Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979. 9 Stof na verksmiðju til að pressa hljómplötur — getur annað öllum innanlandsmarkaðinum Stofnað hefur verið plötupressunar- fyrirtæki á fslandi og er því ætlað að hefja starfsemi sina á næstu mánuð- um. Stofnendur eru tvær hljómplötu- útgáfur í Reykjavik og tveir einstakl- ingar. Verksmiðja þessi mun geta annað allri framleiðslu á íslenzkum hljómplötum, sem er árlega á annað hundrað þúsund. Verksmiðjuna setur á stofn hluta- félagið Alfa, sem stofnað var fyrir helgina. Stofnendur eru Björgvin Hall- dórsson söngvari, Guðmundur Óskarsson verkfræðingur, Fálkinn hf. og Hljómplötuútgáfan hf. Jón Ólafsson, forstjóri Hljómplötu- útgáfunnar, sagði í samtali við DB að' áætlunin umplötupressuninaværi stór áfangi i „þessum uhga iðnaði sem hljómplötuiðnaðurinn margpindi er”, eins og hann orðaði það. „Tækin fáum við líklega frá EMI fyrirtækinu,” sagði Jón, „en ætlunin er að við framleiðum bæði hljóm- plötur og kassettur í verksmiðjunni. Þetta gæti orðið verksmiðja upp á um 200 mJ til að byrja með. Fljótlega förum við í að flytja inn pressutækin. ofna og fleira, sem til þarf." Þegar þessi plötupressa verður komin i gagnið er hægt að fullvinna hljómplötur á íslandi að undan- skildum einum hlut, afar þýðingar- miklum: gerð frummótsins, sem plöt- urnar eru steyptar eftir. ÓV I þessu tæki fer sjálf pressunin fram. Það er eins gott að vera ekki að pata með fingrunum i þetta á meðan, pressuþunginn er 110 tonn. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson BYLTUR Sveinn Ijómaði af gleði er einu konurnar i slökkviliði kvöddu hann með rcmbingskossum. DB-mynd Sv. Þorm. Kvaddur með kossum eftir 40 ára starf Einn elzti liðsmaður Slökkviliðs Reykjavikur var kvaddur með pomp og pragt á slökkvistöðinni á síðasta degi árs- ins sem leið. Þetta var Sveinn Ólafsson, sem á að baki 40 ára starf í slökkviliðinu, en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Vaktin hélt honum kaffisamsæti með kökum og margar ræður voru fluttar. Einu stúlkurnar tvær sem i slökkviliði Reykjavikur eru kvöddu Svein með kossum og mátti telja þá stund hápunkt kveðjusamsætisins. Sveinn Ólafsson byrjaði í varaliði slökkviliðsins 1938, var ráðinn bruna- vörður 1943 og varðstjóri varð hann 1959. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1976 er hann hvarf til starfa i eldvarna- eftirlitinu, þar sem hann hefur unnið síð- ustu árin. Sveinn átti svolítið erfitt með að slíta sig frá Slökkvistöðinni og þar var hann aftur kominn laust eftir miðnætti á gamlárskvöld, en þá er siður slökkviliðs- manna að safnast saman til kaffi- drykkju. Og þeirrar stundar gátu liðs- menn notið nú, þvi áramótin voru mjög róleg hjá liðinu að þessu sinni. -ASt. Brauð handa hungruðum heimi: Safnazt hafa yf ir 25 milljónir „Við erum mjög ánægðir með undirtektirnar. Baukarnir eru stöðugt að berast inn og núna er upphæðin sem safnazt hefur einhvers staðar á milli 25 og 26 milljónir,” sagði Guð- mundur Einarsson í samtali við Dag- blaðið. Guðmundur sagði að það hefði sýnt sig í fyrra að baukarnir væru mjög lengi að berast inn, en þá höfðu í janúarlok safnazt 33 milljónir en upp- hæðin fór upp í 36 milljónir áður en yfir lauk. Eins og fram hefur komið i DB, þá hefur utanríkisráðuneytið farið fram á það að hluta af þessari upphæð verði varið til kaupa á undanrennudufti fyrir flóttamenn i Zaire, en þar á meðal eru yfir 20 þúsund börn. Hjálparstofnunin hefur samþykkt að verða við þessari beiðni og i athugun er hvort hagkvæmt geti verið að kaupa þetta duft innanlands. Einnig er verið að athuga með möguleika á kaupum á annars konar afurðum hér heima, s.s. skreið. ■ GAJ SJÚKRABÍLL MEÐ SÆNGUR- KONU FESTIST í SNJÓNUM Snemma í gærmorgun var lögreglunni á Akranesi tilkynnt um að sjúkrabill með sængurkonu frá Borgarnesi væri fastur í snjó undir Hafnarfjalli. Lögregl- an fór þegar á staðinn og var hjúkrunar- kona með í förinni, þar sem óttazt var að konan kynni að fæða á Ieiðinni. Til þess kom þó ekki og var konan flutt á sjúkra- húsið á Akranesi. - G AJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.