Dagblaðið - 08.02.1979, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
AXEL HÆTTIR HJA
DANKERSEN í VOR
— og flyzt þá heim til Islands á ný ef tir f imm ára dvöl í Þýzkalandi
Axel Axelsson — kemur heim.
„Þaö hefur verið að brjótast 1 mér sið-
ustu vikurnar að hætta hjá Dankersen i
vor og flytjast á nV heim til tslands. Ég
hafði fyrr i vetur ákveðið að vera citt
leiktimabil hjá félaginu — en nú hef ég
tekiö endanlega ákvörðun. Hætti hjá
Dankersen í vor,” sagði Axel Axelsson,
landsliðskappinn kunni i handknattleikn-
um, þegar DB ræddi við hann i morgun i
Minden.
„Ég hef lokið námi hér i Vestur-
Þýzkalandi — tekið verzlunarpróf —
svo það er ekki lengur til fyrirstöðu að ég
og fjölskylda mín geti flutt heim á ný.
Þeim áfanga er náð — en það, sem gerði
útslagið að ég hætti hjá Dankersen er,
að eiginkona min, Kristbjörg Magnús-
dóttir, hefur ekki atvinnuleyfi i Vestur-
Þýzkalandi. Atvinna, sem hún átti aðfá,
brást og það er heldur þreytandi hjá
henni að vera heima allan daginn með
litlu telpuna okkar, þegar ég er i vinn-
unni. Hún hefur skiljanlega heimþrá.
Við höfum því ákveðið að koma
heim. Þetta er ekki svo mikil breyting,
þar sem ég ætlaði aðeins að vera eitt
leiktímabil áfram hjá Dankersen. Við
erum líka að byggja heima á íslandi og
það getur verið gott að fylgjast með
þeim málum,” sagði Axel.
MARTRÖD HJÁ JENNINGS í
MARKINORÐUR-ÍRLANDS
„Þetta hefur verið handbolti og aftur
handbolti síðustu árin, svo ég mun taka
mér gott frí frá honum í sumar. Hins
vegar er ég ekki nema 27 ára — verð 28
ára 25. júlí í sumar — svo ég geri fast-
lega ráð fyrir þvi að ég haldi áfram að
leika heima á íslandi. Frí í sumar og svo
getur maður farið að huga að þeim mál-
um á ný,” sagði Axel.
Frá því hefur áður verið skýrt í DB að
Ólafur H. Jónsson, félagi Axels hjá
Dankersen, mun hætta hjá félaginu í vor
og flytjast heim til íslands á ný. Það
verður því tilhlökkunarefni að sjá þessa
sterku landsliðsmenn klæðast íslenzkum
félagsbúningum á ný — og mun örugg-
lega lyfta íslenzkum handknattleik eftir
nokkra deyfð á innlendum vettvangi
síðustu árin. Þeir hafa báðir verið i sviðs-
ljósinu í Vestur-Þýzkalandi síðustu árin
— Axel i fimm ár, Ólafur í fjögur — og
verið hrósað mjög fyrir leik sinn í sterk-
■ustu deildakeppni heims. Urðu Þýzka-
landsmeistarar með Dankersen 1977.
— England sigraði íra 4-0 í 1. riðli Evrópukeppni landsliða
„Þessir leikmenn hafa reynzt mér vel
hingað til og sanngjarnt að heiðurinn féll
þeim í skaut,” sagði enski landsliðsein-
valdurinn Ron Greenwood eftir að lið
hans vann góðan sigur á Norður-trlandi i
1. riðli Evrópukeppni landsliða á
Wembley-leikvanginum f gærkvöld.
Úrslit 4-0. 92 þúsund áhorfendur — eða
eins og leyft er á leikvanginum — létu vel
1 sér heyra. Hins vegar var leilkurinn
martröð fyrir fyrirliða og markvörð
norður-irska liðsins, Pat Jennings. Hann
lék sinn 75. landsleik f gær og átti mikla
sök á tveimur markanna, sem England
skoraði. Auk þess komu félagar hans
honum tvivegis til aðstoðar — björguðu
á marklfnu frska marksins — en eitt sinn
sýndi Arsenal-markvörðurinn hreina
töfra, þegar hann varði frá Steve
Coppell.
