Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. Lyfjaguðir Sennilega er vandfundin einstreng- ingslegri stétt en sú sem hefur að gera með lyf og lyfjaeftirlit á Vesturlönd- um. Þetta fólk, brynjað barnalegri trú á kemískar pillur og lækningamátt þeirra, trónir i ímynduðu hásæti sínu og afgreiðir hluti eins og andalækn- ingar, nálastungur, svæðameðferð, náttúrulyf og fleira sem „húmbúk”, en telur sjálft sig hafið yfir alla gagnrýni og nánast í guðatölu. Gott dæmi um hugsunarhátt þessa nýja Stóra bróður i lifi okkar kom fram hjá starfsmanni Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkj- anna. Hann hafði logið eiðsvarinn a.m.k. 28 sinnum fyrir rétti og var spurður hvort hann iðraðist ekki. Svar hans var: „Nei. Ég iðrast einskis. Ég mundi ekki hika við að ljúga til að hjálpa bandarískum neytendum.” Þessi köllun til að „hjálpa” almenningi kom jafnvel betur fram hjá öðrum starfsmanni stofnunarinnar sem lét hafa eftir sér: „Við erum staðráðnir i að verja þá (neytendur), jafnvel þótt einhverjir þeirra kæri sig ekki um vernd.”(Time, 12. april, 1971). Grein Magnúsar Jóhannssonar (dósent, dr. med.) í Dagbl. þann 3.2. 1979 er skrifuð úr sömu hæð og fyrr- greindar tilvitnanir. Þar kastar dós- entinn fram mörgum furðulegum full- yrðingum (og kvartar sáran yfir að aðrir rökstyðji mál sitt með tilvitnun- um — en vitnar sjálfur ekki í neinar heimildir!). Úlfur! Úlfurl Um þessar mundir stendur fyrir dyrum hjá apótekurum að leggja undir sig alla vitamínsölu á Islandi. Þetta er gert með þeim lævisa hætti, eins og kemur fram í téðri grein dósentsins, að koma því inn hjá fólki að vítamin 1 stórum skömmtum geti verið hættuleg — já, jafnvel banvæn. Þess vegna verði að flokka vitamin undir lyf sem eingöngu seljist í apótekum þegar viss- um styrkleika er náð (apótekin hafi einkarétt á að stofna lífi fólks i hættu). Tæplega þarf að taka fram að hér er eingöngu um viðskiptahagsmuni að ræða. Rök lyfsala eru haldgóð að þvi leyt- inu, að allir hlutir eru banvænir ef borðað er nóg af þeim. Þannig segir í bók Adelle Davis, Let’s Eat Right to Keep Fit (bls. 55), að daglegar inn- tökur af A-vítamíni yfir 50.000 ein- ingar í langan tíma geti orsakað höfuð- verk, kláða, verki i liðamótum og fleiri aukaverkanir. Jafnvel þetta ótrúlega magn telst ekki lifshættulegt fullorðn- um. íslenskir lyfjáguðir telja (eða þykj- ast telja) 100 mg C-vítamíns á hættu- mörkum. Viðast erlendis er hins vegar hægt að ganga inn í kjörbúðir eða apótek og kaupa C-vítamín í allt að 1000 mg töflum, sem eru mjög vin- sælar við kvefi og byrjun á inflúensu. Fullyrðingar þess efnis að 100—1000 mg C-vítamíns geti haft skaðlegar aukaverkanir eru hjákátlegar í Ijósi þess, að sjúklingum hafa verið gefin 50.000—100.000 mg á dag. Nýjustu upplýsingar frá Bandaríkjunum herma að undraverður árangur hafi náðst við að lækna heróín-sjúklinga með gifurlegum skömmtum af C-víta- míni. Þess má geta að lokum, að nóbelsverðlaunahafinn dr. Linus Pauling lét hafa eftir sér í viðtali hér á fslandi, að hann hefði tekið um tíma 12.000—15.000 mg af C-vítamíni á hverjum degi án þess að verða meint af. átt þegar talsmenn lyfjaframleiðslu segja að framleiðendur náttúruvita- mína og náttúrulyfja „hafi sjúkdóma og óhamingju að féþúfu”. Sannleikur- inn er sá, að þorri lyfjaframleiðslu heimsins er í höndum fárra auðhringa, sem hafa fengið orð á sig fyrir allt ann- að en að vera einhvers konar engla- eða góðgerðarstofnanir. Dæmi um taumlaus gróðasjónar- mið þessara auðhringa eru fjölmörg. Þegar WinthropChemical í Bandarikj- unum setti á markaðinn lyfið „Sulfathiazole” létust 17 manns af völdum fiess. Fyrirtækið gerði ekkert til að vara almenning við hættunni og tókst, með hjálp dr. Klumpp hjá Mat- væla- og lyfjaeftirlitinu (sem skömmu síðar varð forstjóri hjá Winthrop!) að koma í veg fyrir að lyfið yrði innkall- að. (Ambruster, Treason’s Peace, bls. 213). Nokkrum árum seinna setti Parke- Davis & Co. fúkkalyfið Chloampheni- col á markaðinn. Fljótlega upp úr því tóku að birtast greinar i læknaritum þess efnis að lyfið orsakaði eitrun í blóði og blóðkrabba. Fyrirtækið