Dagblaðið - 13.02.1979, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979.
I Ný „Krafla”eða lífs-
1 nauðsyn Austfirðinga?
— Hringlínan sennilega á biölista, segir orkuráðherra
Tveir starfsmenn Orkustofnunar
hentu á eigin ábyrgð „sprengju” inn í
Alþingi fyrir helgi er þeir dreifðu þar
álitsgerð sinni um val á milli Bessastaða-
árvirkjunar sem fyrirhuguð er eða að
klára lagningu svonefndrar Hringlínu,
sem nú þegar nær frá Þjórsársvæðinu
vesturum, norðurum, austurum og
suður til Austfjarða en nær ekki til
Suðausturhornsins.
Mæla þeir mjög eindregið með lín-
unni umfram virkjunina. Rafveitustjóri
rikisins, iðnaðarráðherra og rafveitu-
stjóri Austfjarða hallast allir að virkjun-
inni, tveir hinna fyrrnefndu þó með
nokkrum fyrirvara um nýbreytt viðhorf
í orkumálum. Orkumálastjóri styður
fremur við skoðanir starfsmanna sinna
og sveitarstjórinn á Höfn í Hornafirði er
fylgjandi rafmagni hvaðan sem það
kemur enda er allt rafmagn þar nú fram-
leitt með dísiloliu.
-GS/JH.
Vatnsleysið þjakar Austf jarðavirkjanirnar nú:
Disilaflstöð á Höfn 1 Hornaflrði. Dísilstöðvar sjá níi alfarið um orkuöflun I stað
Smyrlabjargárvirkjunar þar sem vatnslón virkjunarinnar er nú tómt.
Lagarfljótsvirkjun stopp og
Grímsárvirkjun gengur aðeins
part úr degi
— og Smyrlabjargárvirkjun vatnslaus
„Það er alltstopp hjá okkur núna,”
sagði Guðbergur Rúnarsson stöðvar-
stjóri hjá Lagarfljótsvirkjun. „Við erum
vatnslausir en erum að safna vatni til
þess að eiga til vara ef grípa þarf til virkj-
unarinnar. Lagarfljótsvirkjun framleiðir
7,5 megawött.
Nýtni virkjunarinnar var þó góð i
fyrra eða um 75% af ástimpluðu afli.
Þá var hæðin í Lagarfljóti 21 metri en
nú er hún 20.50 m og það eru þessir 50
cm sem skipta sköpum. Veðráttan i
fyrra var óvenju góð.
Ástandið í Grímsárvirkjun er svipað
nema hvað vatnsrennslið þar er mun
ójafnara. Þar rokkar það frá 0—700
rúmmetra á sek.
Við erum því heldur illa settir með
rafmagn. Ef byggðalínan fer bitnar það
fyrst á verksmiðjunum, sem verða þá að
hætta rekstri.”
Samkvæmt upplýsingum Erlings
Garðars Jónassonar rafveitustjóra á
Egilsstöðum fá Austfirðingar nú sina
orku eftir byggðalínunni. Þá er Grímsá í
notkun part úr degi og gripið verður til
Lagarfljótsvirkjunar ef þörf krefur.
Þá má og geta þess að Smyrlabjargár-
virkjun er vatnslaus þar sem lón virkjun-
arinnar er tómt. Öll raf-
magnsframleiðsla fyrir Höfn i Horna-
firði fer því fram með disilvélum um
þessar mundir.
-JH.
Tveir sérf ræðingar Orkustofnunarinnar um
virkjunarhugmyndir á Austurlandi upp á 23.3 milljárða:
Bessastaðaárvirkjun
þrefalt dýrari en að
klára hringlínuna
—helmingi dýrari en línan og viðbótarvél í
Hrauneyjarfossvirkjun til að framleiða fyrir Austfirði
„Hringlínan sparar 16,2 miljarða í fjá-
festingu, flýtir fyrir fullnýtingu
Hrauneyjarfossvirkjunar og bætir
þannig nýtingu fjármagns, veitir Sam-
veitusvæði Austurlands meira öryggi en
Bessastaðaárvirkjun, skapar möguleika
á tengingu Hornafjaðarsvæðisins við
landskerfið þar sem dísilkeyrsla kostar
nú hundruð milljóna á ári. Kirkjubæjar-
klaustur og Suðurfirðir gætu tengst
hringlínunni og þannig sparað aðrar
stofnlínur, linan yki öryggi alls raforku-
kerfis landsins og gerði mögulegt að
virkja Jökulsá á Fljótsdal sem þá yrði
hlekkur í raforkuöflunarkerfi landsins,”
segir m.a. í greinargerð Birgis Jónssonar
jarðfræðings og Gunnlaugs Jónssonar,
eðlisfræðings er þeir sendu öllum
Alþingismönnum nú fyrir helgi.
