Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979. 15 i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stórleikur í byrjun, síðan hrönnuðust villurnar upp —þegar Pólverjar sigruðu Islendinga 25-20 á laugardag I Páll Bjtírgvinsson gnsefir yfir Pólverjana og sendir knöttinn inn á linu til Bjarna Guðmundssonar, sem skoraði. DB-mynd Bjarnleifur „Það er ekki nóg að leika eins og heimsmeistari I tiu minútur — það verður að vera jafn stígandi allan leikinn gegn jafn sterku liði og okkar,” sagði fararstjóri pólska landsliðsins eftir að Pólland hafði sigraði tsland 25-20 I fyrri landsleik þjóðanna I Laugardalshöll á laugardag. Leikur islenzka liðsins var mjög sveiflukenndur. Stórleikur framan af — síðan hrönnuðust villurnar upp. Islenzku leikmennirnir nánast eins og byrjendur — gripu varla knöttinn hvað þá annað. Pólverjar gengu á lagið eftir að tsland hafði skorað þrjú fyrstu mörk- in. Jöfnuðu I 5-5 og náðu síðan sjö marka forustu í fyrri hálfleik 16-9. í síðari hálfleiknum hélt islenzka liðið vel sínurn hlut — og betur þó. Skoraði 11 mörk gegn níu mörkum Pólverja. En hinir tveir slæmu kaflar I fyrri hálfleik gerðu það að verkum að öruggur sigur Pólverja var I höfn — fimm marka sigur, sem i sjálfu sér er ekkert til að fara í fýlu út.af gegn þjóð, sem er I fremstu röð handknattleiksþjóða heims. Hins vegar er maður þó engan veginn sáttur við hvernig ósigurinn bar að. Að visu urðu strax áföll fyrir leikinn. Axel Axelsson meiddur i baki og gat ekki leikið — Ólafur H. Jónsson, félagi hans hjá Dankersen, lasinn og lék aðeins fvrri hálfleikinn. ísland var þvi að mestu án sinna tveggja sterkustu leikmanna. En byrjunarkafli íslenzka liðsins gefur þó mikil fyrirheil. Það var vissulega mikið afrek að koma i veg fyrir í 11 minútur og tiu sekúndur að Pólland — eitt sókndjarfasta handknattleikslandslið heims — skoraði mark. Vörnin hreint frábær þennan upphafskafla og mark- varzla Óla Ben. snjöll. Meðal annars varði hann vítakast frá frægasta leik- manni Pólverja, Jerzy Klempel. Valsmennirnir Bjarni Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundsson skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins — bæði úr hraða- upphlaupum. Þá voru aðeins þrjár mín. af leik og hinir fjölmörgu áhorfendur komust strax í rétta stemmningu. Næstu mín. einkenndust af mjög sterkum varnarleik beggja liða og Pólverjar misstu Czaczka út af i tvær minútur. ísland nýtti það. Ólafur Einarsson skoraði þriðja mark íslands með hörku- skoti. Þá voru 10 min. af leik og skömmu siðar var Bjarna visað af velli. Hann var ekki ánægður með það frekar en margt annað, sem dómararnir að- höfðust i leiknum. Þeir voru ekki heima- dómarar — siður en svo, enda þökkuðu Pólverjar þeim vel og innilega fyrir dóm- gæzluna eftir leikinn. En loks, þegar tslendingar voru einum færri, fundu Pólverjar leiðina í íslenzka markið. Hinn snjalli Kaluzinski skoraði. Ólafur Einarsson svaraði strax með góðu marki — en næstu tvö mörk voru pólsk. Czaczka skoraði bæði úr hraða- upphlaupum. Ólafur Jónsson, Viking, kom tslandi í 5-3 á fjórtándu min. og ekkert benti til þess hruns, sem framund- an var. Pólverjar skoruðu úr viti og misstu siðan mann út af. Samt skoruðu þeir tvö mörk einum færri og leikur íslenzka liðsins hrundi algjörlega. Villa á villu ofan. Liðið skoraði ekki mark í sjö mínútur — en Pólverjar fimm. Staðan breyttist úr 5-3 fyrir tsland i 8-5 fyrir Pólland. Kafli, sem gerði út um leikinn — þó annar jafnvel verri ætti eftir að fylgja. Bjarni skoraði sjötta mark tslands á 21. min. og á næstu mín. hélt tsland við með tveimur mörkum Viggós Sigurðs- sonar. 