í fyrri hálfleik var leikurinn i jafnvægi
og fátt benti þá til þess hruns, sem síðar
varð hjá liði Danny Blanchflower. Á 22.
mín. varði Jennings frá Coppel en
þremur min. síðar lék litli kantmaðurinn
hjá Manch. Utd. niður allan hægri kant-
inn. Gaf vel fyrir markið. Jennings
hikaði — var á báðum áttum hvað gera
skyldi — og það dugar ekki, þegar Kevin
Keegan er nærstaddur. Keegan, sem átti
stórsnjallan leik, skallaði í mark. Jenn-
ings var mannlegur í þessum leik —
þetta var ekki hans dagur, sagði þulur
BBC. Írar áttu sin færi. Sammy Mcllroy
átti skot i stöng og Ray Clemence var
slappur á tauginni í marki Englands í fyrri
hálfleik. Urðu á mistök eins og félögum
hans i vörninni, Emlyn Hughes og Mick
Mills. Hins vegar átti Dave Watson stór-
leik sem miðvörður.
Fyrstu mín. s.h. gerði enska liðið út
um leikinn. Bob Latchford skoraði eftir
30 sek. Peter Barnes splundraði vörn
íra. Gaf á Keegan, sem renndi knettin-
um til Latchford. Þremur mín. síðar
skoraði Watson með skalla eftir horn-
spyrnu Trevor Brooking. Á 63. mín. tók
Brooking aftur hornspyrnu og Latch-
ford skoraði. Fjórða mark hans í
Evrópuleikjum Englands — og enska
liðið hefur nú skorað 13 mörk í síðustu
fjórum landsleikjum sinum. Oft munaði
litlu að England yki við markatöluna.
David McCreery fékk tækifæri hinum
megin en Clemence varði. Var þar mjög
heppinn að sögn BBC.
Enska liðið lék oft prýðilega i s.h.
Keegan snjall — og Coppell, sem lék
einn sinn albezta landsleik, og Peter
Barnes léku Arsenal-bakverðina Nelson
og Rice grátt. Barnes átti þó til að ein-
leika um of. Þeir léku báðir mjög utar-
lega á köntunum. Þá var Brooking snjall
og Watson frábær. Latchford skoraði
tvö mörk en leikur hans var ekki tilþrifa-
mikill. Vonbrigði með Tony Currie —
og Clemence og Hughes voru ekki sann-
færandi. Phil Neal hins vegar snjall bak-
vörður.
Blanchflower gerði tvær breytingar á
liði sínu í leiknum. Tók Caskey, Derby,
út af og Cochram, Middlesbro, — en I
stað þeirra komu Spence, Blackpool, og
McGrath, Man. Utd.
Báðir hafa leikið lengi I íslenzka lands-
liðinu og Axel er sá leikmaður íslands,
sem hefur hæst markahlutfall allra ís-
lenzkra landsliðsmanna með landslið-
inu. Hefur komizt þar fram úr Geir
Hallsteinssyni síðustu vikurnar — enda
verið drjúgur við að skora.
„Ég veit ekki annað en það verði allt í
lagi með mig í sambandi við keppnina á
Spáni. Ég er tilbúinn i þann slag og vona
að Dankersen komizt ekki í neina alvar-
lega fallhættu. Það er hið eina, sem gæti
breytt Spánarferðinni. Erfitt að standa
gegn því ef forráðamenn Dankersen
neita mér um fararleyfi — en ég vona að
til þess komi ekki,” sagði Axel Axelsson
að lokum.
Heimsmet
Marlics Göhr, Austur-Þýzkalandi, setti
nýtt heimsmet I 100 m hlaupi innanhúss
á móti i Austur-Berlin I gær. Hljóp á
11.29 sek. Þaö er 7/100 úr sekúndu
betra en eldra metið, sem hún átti sjálf.