Þeir vinna báðir hjá Orkustofnun en
sendu bréfið ekki út í nafni
stofnunarinnar. Tilefni þessara skrifa er
fyrirhuguð Bessastaðaárvirkjun á
Austurlandi sem þeir telja að eigi
ótvírætt að bíða uns a.m.k. hringlina
um landið er komin i notkun. .
Nú nær sú lína frá Þjórsársvæðinu til
Vesturlands, þaðan vesturum til
Norðurlands, austur Norðurland um
Kröflu og niður að Hryggstekk á Fljóts-
dalshéraði. Þaðan liggja minniháttar
tengilinur niður til Djúpavogs.
Virkjunin kostar
23,3 miljarða
enlínan 7,1
Skv. útreikningum á verðlagi i jan. sl.
mun Bessastaðaárvirkjun kosta 23,3
milljarða og geta framleitt 64 megawött
(Búrfellsvirkjun framleiðir a.m.k. 210
megawött og draumurinn er að Krafla
geti framleitt liðlega 60 megawött).
Kostnaður línulagnar frá Hryggstekk að
Sigöldu er áætlaður á sama tíma 7, l
miljarður. Hugsanlegt er að reyna sam-
hliða spennistöðvar á Höfn, Djúpavogi
og Kirkjubæjarklaustri.
Línan kæmist
fyrr í gagnið
Þá telja þeir félagar Suðausturlínuna
ekki aðeins langódýrustu og öruggustu
lausn á orkuvanda Austfirðinga, heldur
að unnt sé að leggja hana á skemmri
tíma en bygging virkjunarinnar tæki.
Línan myndi leysa orkuvandamál
Skaftafellssýslna og auka að mun raf-
orkuöryggi sunnanverðra Austfjarða
með byggingu áðurnefndra
spennistöðva. Þá gerði línan einnig
kleift, í neyðartilvikum, að flytja
nokkurt rafmagn frá Tungnárvirkjun
suður og austur áleiðis til Norðurlands,
þ.e. ef bilun yrði á Norðurlínunni vest-
anverðri.
Virkjunin
dregur ekki
úr bilanahættu
Einnig benda þeir á að þau rök,að
Austurland sé á endanum á langri línu
og þvi gæti þar öryggisleysis án tilkomu
virkjunarinnar, eigi ekki við rök að
styðjast þar sem Krafla og Bessastaðaár-
virkjun muni fæða inn á sömu línu.
Mesta ísingarhættan á Austurlínu sé
eftir að línan fer framhjá Bessastaðaár-
virkjun suður firðina eða á milli
virkjunarinnar og austfirska dreifi-
kerfisins. Línan gæti hinsvegar fætt raf-
magn fjarðaleiðina norður suðurfirðina.
Ótímabær
fjárfesting
Loks skal hér getið raka þeirra fyrir
að virkjuniri sé ótimabær fjárfesting. Sá
hluti Hrauneyjarfossvirkjunarsem núer
i byggingu er með tvær 70 megawatta
vélar og unnt er að bæta þriðju 70 mw
vélinni við fyrir fimm til sex miljarða.
Fáránlegt væri því að nýta ekki það
ódýra afl því með þeirri vél og lagningu
línunnar væri ekki til kostað nema innan
við helmingi af kostnaði virkjunarinnar
auk þess sem hún nær ekki sömu afköst-
um og þriðja vélin við Hrauneyjarfoss.
Gunnlaugur sagði í viðtali við DB aö
með þessu væru þeir að reyna að koma í
veg fyrir risafjárfestingarævintýri í
kjölfar Kröflu. -GS.
FOUIMIM
Djörf — skemmtileg, dynjandi „disco”músík
fiutt af úrvals kröftum.
Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HAFNARBIO