Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 3
i
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979.
3
Prestskosningaraar í Reykholti:
SPEGILMYND AF AF-
STÖDU ÞJÓDAMNNAR?
Austfjarðaþokan skrifar:
Fyrir nokkru fóru fram prests-
kosningar i Reykholtsprestakalli. Einn
klerkur var í framboði. Rúmlega 300
hræður voru á kjörskrá. Um
helmingur þeirra braut odd af sinu of-
læti og kaus. Presturinn hlaut ekki
mörg atkvæði en eigi að siður er at-
kvæðafjöldinn merkilegur — 12 at-
kvæði — heilög tala.
Mig rak í rogastanz er ég heyrð
þessar fréttir. Reykhyltingar hafa
orðið sér til þjóðarskammar. Ekki
aðeins vegna ókurteisi og siðleysis,
heldur hafa þeir opinberlega dregið
dár að kristinni trú og fulltrúa
kristinnar kirkju sem biskupinn hefur
sérstaklega vígt til slíkra starfa.
Þar með hefur ibúum Reykholts-
prestakalls svo rækilega tekizt að
brjóta 125. grein hegningarlaganna að
ekki verður um villzt, en hún hljóðar
svo. „Hver sem opinberlega dregur
dár að eða smánar trúarkenningar eða
guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags.
sem er hér á landi skal sæta sektum
eða varðhaldi....” Ekki er það nú
ætlun mín að lögsækja það annars
ágæta fólk, sem i fyrrnefndu presta-
kalli býr, því ber að fyrirgefa, það vissi
ekki hvað það gerði.
Samt sem áður er ástæða til að
staldra við og huga að hvar islenzka
þjóðin er stödd trúarlega. Aðeins 12
vilja prest af 300 sem telja sig kristna
(eða 4%). Þetta hlutfall getur verið
góð spegilmynd af afstöðu fólks til
kristinnar trúar. Á þeini stöðum. þar
sem frambjóðendur fá meira magn. er
i flestum tilvikum harðri kosningabar-
áttu að þakka, fjölskyldutengslum
frambjóðenda eða lýðskrumi.
Það er hneisa að ríkið skuli greiða
nokkur hundruð milljóna króna í laun-
presta á ári á sama tíma og fjöldinn
F.itt af fegurstu kirkjuhúsum landsins, Háteigskirkja i Reykjavik. Bréfritari telur, aö útrcið sú sem umsækjandi cinn fékk
i prestskosningum i Reykholti i Borgarfirði, endurspcgli afstöðu islcnzku þjóðarinnar til kirkjunnar.
kærirsigekkert um það. Rikiogkirkja af hvítflibbamönnum i landinu. geta því sjálfir ráðið sér klerk og greitt
eiga að vera aðskilin. Við höfum nóg Postularnir 12 í Reykholtsprestakalli allan kostnaðvegna hans sjálfir.
Spurning
dagsins
Sástu áramótaskaup
sjónvarpsins?
Þórir Rúnarsson: Já. Mér fannst sum
atriðin léleg en önnur góð. Bezta atriðið
þótti mér þegar Ólafur Ragnar Grims-
son var i baðinu.
Haraldur Magnússon: Já. Ég sá skaupið
og þótti mér það lélegt og lélegra en und-
anfarin ár. Mér fannst ekkert atriði öðru
betra.
Jón T. Guðmundsson: Já. Mér þótti það
heldur lélegt og eiginlega ekkert atriði
öðru skárra.
Flugeldar fyrir 100 milljónir
— aðstoð við þróunarlöndin 50 milljónir
Móðir hringdi og sagðist vilja vekja
athygli á því að Íslendingar hefðu um
þessi áramót keypt flugelda og blys
fyrir um 100 milljónir á meðan aðstoð
Íslendinga við þróunarlöndin næmi
ekki nema um 50 milljónum. Þetta
væri talandi dæmi um hvernig íslend-
ingar tækju alltaf stundargaman fram
yfir það að sýna ábyrgð gagnvart
sveltandi meðbræðrum sínum víða um
heim. E.t.v. væri þetta ekki bezta
dæmið, af nógu væri að taka, en hún
sagðist hafa heyrt Harald Ólafsson
lektor nefna þessar tölur í umræðu-
þætti um mannréttindi í útvarpinu.
Magnús Kjartansson fyrrverandi ráð-
herra hafði þá strax sagt eitthvað á þá
leið að ekki væri ástæða til að amast
við flugeldunum. Þetta fannst henni
dæmigert fyrir það að menn hefðu
uppi fögur orð um aðstoð við með-
bræður sína i heiminum, en strax og
eitthvað væri nefnt sem spara mætti
hér heima þá væri vonlaust að ná um
það samstöðu og við horfðum í þess
stað aðgerðalausir á meðbræður okkar
svelta.
í>
íslenzk æska unir sér áhyggjulaus við
stjörnuljós meðan jafnaldrar hennar
svelta um allan heim.
Anna Hansdóttir: Já. Mér fannst það
einum of vitlaust. Skást fannst mér
tizkusýningin.
Karl ísleifsson: 1 i. Mér lannst það
ömurlega lélcgt. ■ ..ngská ta atriðið var
Flosi i peysufötuiium.
Kristinn Atlason: Já. Mér fannst það
ósköp lélegt nema Flosi var góður. Mér
finnst að hann ætti að vera áfram i
peysufötunum.