hélt þó ótrautt áfram að framleiða lyfið þar til það hafði skilað hagnaði. Verndari þess hjá Matvæla- og Iyfjaeftirlitinu var dr. Joseph F. Sadusk, en hann uppskar stöðu varaforseta Parke- Davis að launum (árið 1971). Þegar lyfjaverksmiðjur þýska auð- hringsins I.G. Farben höfðu fundið upp súlfa, þá héldu þær því stranglega leyndu. Gömlu lyfin urðu fyrst að skila hæfilegum arði, þótt þau væru miklu síðri en súlfa. Mannslíf skiptu ekki máli. t bók sinni, I.G. Farben, segir Richard Sasuly um jjetta atriði (bls. 135): „Það er bæði erfitt og sársauka- fullt að reyna að giska á þann fjölda lifa sem hefði mátt bjarga ef Sulfanilamide hefði strax verið sett á markað í stað þess að fela það á rannsóknarstofum einokunarauð- hrings, sem einvörðungu miðaði við fjárhagslega hagstæðasta tím- ann að sleppa því lausu.” Við skulum gera okkur fyllilega Ijóst að lyfjafyrirtækin eru gróðafyrir- tæki og lyfjaauðhringirnir með þeim ríkustu í heiminum. Þessi fyrirtæki byggja fyrst og fremst á sölu og sjálf- sagt gera ekki margir sér grein fyrir um hve gífurlega hagsmuni er þarna að ræða. Sennilega er ekkert lyf auglýst jafn rækilega á Bandaríkjamarkaði og aspirin, enda er svo komið að þjóðin neytir þess í rösklega 10 milljónum kg á ári. Það eru 80 töflur á hvert einasta mannsbarn í landinu! Eru lyfjafyrir- tækin að hugsa um heilbrigði almenn- ings? Tæplega — i Bandarikjunum deyr einn maður þriðja hvern dag úr aspiríneitrun. Og það er ekki aðeins aspirín sem lyfjafyrirtækjunum hefur tekist að skrúfa þjóðina upp i að neyta i ógn- vekjandi mæli. Það hefur verið áætlað að hálf milljón Bandaríkjamanna lendi árlega í sjúkrahúsum fyrir tilstilli viðurkenndra lyfja. Þegar inn á sjúkra- húsin kemur eykst þó hættan til muna á lyfjaeitrun. Það hefur komið i ljós að u.þ.b. þrjár og hálf milljón sjúklinga i Bandaríkjunum veikjast af völdum lyfja inni á sjúkrahúsunum. (Sjá The, Doctors eftir Marin Gross). Hver var að tala um að hafa sjúk- dóma og óhamingju að féþúfu? Sverrir Guðjónsson kennarí. Tóm tjara í fyrrnefndri grein Magnúsar Jó- hannssonar er lögð rik áhersla á að gervivítamín (kemisk) standi náttúr- legum vítamínum fyllilega á sporði og allt tal um annað sé „furðulegur hugarburður” sem ekki sé „minnsti fótur fyrir”. Athugum þessar órök- studdu fullyrðingar betur. Náttúrleg vítamin samanstanda af efnum sem líkaminn er vanur úr hinni daglegu fæðu. Hins vegar eru gervi- vítamín unnin með efnum eins og bensíni og uppleysi (acetone) — sem eru líkamanum vægast sagt framandi — auk þess sem þau innihalda litarefni og sykurhúð. Má nefna, að margir magasjúklingar þola C-gervivítamín Kjallarinn Sverrir Guðjónsson eða fengu mjög svo aflaga líkams- byggingu sökum vannæringar. Rottur sem fengu heilhveitibrauð blómstruðu...” Bandaríkjamenn eru leiðandi í þess- um furðulegu vinnubrögðum að gjör- sneyða vissar fæðutegundir náttúrleg- um vítaminum sinum og bæta þær síðan gervivítamínum. Reynsla Víet- nama af þessari töfraframleiðslu var vægast sagt dapurleg. Þegar Banda- ríkjamenn hófu stríðsrekstur þar fyrir alvöru, innleiddu þeir nýja fæðuteg- und: Hvit hrísgrjón (1.5 milljónir pakka á mánuði þegar best lét). Inn- fæddir, sem höfðu í aldaraðir notað hýðishrísgrjón sem undirstöðufæðu, ánetjuðust hinum nýja sið — og „menningarsjúkdómarnir” héldu inn- reið sina. Flestir sjúkdómar voru „Um þessar mundir stendur fyrir dyrum hjá apótekurum að leggja undir sig alla vítamínssölu á íslandi". „Við skulum gera okkur fyllilega ijóst, að lyfjafyrirtækin eru gróða- fyrirtæki og lyfjaauðhringarnir með þeim ríkustu í heiminum"... illa, en verður ekki meint af því náttúr- lega. t timaritinu Journal of the American Geriatric Society (júni, 1971) má lesa þessar fróðlegu línur um gervivitamin: „Það að taka vitamín úr fæð- unni og bæta þeim siðan aftur í hana í formí gervivítamína er ekki hættulaust. Þetta vottar skýrsla Roger J. Williams, Ph.D. Rottur sem fengu vitamínbætt brauð dóu „farnir að ganga” og sérstaklega urðu börn illa úti. Ormagull Það kemur sannarlega úr hörðustu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.