NYTT
Nr. 24-38
Kr. 6.985.-
FYRIR
SNJÓ
OG
SVELL
Nr. 24-38
405
Vatteraðir mittisjakkar
með hettu. — Litir: Blátt og svart
með rauðum röndum.
Stœrðir: 36—48.
Fást / öllum he/ztu
sportvöruverzlunum landsins.
BIKARINN
SPORTVÚRUVERZLUN - HAFNARSTRÆT116
SÍMI24520-PÚSTSENDUM
404
Nr.
24-38
Kr. 7.630.-
Þróttur steinlá
— í blakinu gegn Stúdentum
Þrótti tókst ekki vei upp í gær i blakinu, þegar Islands-
meistaratitillinn blasti við liðinu. Þróttur steinlá fyrir Stúdent-
um í hinum þýðingarmikla leik liðanna i 1. deild Islandsmóts-
ins. Tapaði öllum hrinunum í Hagaskóla. Stúdentar léku
prýðilega og voru vel að sigrinum komnir. Þrátt fyrir tapið
stendur Þróttur vel að vigi í deildinni. Hefur 18 stig að loknum
11 leikjum. Laugdælir hafa 14 stig að loknum 10 leikjum og
Stúdentar 12 stig að loknum níu leikjum.
í fyrstu lotunni i gær sigraði IS með 15-13, þeirri næstu
með 15-10 og lokalotunni iauk með sömu tölu, 15-10 sigri ÍS.
3-0. I 1. deild kvenna vann ÍS Þrótt og i 2. deiid karla vann
Breiðablik Fram 3-0.
Ömar og co. gegn
Harðjöxlum KR!
— á afmælismóti KR í Laugardals-
höllíkvöld
I tilefni 80 ára afmælisKRgengst knattspyrnudeild félagsins
fyrir hraðmóti i innanhússknattspyrnu i Laugardalshöll i
kvöld. Mótið hefst kl. 18.00 og þar verða þátttakendur flest
þau lið, sem taka þátt i 1. deildinni i sumar m.a. íslandsmeist-
arar Vals og bikarmeistarar Akraness.
Þá mun stjörnulið Ómars Ragnarssonar verða í sviðsljósinu
og í liði Ómars eru gamlir landsliðskappar eins og Hermann
Gunnarsson og Rúnar Júliusson. Þeir munu leika gegn
Harðjöxlunum nafntoguðu úr KR sem hér á árum áður gerðu
garðinn frægan hjá KR.
Ölafur H. Jónsson
— vafi með Spán.
Létt hjá Víking
Bikarmeistarar Vikings unnu auðveldan sigur á Breiöahliki
í bikarkeppni HSÍ að Varmá í gærkvöld. Lokatölur 30—17
eftir að staðan í hálfleik var 19—6 fyrir Viking. I fyrri hálf-
leiknum keyrðu Vikingar á fullu en i þeim siðari léku vara-
menn liðsins lengstum og þá skoraði hvort lið ellefu mörk.
Þeir Viggó Sigurösson og Páll Björgvinsson voru
markhæstir hjá Víking með átta mörk hvor. Páll skoraði úr
fjórum vitum. Árni Indriðason og Steinar Birgisson skoruðu
fimm mörk hvor. Hjá UBK var Brynjar Björnsson mark-
hæstur með 6 mörk. Hannes Eyvindsson skoraði fimm.
Loksins sigur
Loksins kom að þvi að islenzka landsliðið í borðtennis
sigraði á Evrópumeistaramótinu i Wales. I gærkvöld sigraði
ísland Möltu 6—1 eftir að hafa fyrr i gær tapað fyrir
Portúgal og Danmörku með 7—0. Af öðrum úrslitum í C-
riðlinum má nefna að Danmörk vann Wales 4—3, Guersney
vann Jersey 4—2, Sviss vann Portúgal 7—0, Danmörk vann
Guernsey 7—0, Sviss vann Jerseh 7—0, Noregur vann
Möltu 7—9 og Wales vann Portúgal 6—1.
