Dagblaðið - 06.01.1979, Page 11

Dagblaðið - 06.01.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1979. fylla upp í iðnaðarlandakort Kína um land allt. Hann sér fyrir helmingi þeirra sjóða og hluta þess handiðnað- arvarnings og áburðar sem nauðsyn- legur er fyrir vaxtaráætlunina um vél- væðingu i landbúnaði. Samkvæmt þessari áætlun verða 85 prósent land- búnaðarstarfa vélvædd árið 1985. Akuryrkja er grundvöllur alls efna- hagsvaxtar Kínverja. Hlutverk iðnað- arins er að búa hana tækjum og leiða hana fram á við. Þess vegna hefur framleiðsla dráttarvéla auki/t um 27 prósent og framleiðsla tilbúins áburðar um 47 prósent á fyrra helmingi árs 1978. Þessu fylgir mikil aukning ríkis- fjárfestingar í landbúnaði og lækkun vaxta á búnaðarlánum. Sveitafólk í afskekktum komm- únum fær hærri tekjur, ekki aðeins vegna aukins magns söluvarnings til ríkisins, heldur einnig vegna lækkunar ríkisins á verði iðnaðarvarnings til sveitanna og vegna hærra kaupverðs ríkisins fyrir korn sveitafólksins. Hinu sósíalíska ríki er þetta mögulegt án þess að færa hærra innkaupsverð kornsins yfir á neytendur með hærra útsöluverði, þvi að ekki þarf að taka frá neinn gróða handa auðvaldsarð ræningjum. Launastefnan og jafnvægi verðs i borgum og sveitum stuðla þannig að því að minnka mun hærri og lægri greiðsluþarfar og draga úr mismun borga og sveita. Þetta má orða svo, að þegar Kína eflir nútímaþróunina muni það færa öllu vinnandi fólki hag sæld, í stað þess að safna miklum auð æfum í hendur fárra. í Kína hafa iðnaðarfasteignir tifaldazt á við það sem safna/t hafði siðustu hundrað árin fram til 1949. Kornupp- skera hefur aukizt 2,5 sinnum Kínverska þjóðin hefur framkvæmt fjölda vel heppnaðra kjarorkutilrauna og sent upp og tekið af nákvæmni á móti gervitunglum, gerðum af manna höndum. Á siðasta ári óx iðnaðar- framleiðslan um 14 prósent miðað við árið á undan, og á fyrra helmingi þessa árs varð hún 24 prósent hærri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tiu ára áætluninni um þróun þjóðlegs efnahags mun Kína árið 1985 hafa lokið 120 lykilverk- efnum í stáliðnaði, kolaiðnaði, olíuiðn- aði, orkuiðnaði og öðrum helztu greinum iðnaðar. Þar með skapast enn meiri möguleiki fyrir hraðari vexti. Hvað varðar ríkisfjármál eru þau áætl- uð í jafnvægi, með örlitlu hærri tekju- hlið. Það net smáiðnaðar sem sprettur upp í sýslum, afskekktum kommúnum og framleiðslusveitum þeirra er ekki síður mikilvægt. Smáiðnaðurinn mun Kjallarinn HaraMurGuðnasoiV Félaga Jesú þegar þeir birtu aðvaranir sínar? Var forstöðumönnum safnaða Votta Jehóva, Mormóna og Bahá’í’a gefinn kostur á skrifa undir. Ef ekki, þá hvers vegna? Ætla fjórmenningarnir og hinir að vera á verði framvegis gegn hasar- og glæpabókaútgáfu handa börnum og unglingum og hvernig? Hvað borga íslenskir skattgreiðend- ur i þennan þýðingarsjóð og til samanburðar: Hvað eru þeir látnir borga stórar fúlgur í ölmusu handa flokksblöðum og til stjórnmálaflokka? Er að vænta bannfæringar á van- þóknanlegum bókum? Félagi Jesú finnst mér ekki merkileg skáldsaga og tek því ekki undir hrós- yrði forsvarsmanns útgáfunnar; hefði varla orðið mikil sölubók ef ekki hefði notið óvæntra, en áhrifamikilla aug- lýsinga frá „æðri stöðum”. Þá eru bækur um þetta efni litið lesnar, því ungir lesendur vilja fyrst og fremst spennandi bækur. Þessi bók þykir mér fremur leiðinleg og alls ekki „hugljúf’ eins og nú er tiska að segja um ýmis- konar bókadót. Ég tel, að peningum þessa norræna sjóðs hefði verið betur varið til þess að styrkja þýðingu á skáldriti eftir ein- hvern hinna fremri höfunda i Skandi- naviu. Og því fremur sem enn er ekki að finna nema 2—4 slík á bókamark- aði Oólamarkaði) ársins og innan við 10 sem til fagurbókmennta geta talist í öllu bókaflóðinu, um hundrað skáld- sögum sem frændur okkar á Norður- löndum kalla íriviallitteratur eða