Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.01.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 06.01.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 6. JANUAR 1979. 7 róttir Iþróttir 1 Iþróttir Iþróttir Skúli Óskarsson íþróttamaður ársins Úr ræðu Bjama Felixsonar, formanns Samtaka iþróttafréttamanna, í gær: Fyrir hönd Samtaka íþróttafrétta- manna býð ég ykkur öll velkomin til þessa hófs, en tilefni þess er, eins og ykkur er öllum kunnugt, að lýsa kjöri íþróttamanns ársins 1978. Allt frá stofn- un Samtaka iþróttafréttamanna árið 1956 hefur sá háttur verið hafður á hér- lendis, sem og i nær öUum öðrum lönd- um heims, að íþróttafréttamenn hafa kjörið íþróttamann ársins. Hvarvetna er fylgst með slíku kjöri af áhuga og at- hygli. Við iþróttafréttamenn teljum, að með því að halda þessari hefð hér á landi, þá vinnum við íþróttahreyfing- unni gagn um leið og við reynum að vekja athygli á gildi íþróttanna og hvetj- um ungt fólk til að hafa að leiðarljósi íþróttamenn þá, sem verða fyrir valinu hverju sinni — ekki einungis þann, sem hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður ársins, heldur og alla aðra, sem viður- kenningu hljóta í þessu kjöri. íþrótta- maður ársins hefur nú verið kjörinn í 23. ■ skipti hér á landi og var kjörið með hefð- bundnum hætti. íþróttafréttamenn sjö fjölmiðla greiddu atkvæði að þessu sinni, þ.e.a.s. íþróttafréttamenn Morgunblaðsins, Tímans, Dagblaðsins, Vísis, Þjóðviljans, útvarps og sjónvarps. Kosningu er hagað þannig, að á hverj- um atkvæðaseðli eru tilnefndir 10 íþróttamenn og hlýtur sá, sem tilnefndur er í fyrsta sæti, 10 stig, sá næsti 9 stig, sá þriðji 8 stig o.s.frv. Sá iþróttamaður, sem flest stig hlýtur í þessari kosningu, er iþróttamaður ársins og hlýtur til stað- festingar þessu sæmdarheiti hinn veg- lega farandgrip, sem fylgt hefur þessu kjöri frá upphafi. Fyrsta árið, árið 1956, hlaut Vilhjálmur Einarsson, frjáis_ íþróttamaður, þennan grip og hannf vann hann einnig tvö árin hin næstu. Vilhjálmur var siðan kjörinn iþrótta- maður ársins tvívegis síðar. Enginn hefur hlotið þennan grip eins oft og Vil- hjálmur Einarsson. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins fimm sinnum alls. Þó að kjör íþróttamanns ársins hér- lendis hafi farið fram með sama hætti, varð umtalsverð breyting í sambandi við það fyrir sex árum. Þá var í fyrsta sinn kjörinn íþróttamaður ársins á Norður- löndunum, en tilnefndir til þess kjörs eru allir íþróttamenn ársins á Norðurlönd- um hverju sinni. Volvo-verksmiðjurnar sænsku stóðu að þessari skemmtilegu nýbreytni og gáfu i þessu tilefni vegleg- an bikar, Volvo-bikarinn, og önnur verð- laun vegleg, en formenn samtaka íþróttafréttamanna á Norðurlöndunum sáu um kjörið í boði verksmiðjanna. Kjör iþróttamanns ársins á Norðurlönd- unum hefur síðan unnið sér fastan sess og hafa Volvo-verksmiðjurnar og um- boðsmenn þeirra á Norðurlöndunum ekki legið á liði sinu síðan og Voívo- bikarínn er nú einn eftirsóttasti verð- launagripur á Norðurlöndum. Volvo- bikarinn er jafnan afhentur við merkan íþróttaviðburð í einhverju Norðurland- anna og þá hefur jafnan verið stefnt að því, að allir íþróttamenn ársins á Norðurlöndunum hafi verið þar saman- komnir, en þetta fyrirkomulag hefur þó stundum verið erfitt i framkvæmd. Um- boðsmenn og fulltrúar Volvo hér á landi, forráðamenn Veltis hf., brugðu , þegar skjótt við fyrir sex árum og gerðu okkur íslendingum kleift að taka þátt i þessu norræna samstarfi strax i upphafi, og svo hefur ávallt verið síðan, og þeir hafa hvorki sparað fé né fyrirhöfn. Finnski langhlauparinn, Lasse Viren, varð fyrstur fyrir valinu sem iþrótta- maður ársins á Norðurlöndum, en síðast var. það sænski tennisleikarinn Björn Borg. „Ég set nú stefnuna á Evrópu- meistaramótiö 1 Stokkhólmi. Viöurkenn- ing þessi er mér ákaflega mikiis