10-8 fyrir Pólland og tæpar átta min. eftir af hálfleiknum. Þorbirni Jens- syni var vikið af velli eftir að hafa áður gert sig sekan um slæmar villur. Pólverj- ar skoruðu og skoruðu. Komust i 8-14, þegar Ólafur Jónsson skoraði niunda mark íslands. Tvö síðustu mörk hálf- leiksins voru svo pólsk, 16-9 í hálfleik. t þessum hálfleik sást það bezta, sem tsland getur sýnt — siðan jafnframt það versta. Þegar undan fæti hallaði gætti stjórn- leysis — bæði innan vallar og á bekkn- um. Vörnin galopnaðist og markvarzla varð engin — Óli Ben. sem hafði byrjaði svo vel, komst i algjört óstuð. Samt fékk hann ekki aö vikja úr markinu. Hann varði þrjú skot í byrjun. Siðan ekki söguna meir og fékk á sig 16 mörk. Það var þó langt i frá að við hann einan væri að sakast. Vörnin bókstaflega gufaði upp — og furöulegt að Óla Ben., nafna hans H. Jónssyni veikum skyldi ekki skipt út, og Páll Björgvinsson hvíldur i varnarleiknum. Álag var alltof mikið á honum i leiknum — álag, sem hlaut að bjóða upp á villur, sem og kom á daginn. Tvövíti misnotuð Pólverjar juku muninn i átta mörk í byrjun siðari hálfleiks — en síðan fylgdu þrjú íslenzk mörk, 17-12, og þessi munu hélzt að mestu til loka. tslandi tókst tví- vegis að minnka muninn niður i þrjú mörk, 19-16 og 21-18 — og enn betur hefði verið hægt að gera ef tvö vítaköst hefðu ekki verið misnotuð Fyrst Ólafur Einarsson en Bjarni skoraði reyndar í sömu sókn — síðan Þorbjörn Guð- mundsson. Lokatölur 25-20. Þaö voiu oft mikil átök i hálfleiknum — sex leik- mönnum þá visað af leikvelli. Fimm tslendingum i öllum leiknum — sex Pól- verjum. Pólland fékk sex vítaköst í leikn- um. nýtti fimm. ísland þrjú vitaköst. Nýttieitt. Verðskuldaður sigur Póllands i leik, sem lofaði svo miklu fyrir lsland i byrj- un. Sú von brást en gefur fyrirheit um að jafnvel góðir timar séu framundan, þó ég sé persónulega ekki alveg sáttur við 2—3 leikmenn, sem Jóhann Ingi valdi endanlega í landsliðshóp sinn. Leik^nenn, sem betur hefði mátt nýta, fyrir utan. Tveir leikmenn báru af i islen/ka liðinu, ólafur Jónsson Vikingur og Þor- björn Guðmundsson. Ólafur að verða einn albezti leikmaður fslands. Skoraði fjögur falleg mörk úr vinstra horninu og er sterkur i vörn. Það er Þorbjörn líka og varð markhæsti leikmaður liðsins. Þá voru villur þeirra fáar. Bjarni náði sér einnig vel á strik í leiknum — cn uröu á óvenju margar villur. Þessir leikmenn léku nær alian leikinn ásamt Páli. sem hafði það erfiða hlutverk að halda sóknarleik Islands gangandi. Pólvcrjar lögðu greinilega mikla áherzlu á aögæta hans vel á kostnað varnar sinnar — og það tókst öðrum leikmönnum Islands ekki að nýta nógu vel. Jens Einarsson varði markið allan siðari hálfleikinn og stóð sig allvel. Varði sex skot. Fékk á sig niu mörk. Ólafur Einarsson skoraði góð mörk en urðu á mistök eins og öðrum. Fyrirliðanum, Árna Indriðasyni, var tvivegis vikið af leikvelli — en var eini leikmaður liðsins, sem ekki missti eða glataði knettinum á annan hátt. Mörk Islands skoruðu: Þorbjörn 5/1, Bjarni 4, Ólafur Einarsson 4, Ólafur Jónsson 4, Viggó 2 og Páll I. Mörk Pól- ands skoruðu Garpiel 8, Kaluzinki 4, Czaczka 4, Klempel 4/4, Waszkiewiez 2, Kosma 2/1 og Kulenko 1. - hsim. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.