Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979.
THA/IAWÞ
HOCH/
Borg
$OOt<fi4.
Fjöldi Kampútseumanna flýði til nágrannalandanna undan ógnarstjórn Pol
Pots.
auk Alþjóðasamtaka lögfræðinga og
Amnesty International.
Abdelwahab Bouhdiba frá Túnis
var formaður hóps þess er vann að
skýrslunni og sagði hann að ástandið
hefði breyst mikið til batnaðar í
Kampútseu eftir að stjórn Rauðu
Khmeranna undir forsæti Pol Pots
var steypt að tilstuðlan stjórnar
Víetnam.
Bouhdiba sagði að fv. stjórn
Kampútseu hefði að öllum líkindum
hrakið þrjár til fjórar milljónir
manna úr borgum landsins út í
sveitir, þar sem fólkið var látið vinna
nauðungarvinnu.
Á innan við fjögurra ára
valdatíma tóku yfirvöld i Kampútseu
upp ótrúlega harðar refsingar og
frelsissviptingu. Mál og ritfrelsi var
afnumið. Yfirvöld lögðu hermenn,
stúdenta og menntamenn í einelti og
töldu þessa hópa tilheyra stjórnar-
andstöðunni. öllu hefðbundnu lífi
Kampútseumanna var umsnúið, þar
á meðal trú manna.
Fjöldaaftökur
Phim Uon var majór í hernum, en
gaf sig fram eftir valdatöku Rauðu
Khmeranna. Tveimur dögum síðar
var hann valinn sem einn 315 yfir-
manna hersins til þess að taka á móti
Sianouk prinsi er hann sneri aftur til
Kampútseu úr útlegð.
En í stað þess að fara til mót-
tökunnar voru þeir fluttir saman í
vörubíl í burtu og síðan var skotið í
hópinn. Aðeins fáir lifðu árásina af
og var Phim Uon einn þeirra.
Annar maður, Vim Sot
Ronnachit greindi frá því að hann
hefði verið tekinn 1977 og bundinn í
12 manna hópi af aftökusveitum
Rauðu Khmeranna. Meðal annarra
voru menn í hópnum úr fjölskyldu
Vims.
Rauðu Khmerarnir beindu
byssum sínum að hópnum en í
honum var einn fullorðinn
karlmaður, gamalmenni og auk þess
konur og börn. Þessi hópur gat séð
að aðrir höfðu verið drepnir í kring.
Þar á meðal sá Vim föður sinn. Að
sögn Vims sögðust Khmerarnir ætla
áð taka fólkið af lífi, þar sem það
hefði rangar skoðanir. Hópnum var
skipað að setjast á jörðina og síðan
byrjuðu aftökusveitirnar að berja
fólkið með svipum. Vim bjargaðist á
þann hátt að yfir hann leið og
Khmerarnir héldu að hann væri
dauður.
Stjórn Pol Pots neitaði öllum á-
sökunum um hryðjuverk, bæði
almennt og einstökum tilteknum
tilfellum. Formaður rannsóknar-
nefndarinnar, hr. Bouhdiba sagði
hins vegar að skýrsla nefndarinnar
væri byggð á persónulegum vitnis-
burði mikils fjölda manna.
„Magafyllin"
fékkst
Kampútseumaður nokkur sem
ekki þorði að segja til nafns vegna
ótta við ógnarstjórn Rauðu
Khmeranna greindi frá því að
stjómin hefði kallað alla þorpsbúa
þar sem hann bjó til fundar við sig
þar sem beðið var um skoðanir þeirra
á því sem betur mætti fara.
Eftir að fjöldi manna hafði lýst
yfir stuðningi við þær aðgerðir, sem
stjórnvöld hafa gripið til reis Roat
Hal, 44 ára gamall maður upp og
spurði hvenær menn fengju maga-
fylli sína, eða leyfi til þess að
heimsækja ættmenni sín.
Þremur dögum síðar heinisóttu
Khmerarnir fjölskyldu Roat Hals og
handtóku 12 úr fjölskyldunni. Allir
voru drepnir og siðan voru likin
skorin upp og lifrin tekin úr. Þar var
komin magafyllin.
