Dagblaðið - 07.02.1979, Side 12

Dagblaðið - 07.02.1979, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1979. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. 13 Iþróttir Blikarnir mæta Víkingi að Varmá t kvöld leika Breiöablik og Víkingur einn af 16 liöa úrslitaleikjum í Bikarkeppni HSÍ. Á undan keppa lið úr 5. flokkum sömu félaga vináttuleik. Leikirnir veröa aö Varmá 1 Mosfellssveit og hefst sá fyrri kl. 20.30. Vafalaust munu flestir líta á bikarleik þessara félaga sem leik kattarins aö músinni, enda staöa karla- flokka þeirra æði ólik í deildakeppni íslandsmötsins enn sem komiö er og lið Víkings núverandi bikarmeist- ari. Kornungt liö BreiöabUks meö flesta leikmcnn sína aöeins á ööru ári í meistaraflokki hefur þó sVnt, að þaö getur leikiö góöan handknattleik og barizt. Liöiö befur verið 1 öldudal nú undanfariö, en samt cr ekki að vita... ekki sizt ef þaö fengi viðUka stuðning frá áhorfendum og Uö Víkings nýtur, en stuðningsfólk Breiðabliks hefur hingað til aö mestu leyti látiö hand- knattleikslið félagsins 1 friði! 18 voru með níu rétta Sl. laugardag tókst enskum i fyrsta sinn á þessu ári að leika svo til alla leiki 1. deildar samkvæmt leikja- skrá. Reyndist því ekki nauðsynlegt aö taka fram ten- inginn til þess aö „búa til” réttu getraunaröðina. Frá þvi i dcsember hefur oröið aö fresta 295 knattspyrnu- leikjum 1 Englandi og cr fyrirsjáanlegt, aö leiktima- bilið framlengist eitthvað fram eftir maimánuði I vor, en slikt var gert vorið 1963, er frestað haföi veriö 363 leikjum. Sem dæmi um þrengslin og erfiðleikana hjá enskum, er leikurinn Lecds — WBA, sem fram átti aö fara 1 4. umferð bikarkeppninnar hinn 26. janúar, en var frestað vegna fannkomu. Liðin gátu ekki leikiö i vikunni á eftir, vegna undanúrsUta deildabikarkeppn- innar, þau geta ckki leikið 1 þessari viku þar sem bæöi eiga leik I Evrópubikarkeppninni, og er leikur þeirra nú ákveðinn 12. febr. en 17. febrúar á síöan sigurveg- arinn að leika i 5. umferðinni. Í 24. leikviku komu fram 18 raöir með 9 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 47.500, með 8 rétta voru 234 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 1.500. Næsti seðill litur þannig út: Arsenal — Middlesbro Birmingham — Leeds Bolton — Liverpool Coventry — Tottenham Derby — Norwich Everton — Bristol City I pswich—Southampton Manch. City — Manch. Utd. Nottm. For. — Aston Villa QPR— Wolves WBA — Chelsea C. Palacc — Stoke Youri llitshev kominn í slaginn Youri Ilitschev, þjálfari islenzka landsliðsins og Víkings, kom til landsins i gærkvöld. Hann mun þegar I vikunni hefja æfingar með Víkingi og verkefnin i landsleikjum I sumar verða mörg og strembin. Viður- eignir við mörg fremstu landslið heims, V-Þýzkaland, Holland, Pólland og A-Þýzkaland. Það verður þvi í nógu að snúast hjá Youri og honum ætti ekki að leið- ast verkefnaieysi eins og siöastliðið sumar — verkefn- in hjá landsliðinu og Vikingi verða næg. Unglingameistara- mót í badminton Unglingameistaramót ísiands í badminton fer fram um næstu helgi. Mótið verður haldið 1 fþróttahúsinu á Akranesi, og hefst það með setningarathöfn