Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979. Erlendar fréttir JONAS HARALDSSON Jórdönsk farþega- þotafórst —og meðhenni 41 farþegi Fjörutíu og einn farþegi fórst og sextán slösuðust er jórdönsk farþega- þota fórst í þrumuveðri. við Dohaflug- völl i morgun. Vélin var í eigu jórdanska flugfélagsins Alia og af gerðinni Boeing 727. Um borð voru 47 farþegar og 10 manna áhöfn. Allir voru Jórdanir. Margir þeirra sem komust lífs af eru i lifshættu. Jórdanska vélin var í áætlunarflugi frá Amman til Muscat. Meðal þeirra sem komust af voru flug- stjóri og flugmaður vélarinnar. Ástæður flugslyssins lágu ekki fyrir i morgun en mikið þrumuveður var á þessum slóðum. Varanlegur f riður í nánd milli ísraels og Egyptalands: CARTER FAGNAÐ SEM MIKLUM SIGURVEGARA 7 Sigurglaður en þreytulegur Bandarikjaforseti kom aftur heim úr för sinni til ísraels og Egyptalands í morgun. Carter Bandaríkjaforseta tókst á elleftu stundu að höggva á hnútinn og allt bendir nú til þess að ísraelsmenn og Egyptar undirriti friðarsamning alveg á næstu dögum. Um fjögur þúsund manns fögnuðu Bandaríkjaforseta við komuna til Andrewsherflugvallarins í morgun. Meðal þeirra sem fögnuðu honum við heimkomuna voru fjöldi þingmanna Bandaríkjaþings og sendimenn erlendra ríkja. Er Carter kom út úr for- setaflugvélinni, lýsti hann þvi yfir að hann væri þreyttur eftir ferðina en mjög þakklátur. Hann sagði að grundvöUur heföi verið lagður að öllum meginatriðum væntanlegs frið- arsamnings mUli Ísraels og Egyptalands. fsraelska þingið verður kallað saman til sérfundar, þar sem samningurinn verður lagður fyrir. Begin forsætisráðherra ísraels leggur mikla áherzlu á það að þingið, Knesset, samþykki friðarsamninginn. Hann hefur hótað afsögn sinni fari svo ekki. í Kaíró hefur Sadat forseti lagt mikla áherzlu á að útskýra hvað felst í væntanlegum friðarsamningi. Hann hefur nú sent bréf til arabaríkja, sem eru vinsamleg Egyptum. Slík bréf verða þó ekki send tU Sýrlands, Libýu, Alsír, íraks, eð# Suður- Jemen, þar sem þessi ríki hafa lagzt harðlega gegn slíkum friðar- samningum. Mikil óvissa ríkti um árangur ferðar Bandaríkjaforseta í gær, áður en hann hélt til Kaíró frá ísrael. Margir töldu að frekari samningar næðust ekki vegna harðrar afstöðu ísraelsmanna, en þegar til Kaíró kom féllst Sadat á hugmyndir ísraels- manna. Carter og Sadat i.Kairó. Tíöar aftökur í Iran harðlega gagnrýndar —tugir manna myrtir af málamyndadómstólum Sælkera- kvöld Sælustund fyrir unnendur sannrar matargerðarlistar Hótel Loftleiðir mun á næstunni efna tii svonefndra Sælkera- kvölda í Blómasalnum. Þá er ætlunin að fá til samstarfs ýmsa aðila, menn og konursem þekkterufyriráhugasinn á þeirrieðlu list, matargerðarlistinni. Munu þeir ráða matseðlinum hverju sinni. Annaðkvöld mun Jónas Kristjánss.ritstj. ríða á vaðið.Hannhefur settsaman þennan matseðilsem hérersýndur. Matreiðslumenn okkar munu framreiða undir handleiðslu hans, en Jónas verður sjálfur á staðnum. Málsverður hans er 5 rétta og franskur að sjálfsögðu, —samsetturað mestu úr sjávarréttum. Hörpuskelfiskur (Coquilles St. Jacques a la Provencale) Kræklingur (Moules Fomustrandar) Smálúða (Flétan Dieppoise) Eggjarauður (Sabayon au Quinta do noval 1973) Camenbert ostur Matarverð er kr. 3.950/- Hér er kjörið tækifæri fyrir sælkera þessa lands að gefa bragð- laukunum lausan tauminn. Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 og22322. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Sex manns biða dauða síns frammi fyrír aftökusveit múhameðstrúarmanna f íran. Brezka blaðið The Daily Telegraph gagnrýndi harðlega í leiðara i morgun viðurstyggilegar aftökur sem fylgt hafa í kjölfar byltingarinnar i íran. Tugir manna hafa verið leiddir fyrir aftökusveitir og skotnir eftir mála- myndaréttarhöld byltingardómstóla múhameðstrúarmanna. Þessir atburðir gerast nú tveimur mánuðum eftir að íranskeisari var hrakinn í útlegð og sex vikum eftir að Ayatollah Khomeini sneri aftur til írans eftir útlegð í Frakklandi. The Daily Telegraph sagði Khomeini ábyrgan fyrir þessum kald- rifjuðu morðum. Blaðið benti á að þótt olían væri aftur farin að renna að hluta í fran ríkti þar stjórnleysi og svo hlyti að vera meðan stór hluti öfgamanna væri vopnaður. Herinn væri að hluta horfinn og hinn hlutinn væri óvirkur. Œ FLISAR - FLISAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR £ o; ; • ; YFIR Kópadrápið: Nær tíu þúsund kópar drepnir fyrsta veiðidaginn — ekki vitað um viðbrögð verndunarmanna 100 GERÐIR Gó/f- og veggf/ísar /nnanhússarkitekt aðstoðar við /itava/ fimmtudag k/. 1—3 Fyrsti heili selveiðidagurinn á Nýfundnalandi var í gær. Þá drápu kanadískir og norskir selveiðimenn 9600 nýfædda kópa, við strönd Labrador. Veiðar þessar eru ákaflega umdeild- ar og er fjöldi verundunarmanna á staðnum auk fréttamanna. Hluti verndunarmanna gistir þó fangelsi, þar sem yfirvöld í Kanada vilja enga truflun á veiðunum. Einum manni úr Greenpeace samtökunum var þó veitt leyfi til þess að fylgjast með kópadrápipu. BYGGINGA MARKAÐURINN VERZLANAHÖLLINNI / GRETTISG. SÍMI 13285 “■ FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR - FLÍSAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.