Dauðarefsing
við landf lótta
Margir flúðu undan ógnarstjórn-
inni til Víetnams eða Thailands. Það
var þó hættuspil að reyna að flýja
land, því við þvi lá dauðarefsing ef
flóttamennimir náðust. Greint er
m.a. frá konu nokkurri sem reyndi
að flýja. Árið 1975 reyndu sex
fjölskyldur í sameiningu að flýja
land, en gengu fram á herdeild
Rauðu Khmeranna. AUir voru hand-
teknir og skotnir.M.a.ióku þeir þessa
konu á aftökustaðinn og skutu hana,
en hún lifði það af og þegar þeir fóru
gat hún risið upp. Hún sá að allir
aðrir í fjölskyldunum sex höfðu verið
drepnir.
Hún slapp yfir landamærin til
Thailands, með hendur sínar enn
bundnar.
Fjölskylda i Kampútseu. Á valdatfma Rauðu Khmeranna var um 100 þúsund manns útrýmt i Kampútseu að því er
greinir í skýrslu S.Þ.
sem menn neita að horfast í augu við.
Kröfur um að fleiri hafi atvinnu en til
þarf af því að framleiða ákveðið
magn búfjárafurða eru ekkert annað
en tilætlunarsemi um atvinnubóta-
vinnu á kostnað neytenda og skatt-
borgara. Það liggur við, að land-
búnaðurinn sé orðinn sýktur af nokk-
urskonar andhagfræði eða
einhverjum allsherjar strútshætti.
Menn gefa sér bara einhverja sull-
umbullum forsendur og svo eiga
landbúnaðarkontórar að reikna
framleiðendum nægilegar tekjur og
reikna smjörið ofaní landann. 1
þessum hópi má bara heyrast ein
rödd. Vorkunnarverðasta faggrein á
íslandi er landbúnaðarhagfræði! Og
menn halda virkilega, að fjárfesting-
ar í sveitum eigi rætur sínar að rekja
til annars en sjávarútvegs.
Allir sanngjarnir menn munu
viðurkenna nauðsyn þess, að land-
búnað eigi aö stunda á íslandi. En
það á ekki að stunda of mikinn land-
búnað hér, því að arðsemi hans er svo
lítil. Annars verður hann meiri hemill
á hagvöxt en nauðsynlegt er og stuðl-
a^ að landflótta þeirra, sem geta ekki
látið þjöðfélagið borga sér fyrir að
lifa lifnaðarháttum aðeigin vali.
Verkalýðsrekendur margir eru sér-
kennilegt sambland af sameignar-
sinnum, naivistum og górillum sem
þó vilja flestir vel. Þeir hafa komizt
til valda með yfirboðum eins og
hæstbjóðandi hremmdi geirfuglinn
fræga á uppboði Sothebys í London.
Þeir sækja umboð sitt til fárra stuðn-
ingsmanna og lita á sjálfan sig eins og
náttúruöflin. Svo keppast þeir við að
senda frá sér yfirlýsingar um flókin
efnahagsleg atriði eins og fram komu
til dæmis í frumvarpi Ólafs Jóhann-
essonar nú fyrir skemmstu. Keppi-
keflið er að hafa áhrif á stjómvöld en
minna máli skipta efnisatriði. Menn
meta reisn sina eftir því, hversu mikið
þeir hafa kúgað stjórnvöld landsins
til að framkvæma einhverja vitleysu.
Allt er þetta gert í góðum tilgangi til
að ,,bæta kjör” umbjóðenda sinna. f
reynd eru þeir menn farnir að stjórna
viðkvæmum efnahagsmálum, sem
minnsta þekkingu hafa á þeim. Það
er svipað og láta górilluapa stjórna
sinfóníuhljómsveit! Niðurstaðan er
eðlilega efnahagsleg ringulreið, verð-
bólga og lélegur hagvöxtur til tjóns
fyrir alla en þó mest fyrir láglauna-
fólkið.
Þessi saga er ekki bara íslenzk. Það
má sýna fram á öfugt hlutfall milli
valda verkalýðsrekenda af ofan-
greindri gerð og efnahagslegra fram-
fara í mörgum löndum Evrópu. Gott
dæmi er England. Þar eru nú launa-
kjör að meðaltali um helmingi lægri
en i Þýzkalandi. Þessi enski sjúkdóm-
ur eða uppdráttarsýki, sem er eins og
efnahagsleg holdsveiki, hefur borizt
til íslands og er smitandi því miður.
