Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979. 19 Iþrottir Iþróttír Iþróttir Iþróttir KOLD SPENNA ÞEGAR UMFN VANN ÍR í UÓNAGRYFJUNNI —Yf irburðasigur Njarðvíkinga, 104 stig gegn 78 Njarðvikingar unnu eiginlega tvöfald- an sigur yfir ÍR-ingum, syðra á laugar- daginn, f úrvalsdeildinni I körfuknattleik. Litlir kærleikar hafa verið með þessum aðilum siðan Paul Stewart vcittisi að Stefáni Bjarkasyni, á vallarmóti með fremur leiðinlegum eftirkóstum. Næsta leik á eftir töpuðu svo Njarðvfkingar fyrir ÍR-ingum, sem léku án Stewarts. l'cim var þvi mikið i mun að hefha þeirra ófara um leið og þeir gætu aftur blandað scr fyrir alvöru i toppbaráttuna, en tap fyrir ÍR-ingum öðru sinni mundi rýra mjög möguleikana á langþráðum meist- aratitli. Áðurnefndar aðstæður orkuðu greinilega mjög hvetjandi á leikmenn UMFN. Þeir lögðu sig alla fram í leiknum meira en nokkru sinni áður í vetur og uppskáru eins og þeir sáðu, yfir- burðasigur, 104—78. Með þeim tveimur stigum sem þeir fengu þarna i sinn hlut er heildartalan orðin 14, eftir 11 leiki, en KR-ingar hafa hlotið 16 stig í 11 leikjum Valsmenn standa líka vel að vigi, þeir hafa náð 12 stigum eftir aðeins 9 leiki. Hver leikur á milli nefndra liða, sem eftir er, verður þvi úrslitaleikur, þar sem áhorfendur láta sig varla vanta til að fylgjast með hver hreppir hnossið. Fremur köld spenna ríkti i „Ljóna- gryfjunni" i Njarðvik, þegar leikurinn hófst. Leikmenn urruðu kannski ekki ains og konungur dýranna, en augna- ráðið gaf til kynna að ekkert yrði eftir gefið. ÍR-ingar voru mjög þrúgaðir — ekki síður en heimamenn. Óvæntur sigur yfir efsta liðinu, KR-ingum, sem kom sér óneitanlega vel fyrir UMFN, vakti vonir um að þeir gæru blandað sér í baráttu efstu liðanna, tækist þeim að ganga með sigur af hólmi í þessum leik gegn UMFN. Ekki var heldur hægt að segja að áhorfendur, sem næstum fylltu bekkina, væru á bandi gestanna. Framan af fyrri hálfleik skiptust liðin á um forustuna, í rólegu spili rétt eins og vél i hægagangi. Mest bar á Paul Stewart, hjá lR-ingum en þótt honum væri ekki laus höndin, fékk hann að leika allt of lausum hala og gat þvi bæði skoraö og spilað með góðum árangri. Ted Bee var að sama skapi maðurinn á bak við leik UMFN — kænn að vanda og hittinn. 16—16, 20—20, 28—28, mátti lesa á Ijósatöflunni, en þá skutust ÍR-ingar upp fyrir heimemenn, með körfum lykilmanna sinna, bræðranna Kristins og Jóns Jörundssona. Ingi Gunnarsson liðsstjóri UMFN, greip þá til þess ráðs og tók þar nokkra áhættu að setja Stefán Bjarkason i leikinn en hann hefur orðið fyrir ómaklegum ásökunum vegna „Stewart-árásarmálsins". Stefán stóðst raunina. Skoraði hverja körfuna af annarri og var vel fagnað þegar hann jafnaði fyrir UMFN, 38—38, þótt Stewart gætti hans. En nú var eins og stíflan brysti hjá ÍR- ingum. Körfurnar flæddu yfir þá, ef svo má að orði komast. Jónas Jóhannesson, Gunnar Þorvarðsson, Geir Þorsteins- son, og Ted Bee, náðu 16 stiga forustu fyrir hlé, með fallegum körfum, þótt seinasta karfa Teeds, væri tilkomumest. — uppstökk og langt svif, án vængja, þar sem knettinum var „troðið" í körfuna. Uppáhaldsskorun hvers körfu- knattleiksmanns. En ÍR-ingar hafa áður staðið i þeim sporum að þurfa að vinna upp 16 stiga forskot gegn UMFN. Nokkur kurr fór um áhorfendabekkina, þegar þeir byrjuðu að saxa á forskotið í seinni hálf- leik — mest fyrir tilverknað Stefáns Kristjánssonar, bráðefnilegs leikmanns, sem skoraði mest úr langskotum, en er annars mjög einhliða spilari. Þvi miður fyrir ÍR-inga dugði snilli Stefáns ekki til. Máttarstólpar liðsins tóku að þreytast og þá kom í ljós hvað breiddin er lítil hjá ÍR-ingum. Styrkleikinn féll niður úr öllu valdi við skiptingarnar, svo að heima- menn, sem höfðu sett „benzínið í botn" tóku öll völd í sínar hendur svo að loka- minúturnar voru leikur kattarins að músinni, en