kl. 12 á laugardag. Á sunnudag kl. 10 árdegis verða undanúr- slit i einliðaleik, en kl. 14 hefjast úrsiitaleikirnir. Unglingameistaramótið er ætið með stærstu mótum I hadminton, og svo er lika raunin á nú. Þátttakendur verða um 100, frá TBR, Val, KR, Akranesi, Garðabæ, Hafnarflrði og Siglufirði. Á undanförnum árum hafa TBR-ingar og Akurnes- ingar sigraö I flestum flokkanna, og við þvi er cinnig að búast að svo verði nú. Má reikna með mörgum spennandi leikjum milli Skagamanna og Reykvikinga um helgina. Siglfirðingar koma með stóran hóp kepp- enda á mótið. Litið cr vitað um styrk þcirra, en sú var tfðin, að þeir sigruðu I næstum öllum flokkum á ungl- ingameistaramótum. Starfsemin þar nyrðra hefur verið I nokkurri lægð að undanförnu, en með nýjum þjálfara er við þvi að búast, að þeir fari að „rétta úr kútnum”. Það verður vafalaust mikið um að vera á Akranesi um helgina, þegar allur unglingahópurinn sækir staðinn heim. Bæjarbúar ættu ekki að láta þetta mót fara framhjá sér, heldur leggja leið sina i iþróttahúsið, og kynnast þessarí fögru iþrótt. Iþróttir Iþróttír Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir HK mætti ekki — og leikur Vals og HK því f lautaður af — 2ódýr stigtilVals Nýliðar HK mættu ekki til leiks við meistara Vals í 1. deild fslandsmótsins i gærkvöld. Þannig vildu þeir mótmæia vinnubrögðum mótanefndar HSÍ, eins og þeir orða það. Valsmenn fengu því tvö ódýr stig og liklegt að HK verði dæmdur leikurinn tapaður og refsað. Upphaflega átti viðureign HK og Vals að fara fram 21. desember cn var þá frestað. „Leikur HK og Vals var settur á formlega siðastliðinn miðvikudag. Ástæða þess að ekki var hægt að ganga endanlega frá þessu fyrr var, að KKÍ hafði lagt fram beiðni um aö leika í kvöld, KR — UMFN. Sá leikur fór fram í gær og þvi var ákveðið á miðvikudag Ósigrar íWales — íborðtennis tslenzka landsliðinu I borðtennis hefur gengið heldur illa í C-riðli Evrópukeppninnar. íslenzka liðió hefur tapað öllum sínum leikjum. Eins og skýrt var frá I DB í gær töpuðust leikir gegn Noregi, 7—0, síðan gegn Jersey 4—3, þá Guernsey 5—2. Og gegn Wales átti ísland aldrei möguleika, tap 0—7. Það sama var uppi á teningnum gegn Sviss — ósigur 0—7. Meistarar ÍS mæta Þrótti Einn af úrslitaleikjum fslandsmótsins i blaki fer fram i kvöld i Hagaskóla. Það er viðureign fslandsmeistara ÍS og Þróttara. Meistarar ÍS verða að sigra, vilji þeir halda i von um meistaratign en sigri Þróttur þýðir það i raun að meist- aratign væri komin inn við Sæviðarsund. Peter Shilton — settur út. að setja viðureign HK og Vals endan- lega á í kvöld,” sagði Ólafur A. Jónsson, formaður mótanefndar HSÍ í viðtali við DB. „Valsmenn fengu að vita formlega um leikinn með hálfs annars sólarhrings fyrirvara en HK sólarhring þar áður. Annars er það ekki aðalatriðið, sam- kvæmt reglum HSÍ eru engin ákvæði um hve langan fyrirvara beri aö hafa og framkoma HK er með öllu óafsakan- leg,” sagði Ólafur ennfremur. „Ég fór á skrifstofu HSÍ fyrir um þremur vikum að mig minnir og spurðist fyrir um hvenær þessi frestaði leikur yrði. Ég vildi jú undirbúa lið mitt en að formlega