Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. VAl DAGBLAÐSINS & VIKUNNAR 1978 Frestur til að skila atkvœðum í Vinsœldavali Dagblaðsins og Vikunnar hefur verið framlengd- ur til miðvikudagsins 10. janúar. Ástœðan er sú, að tafir urðu á dreifingu atkvœðaseðlanna í hljóm- plötuverzlanir og skemmtistaði á Reykjavíkur- svœðinu. Nokkru fœrri seðlar bárust dagana milli jóla og nýárs en vikurnar þar á undan. Fólk hefur vœntanlega átt annrikt við að skemmta sér og kýla vömbina. Nú er jólahald yfirstaðið, svo að lesendum er ekki til setunnar boðið að fylla at- kvœðaseðilinn út. Rétt er að endurtaka að enginn þarf að fylla út allar línur seðilsins. Gerið bara eins mikið og þið treystið ykkur til og sendið okkur síðan seðilinn. Þátttaka í getrauninni, sem efnt var til sam- hliða Vinsældavalinu, er nokkru minni en búizt hafði verið við. Ef til vill eru spurningar getraun- arinnar of etfiðar eða að litasjónvarp freistar fólks ekki lengur. Nokkrar réttar lausnir hafa þó borizt blaðinu. Úr þeim verður dregið upp úr miðjum mánuði. Hápunktur Vinsældavalsins, Stjörnumessan, er í undirbúningi. Verktakar hafa verið ráðnir og búið er að skipa Stjörnubandið. Hljómsveitar- stjóri verður Reynir Sigurðsson slagverksleikari Sinfóníunnar. Aðrir Stjörnuhljómsveitarmenn eru Björgvin Gíslason og Friðrik Karlsson, sem báðir leika á gítara; hljómborðsleikararnir Lárus Grímsson og Guðmundur Benediktsson; trommuleikari verður Ragnar Sigurjónsson og bassaleikarinn Haraldur Þorsteinsson. Loks er að geta saxófón- og flautuleikara Stjörnuhljóm- sveitarinnar, Stefáns Stefánssonar hljómsveitar- stjóra Ljósanna í bœnum. Enginn vafi er á að þessir menn eiga allir eftir að fara á kostum saman í hljómsveit. Allir hafa þeir staðið sig prýðisvel á árinu sem nú er liðið og segja má með sanni að valinn maður sé í hverju rúmi. Smíði verðlaunagripsins, sem veittur verður á Stjörnumessunni, er nú að nálgast lokastig. í fyrramálið afhenda þriðjaárs nemendur við Myndlistar- og handíðaskólann tillögur sínar að verðlaunastyttu. Steypa hennar hefst síðan hjá Hellusteypunni annað kvöldeða á mánudag. Þá er ekki eftir öðru að bíða en að sœkja blý- antinn og byrja að fylla út. Er þiö hafið skrifað eins mikið og þið getið, setjið þið seðilinn í um- slag og merkið það Vinsældava/ { Dagblaðsins og Vikunnar Síðumúla 12, 105 Reykjavík. Lengi lifi lifandi tónlist! -ÁT- Innlendur markaður Hljómsveit ársins: Söngvari ársins: x._____________ Söngkona ársins: Lag ársins: HljóðSæraleikari ársins: X.______________________ LagahöEundur ársins: ________________ Textahöfundur ársins: X._________________ Sjónvarpsþáttur ársins: X.____________________ Utvarpsþáttur ársins: I.___________________ Erlendur markaður Hljómsveit ársins: X._______________ 3.- Söngkona ársins: 1.____________ Hljómplata ársins: X.______________ Söngvari ársins: X.______________ Hljóöfæraleikari ársins: X. _________________ Lagahöfundur ársins: * Athugiö: X. sæti gefur 3 stig, 2. sæti 2 stig og 3. sæti X stig. Hvað veistu um tónlist —Viltu eignast sjónvarp? Cítarlaikorl hlfómsvtltarlnnar Chicago tist af voðaskotl í utiphafl ársins. Hvað hit hannT ■ I hvaöa hljómsecit er gitarleikarinn j» norski, Sven Arve Hovland, starfandl núT Hltómsveltln Brimkió lik á 21 dansleih viöa um 1 and síöastllölö sumar. í för meö hlfómsveitlnnl voru tvelr brctöur sem þá höföu nýiega sunglö Intfá plötu. Hvaö heltlr platanT to Hver varö textahöfundur árslns 1977 aö matl tesenda Dagblaöslns og Vikunnar? h Hlfómsvoitin Boston sendl á árlnu frá sir nýla LP-plötu, aöra i röölnnl. Hvaö heltlr sú plataT , Gestakomur erlendra skemmttkrafta voru |S óvenfu tíðar á ístandl árlö 1978 mlöaö vlö fyrrl ár. Tvctr enskar popphlfómsveltlr hitdu hifómloiko og elnn þekktur seenskur söngvarl. Nefnlö nöfn hlfómsveltanna og söngvarans stenska. Trommulelkarl rohkhlfómsveitarlnnar Who list selnnlpart árslns. Hvaö hit hannT Hver er bassalelkarl htfómsveltarlnnar ÞursaflokkslnsT Söngvarlnn Johnny Rotten, sem nú kallast 10. John Ijidon, settl nýtega á stofn hlfómsvelt. Hvaö heltlr húnT DogblnólA og hlfóptötudelld Fátkans hafa meö sir samstarf um getraunalelk, sem blrtlst í Dagblaölnu á þrlggfa vlkna frestl. Hvaö nefnlst þessl lelkurT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.