Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979. 7 KÓKIDER KOMIÐ TIL KÍNVERJA Loksins eftir þrjátiu ár, þá gefst Klnverjum á meginlandinu kostur á að hressa sig á kók. í kjölfar stjórnmálasambands rikjanna — Kina og Bandarfkjanna þá mun sá frægi drykkur verða ein fyrsta heimsþekkta vörutegundin, sem smýgur i gegnum bambustjaldið. Á flöskunni stendur þetta sama og svo margir landar vorir þekkja. Textinn er aðeins á kinversku. En hverju breytir það. Kóka kóla er komið til Kina eftir þrjátiu ára útlegð. NewYork: Erpunkarínn geggjaður? Lögmaður Sid Vicious punkrokkarans fræga hefur skýrt frá því að hann muni krefjast þess innan tíðar að skjólstæðing- ur hans verði úrskurðaður geðveikur og óhæfur til að verða dæmdur. Sid Vicious sem er 21 árs gamall er ákærður fyrir að myrða vinkonu sína tvítuga í hótelher- bergi þeirra í Manhattan í New York í desember siðastliðnum. Hefur hann lýst þvi yfir að hann sé ekki sekur. Böndin þykja þó mjög berast að punkaranum. SonurRudolf Hess: GEFIÐ FÖÐUR MÍNUM GRIÐ Sonur Rudolf Hess fyrrum nasista- leiðtogans þýzka hefur enn einu sinni beðið fyrrum bandamenn í siðari heimsstyrjöldinni um að láta föður hans lausan. Hess sem nú er 84 ára gamall er mjög sjúkur en hefur stöð- ugt verið i haldi i Spandau fangelsinu í Berlín síðan hann var dæmdur ásamt svokölluðum stríðsföngum þýzkum eftir ósigur þeirra. Hess mun nú vera við þolanlega líðan á sjúkrahúsi en Sovétmenn hafa stöðugt neitað að láta hann lausan. Var hann dæmdur í ævilangt fangelsi en hann gegndi meðal annars stöðu staðgengils Hitlers á nasistatímanum. V'M Tyrkland riðar Loft er lævi blandið i Tyrklandi og ibúar þar viðbúnir öllu. Eftir að stjórn Ecevits fyrrum forsætisráðherra sagði af sér, er með öllu óvist hvernig málin þróast. Sem áður er grunnt á einræðis- stjórnarfarið i Tyrklandi og engan skyldi undra þó enn einu sinni yrði gripið til slfkra meðala hjá þessari bræðraþjóð vorri f Atlantshafsbanda- laginu i austri. Gripið simann Seriðgóð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.