hafi verið tilkynnt var ekki. Það kom svo á mánudag,” sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals. Og Jón Pétur Jónsson, landsliðs- maður Vals, var greinilega ekki hrifinn að fá ekki leik. „1 fyrra fengum við að vita með sólarhrings fyrirvara um að við ættum að leika viö Hauka — og þá lék- um við,” hafði hann um málið að segja og brá sér á æfingu í staðinn. „Þetta er leiðindamál frá okkar bæjar- dyrum séð. Við mættum ekki til leiks I gær og vildum við i HK mótmæla þannig klaufaskap formanns mótanefnd- ar HSÍ, Ólafs A. Jónssonar, útaf leik Vals og HK. Þar fékk annað félagið að vita um leikinn með 10—12 daga fyrir- vara af leiknum en við höfðum enga staðfestingu fengið fyrr en á sunnudag, rétt fyrir klukkan 12 á hádegi. Þessum vinnubrögðum mótmælum við HK- menn og álítum að þar sem við erum í 1. deild að iþróttafélögum sé ekki mismun- að á þennan hátt,” sagði Þorvarður Áki Eiríksson, formaður HK, I viðtali við DB. „Samkvæmt viðtali við Þórð Sigurðs- son, formann Handknattleiksdeildar Vals, staðfesti hann það við mig á mánu- dag að þjálfari Vals, Hilmar Björnsson, hefði vitað þetta fyrir 10—12 dögum. Enda vissu allir leikmenn Vals um leik- inn á sunnudag, er þeir voru að fara til Vestmannaeyja og áttu tal við Karl Jó- hannsson. Hann fór með sömu flugvél til að dæma leik Týs og Vals. Samt full- yrðir Ólafur A. Jónsson það, að Val hafi ekki verið tilkynnt þetta fyrr en á mánu- dag. Þarna er staðhæfing gegn staðhæf- ingu. Svona vinnubrögð sættum við HK-menn okkur ekki við og mótmælum svona geðþóttaákvörðunum formanns mótanefndar. Enda er mælirinn orðinn fullur hjá fleiri félögum en okkur. Við leggjum eindregið til, að formaður móta- nefndar athugi sinn gang betur, áður en blaðran springur að fullu og púðrið verður meira en orðið er,” sagði for- maður HK, Þorvarður Áki Eiríksson, ennfremur. I í skotfæri og Ármann skoraði eitt af 10 mörkum sínum i sigrinum gegn KR. DB-mynd Bjarnleifur Ármann kaffærði Ægi — ísundknattleiknum í Reykjavíkurmótinu, sigraði 10-6 Þaö var hart barizt, og mikið kaffært í Sundhöll Reykjavíkur i gærkvöld er Ármann og Ægir mættust í Reykja- víkurmötinu í sundknattleik. Ægir sigraði KR í fyrsta leik mótsins og þvi búizt við harðri baráttu. En það fór á annan veg — Ármann varð hinn öruggi sigurvegari, sigraði 10- 6. Það var aðeins í upphafi að jafnræði var með liðunum en fyrsta lota fór 2-1 Ármanni í vil. Ármann jók muninn i þeirri næstu, vann hana 4-2 og komst því í 6-3, síðan 8-3 en lokatölur urðu 10- 6. Ármenningar standa nú með pálm- ann í höndunum en aðeins þrjú lið taka þátt i meistaramótinu, eins og raunar áður. Yfirburðir Ægis - á unglingameistaramótinu í sundi — Ólaf ur Einarsson hef ur sett tvö sveinamet Bjarni Björnsson náði ágætum tíma, miðaö við árstima á innanfélagsmóti Ægis í Sundhöllinni i gær. Hann synti 400 metra skriösund karla á 4:19.3. t þessu sundi setti Ólafur Einarsson, Ægi sveinamet, 12 ára og yngri, en hann synti á 5:22.7. Gamla metið átti Eðvard Þ. Ron Greenwood setti Shilton út í kuldann — Englendingar mæta N-írum á Wembley í kvöld „N-írar eru í efsta sæti riðilsins og