamms tíma. Fyrir nokkrum vikum var for- sætisráðherra landsins og fjórir aðrir ráðherrar settir frá. Þóttu þeir allir hallir til Moskvu. Nokkru síðar tilkynnti Neto forseti að byltingin væri fullkomnuð. Því yrði brátt heimilað að lítil fyrirtæki mætti reka á grundvelli einkareksturs. Frá sjónarmiði Sovétríkjanna virðist þróunin siðustu vikur í Angóla yrðingu. Það á hvorki að láta þér né öðrum haldast það uppi að taka þvi- líka hOfuðsynd út af dagskrá með ein- hvers konargolfranskri handsveiflu. í öðru lagi lýsir þú i nokkru máli þinu leiðinlega sellulífi á Akureyri norður og gefur lesendum óbeint i skyni að mér muni hafa þótt slík erindi „skemmtileg og einkar upplýsandi” einsog vinum þínum þaðra. Ég verð því að upplýsa, að ég hef því miður alveg farið á mis við þessa lifsreynslu því aðég hef aldrei i „sellu” Kjallarinn Árni Björnsson verið, ekki einu sinni leshring í menntaskóla. Eitt einasta skipti tókst þeim Jökli Jakobssyni og Kristjáni Árnasyni að draga mig á slikan fund — og mér leiddist. Svo er ekki meira um þaðað tala. Skáldskapur og veruleiki Það er auðvitað rétt hjá þér, að guð- spjöllin eru nánast einustu heimild- irnar um þennan mann, Jesúm. En ég get líka tekið undir með séra Sigur- birni í hans snjöllu jólaprédikun, að unnt gæti verið að líta á frásagnir guðspjallanna sem dýrlegan skáld- skap. Og sömuleiðis að skáldskapurinn geti oft sagt meiri sannleika en sagn- fræðin. Þú biður mig að segja í „fúlustu ein- lægni", hvort mér finnist ekkert at- hugavert við það „að búa til sögu eins og þessi Svii gerir og byrja á þvi að segja, að hann hafi rannsakað allt all- vandlega.” Ég skal svara í fúlustu einlægni: Ég myndi ekki gera þetta sjálfur. Hinsvegarfinnst mér þaðekki forkast- anlegt. Mannauminginn gerir jú ekki annað en herma eftir Lúkasi. Og hvað vitum við hvað Lúkas læknir hafði fyrir sér? Orðalag hans gæti m.a.s. verið. einskonar sagnfræðileg klissja, rétt eins og hin frægu orð Ara fróða: „er skylt að hafa það heldur, er sann- ara reynist”, eru alþekktur varnagli í sagnaritum miðalda. Þú telur, að vegna þessara inn- gangsorða sé ekki hægt að lita á þessa „horngrýtis bók” sem skáldsögu. Má ég þá barasta sem nýlegt dæmi benda á bókina Yfirvaldið eftir Þorgeir Þor- geirsson, sem hann segir á kápu að sé „skáldsaga eftir bestu heimildum og skilríkjum um nafnkenndar persónur í Húnaþingi.” Þótt Þorgeir sé bæði góður sögu- maður, skáld og stílisti, myndi ég ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.