endanleg stigatala, 104— 78. Njarðvikingar sýndu það núna, að þeir hafa yfir mikilli breidd að ráða og þeir væru líkast til á toppi deildarinnar ef þeim hefði lánast fyrr að færa sér það í nyt. Allir yngri mennirnir stóðu sig vel og skoruðu, þó Július Valgeirsson, hafi staðið sig þeirra bezt með góðri hittni og sendingum. Um Ted Bee þarf varla að ræða. Hann sannar afburðahæfileika sina sem körfuknattleiksmaður, betur og betur með hverjum leik sem hann spilar. Þrátt fyrir bakveiki lék Geir Þorsteins- son sennilega sinn bezta leik á ævinni, með traustum varnaleik, góðu spili og hittni. Stefán Bjarkason, vann þarna „móralskan" sigur, en Gunnar Þor- varðsson og Guðsteinn Ingimarsson létu sitt ekki eftir liggja, þótt þeir skoruðu ekki eins og oft áður. ÍR-ingarnir réðu sýnilega ekki við hraða UMFN, þegar til lengdar lét. Byrjunin var góð, en síðan hrökk allt i baklás. Þrátt fyrir slæma útreið er ekki rétt að „afskrifa" ÍR-inga, þeir geta enn sett strik í reikninginn hjá „risunum" i deildinni, eins og dæmin sanna — en laugardagurinn í Njarðvik, var ekki þeirra. Stig UMFN: Ted Bee 27 Geir Þor- steinsson 23, Stefán Bjarkason 14, Július Valgeirsson 10, Gunnar Þorvarðarson og Jónas Jóhannesson 8, Jón Viðar Matthíasson, Árni Lárusson og Guðsteinn Ingimarsson 4 og Guðbrand- ur Lárusson 2. Stig ÍR: Paul Stewart 29, Kristinn Jörundsson 17, Stefán Kristjánsson 15, Jón Jörundsson 6, Kolbeinn Kristinsson 7, Steinn Björnsson 4, Sigurbergur Bjarnason 2. Dómarar voru þeir, Erlendur Eysteinsson og Eiríkur Jóhannesson pg dæmdu mjög vel. -emm. Geir Thorsteinsson sendir knöttinn i körfu ÍR-inga á laugardag. DB-mynd emm. „ Eg þekki til Islendinga, þeir hafa áður orðið til vandræða" —víða um Evrópu, sagði Kurt Wadmark, formaður aganef ndar IHF en hann kærði og dæmdi Víking úr Evrópukeppni bikarhafa „Ég þekki til Íslendinga. Þú þarft ekki að segja mér, að þeir hafa áður orðið til vandræða viða um Evrópu áður," sagði Kurt Wadmark, formaður aganefndar IHF — Alþjóðahandknattleikssam- bandsins i viðtali við blaðamann á laug- ardag. En eiga Víkingar að gjalda þess? „Svo er ekki," sagði Wadmark „Þeir brutu tvær rúður í Ystad og það var samdóma álit dómstólsins — þeirra Ivan Kunst, Carl Wang og min, að dæma Vikinga úr leik • í Evrópukeppni bikarhafa," sagði Wadmark ennfremur. Þá kom fram í viðtali við Wadmark, að hann hafi sjálfur kært Víkinga, ekki Ystad. „Dómurinn er sanngjarn, við vorum allir sammála. Harðir dómar hafa siðustu árin fallið í knattspyrnu og þó ekki sé fordæmi í handknattleiknum fyrir dómi sem þessum, þá er þó svo í knattspyrnu,"sagði Wadmark. Þar er formaður aganefndar IHF að vitna til banns á Leeds United er 10 þús- und áhangendur Leeds nánast gengu IS án Dunbar gaf KR-ingum tvö stig KR-ingar tryggðu enn stöðu sina i úr- valsdeildinni i körfuboltanum með þvi að sigra stúdenta i Hagaskólanum í gær. Lokatölurnar 88—66 i sannast sagna fremur lélegum leik. Helzti munurinn á liðunum var að rangar sendingar ÍS voru fleiri og vitahittni einnig verri. Þess sáust líka glögg merki að Dunbar vantaði í lið stúdentanna. Hann var fyrir utan nýkominn úr jólaleyfi frá Bandarikjunum. Meiðslin í hné há honum svo ennþá að hann getur ekki leikið. Hjá KR-ingum bar mest á Jóni Sigurðssyni sem nú var allur annar en í leiknum á móti ÍR á dögunum. Jón gerði þrjátiu stig. Ástandið er fremur slakt hjá ÍS um þessar mundir. Auk" fjarveru Dunbar, hafa æfingar hjá liðinu legið nær alveg niðri um jólin vegna fjarveru leikmanna. Leikur liðsins dregur einnig dám af þvi auk þess sem einn máttarstólpa liðsins, Bjarni Gunnar, hefur verið meiddur. Staðan i leikhléi var 42 stig gegn 36 KR-ingum í vil. Aðeins sex stiga munur. I síðari hálfleik féll síðan allt niður hjá ÍS og lokatölurnar eins og áður sagði 88 gegn 66 og KR bætti tveim stigum við í safnið. Jón Sigurðsson varð stigahæstur hjá