hljóta þvi að teljast sigurstranglcgri,” sagði Ron Greenwood, framkvæmda- stjóri enska iandsliösins við enska blaðamenn þegar hann tilkynnti val sitt á enska landsliðinu er í kvöld mætir N- trum í Evrópukeppni landsliða á Wembley i Lundúnum. Ron Greenwood tók greinilega reynsluna fram yfir tilraunir undan- farinna leikja. Þannig fengu lcikm. eins og Laurie Cunningham og Viv Ander- son, blökkumennirnir ekki að reyna sig. Eini leikmaðurinn er undanfarið hefur verið fastur í enska liðinu en ekki verður með er Ray Wilkins. Hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur, en er nú heill. Tony Currie Leeds United tekur stöðu hans. Þá vekur það mikla athygli að mark- vörðurinn snjalli Peter Shilton er ekki valinn. Greenwood tekur Ray Clemence fram yfir hann en Shilton varði snilldar- lega í leik sínum gegn Tékkum og þótti þá hafa sannað að honum og engum öðrum en honum bæri peysa númer 1 í enska landsliðinu. En enska landsliðið er skipað: Ray Clemence Liverpool, Phil Neal Liver- pool, Emlyn Hughes Liverpool, Dave Watson Manch. City, Mick Mills Ipswich, Trevor Brooking West Ham, Kevin Keegan Hamburger, Tony Currie Leeds, Steve Coppell Manch. Utd., Bob Latchford Everton, Peter Bames Manch. City. Ekki er þó alveg vísr að Latchford leiki, hann á við minniháttar meiðsli að stríða en ef hann leikur ekki þá tekur Tony Woodcock stöðu hans. Ýmsir leikmanna Greenwood hafa verið gagnrýndir undanfarið, og val Greenwood á þeim hefur verið gagnrýnt óspart. Þannig er enski fyrirliðinn, Emlyn Hughes stöðugt undir gagnrýni. Honum hefur undanfarið gengið illa að komast í lið Liverpool — verið vara- maður. Þó hefur hann leikið síðustu leiki vegna meiðsla Phil Thompson og þar einmitt er ástæðan fyrir því að Hughes er aftur i liðinu. Greenwood hefði sennilega valið Thompson. Þá hafa þeir átt fremur daufa leiki með liðum sínum, Steve Coppell og Peter Barnes. Búizt var við að Barnes dytti út — þangað til á laugardag í Lundúnum gegn Tottenham, en þá var hann í banastuði og hvað eftir annað tætti hann vörn Tottenham í sig. Kevin Keegan sagði á blaðamanna- fundi að hann byggist ekki við að leika í Englandi aftur. „Eina liðið sem 'ég færi til væri Liverpool. Þeir eru beztir,” sagði Keegan. N-írska liðið er eingöngu skipað leik- mönnum úr 1. deild og er það i fyrsta sinn i mörg ár að líkt hefur átt sér stað. En liðið er, Pat Jennings Arsenal, Pat Rice Arsenal, Jimmy Nicholl Manch. Utd., Chris Nicholl Southampton, Sammy Nelson Arsenal, David Mc- Creery Manch. Utd., Sammy Mcllroy Manch. Utd., Martin O’Neill Nottm. Forest, Terry Cochrane Middles- borough, Gerry Armstrong Tottenham og Billy Caskey Derby. Eövardsson, ÍBK en það var 5:26.8 og setti hann það I haust. 