Dagblaðið - 07.02.1979, Síða 24

Dagblaðið - 07.02.1979, Síða 24
TN C Taugaspennan aukin í ákvæðisvinnu f iskiðnaðarkvenna: ) REFSIBONUS ER NÚ ÞAÐ NÝJASTA — f iskiðnaðarkonur á Akranesi mótmæla Fiskiðnaðarkonur á Akranesi samþykktu á fundi sínum um helgina að mótmæla beitingu svonefnds refsibónuss, sem a.m.k. eitt frystihús á staðnum hefur tekið upp og konurnar líta á sem enn aukna spennu i ákvæðisvinnunni. Fleiri hús fyrir- huga þaðsama. í ákvæðisvinnunni fá konurnar greitt eftir afköstum. Upp á siðkastið, eða eftir að gallaðra íslenzkra fiskaf- urða varð vart á Bandaríkjamarkaði, hefur gæðaeftirlit verið stórhert í mörgum frystihúsum. Gallarnir eru gjarnan raktir til fisk- verkunarkvennanna án tillits til hvaða hráefni þær fá til úrvinnslu. T.d. er gjarnan mikill hringormur í línufiski af grunnslóð, sem kostar mikla og ná- kvæma hreinsun. Þá getur háefnið stundum orðið helzt til gamalt i mikl- um aflahrotum þegar illa hefst undan o.s.frv. Þegar galla verður vart í afurðum einhverrar konu ber henni að endur- vinna hina aðfinnsluverðu vöru og kemur það að sjálfsögðu niður á heild- arafköstum hennar og tekjum þann daginn. Komi slíkt fyrir þrjá daga í röð, fær konan ekki að vinna bónusvinnu fjórða daginn og er það nefnt refsibónus. Að sögn formanns kvennadeildar Verkalýðsfélagsins á Akranesi, Her- dísar Ólafsdóttur, er henni ekki kunnugt um að slíku sé beitt í stærri frystihúsum annars staðar á landinu. Telur hún ekki óeðlilegt að teknar verði upp viðræður um breytilegar timaákvarðanir í ákvæðisvinnu með tilliti til ástands hráefnis hverju sinni. Vinnur hún nú að því að koma slíkum viðræðum á viö rekendur frystihúsanna ef ekki verður fallið frá þessu strax. -GS. Tæpir þrír milljarðar á nafnlausum bankabókum: „Varla mið- stöð neðan- jarðarhag- kerfisins” — segir Svavar Gestsson „Þessi könnun var framkvæmd af starfsmönnum bankanna sjálfra en ekki bankaeftirlitsins og því má segja að á henni sé dálitill fyrir- vari,” sagði Svavar Gestsson við- skiptaráðherra í viðtali við Dag- blaðið í morgun varðandi könnun á innstæðum nafnlausra banka- bóka i innlánsstofnunum landsins. Komið hefur i Ijós, að innstæðurn- ar nema 2.799 milljónum króna og eru bækurnar7.917 talsins. „Við erum að kanna hvort reglugerð varðandi þessar bækur haldi eða hvort setja þurfi sérstök lög um bækur þessar,” sagði Svavar ennfremur. „Ég vil hins vegar segja það, að ég hef ekki mikla trú á þvi að þarna sé mið- stöð neðanjarðarhagkerfisins að finna.” - HP Hafskipsmálið: Yfirheyrslur enn í gangi Yfirheyrslur í svonefndu Haf- skipsmáli eru enn í fullum gangi að sögn Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra í Rannsóknarlögreglu ríkisins. Eins og DB skýrði frá sökuðu stjórnarmenn fyrirtækisins stjórnarformanninn um stórfellt fjármálamisferli innan fyrirtækis- ins og sat hann í liðlega mánaðar gæzluvarðhaldi. Þá voru m.a. stjórnarmenn Haf- skips yfirheyrðir. Það eru þó ekki þeir sem eru I yfirheyrslum þessa dagana. Hins vegar vildi Erla ekki tjá sig um hvaða aðila væri verið að yfirheyra nú, þar sem rann- sóknin er ekki komin á lokastig. Stjórnarformaðurinn lét að því liggja i viðtali við DB að loknu gæzluvarðhaldi að hinir stjórnar- mennirnir hefðu flutt einhverja peninga úr landi undir yfirskini Hafskips. Þess vegna hefur rann- sóknarlögreglan nú fengið afrit af öllum gjaldeyrisyfirfærslum fyrir- tækisins sl. ár. Ekki fást enn upp- lýsingar um hvort afritin hafa sannað eða afsannað aðdróttanir stjórnarformannsins. . GS ENGA FREKJU, GOÐI! Það er eins og jeppanum mislíki stórnm pústrarnir sem strætó hefur veitt honum á hinum hálu og mjóu götum borgarinnar. Enga frekju, góði, gæti hann hafa sagt, ef hann mætti mæla, Willysinn að tarna. Því miður hafa skilyrðin til aksturs að undanförnu verið einstaklega erfið, og sjón sem þessi