Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 1
I
t
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 — 2. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Heim úr jólaferðinni til Kanarí:
DRYKKJULÆTIFARÞEGANNA
TÖFÐU FLUGTAK UM 2 TÍMA
Flugstjóri Boeing Flugleiðaþotu
frestaði flugtaki um tvær klukku-
stundir á Kanarieyjum sl. föstudag þar
sem hann taldi ekkert öryggi í að hefja
flug með tilliti til ástands verulegs
hluta farþeganna.
Voru þeir drukknir og baldnir.
—einn brenndi f lugf reyju á læri með logandi sfgarettu
Gekk ruddaskapur þeirra svo langt, að
einn rak sigarettu upp undir pilsfald
einnar flugfreyjunnar og brenndi hana
á læri.
Eftir tveggja stunda bið og mikið
kaffi og gosþamb óróaseggjanna, vín
var ekki á boðstólum, var nægilega af
þeim runnið svo óhætt var að leggja
upp.
Þota millilenti á Gatwick og las
flugstjórinn óróaseggjunum pistilinn
er hann ók upp að flugstöðvarbygging-
unni, sem þeir tóku til greina. Það var
ekki fyrr en eftir flugtak þaðan að
betri hluti farþeganna fékk þær veit-
ingar, sem beðið var um. Að sögn far-
jrega tók saklaust fólk þessari
ákvörðun flugstjórans vel, þótt það
yrði fyrir nokkrum óþægindum af bið
inni.
Blaðið hefur fengið þessa sögu stað-
festa hjá einum flugliða í umræddri
ferð. Flugstjórinn, sem tók ákvörðun
um biðina heitir Skúli Magnússon.
- GS
Ástandið að færast f eðlilegt horf
—snjókomu spáð á Norðurlandi og skaf renningi sunnanlands
\
1 • 1 i - j
■ : ' - ■■ .... ! IT
-
Þannig var umhorfs á Seltjarnarnesi i gær. Utlit er fyrir áframhaldandi skafrenning sunnanlands.
Allt tiltækt lið var við mokstur i
Reykjavik frá kl. 3 i nótt. Að sögn Atla
Ágústssonar hjá Vélamiðstöð Reykja-
vikurborgar skapaði skafrenningurinn í
nótt nokkra erfiðleika en nú ætti að vera
orðið fært um allan bæ. 1 nágrannabæj-
unum var svipaða sögu að segja. Aðal-
göturnar eru færar en aðrar varasamar.
Hjá Vegaeftirliti ríkisins fengust þær
upplýsingar I morgun, að fært væri austur
yfir fjall og vegir á Suðumesjum að
verða færir. Norðan Holtavörðuheiðar
er fært allt til Akureyrar og ætlunin var
að moka Holtavörðuheiði i dag. Á Aust-
fjörðum er mokstur einnig I fullum
gangi og ætlunin er að moka frá Reyðar-
firði allt til Djúpavogs og þegar hefur
verið mokað á milli Reyðarfjarðar og
Egilsstaða.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi norð-
DB-mynd Ragnar Th. Sig.
anátt á landinu með éljaveðri og snjó-
komu á Norðurlandi en björtu veðri
sunnanlands þó viða sé gert ráð fyrir
skafrenningi.
GAJ-
Vinningshafamir úr
heimilisbókhaldi
Neytendasíðunnar í
síðasta drœtti voru
ung hjón, sem bæði
eru við nám. Þau
fengu rúmlega 40
þúsund krónur í
sinn hlut. Góður
jólaglaðningur það!
Gulrótasalat með
ýsunni!
Sjá Neytendasíðuna,
bls. 4.
Snjómoksturinn kostar
4 milljónir á dag
— sjábls. 5
Stendur kviknakin f rammi
fyrirgestum
í sjálfsmorðssenu
— brezkur gestaleikf lokkur með fjórar
sýningar í Norræna húsinu — sjá bls. 5
íKristjaníu
— sjá erlendar f réttir bls. 6 og 7
Efóperusöng-
urinn klikkar,
ferégaftur
íketikogplötu-
smíðina
— sjá bráðskemmti-
legtviðtal við
Kristján
Jóhannsson
á Akureyri, sem nú
freistarsöng-
frægðarútiíhinum
stóra heimi
— sjábls.8
Hljómplötu-
framleiðslan
færistheim —
stofna
verksmiðju til
að pressa
hljómplötur
^ — sjábls.9
Allir bíleigendur
ættu að eiga
keðjur. En hvar
fást þær?
Sjá Neytendasíðuna,
bls. 4.