Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 24
Tillögur Haf rannsóknastof nunar: KARFI, KOU, GRA- LÚÐA OG KOLMUNNI KOMI í STAÐ ÞORSKS — Lítið svigrúm til aukningar veiði hefðbundinna tegunda „Það er fyrirsjáanlegt að hrygn- ingarstofn txirsks mun ekki rétta við án verulegra sóknartakmarkana á smáfiski”, segir i svörtustu skýrslu sem Hafrannsóknastofnunin hefur gefið út, en þar er lagt til að ekki verði veitt meira af þorski í ár en 250 þúsund tonn og 270 þúsund tonn árið 1980. Byggjast þessar tillögur á því að hrygningarstofninn verði árið 1983 kominn í 500 þúsund tonn en þessi stofnvarárið 1978 kominn niður í 165 þúsund tonn. 25% skerðing á þorskafla, eins og lagt er til, hefur geysileg áhrif í ís- lenzku þjóðlífi. Fiskifræðingar telja hana nauðsynlega þvi með óbreyttri sókn verði gengið á þorskárganga frá 1973 og 1976, en „ekki sé upp á neina aðra þekkta árganga að hlaupa til að hefja markvissa endurreisn þorsk- stofnsins”. En hvað kemur í staðinn? Fiski- fræðingar telja ekki ráðlegt að auka sóknina í ufsann á næstunni og leggja til óbreytta 60 þúsund tonna veiði. Þeir leggja til að hámarksafli karfa verði 50 þúsund tonn en í októberlok nam ársaflinn 27 þúsund tonnum. Skarkolastofn telja þeir vannýttan og leggja til 10 þúsund tonna afla. Afl- inn var 3 þús. tonn i októberlok. Grálúðuveiði má auka i 15 þúsund tonn. Síldveiðar má ekki auka að þeirra mati og lagt er til að hann verði í ár 35 þús. tonn einsog 1978. Hámarksafla Ioðnu á vetrarvertíð telja fiskifræðingar ekki mega fara yfir 350 þús. tonn svo heildarveiðin frá 1. júlí 1978 til 30. júní i ár fari ekki yfir milljón lestir. Sami hámarksafli á humri er lagður til nú og i fyrra og lögð er til afla- minnkuná rækju. Það eru þvi óverulegar aflaaukn- ingar leyfðar i tillögum sérfræðing- anna í hinum hefðbundnu fisktegund- um. Er þá vart annað eftir en kol- munninn sem sjómenn verða að sækja i, en þar eru líka blikur á lofti. - ASt. Dró nauðg- unarkær- una til baka Stúlka sem nýlega kærði til Rann- sóknarlögreglu rikisins nauðgun sem átt hafði að eiga sér stað í kyndiklefa Klúbbsins dró i gær til baka þessa kæru sína. Segir hún nú, að hún hafi þekkt manninn sem hún kærði og hafi allt farið fram með hennar vilja. Áður kvaðst hún ekkert hafa þekkt til manns ins. - GAJ 185 þús. stolið úr bíl t gærkvöldi var stolið 185 þúsund krónum úr bíl í Kópavogi. Eigandi bíls- ins sem er utanbæjarmaður hafði skilið peningana eftir í bilnum ásamt fleira dóti og voru þeir horfnir er hann kom aftur i bílinn. Að sögn Rannsóknarlög- reglunnar er ekkert vitað um, hver hafi hnuplað peningunum. -GAJ- Lögmennina mátti ekki mynda i gær, hér er lagasafnið og „stressskjóðurnar” innan um kókflöskur og bunka af Dag- blaöinu. DB-mynd Hörður. Ókeypis lögfræði- aðstoð — síminn þagnaði ekki í allt gærkvöld Síminn þagnaði ekki hjá ungu lög- mönnunum tveim sem í gær mættu á skrifstofu leigjendasamtakanna vopnaðir lagasafninu til að veita al- menningi ókeypis lögfræðiráðleggingar. Frásögn af heimsókn til þeirra birtist i DB á morgun. Að loknum sigri yfir eldi... í gærmorgun var Slökkviliðið í Reykjavík kvatt að Kleppsvegi 152 en þar er bakarí Náttúrulækningafélags íslands til húsa. Er slökkviliðið kom á staðinn var eldur laus í þaki hússins sem er timburþak. Gekk slökkvilið- inu greiðlega að slökkva eldinn og urðu ekki miklar skemmdir. Á mvndinni sjáum við slökkviliðsmenn á leið niður af þakinu eftir að hafa ráðið