Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 24
Könnun Heilbrigðiseftirlitsins á Síðumúlafangelsinu:
KLEFARIMIDJU FANGELSIS-
INS NÁNAST ÓÍBÚDARHÆFIR
— lagfæríngar verður að gera á loftræstingu og hita fyrír 1. apríl.
—Notkun aðeins leyfð f einn sólarhríng í senn
Klefar í miðju fangelsisins við Siðu-
múla eru nánast ekki íbúðarhæfir,
a.m.k. ekki til langdvalar. Sú er niður-
staða könnunar sem gerð var á vegum
Heilbrigðisráðs Reykjavíkur.
Á fundi Heilbrigðisráðs hinn 26.
desember sl. var lagt fyrir bréf
varðandi aðstæður í gæzluvarðhalds-
fangelsinu við Síðumúla. Heilbrigðis-
ráð samþykkti að hitunar- og loftræsti-
kerfi hússins verði endurbætt eða
endurbyggt fyrir I. april nk., þannig
að fullnægjandi teljist að mati Heil-
brigðiseftirlitsins.
Jafnframt samþykkir Heilbrigðis-
ráð að framvegis skuli hámark vist-
unar í klefum i miðju húsi miðast við
einn sólarhring.
Mikið hefur verið kvartað undan
illum aðbúnaði i Siðumúlafangelsinu.
Klefar skiptast í tvo flokka i húsinu,
þ.e. gluggalausa klefa i miðju hússins
þar sem loftræsting er mjög léleg, og
siðan i klefa með útveggjum þar sem
birta er til muna betri og loftræsting,
en hitastig ójafnara.
Þegar hiti er þokkalegur við útveggi
hitnar mjög óþægilega i miðju hússins,
en ef hit inn er i lagi i miðjunni er kalt
við útveggina.
Síðumúlafangelsið var upphaflega
byggt sem bilaverkstæði og Ijóst er að
dýrt verður að endurnýja hita- og loft-
ræstikerfi hússins, svo gott verði. DB
hafði samband við Jón Thors deildar-
stjóra i Dómsmálaráðuneytinu og yfir-
mann fangelsismáladeildar. Jón sagði
að sér hefði enn ekki borizt skýrsla
heilbrigðiseftirlitsins. Hann sagði að
fimm klefar væru í miðju fangelsisins
og þeir hefðu verið tiltölulega lítið
notaðir, þannig að hin nýja samþykkt
breytti ekki miklu.
En það yrði kannað hvaða kröfur
Heilbrigðiseftirlitið gerir til breytinga
á fangelsinu. Matsmenn myndu meta
kostnað við breytingarnar og síðan
yrði ákveðið til hvaða ráða yrði gripið.
- JH
Víðar snjór
ená
þurru landi
Snjór um borg og bý. Gaddurinn hefur sjaldnast verið naprari fótgangend-
um. Bílarnir eru tregir í gang. Ekki bætir vindurinn úr skák. Þaö skefur oní
hjólför og á gangstéttarnar, sem fólk hafði puðað við að ryðja um ára-
mótin. Þessi snjór ersveimér bara heilt helvíti. Og þó. Þegar þetta frosna
vatn, hvítt að lit hangir sakleysislegt í trjánum og runnum, engum til skaða
en flestum til augnayndis, þá sannast sú gamla speki að allt á sér tvær hlið-
ar, meira að segja f rosið vatn.
DB-mynd Bj. Bj.
Iðnaðar„pakkinn” að koma
„Verðjöfnunargjald”
og innborgunarskylda
—á „valdar vörur”. „Þetta krukk skiptir litlu,” segir Davíð
EFTA og Efnahagsbandalaginu með
þvi, að rikin i bandalaginu greiði svo
mikið niður í framleiðslu á þessum
vörum, að íslendingar séu aðeins að
jafna metin.
Þá verður lögð innborgunarskylda á
innflutning á húsgögnum.
Þvi sem kemur inn i ríkissjóð af
þessum aðgerðum skal verja til stuðn-
ings iðnþróun.
Þá segja ráðherrar, að kannað verði,
hvort mögulegt reynist að hækka jöfn-
unargjald, eins og iðnrekendur hafa
beðið um.
Innborgunarskylda á innflutt hráefni
til iðnaðar hér verður felld niður, en hún
hefur verið 10—20 prósent.
Um hið síðasttalda sagði Davið Schev-
ing í morgun, að það væri að visu ágætt
mál en þó aðeins smámál. „Það ígildi
tollalækkana, sem okkur var lofað,
þegar tollar af vörum innfluttum frá
EFTA og EBE voru lækkaðir, hefur
ekki séð dagsins Ijós,” sagði hann.