Danmörk varð cfst i riðlinum með 8 stig. Wales hlaut 7 stig,
Noregur 6 og Sviss 5 stig. Þessi fjögur lönd færast upp I 2.
deild Evrópumótsins.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979.
13
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Y
„Skýrist um helgina hvort
égget verið með á Spáni”
— sagði Ólaf ur H. Jónsson við DB í morgun — í gær barst HSÍ telex-skeyti f rá honum, þar sem hann
tilkynnti að hann gæti ekki leikið á Spáni af persónulegum ástæðum
„Það mun skýrast um helgina hvort ég
get leikið með fslenzka landsliðinu í
Olympiu- og B-keppninni, sem hefst á
Spáni 22. þessa mánaðar — og ég hef
betri von nú en f gær að þetta mál leysist.
Það er rétt að ég sendi stjórn Hand-
knattleikssambands íslands telexskeyti f
gær, miðvikudag, þar sem ég tilkynnti að
ég gæti ekki af persónulegum ástæðum
leikið f keppninni á Spáni,” sagði Ólafur
ítalskur sigur
— og Ingimar Stenmark
varð enn af sigri í svig-
keppni heimsbikarsins
Hinn 18 ára Leonardo David sigraði i
svigkeppni heimsbikarsins i Osló í gær.
Fyrsti sigur ítala í svigi þessarar keppni
í tvö ár. Eftir fyrri umferðina var David
fyrstur ásamt Phil Mahre, USA. Báðir
fengu sama tima en heimsmeistarinn
Ingemar Stenmark var þá 1 sjötta sæti.
Hafði næstum fallið efst f brautinni.
Hins vegar náði Stenmark langbezt-
um tima i siðari umferðinni og náði öðru
sæti. Aðeins 7/100 úr sek. á eftir David
sem fékk samanlagt 1:29.15. Stenmark
1:29.22 og siðan kom Mahre með
1:29.31. Stenmark bætti stigatölu sfna
samanlagt i keppninni. Hefur nú 144 stig
en Peter Liischer, Sviss, er sem fyrr
langefstur með 174 stig. I svigkeppninni
er Stenmark efstur með 99 stig. Mahre
hefur 91 og N eureuther 73 stig.
Tottenham
kaupir
Tottenham keypti í gær Gordon
Smith, miðvörð frá Aston Villa, fyrir 150
þúsund pund. Þá hefur Man. City keypt
Barry Silkman frá Plymouth, áður C.
Palace, fyrir 100 þúsund pund.
Birmingham og Nottingham Forest
hafa náð samkomulagi i sambandi um
Trevor Francis. Forest mun greiða
Birmingham milljón sterlingspund f bein-
hörðum peningum. Francis fór i morgun
til Nottingham til að semja um kjör sín
hjá Forest.
H. Jónsson, landsliðsmaðurinn kunni
hjá Dankersen i Vestur-Þýzkalandi,
þegar DB ræddi við hann i morgun. I
gær kom skeyti frá honum, sem kom
miklu róti á hugi þeirra manna, sem
stjórna íslenzka landsliðinu og reyndar
fleiri.
„Þetta eru persónuleg mál hjá mér,
sem ég get ekki skýrt frá í telex-skeytum
eða í síma. Það eru ekki stór vandamál
en ég gerði það ekki að gamni mínu að
tilkynna HSÍ að ég gæti ekki leikið á
Spáni. Ég mun gera mitt beztá til að
hægt verði að leysa þessi mál og held að
þetta skýrist allt saman um helgina.
Meira get ég ekki sagt. Þeir hringdu til
min í gær Jóhann Ingi Gunnarsson
landsliðsþjálfari og Gunnar Torfason
hjá HSÍ — og ég sagði þeim það sama og
ég hef sagt þér. Eins og ég sagði áðan hef
ég góða von um að málin leysist," sagði
Ólafurennfremur.
„Hins vegar er því heldur ekki að
leyna að okkur hjá Dankersen hefur
ekki gengið vel í síðustu leikjum — og
þjálfari liðsins hefur nú miklaráhyggjur.