KR eins og áður sagði með 30 stig, John Hudson með 16 og Einar Bollason var með 12stig. Gísli Gíslason, sem lék sinn fyrsta leik með ÍS var einna drýgstur þeirra og gerði fjórtán stig, Ingi Gunnarsson var með 12ogBjarniGunnar 11. -ÓG. berserksgang i París eftir ósigur Leeds, 0—2 í úrslitaleik Evrópukeppni meist- araliða gegn Bayern Miinchen vorið 1976. Tíu þúsund Englendingar létu öllum illum látum i París og urðu skemmdir miklar. Leeds var dæmt i , tveggja ára bann frá Evrópukeppni. Þá féll einnig dómur gegn Manchester United er svipaður fjöldi áhangenda United olli miklum óspektum í Frakklandi er United I6k viðSt. Etienne. Manch. United var dæmt úr leik en' þeim dómi var siðar aflétt. Dómur aganefndar IHF hefur vakið mikla athygli í heimi handknattleiksins. Aldrei áður hefur slikur dómur verið kveðinn upp. Sven Age-Frick, sænski landsliðsmaðurinn, sagði um helgina, að leikmenn Ystad hörmuðu þennan dóm — engin ákæra hefði borizt frá leik- mönnum Ystad. Aganefnd IHF lagði til grundvallar dóminum fagnaðarlæti Víkinga eftir sig- urinn i Ystad. Er leikmenn Vikings höfðu sigrað Ystad 24—23 í Ystad var haldin mikil veizla, af Ystad hálfu og var Vikingum boðið. Þar var áfengi haft um hönd og í glaumi og gleði er Víkingar voru á leið til hótels síns, brotnuðu tvær rúður, — „annað gerðist ekki," sagði lögreglan i Ystad í viðtali við DB. Ystad kærði ekki, „ég tók málið upp sem formaður aganefndar IHF og hafði samband simleiðis við Ivan Kunst í Rúmeniu og Carl Wang í Noregi, þar sem ég skýrði þeim frá málavöxtum og byggði það á lögregluskýrslum og blaða- fregnum," sagði Wadmark ennfremur. „Ystad kærði framkomu Víkinga, og þó blaðafregnir í Sviþjóð hafi verið stór- lega ýktar þá var það álit okkar að dæma Vikinga í bann," sagði Carl Wang í við- tali við blaðamann. Furðulegt, þarna stangast á fullyrð- ingar þessara tveggja nefndarmanna því Curt Wadmark sagðist sjálfur hafa kært Víking. Það, sem ef til vill er alvarlegra við dóm IHF, að með flautu dómara er leik ekki lokið. Setjum dæmið upp — segjum að islenzkt lið tapi fyrir erlendu liði i Evrópukeppni í Reykjavík. Þá.ef til vill væri hægt að bjóða leikmönnum í veizlu, og eins og oft í slíkum tilvikum væri áfengi haft um hönd. Siðan væri ekkert einfaldara en að koma af stað slagsmálum, og láta lögreglu handtaka hina erlendu leikmenn. Kæra síðan — og i framhaldi af hinuin furðulega dómi IHF gæti ekki nema eitt átt sér stað — dæma hið erlenda félag úr leik. Rúðu- brot Víkings — óviljandi þó — eru í sjálfu sér óafsakanleg en að láta félag gjalda þess er fáránlegt. Nær hefði verið að láta viðkomandi taka út refsingu — þá er brutu rúðurnar. H.Halls. „Útilokað — hreint ótrúlegur dómur" —sagði þjálfari pólska landsliðsins umVíkingsdóminn „Þessi dómur IHF eru útilokaður, hrcint ótrúlegur. Það getur engan veginn staðizt að hægt sé að dæma lið úr keppni, hcill lið vegna tveggja rúða er hafa brotnað — slikt getur ekki staðizt," sagði Jacek Zylinicki, þjálfari pólska landsliðsins er DB bar undir hann hinn óvænta dóm IFH, Alþjóðahand- knattleikssambandsins yfir Viking. „Tvær rúður brotnar annað gerðist ekki" —segir f ulltrui lögreglunnar í Ystad „Það er rctl, við þurftum að hafa af- skipti af nokkrum ungmennum úr islenzka handboltaliðinu aðfaranótt 17. desember sl.," sagði lögreglufulltrúi á aðalstöð lögreglunnar i Ystad i Svíþjóð i símtali við fréttamann blaðsins f gær. „Þetta kom til út af þvi," sagði lög- reglufulltrúinn, „að þeir brutu ríiður i tveimur verzlunum, eina rúðu i hvorri. I'jiin þeirra var tckinn til geymslu af okkur i klukkutima, en þá komu félagar hans og sóttu hann. Annað var það ekki." Lögreglufulltrúinn, K. Mahlson, sagði að skaðabótakröfur hefðu komið fram vegna ruðubrotanna, en enn væri ekki Ijöst hversu miklar bætur væri farið fram á. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.