af- þreyingarbækur. Haraldur Guönason Vestmannaeyjum A bjórinn eftir að bjarga þjóðarbúinu? Nú eru liðlega 230 ár liðin síðan Skúli Magnússon landfógeti stóð í sínum iðnaðarstórræðum. Þegar litið er aftur til þess tima og tillit til þess tekið hve vanþróuð þjóðin var á þeim tíma, er ekki út í hött að kalla Skúla fógeta einn mesta framfaramann þjóðarinnar fyrr og siðar. Maður kemst ekki hjá því að bera hreina aristókrata, eins og Skúla fógeta, saman við þann urmul smámenna. sem virðast hafa vit fyrir þjóðinni nú til dags. Sá samanbuiður leiöir hugann að því hve mikla þörf þetta þjóðfélag meðalmennskunnar hefur fyrir röggsama leiðtoga í stað þeirra liðleskja sem hér hafa fengið að darka í áratugi. Hefðum við borið gæfu til að hafa notið samfelldar iðnþróunar frá því að Skúli reið á vaðiö með sinar „inn- réttingar”, væri margt með öðru sniði i okkar þjóðarbúskap á þessum tima. En eins og áður þá er létt verk að vera vitur eftirá. Söguskoðun skaðar þó aldrei og ættum við islendingar að gera ofurlítið meira af því að skoða sögu okkar og bera hana saman við ýmsar þær ráðstafanir sem við gerum í at- vinnulífinu nú til dags. Það væri i sjálfu sér firra að fara að saka næstu fort'eður okkarum skort á skilningi varðandi uppbyggingu iðnaðar. Við verðum að kyngja þeirri staðreynd, að fyrir nokkrum áratugum var engin þörf fyrir iðnað á íslandi. Við jusum verðmætum upp úr einni gjöfulustu auðlind veraldar, fiskimiðunum, og engin framleiðsla hefði getað keppt við þá verðmætasköpun í nokkru tilliti. Það var ekki fyrr en síldin brást, að sá grunur fór að læðast að þjóðinni að þessi auðlind væri ekki óþrjótandi. Verndaraðgerðir hófust ekki að ráði fyrr en með stækkun landhelginnar i 200 mílur Það er hægara sagt en gert að venja þjóð í einu vetfangi af því að ofnýta auðlind og þótt mörgum finnist ráðamenn fremur linir við tak- mörkun fiskveiða er það sannast sagna, að sennilega mundi hvergi í heiminum hafa tekist að takmarka veiðar í svo miklum mæli sem nú er gert hérlendis, enda er til þess tekið á erlendum vettvangi og gjarnan bent á islendinga, þvi til sönnunar að skynsamleg nýting þjóða á auðlindum sé framkvæmanleg, nú síðast i grein i franska blaðinu Le Monde. Okkar vandamál felst i því að við erum orðin svo háð fiskveiðum þegar okkur er Ijóst að þær megna ekki að standa undir óskertum lífskjörum án þess að rányrkja fiskimiðin, að við höfum ekki tíma fyrir iðnþróun en heimtum iðnbyltingu i staðinn. Öll þróun tekur tima, það greinir hana frá byltingunni. Þróunin er æskilegri vegna þess að hún skapar möguleika til aðlögunar. Byltingin, hinsvegar, verður ávallt á kostnað einhverra í þjóðfélaginu, við segjum gjarnan að byltingin eti börnin sín, það eru þau sem verða fyrir og ekki ná að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Tímahrak og kjarkleysi Tíminn er naumur þegar við gerum okkur allt i einu Ijóst að okkur vantar iðnað til þess að taka við ákveðnum skerfi í tekjuöflun þjóðarbúsins. Margir ráðamanna þjóðarinnar eru undir þá sökina seldir, eins og aðrir, sem ekki skilja eðli iðnaðar, að þeir virðast standa i þeirri trú að allt sem vanti sé fjármagn, þá spretti upp iðnaður öllum til aukinna hagsældar. Margir iðnrekendur vaða i þessari sömu villu. Það er mikil og hættuleg blekking. Þessi blekking er ma. orsök þeirrar óþreyju, sem svo oft gætir þegar málefni iðnaðar eru rædd. Stjómvöld hafa gengið á undan í þess- ari blekkingarþoku og sést það bezt á því að þau hafa ekki enn skilið nauð- syn þess að mörkuð sé iðnaðarstefna á Islandi. Með öðrum þjóðum er slik iðnaðarstefna þungamiðja atvinnu- uppbyggingar og iðnaðarfram- kvæmda. Kjallarinn Leö M. Jónsson t > „Erlend fyrirtaeki hafa hagnazt auöveld- lega á klaufaskap ís- lendinga í samning- um.” „Við gætum reist stærsta ölgeröarhús á vesturhveli jaröar.” - Stærsta vandamálið varðandi iðn- þróun er sú staðreynd að hún tekur