1 400 metra skriðsundi kvenna sigraði Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi á 4:51.1. Unglingamcistaramót Reykjavíkur fór nýlega fram og Ólafur Einarsson, Ægi setti þá sveinamet. Hann synti 100 metra skriðsund á 1:08.9. Hann bætti þar með einnig gamalt met Edvards en það var 1:11.2. Ægir hafði gifurlega mikla yfirburði á meistaramótinu en það var haldið í 12. sinn og ávallt hefur Ægir sigrað. En úrslit í stigakeppni mótsins urðu: Ægir 285,5 Ármann 56.5 KR 24 — Ólafur Einarsson eftir metsundið I Höllinni i gær. DB-mynd Bjarnleifur. ENSKUR SIGUR í SWANSEA - í landsleik u-21 árs. Stoke að hlið Brightoní2. deild Englendingar og Walesbúar mættust I landsleik undir-21 árs I Swansea I gær- kvöld. Úrhellisrigning var og völlurinn svað — mjög erfitt að leika knattspyrnu. Enda var knattspyrnan er liðin sýndu ákaflega léleg. Enska liðið sigraði 1-0. Glen Hoddle skoraði eina mark leiksins I siðari hálfleik eftir hroðaleg mistök varnarmanna Wales. 1 2. deild á Englandi þokaði Stoke City sér að hlið Brighton í efsta sæti 2. deildar með því að ná jafntefli, 0-0, gegn Luton. Fimm leikjum var frestaö í gær- kvöld, vegna snjóa og frosts. En nokkrir leikir fóru fram og úrslit urðu: 2. deild Luton — Stoke 0-0 Sheff. United — Fulham 1-1 3. deild Rotherham — Southend 2-1 Walsall — Blackpool 2-1 4. deild Aldershot — Reading 2-2 Bournemouth — Port Vale 3-1 Crewe — Hereford 0-0 Sigurður snjall meðOlympia — Sigurður Sveinsson, Þróttarinn ung\, vekur athygli í Svíþjóð Sigurður Sveinsson, Þróttarinn ungi er hélt til Sviþjóðar í haust, gerir það gott með liöi sínu, Olympia. Sigurður hefur vakið athygli fyrir þrumuskot sín. Staða Olympia hefur batnað heldur, þó hún sé alvarleg á botni Allsvenskan. Þegar Olympia tapaði nýlega fyrir Ystad fékk Sigurður mjög góða dóma. Sagt að liðið hafi tekið framförum frá í haust. Og sænska stórblaðið Dagens Nyheter segir: „Sigurður Sveinsson er liðinu mikill styrkur. Það sýndi hann glöggt gegn Ystad. Vissulega varð Bo Johansson enn markhæstur leikmanna Olympia með sín átta mörk, 3 víti, en það var Sveinsson sem olli vörn Ystad mestum vandræðum”. Olympia byrjaði mjög vel gegn Ystad, komst í 3—0 og síðan 5—1 en Ystad náði aðjafna, 7—7 og komst síðan yfir 11—8 fyrir leikhlé. Það var öruggúr sigur Ystád er varð uppi á teningnum, 25—19. Bo Johansson skoraði flest mörk Ystad, 8— 3 víti. Sigurður Sveinsson skoraði 6 mörk og voru þessir tveir lang- markhæstir. Hjá Ystad, en Vikingur sló einmitt sænska liðið út úr Evrópukeppni bikarhafa, var Lars Erikson markhæstur með 10 mörk. Basti Rasmussen skoraði 6 mörk. Áhorfendur I Ystad voru 1329. En áður hafði Olympia náð að vinna sinn fyrsta sigur í Allsvenskan. Það var gegn Hellas, 21 — 18, 11—8 í leikhléi. Þá voru þeir Bo Johansson og Sigurður Sveinsson markhæstir. Bo skoraði 7 mörk, 2 víti, en Sigurður 5 mörk. Greinilegt að Olympia styrkist nú og þrátt fyrir slæma stöðu er von til að halda sæti í Allsvenskan. Staðan í Allsvenskan er nú: Heim 16 13 0 3 393—328 26 Drott 16 II 1 4 392—336 23 YstadsIF 16 10 2 4 362—307 22 LUGI 16 10 1 5 357—314 21 Kristianst. 16 10 1 5 365—326 21 Vikingarna 16 9 2 5 343—329 20 Hellas 16 8 0 8 321—325 16 GUIF 16 7 1 8 345—368 15 Redbergslid 16 7 0 9 309—332 14 AIK 16 2 2 12 311-368 6 Olympia 16 1 2 13 304—366 4 KirunaAIF.16 I 2 13 304—407 4 - 4 6. thl. 41. ár«. S. IVh. 1079 \ tró kr. 650 Vortískan 1979 Sjá viðtal við tískufrömuð í New York Á skíðum í Kítzbiihel og Kerlingarfjöllum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.