Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐJÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. Dansa La Postella af miklum fögnuði. Axlirnar á pabba eru göðar þegar þarf að sjá til jólasveinsins. Jólaball Dagblaðsins og Vikunnar í gær: UNDIR TÓK í KASSA- Haldin var kappdrykkja f kóki. Olafur Geirsson bladamaður fylgist með ad allt fari vel fram og stjórnaði af röggsemi eins og honum er lagið. GERÐINNI Sumir sögðu að þakið hefði lyfzt þegar börnin sungu en aðrir sögðu það vitleysu. En svo mikið er vist að það tók undir i húsi Kassagerðarinnar i Reykjavík í gær er haldið var jólaball Dagblaðsins og Vikunnar. Ballið var haldið í tvennu lagi, fyrst fyrir minni börnin, aðallega börn starfsmanna, og síðar fyrir þau stóru sem vinna fyrir sér með því að selja blöðin. Tríó Friðriks Theodórssonar skemmti börnunum fyrst á meðan þau dönsuðu í kringum jólatréð. Efnt var til söngsamkeppni og unnu strákarnir stelpurnar og fengu að syngja fyrir þær í verðlaun. Jólasveinarnir Stekkjarstaur og Askasleikir litu inn og siðan var setzt að kókdrykkju. Allir fengu svo poka með gotti þegar þeir fóru út. Um 250 börn voru á fyrra ballinu, þegar DB menn litu inn, og gekk mikið á. „Þetta er ekkert miðað við það sem verður í kvöld þegar stóru krakkarnir koma,” sagði Elli Már útbreiðslustjóri blaðanna. Minnstu börnin voru eilitið skeifd við öll lætin i stóru systkinum sínum og földu sig á bak við pabba eða mömmu. Eitt og eitt tár hrundi en það gleymdist fljótt og allir tóVuundir jafnt í jólalögum og La Postell;'. Á seinna jólaballinu i gær tók, einhver úlpu i misgripum og er hann beðinn að hafa samband við af- greiðslu. ■ DS Maður verður nú að vera svolftið herralegur við dömurnar þó maður sé ekki nema eins og hálfs árs. DB-myndir Bjarnleifur NY SENDING AFITÖLSKUM LEÐURSTIGVELUM Teg. 102 Litun Svartleður. FóðruA StærOir 36—41. Verðkr. 26.485.- Teg.105. Lhur: Svart leður. Fóðruð. Stærðir 36—41. Verðkr. 26.885,- Teg. 110. Litur: Brúnt leður. Fóðruð. Stærðir 36—41. Verðkr. 25.975.- Teg. 101 Lhur: Koniaks-• brúnt leður. Fóðruð. Stærðir 36—41. Verðkr. 25.975.- Hnóhá Hnóhá Hnéhá. Hnóhá. Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.