virói og i raun geröi ég mér ekki grein fyrir þvi hve kærkomin hún var fyrr en ég stóð og tók við styttunni,” sagði Skúli Óskarsson, lyftingamaðurínn snjalli austan af Fá- skrúðsfirði, eftir að hann var i gær kjör- inn iþróttamaður ársins 1978. „Hún er þung og það liggur við að hún sé eins ! falleg og kona,” sagði Skúli þegar hann tók við styttunni að Hótel Loftleiðum i gær. „Allur tími minn fer i að stunda lyft- ingar. Það er helzt um helgar að færi gefst á að sinna öðrum áhugamálum, fara i bíó og dansa,” sagði Skúli enn- fremur, og hann bætti við: „Þegarég tók við viðurkenningunni þá var það sama tilfinning og grípur mann þegar vel tekst við lyftu, þá líöur mér vel.” Skúli Óskarsson er vel að sæmdarheit- inu íþróttamaður ársins 1978 kominn. Hann hreppti silfurverðlaun á heims- meistaramótinu í haust, einnig silfur á Evrópumótinu á Englandi í vor. Hann hóf að stunda lyftingar fyrir tíu árum og | Veltir hf. hefur borið allan kostnað af 'þátttöku okkar í kjöri iþróttamanns' ársins á Norðurlöndunum og einnig af ■ ferð islenska íþróttamannsins á afhend- ingu Volvo-bikarsins. Þá hefur Veltir hf. einnig veitt okkur margvislegan stuðning við kjör íþróttamanns ársins og ég vil nota þetta tækifæri hér til að bjóða fulltrúa fyrirtækisins sérstaklega vel- komna hingað til þessa hófs, enda þótt segja megi, að við séum hér frekar gestir þeirra en þeir okkar. Islenskt íþróttafólk vann mörg og góð afrek á árinu 1978, þótt skipst hafi á skin og skúrir eins og jafnan áður. Nú verður lýst kjöri íþróttamanns ársins 1978 og viö höfum haldið þeirri venju hér að boða til fundar með okkur þá 10 íþrótta- menn, sem hlotið hafa flest atkvæði við .þetta kjör, formönnum viðkomandi sér- 'sambanda, fyrrverandi íþróttamönnum ársins, forystumönnum ÍSÍ og nokkrum gestum öðrum. Að þessu sinni hlutu 24 íþróttamenn atkvæði í kosningunni, en gildar ástæður eru fyrir því, að færri eru hingað komnir eins og síðar kemur í Ijós. hann hefur sett 15 Norðurlandamet, þannig að ekki fer á milli mála að Skúli er vel að titlinum kominn. Röð efstu manna og þeirra er hlutu stig í kjöri íþróttamanns ársins 1978, varð: 1. Skúli Óskarsson, lyftingamaður 67 stig 2. Óskar Jakbosson.frjálsíþróttamaður 49 — 3. Hreinn Halldórsson, frjálslþróttamaður 48 — , 4. Jón Diðriksson, frjálsiþróttamaður 37 — 5.Sigurður Jónsson.skiðamaður 35 — 6. Pétur Pétursson, knattspymumaður 25 — 7V:—8. Jón Sigurðsson, körfuknattleiksm. 22 — 7. -8. Karl Þórðarson, knattspymumaður 22 — 9. Vilmundur Vilhjálmsson, frjálsíþróttam. 21 — ' 10.-11. Gústaf Agnarsson, lyftingamaöur 10 — 10. -11. Þórunn Alfreðsdóttir, sundmaöur 10 — Aðrir íþróttamenn sem hlutu stig: Ragnar Ólafsson (golf), Þorsteinn Bjarnason (knattsp. & körfukn.) 7 stig, Bjarni Friðriksson (júdó) 6 stig, Þor- björn Guðmundsson (handknl.) 4 stig, Árni Indriðason 3 stig, Jóhann Kjart- ansson (badminton), Ingi Björn Alberts- son (knattsp.), Sigurður T. Sigurðsson (fimleikar) og Axel Axelsson (handknl.) 2 stig, Ásgeir Sigurvinsson (knattsp.), Gunnar Einarsson (markv. í handknl.), Hugi Harðarson (sund), Sigurður Har- aldsson (knattsp. og badminton) 1 stig. ÞEIR STERKU OFARLEGA Víkingum vísaö úr Evrópukeppni bikarhafa — vegna „óspekta” fYstad — Víkingur hefur áfrýjað Svfínn Kurt Wadberg, sá er kærði, var einn þriggja dómara! Vikingur var I gær rekinn úr Evrópu- keppni bikarhafa vegna óspekta I Sví- þjóð. „Við fengum skeyti I gær frá aga- nefnd IHF þar sem okkur var tilkynnt þetta,” sagði Eysteinn Helgason, for- maður handknattleiksdeildar Vikings, á blaðamannafundi i gær. „Málsatvik voru að eftir sigur okkar i Ystad var boðið i veizlu þar. Við fórum þangað og veizlan fór i alla staði mjög vel fram. Eftir boðið gengu leikmenn og forráðamenn heim að hóteli — um 5 minútna gangur — og i fylgd með okkur voru nokkrir leikmanna Ystad. Nokkrir okkar voru ölvaðir, í