Við eigum framundan þrjá leiki nú
næstu tíu dagana og ef við fáum ekki
fjögur stig úr þeim leikjum, kann svo að
fara að þjálfari Dankersen og stjórn
Einar Magnússon — með Viking á ný.
EINAR MAG. MEÐ
VÍKINGUM Á NÝ
— og Sigurður Gunnarsson byrjaður að æfa
„Einar Magnússon hefur æft vel með
Vikingsliðinu að undanförnu og virðist
hafa náð sér vel eftir uppskurðinn á fæti,
sem hann gekkst undir í desember. Allar
likur eru á að hann leiki með Viking i 1.
deild íslandsmótsins á síðari hluta
keppnistfmabilsins — eða eftir B-keppn-
ina á Spáni,” sagði Hannes Guðmunds-
son, stjórnarmaður í handknattleiksdeild
Víkings, þegar DB ræddi við hann i gær.
„Að vísu hefur ekki alveg verið
gengið frá málum Einars hjá vestur-
þýzka handknattleiksliðinu, sem hann
lék með, Hannover, en HSl er nú í því
máli. Það ætti ekki að verða nein fyrir-
staða í sambandi við að Einar geti leikið
með Víkingi.
Þá er Sigurður Gunnarsson, ungi
landsliðsmaðurinn hjá Víking, sem slas-
aðist illa á fæti i leik á Akranesi um ára-
mótin, byrjaður að æfa með Víking á
ný. Búið að taka gipsið af fætinum og
við erum bjartsýnir á, að Sigurður geti
leikið með Víking á ný eins og Einar
eftir B-keppnina á Spáni. Sem kunnugt
er missti Sigurður stöðu sína í islenzka
landsliðinu vegna meiðslanna,” sagði
Hannes Guðmundsson ennfremur.
Knattspyrnudómarar
Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags
Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Esju (2.
hæð) í kvöld kl. 20.00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
félagsins neiti okkur Axel Axelssyni um
að fara til Spánar. Ef félagið verður í
fallhættu er erfitt fyrir okkur að setja
okkur upp á móti því. Tveir af þessum
þremur leikjum Dankersen eru á heima-
velli og þar hefur liðinu yfirleitt gengið
mjög vel, svo við skulum vona, að úr
þeim málum rætist og fallbaráttan þjaki
ekki Dankersen,” sagði Ólafur H. Jóns-
son að lokum.
Ólafur H. Jónsson ereinn af sterkustu
landsliðsmönnum íslands gegnum árin
— ákaflega sterkur varnarmaður og
snjall línumaður — og það yrði mikið
áfall fyrir islenzka landsliðið ef hann
getur ekki leikið á Spáni. Á þessu stigi
málsins er ekki annað að gera en að
vona að ntál hans leysist farsællega og
hann verði sá hlekkur i íslenzka landslið-
inu á Spáni sem hann var i Baltic-cup i
Danmörkuádögunum. • hsím.
ÓU EINARS LEIKUR EKKI
í B-KEPPNINNIÁ SPÁNI
— Erlendur Hermannsson valinn íhans stað
Ólafur Einarsson, landsliðsmaðurinn I Spáni af persónulegum ástæðum. Sæti I fékk þessa frétt staðfesta rétt áður en
kunni í handknattleiknum, hefur tilkynnt hans i landsliðinu tekur félagi hans úr blaðið fórí prcntun.
aö hann geti ekki leikið I B-keppninni á | Vfking, Erlendur Hermannsson. DB |
■I
______________I---------------
EIMS-
TTÆKI f
KKJA 1
-
i'
X
yndli
spennuskynjari, snertirásaskiptu
aöeins 6 einingar í staö 14, k
kerfi, spónlagöur viöarkassi í si
plasífilmu sem flest önnur tæki t
með.
Frábœr mynd- og tóngœði, sannfi
a hagstϚra rnn-
i frá Rank getum við
> lægsta veröiö á
aönum.
arst. 22" kr. 425.500.-
arst 26" f rá kr. 496.950.-