Dagblaðið - 07.02.1979, Side 1
L
I
dagblað
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 - 32. TBU.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
IL8 blindlendingarkerfið á Sri Lanka í ólestri:_
LEIDDIRANGUR GEISU
ÞOTUNA í JÖRDINA?
„Sérstakt aðvörunartæki (Ground
proxmity warning system) er gefur til
kynna er flugvél flýgur neðar þess
geisla er blindlendingakerfi flugvalla
(ILS) gefur til kynna gaf enga aðvörun
áður en Flugleiðaþotan flaug i jörðina
skammt frá flugvellinum á Sri Lanka.
Tæki þetta var í lagi er flugvélin hóf
ferðina frá Jeddah,” sagði Leifur
Magnússon, flugrekstrarstjóri Flug-
leiða, í viðtali við DB í morgun.
ILS kerfi senda frá sér rafeinda-
geisla er flugmenn geta ákvarðað hæð
flugvélarinnar eftir nákvæmlega ef
ILS tækið er rétt stillt. Slík tæki á að
stilla með nokkurra mánaða millibili
en hafði ekki verið stillt siðan 1977 og
—aðvörunartæki þotunnar um f lug undir geislann gaf
aldrei viðvörun — ILS kerfið ekki rannsakað eftir
slysið — var lýst bilað nokkru síðar
af og til verið bilað síðan, að þvi er
kemur fram í fréttatilkynningu rann-
sóknamefndar Flugleiða.
Flugstjórinn flaug skv. því kerfi
fyrir slysið enda hafði hann áður
fengið staðfest að það væri þá i lagi.
Þá flaug hann svonefnt radaraðflug,
en radarinn getur ekki gefið hæðir til
kynna, heldur stefnu. sem var rétt.
Fjarskiptatæki flugstjórans voru stillt
á tíðni radarleiðbeininga'uannsins
svo hann heyrði ekki er starfsmaður i
flugturni reyndi að aðvara hann um of
litla hæð rétt fyrir slysið, enda gerði
starfsmaðurinn það á bylgjulengd sem
flugvélin átti ekki að nota fyrr en eftir
lendingu. Búið var að heimila þotunni
lendingu.
Það er föst venja að flugprófa þegar
í stað hlutaðeigandi aðflugskerfi eftir
flugslys, en það var ekki gert í þessu
tilviki. Hins vegar var ILS kerfið lýst
bilað nokkrum dögum seinna.
Hæðarmælar þotunnar voru báðir
rétt stilltir en i þrumuveðrinu sem hún
flaug í rétt fyrir slysið, munu flug-
rhennirnir fremur hafa treyst á ILS
kerfið en þá, þar sem þeir geta gefið
villandi upplýsingar við slik óvænt
skilyrði.
Flugmálayfirvöld á Sri Lanka hafa
nú slegið á frest um óákveðinn tíma’
ráðstefnu um endanléga orsök slyss-
ins. Að sögn Leifs i morgun er ekki
loku fyrir það skotið að þotan hafi lent
i geysilegu niðurstreymi í hinu óvænta
veðri, en hefði svo verið hefði tækið,
sem i upphafi var nefnt, átt hvort eð cr
að gefa viðvörun gagnvart ILSgeislan-
um.
- GS
meir en nóg af snjónum og vetrarríkinu
hefur snjórinn þó óneitanlega alltaf
sínar björtu HHðar. • Þessi ungi
ökumaður hefur svo sarfnarlegá lcojrnið
auga á það þar sem hann keyrir á
fleygiferð * en jafnframt ^ af, mikilli
einþfútkigu niður snævj þakinn
bratfann.
GAJÆÍB-«iynd Horóur.
Krafa Ragnhildar Helgadóttur í Sameinuðu þingi:
„VIÐTALIÐ Á BORÐIÐ,
BENEDIKT”
Miklar umræður
„Það er krafa þingmanna að viðtalið
sé lagt fram orðrétt á því máli sem það
fór fram á,” sagði Ragnhildur Helga-
dóttir á fundi Sam. þings í gær er enn
var gerð hríð að Benedikt Gröndal
vegna ummæla sem hann er sagður hafa
látið sér um munn fara við norska sjón-
varpið og hafi ummælin falið í sér viður-
kenningu á rétti Norðmanna til 200
milna auðlindalögsögu við Jan Mayen.
Engin sérstök viðbrögð urðu við
kröfu frúarinnar en Benedikt sagði i
umræðunum að norskum ráðamönnum
hefði verið gert Ijóst að íslendingar
áskildu sér allan rétt varðandi lögsögu
við Jan Mayen og byggðu mál sitt á
sanngirniskröfum.
Allt þetta Jan Mayen tal blandast við
umræður um fiskveiðisamning við
Færeyinga. Allir þingmenn sem um
samningana hafa talað hafa lýst
stuðningi við þá að Lúðvík Jósep wni ■ >p
Garðari Sigurðssyni undansl, ildum.
Hafa sumir sagzt fylgja þeim geguum
þykkt og þunnt og aðrir að kvóti
Færeyinga hefði jafnvel átt að vera
stærri. Margir hafa þó látið í ljós kvíða
yfir ástandi fiskstofnanna og látið að því
liggja að endurskoða þurfi samninga við
erlendar þjóðir um fiskveiðar hér.
\
Miklar umræður
umfæreysku
fiskveiðisamn
ingana og
lögsögu við
Jan Mayen
Umræður stóðu í 4 klst. i gærdag og
kvöldfundur var boðaður til að freista
þess að Ijúka fyrri umræðu um
færeysku samningana.
-ASt.
Systkini meidd
í gjörgæzlu
— eftir hörkuárekstur
íBorgarfirði
Mjög harður árekstur varð um há-
degisbilið í gær við Andakílsárbrú.
Volkswagen sem var á.leið til Akraness
og í voru fjórir menn, rakst á þingeyskan
vöruflutningabíl á leið norður.
Fólkið i VW-bílnum var allt slasað,
tvennt var flutt rakleitt til Reykjavikur
með flugvél sem lenti á Akranesflug-
velli. Voru það systkini sem bæði hlutu
höfuðáverka. í morgun átti að gera
aðgerð á piltinum en læknar töldu að
hvorugt systkinanna væri i beinni lífs-
hættu. Hinir tveir sem slösuðust hlutu
skurði og skrámur og voru á sjúkrahúsi
Akraness i gær, en fengu heimfararleyfi
í gærkvöldi. -St.
Sjúkraflugvélin kentur með systkinin tii Reykjavikurflugvallar i gærdag. — DB-
mynd Sv. Þorm.