allt of algeng. Árangurinn er tug- og hundruð þúsunda fjárútlát fyrir hina ólukkulegu bíleigendur sem í vandræðum lenda. DB-mynd Hörður ( BæjarráðsfuHtrúi AlþýðuflokksinsíKópavogi: J „TEK UNDIR BÓKUN FULLTRÚA SJÁLFS- STÆÐISFLOKKSINS” —■ um heimildarleysi formanns bæjarráðs um ráðstöf un olfumalarinnar Bæjarráð Kópavogs hélt vikulegan fund sinn i gær, þar sem m.a. var fjallað frekar um Olíumalarmálið og bókun Richards Björgvinssonar frá fyrri bæjar- ráðsfundi, þar sem Richard telur að for- maður bæjarráðs, Björn Ólafsson, hafi farið freklega út fyrir valdsvið sitt, er hann i samráði við nokkra starfsmenn bæjarins lánaði Olíumöl hf. rúmlega 1700 tonn af olíumöl I eigu Kópavogs- bæjar. 1 viðtali við Guðmund Oddsson bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins i morgun kom fram að á fundinum i gæriók hann undir bókun Richards, þar sem talað er um heimildarlausa ráðstöfun á eigum bæjarins. Hann benti þó á að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið í. meiri- hlutaaðstöðu í Kópavogi undanfarin 8 ár og þá hefði verið ástæða til að kanna málefni Olíumalar og samskipti við fyrir- tækið. Guðmundur sagðist fagna því að hreyfing væri komin á málið, það væri þá ekki hætt við umfjöllun um það. Hann sagði þó að erfitt hefði verið að ræða málefni Olíumalar hf. og olíumalarlánið á fundinum i gær þar sem hvorki formaður bæjarráðs, né bæjarstjóri hefðu setið fundinn. Richard Björgvinsson sagði í morgun að á bæjarráðsfundinum í gær hefði hann bókað leiðréttingu á meðferð talna sem formaður bæjarráðs hefði viðhaft i Dagblaðinu. Þá vildi Richard einnig koma því að að Dagblaðið hefði ekki átt viðtal við hann i fyrradag heldur hefði blaðið vitnað beint i bókun frá bæjar- ráðsfundi. -JH. frjálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 7. FEB. 1979. Bæjarstjóramálið íEyjum: Sigfinnur sýknaður Fyrrverandi bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, Sigfinnur Sigurðs- son, var í gær sýknaður í sakadómi Reykjavíkur af ákærum um mis- ferli í starfi sinu í Eyjum. Sigfinnur tók við bæjarstjóra- starfinu í ágúst 1975 en fór frá skömmu síðar eftir að upp úr sauð með honum og bæjarstjórn. Nokkrir bæjarfulltrúanna kærðu Sigfinn síðar fyrir meint misferli i starfi. Að rannsókn lokinni var gefin út opinber ákæra vegna tveggja atriða i kæru bæjarfulltrúanna — ætlaðra ofgreiddra launa Sigfinns til sjálfs sín og ætiaðrar misnotk- unar á fé bæjarsjóðs til leiguflugs i einkaerindum. Haraldur Henrýsson, sakadóm- ari, sem kvað upp dóminn, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að Sigfinnur hefði ætlað að auðgast á kostnað bæjarsjóðs hvað varðar fyrra ákæruefnið, og að ekki hafi verið sannað að flugferð- in hafi verið farin í einkaerindum bæjarstjórans. ÓV Hærra verð til íslend- inga en til varnar- liðsins Hljómflutningstæki eru seld hærra verði til umboðsmanna framleiðslufyrirtækja á íslandi heldur en sams konar tæki eru t.d. seld til verzlunar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. DB veit um eitt staðfest dæmi um slík mismunandi verð á sömu tækjum frá sama framleiðslufyrir- tæki og ætla má að sama gildi um fleiri gerðir slíkra tækja. Það mun viðtekin regla erlendra fyrirtækja að ákveða sölverð sitt eftir mark- aðsástæðum á hinum ýmsu stöð- um en ekki að selja framleiðsluvör- urnar allar með sömu prósentu- álagningu. Þegar sá innflytjandi sem í hlut á í áðurnefndu staðfestu dæmi innti framleiðandann eftir ástæðum fyrir lægra verði til varnarliðsins fékk hann það svar, að miðstýrð innkaup væru til allra verzlana á vegum Bandarikjahers. Þar væri samkeppni hörð og því boðið lægra verð en gerist á al- mennum mörkuðum. Engu hefur verið hægt að breyta í þessum efn- um. - ASt. /ís<ðÞad'.x ^Kaupio TÖLVUR >G T.öl BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.