Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 9

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. Skákar útvarpið kananum og Radio Luxemburg — með næturútsendingum —ýmsirtilíMslaginn” Tillaga þremenninganna, Goða Sveinssonar, Erlends Magnússonar og Kristjáns Gíslasonar um rekstur næturútvarps á vegum Rikisútvarps- ins þrjár nætur I viku um helgar I sumar er m.a. grundvölluð á því að þeir íslendingar sem vilja hlusta á út- varp að næturlagi verða að hlusta á út- varpsstöð hersins á Vellinum eða Radio Luxemburg. Telja þeir grund- völl að nýta þennan hlustunartíma og láta hann skila hagnaði með auglýs- ingatekjum. Svo sem DB skýrði frá i gær telja þeir útvarpsráð hafa tekið hugmynd- inni vel en hún er nú til athugunar hjá hinum ýmsu deildum útvarpsins. Reyndar hafa fleiri stungið upp á sliku og má þar nefna Gísla Helgason og Andreu Þórðardóttur. Þá má bæta því við að útvarpsstjóri mun ekki mótfallinn að „létta” dag- skrána eitthvað á kvöldin með mildri léttri tónlist og jafnvel að lengja hana eitthvað fram yfir miðnættið frekar en nú er. Leggist atriði á eitt kann svo að fara að Íslendingar sem eru við vinnu. ferðalög eða annað að næturlagi unt helgar i sumar fái notið léttrar dag- skrár og vinsælla islenzkra laga I stað eingöngu erlendrar dagskrár og aug- lýsinga fyrrnefndra útvarpsstöðva. DB leitaði álits nokkurra áhrifa- manna útvarpsins á þessu máli i gær og fara viðtölin hér á eftir. -GS Baldur Pálmason dagskrárstjóri: Þörfin óljós — ekki mótfallinn að kanna hugmyndina „Ég hef ekki enn gert mér grein fyrir þessum nýju tillögum, t.d. er mér ekki ljóst hver hlustendahópurinn kynni að verða og ekki veit ég hversu mikla þörf það fólk sem ekki er við vinnu á þessum tíma hefur fyrir tónlist,” sagði Baldur Pálmason dagskrárstjóri í viðtali við DB er hann var inntur eftir nýjum hug- myndum um næturútvarp um helgar í sumar. Benti hann á að þeir sem þyrftu á af- þreyingu að halda á næturnar með tón- list hefðu verulega möguleika á því með hljómflutningstækjum sem væru orðin mjög almenn. Ekki vildi Baldur leggjast beint á móti hugmyndinni en taldi nauðsynlegt að skoða hana nánar, t.d. kostnaðarhlið hennar. - GS Andrés Björnsson útvarpsstjóri: Vafa- laust skoðuð eins og aðrar hug- myndir — líkleg viðbrögð og kostnaður næturútvarps ókönnuð Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagðist eiga erfitt með að tjá sig nokkuð um næturútvarpshugmyndina, er DB ræddi við hann í gær, enda hafði hann þá ekki séð nýjustu hugmyndirnar um slíkt nema af frásögnum blaða. Sagði hann þessa hugmynd vafalaust skoðaða eins og aðrar hugmyndir sem væru i gangi. Er hann var spurður álits á Hörður Vilhjálmsson fjármála- stjóri fullyrðir að næturútvarp mundi hafa mikinn aukakostnað i för með sér. Baldur Pálmason: Þöríin óljós með tilliti til mikils fjölda hljóm- flutningstækja almennings. Andrés Björnsson er ekki talinn mótfallinn að létta dagskrána á kvöldin og jafnvel lengja hana. næturútvarpi, án tillits til utanaðkom- andi hugmynda a.m.k. tveggja hópa sem boðið hafa fram starfskraft sinn til slíks, sagði hann að ekki hefði enn verið gerð könnun á líklegum viðbrögðum við slíku né kostnaði. Það yrði að skoðast í nánu samhengi áður en ákvarðanir yrðu tekn- ar. Ekki virtist útvarpsstjóra skorta starfskraft er lýsti sig fúsan til þessara starfa. Því væri það eitt atriðið enn hverjir yrðu til þess fengnir og hvernig framkvæmd yrði ef til þess kæmi. - GS Hörður Vilhjálmsson f jármálastjóri: Kynni að hækka afnotagjöldin eða koma niður á öðru — tek annars hugmyndinni vel enda útvarpið frjálst „Hér er öllum hugmyndum vel tekið, þetta er mjög frjálst útvarp, en í fljótu bragði álít ég að slik dagskrá verði að koma fram í hækkuðum afnotagjöldum eða draga verði úr kostnaði við aðra dag- skrárliði," sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri útvarpsins er DB ræddi við hann um hugmyndina að næturút- varpi. Hörður sagðist fyrst hafa fengið hug- myndina til athugunar í gær (mánudag) og væri hann ekki búinn að reikna út kostnaðaráætlun. Nú þegar mætti hins vegar fullyrða að þetta hefði mikinn við- bótarkostnað í för með sér. Það lægi Ijóst fyrir að slíkt útvarp yrði að ná til allra landsmanna sem þýddi lengri vaktir við endurvarpsstöðvar og aukinn orkukostnað, svo eitthvað væri nefnt. Þá gat hann þess að þetta tilboð um næturútvarp væri ekki hið fyrsta því nokkuð væri siðan Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir hefðu boðizt til slíkrar dagskrárgerðar. Einnig minnti hann á að útvarpsstjóri hefði reifað til- lögur í þessa átt í því fólgnar að leika meiri létta tónlist fram eftir kvöldum og jafnvel fram yfir miðnættið. Annars vildi hann ekki taka beina afstöðu til þessa máls að svo stöddu, slikt væri í verkahring útvarpsráðs og menntamála- ráðuneytis. DS MickieGee HEFUR NÚ AÐ BAKI 396kis! ------ X UNGLINGA DANSLEIKUR \ STANSLAUST FJÖR FRÁ vid< !0 KONSERT ALKIE BROOKS O.FL. ”GLEYMD BÖRN '79„ þakka - ANDVÖKU- \ \ flíftryggingafél. innilega fyrir veitta aöstod. Ó&' fP)______________________________ ÚRSLITAKEPPNIN ferfram í HÁSKÓLABÍÓ nœstkomandi laugardag kl. 292 e.h. Aógöngumióar seldir í hljómdeild FACO

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.