niðurlögum eldsins. - GAJ / DB-mynd Sv. Þorm. Lúðuriklingi Kíwanismanna á ísafirði stolið Félagar i Kiwanisklúbbnum Básar á ísafirði hafa eins og aðrir slíkir klúbb- ar unnið að velferðarmálum sinnar heimabyggðar og einkum lagt öldruðu fólki lið. Fjáröflun til þessa starfs hefur m.a. verið fólgin í harðfiskverk- un, sem klúbbfélagar hafa annazt sjálfir. Á dögunum komu Kíwanismenn að hjalli sínum sem stendur við brekkuna upp að Heimabæ i Hnifsdal. Var þá búið að brjóta unp hjallinn og ræna úr honum fullverk'iðum lúðurikling fyrir 120—160 þúsund krónur, segir i Vestfirzkafréttablaðinu. -JBP- Hækka, hækka, hækka, hækka,... Oskir um hækkanir fara hægt í gegn f imm beiðnir þó afgreiddar í gær Á fundi sinum í gær fjallaði verðlagsnefnd um nokkrar af þeim aragrúa hækkunarbeiðna sem fyrir liggja hjá henni. Tók nefndin afstöðu til hækkunar á steypu, þar sem farið var fram á 25—30% hækkun, hækkun á sandi (Björgun) þar sem beðið var um 28% hækkun, hækkunarbeiðni Landleiða um 22%, 9% hækkunarbeiðni á harðfiski og hækkunarbeiðni á niðursoðnum fiski, bollum o. fl. um 5—13%. Björgvin Guðmundsson form. nefndarinnar vildi ekki tjá sig um niðurstöður nefndarinnar, en tillögur hennar fara fyrir ríkisstjórnarfund i dag. Á fundinum var rætt og staðfest á- frýjun Björgvins Guðmundssonar á dómi í Bæjarþingi Reykjavíkur um verzlunarálagningu. Var áfrýjun til Hæstaréttar staðfest með 6 samhljóða atkvæðum. Undir liðnum „önnur mál” var rætt um verð á olíum og bensini svo og um verzlunarálagningu. Hækkanir á þessum liðum „eru i íarvatninu" og tillögur þar um í undirbúningi, að sögn Björgvins. frfálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 8. FEB. 1979. ‘ Hagsmunaaðilar ræða um tillögur um 250 þús. tonna þorskafla: Vilja fiski- fræði- legt álitá 270-290 tonnum — ársaflinn ífyrra var 330 þús. tonn Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi komu saman í gær til að ræða tillögur fiskifræðinga þess efnis að þorskaflinn í, ár verði ekki nema 250 þús. tonn á móti 330 þúsund tonnum, sem hann varð i fyrra þrátt fyrir tillögur um mun minni afla. Skiptust menn á skoðunum á þessum fyrsta fundi í sjávarútvegsráðuneytinu og tóku engar ákvarðanir nema að falast eftir áliti fiskifræðinga á áhrifum þorsk- veiða upp á 270 til 290 þúsund, með tilliti til viðkomu og vaxtar stofnsins. Þess má geta, að meðalársafli skut- togara er rétt innan við 4 þúsund tonn af fiski i heild, svo ef farið yrði að til- lögum fiskifræðinga þýddi það samdrátt um ársafla svosem 20 togara. -GS. Jón L. á skák- mótíKaup- mannahöfn — Guðmundur, Helgi og Margeir tefla á Lone Pine skákmótinu ÍUSA „Það er nú ákveðið að ég tek þátt í sterku skákmóti, sem haldið verður i Kaupmannahöfn 17.-25. marz næst- komandi,” sagði Jón L. Árnason, FIDE- meistari, þegar DB ræddi við hann i gær. „Enn veit ég ekki hverjir tefla á mótinu en þetta verður sterkt mót, sem gefur réttindi í alþjóðatitil,” sagði Jón ennfremur. Möguleiki er á að fleiri islenzkir skákmenn taki þátt í mótinu. Það verða þó ekki Guðmundur Sigur- jónsson, stórmeistari, eða alþjóða- meistararnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Þeir taka þátt í skákmótinu í Lone Pine í Bandaríkjunum en það hefst einmitt sama dag og skákmótinu i Kaupmannahöfn lýkur — eða 25. marz. Þá er fyrirhugað í sumar Norðurlanda- mót í skák í Svíþjóð og líklegt að margir íslenzkir skákmenn taki þátt í því. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.