„Þetta krukk skiptir litlu.” Hann kvaðst
þó vona, að jöfnunargjaldið fengist
hækkað bráðlega eftir að Alþingi kemur
saman. -HH
Það er ekki bara á þurru landi, sem
menn hafa þurft að standa i snjómokstri
undanfama daga. Bjarnleifur tók þessa
mynd við Reykjavikurhöfn i gær.
„Þetta er ekkert,” sagði Davið Schev-
ing Thorsteinsson, formaður Félags is-
lenzkra iðnrekenda, i morgun um fyrir-
hugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
stuðnings iðnaðinum. Á rikisstjórnar-
fundi i gær var tekin ákvörðun um sér-
stakar aðgerðir til stuðnings „völdum
vörutegundum”.
Sérstakur skattur, sem stjómarliðar
vilja kalla „verðjöfnunargjald” verður
settur á sælgæti, kökur og brauðvörur,
sem innflutt er. Þessi skattur eða tollur
verður hár, 40—50 prósent. Rikisstjórn-
in hyggst rökstyðja hann gagnvart
Sveinamótið í skák:
Jóhanní
4.-5. sæti
—4um-
ferðireftir
Biðskákin, sem Jóhann Hjartar-
son átti við Kúbumanninn Huergo
i 6. umferð Sas van Gent-mótsins
varð jafntefli. 1 7. umferðinni
tapaði Jóhann fyrir Rússanum
Korzubov.
Eftir 7 umferðir er Skotinn Mot-
wani efstur með 6 vinninga.
Jóhann er i 4.—5. sæti með 4 1/2
vinning.
Þórir Ólafsson er aðstoðar-
maður Jóhanns i þessu heims
meistaramóti sveina. Að sögn
Þóris var Jóhann með góða stöðu i
skákinni við Korzubov, þegar
hann lék veikan leik, sem Rússinn
nýtti sér svo að honum dugði til
vimúngs.
Fjórar umferðir eru nú eftir í
mótinu.
BS
hjálst, áháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 3. JAN. 1979.
Sjómenn óhressir
með 11% „pólitíska”
fiskverðshækkun:
Þarf nú
4% geng-
isfellingu
— segirkaupandi
„Það er álit okkar hér að þessi
atkvæðagreiðsla sýni aðeins að sjó-
menn þurfi að liða fyrir pólitiskar
skoðanir síns eigin fulltrúa,” sagði
Sigurpáll Einarsson sjómaður og
útgerðarmaður í Grindavík í við-
tali við DB í morgun er hann var
beðinn álits á hinni nýju 11% fisk-
verðshækkun, sem samþykkt var i
gærkvöldi með atkvæðum odda-
manns i yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, fulltrúa sjómanna
og fulltrúa kaupenda, gegn at-
kvæðum annars kaupenda og full-
trúa útgerðarmanna.
Svo sem DB hefur skýrt frá telja
sjómenn 14% fiskverðshækkun nú
algert lágrnark og þá spáði DB þvi í
gær að atkvæðagreiðsla yrði með
ofangreindum hætti þar sem full-
trúi Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins er stjórnarsinni.
Yfirmenn á fiskiskipaflotanum
eru i því sambandi og sagði Sigur-
páll nú Ijóst að timi væri kominn
til fyrir þá að hreinsa til í röðum
forystumanna sinna í Ijósi þessa,
líkt og undirmenn gerðu i sínum
samtökum 1975.
Verðið á að gilda til 1. maí en er
uppsegjanlegt verði almenn kaup-
gjaldshækkun meiri en 5% 1.
marz.
í greinargerð Eyjólfs Isfeld
Eyjólfssonar, þess fulltrúa kaup-
enda, sem greiddi atkvæði gegn
þessari hækkun, kemur fram að
hann telur hana sízt meiri en
þróun launamála gefur tilefni til.
Hins vegar liggi ekkert fyrir er sýni
fram á að fiskvinnslan geti staðið
undir þessar hækkun.
Sagði hann í viðtali við DB i
morgun að hann teldi 4% tafar-
lausa gengisfellingu nú nauðsyn-
lega til að brúa þetta bil: „það
verður að vera hægt að borga
þetta einhvern veginn.” . qs
Efnahags-
nefndin
komin
Á ríkisstjórnarfundi i gær var
tekin endanleg ákvörðun um skip-
an efnahagsnefndar þriggja ráð-
herra, sem gera á tillögur um efna-
hagsaðgerðir til lengri tíma og
skila þeim fyrir I. febrúar.
í nefndinni eru Steingrimur
Hermannsson (F), sem verður for-
maður, Ragnar Arnalds (AB) og
KjartanJóhannsson(A). uu
r^yKaupiff\
,5 TÖLVUR í
I* QG TÖLVl
BANKASTRÆTI8