sigurgleði eftir leik- inn. Og þau atvik áttu sér stað að tveir leikmenn duttu saman á rúðu og brotnaði hún. Auk þess gerðist það að þriðji Víkingurinn datt á aðra rúðu og brotnaöi hún einnig. Við hringdum þegar í lögregluna og var tekin skýrsla af okkur þar sem við gengum í ábyrgð fyrir tjóni. Þar með héldum við málinu lokið með lögregluskýrslum. Tveimur dögum síðar var i staðar- blöðum sagt frá „skrílslátum Víkinga”, eins og það var kallað. Þar voru bomar upp á okkur sakir og sagt að Víkingar hefðu gengið berserksgang i Ystad, ásak- anir er voru stórlega ýktar. Vissulega voru menn ölvaðir í gleði sinni og við viljum á engan hátt bera blak af þvi eða verja það er átti sér stað — rúðubrotin. En allar frásagnir í sænskum blöðum voru fjarri sannleikanum. Og Svíamir gripu þetta á lofti og ætl- uðu sér greinilega sæti í 8-liða úrslitum. 1 viðtali við Kurt Wadberg, formann aganefndar IHF — Alþjóðahandknatt- leikssambandsins — sagði hann að ekki kæmi sér á óvart þó Víkingar yrðu dæmdir úr leik. Forráðamenn Ystad gátu vart á heilum sér tekið og urðu beinlínis ókurteisir eftir tapið enda lýst fjálglega fyrir leikinn hve stór sigur Ystad yrði. Allt þetta breyttist eftir leik- inn. Kurt Wadberg kærði sjálfur þessi at- vik til IHF og hann d;smdi sjálfur í mál- inu! ásamt Ivan Kunst, Rúmeníu, og Carl Wang, Noregi, þannig að segja má að með bolabrögðum hafi tvær Norður- landaþjóðir vikið síðasta Julltrúa Norðurlanda úr Evrópukeppni. Við höfum þegar áfrýjað þessum dómi en í skeytinu, er við fengum í gær, var sagt að mótherjar okkar, Tatabanya, færu beint í 4-liða úrslit og Víkingur fengi ekki að leika i alþjóðlegum leikjum fyrr en 1. ágúst í ár,” sagði Eysteinn Helgason að lokum. HHaOs '„Hún er þung en næstum eins falleg og kona,” sagði SkúH Óskarsson, lyftingamaður, er hann hampaði hinum veglega bikar — fþróttamaður ársins 1978. Svíar að troða á íslendingum — sagði Sigurður Jónsson „HSÍ mun halda fund um þetta mál I dag. Eftir það sem HSt hefur frétt um þetta mál er þessi dómur út I hött og ég hefði haldið að svona mál ætti að fara I gegnum viðkomandi handknattleikssam- bönd en ekki félögin,” sagði Sigurður Jónsson, formaður HSt, á blaðamanna- fundi I gær. „Það sem þarna er að gerast er að Svi- ar eru að traðka á okkur og þeir munu ekki komast upp með það. Við munum gera harðar ráðstafanir,” sagði Sigurður Jónsson ennfremur. FÁRÁNLEGT — sagði Bogdan Kowalzcyk „Þessi dómur á sér ekki fordæmi I sögu IHF og kemur eins og þruma úr heiðsldru lofti,” sagði Bogdan Kowal- zcyk, þjálfarí Vikinga, á blaðamanna- fundi I gær. „Svfarnir töpuðu báðum lcikjunum fyrir okkur og það var greinilegt að þeir ætluðu sér að komast f 8-liða úrslit. Þessi dómur er fáránlegur, að dæma heilt lið úr keppni vegna þess að leik- mönnum verður á að brjóta tvær rúður. Og það var ekki af illmennsku, á leiðinni voru þeir f gleði sinni að fagna og föðm- uðust en duttu þá um leið. Ef IHF vildi dæma einhverja, þá að sjálfsögðu þessa cinstaklinga. Ég minnist þess að við hjá Slask höfum oft átt I erfiðleikum með er- lend Uð. t fyrra mættum við þannig Opp- sal og þeir beinUnis lögðu hóteUð I rúst, höfðu hægðir inni á herbergjum, brutu aUt og brömluðu. HóteUð kvartaði að sjálfsögðu en máUð fór ekki fyrir IHF,” sagði Kowalzcyk að lokum. Svíar með ó- spektir hér Þess má geta að þegar leikmenn Ystad voru I Reykjavfk héldu þeir mikla drykkjuveizlu að Hótel Esju þar sem þeir fögnuðu hinum góða árangrí — að- eins eins marks tapi f Reykjavfk. Miklar óspcktir urðu af völdum Svia og meðal annars ógnuðu þeir dyraverði. HóteUð kærði þetta til Vfkings en ekkert var gert I málinu. Þá má geta þess að hóteUð I Svfþjóð hafði ekkert út á Vfkinga að setja eftir Evrópuleikinn f Svfþjóð — einu umdeildu atvikin voru að rúðurnar tvær brotnuðu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.