tima. öll þróun krefst ákveðins tíma, eða tímabils, annars erum við að tala um byltingu en ekki þróun. Þegar ís- lenzk stjórnvöld hafa talað um iðnþró- un, þá hafa þau, næstum undantekn- ingarlaust, verið að hugsa um bylt- ingu. Kjarkleysið sem þessu er sam- fara, hefur m.a. komið fram í yfirnátt- úrulegri trú á erlend fyrirtæki sem lið i iðnaðaruppbyggingu, nægir þar að benda á Johns Manville, Alusuisse, Union Carbide og Elkem Spigerverket, sem öll hafa hagnast auðveldlega á klaufaskap íslendinga í samningum við erlenda aðila. Kjarkleysið kemur einnig fram í oftrú á ágæti „erlendra sérfræðinga” sem hér hafa setið svo vikum skiptir við að framleiða ein hverjar ómerkilegustu skýrsluþvælur sem um getur og oftast um augljósar staðreyndir. Afstaða stjórnvalda, og ekki sízt þeirra embættismanna sem enn sitja eftir að ríkisstjórn er hlaupin frá vand- anum, einkennist af óþolinmóðri bið eftir iðnþróun og bið þeirra er jafn vonlaus og þess akuryrkjanda sem gleymt hefur að sá. Því hefur oft verið haldið fram að við íslendingar séum ekki iðnaðarsinnaðir (industrial mindedl og því sé tómt mál að tala um iðnaðaruppbyggingu eða iðnvæðingu. Þetta er alls ekki rétt. Það sést bezt á því, að þrátt fyrir einhver erfiðustu skilyrði til iðnrekstrar, sem þekkjast á byggðu bóli, þá eru hér á meðal okkar menn, sem væru fyrir löngu orðnir margfaldir milljónarar hvar sem væri í heiminum nema á lslandi, vegna þess að þeir gerðu meira en að hugsa, þeir framkvæmdu hugsanir sínar. Þessa menn hefur „kerfið” okkar lagt í einelti og næstum undantekningar- laust hefur kerfi hins þjónkandi orðið frumherjum að fótakefli í stað þess að hvetja þá. íslenzk stóriðja Margoft hefur verið beinl á þá miklu möguleika, sem islendingar eiga á þvi að koma upp einni mestu og arðbærustu stóriðju Evrópu. Þetta er sú stóriðja sem íslendingar gætu áhættulaust átt meirihluta í og það er stærsta ölgerðarhús á vesturhveli jarðar. Hvergi í Evrópu er jafn gott vatn til bjórgerðar og á islandi. Þegar þjóðverjar geta framleitt góð- an bjór úr endurunnu skolpi og óþverra frá einhverjum óhreinustu iðnaðarhverfum veraldar. ætti okkur íslendingum að vera vorkunnarlaust að framleiða sæmilegan bjór úr bezta vatni heims. Við gætum leitað eftir samvinnu við þær bjórverksmiðjur sem ráða á þessum markaði, bæði í Evrópu og Bandarikjunum, og engin hætta er á ; því að einhver þeirra sýndi ekki áhuga 1 þótt ekki væru i boði ótakmörkuð réttindi til þess að pretta islenska aðila, eins og tiðkast hefur hingað til. Með þessu er ekki verið að blása unJir pils þeirra kvenfélagskellinga. sem hafa heft áfengismenningu niður á lægsta plan á Íslandi, þær gætu áfram hamast gegn bjórdrykkju þannig að þjóðin héldi sig að sinum „svaila dauða” öllum til ama og skelfingap. Þjóðarbúinu mundi skapast nýr tekjuliður, sem fæii langt með að vega upp á móti því ofboðslega tjóni sem er fyrirsjáanlegt ef i'rekari takmarkanir á fiskveiðum eiga eftir að sjá dagsins Ijós. Vestur i Bandaríkjunum er það álitið eitt veieamesta atriðið í markaðsfærslu fisks, að geta auglýst að hann sé veiddur í Norður Atlants- hafi þar sem iðnaðarmegun sé óþekkt. Þetta skilur fólk sem ekki getur burstað í sér tennurnar með vatni úr krananum i baðherberginu og getur ekki blandað ávaxtasafa með vatni nema það sé keypt í kjörbúðum á flöskum. Þegar okkur fer að skiljast að vatn, og þá sérstaklega ómengað drykkjarxatner að verða meðal fágæt- ari náttúruauðæfa hins byggða heims, gæti tvennt skeð í einu; okkur yrði Ijóst hve auðvelt er að spilla þeirri auðlind og okkur yrði einnig Ijóst hve mikil verðmæti mætti skapa með skynsamlegri nýtingu hennar. Þar kemur bjórinn inn í myndina og hvort sem okkur fellur það vel eða illa, þá er hann vinsælasti drykkur veraldar og markaður meiri en okkur órar fyrir. LeóM. Jónsson tæknifræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.