Áður fyrr var til sjúkdómur, sem
kallaður var „enska veikin”. Það var
beinkröm í þá daga, en nú er enska
veikin af efnahagslegum toga og er
einskonar pólitísk beinkröm.
Embættismanna-
kerfið og stjórn-
málamenn
Æviráðningar embættismanna í
ýmsar lykilstöður em eitt alvariegasta
vandamálið, sem stendur í vegi fyrir
eðlilegri hagþróun. Verstir eru sumir
„málefnaflokksstjórar” svo og
„stofnanaforstjórar”, sem hafa
klesst sér ofan á heilu atvinnugrein-
arnar og sitja þar óhagganlega. Þeir,
sem ekki eru stöðu sinni vaxnir,
reyna að auka völd sín til þess að geta
kúgað menn til að sýna sér tilhlýði-
lega virðingu. Það er bæði gömul
saga og ný.
Margir stjórnmála- og alþingis-
menn eru ekkert annað en ölmusu-
miðlarar til atvinnureksturs úti á
landsbyggðinni, sem ber sig ekki. Allt
Kjallarinn
Jónas Bjamason
er rökstutt með byggðastefnu, sem er
í raun andhverfan af arðsemi. Menn
slá um sig með dæmum um það, að
byggð í einhverjum firðinum megi
ekki dragast saman, því að þá sé hún
öll í hættu og sjávarþorpið með. Þetta
er allt meira eða minna þvættingur.
Byggð má víða dragast saman. Sums
staðar mega efstu bæir í dalnum
missa sín og sums staðar þarf byggð-
in ekki að ná svona langt út eftir nes-
inu. Á öðrum stöðum má byggð
grisjast. Þeir bæir, sem eftir standa,
styrkjast ef nokkuð. Menn verða að
horfast í augu við kostnaðinn af því
að láta fjármagnið renna út í algjöra
arðsemisleysu. Byggðastefnan á eftir
að verða dýr, þegar allt er tínt til.
Hún er að snúast upp í afskræmi sitt
eða „landflóttastefnu”.
Postular stefnunnar vitna gjarnan í
Noreg til að sýna, að aðrar þjóðir
setja mikla peninga í byggðamál.
Einn ágætur maður sagði um það
mál, að byggðastefnan í Noregi væri
borin uppi af þremur milljónum
manna fyrir sunnan. Á Íslandi vantar
þessar milljónir manna til að halda
uppi hrikalega dýrri byggðastefnu.
Að visu átta menn sig ekki glöggt á
því, hvers vegna hagvöxtur hefur
' verið svona góður á fsiandi undan-
farna fjóra áratugi þrátt fyrir brjál-
semi í byggðastefnumálum. Skýring-
in er fólgin i óviðjafnanlegri auðlind,
fiskimiðum íslands. Sú auðUnd er nú
bara ofmjólkuð og stöðnun í íslenzku
efnahagslífi framundan.
Land elds og ísa
Það eru hinar hrikalegu and-
stæður, sem einkenna þetta land.
Skammt er frá hjarni til glóðar í ís-
lenzkri náttúru. Veiðimannaþjóð býr
að stórkostlegum bókmenntum forn-
aldarinnar. Lífskjör hafa náð því að
verða með þeim beztu í heimi (landið
er að siga niður í röðinni), án þess að
þjóðin hafi tileinkað sér þau vinnu-
brögð, sem eru forsendan fyrir lífs-
kjörum nágrannaþjóðanna. Þeir,
sem berjast fyrir iðnaði, menntun og
hagvexti, eru bara spurðir: „Hvað
viljið þið upp á dekk? Höfum við
mörlandarnir ekki náð því, sem við
höfum, án ykkár?” Það eru til fjöl-
margir menn og glettilega pennalipr-
ir, sem einkennast af þessari hugsun.
Þeir geta t.d. verið dökkhærðir Skag-
firðingar, sem áttu þann draum
stærstan að verða leigubílstjórar í
Reykjavík, eða fyrrverandi bóksalar
utan af landi, sem þjást af minni-
máttarkennd. Þessir menn átta sig
ekki á því, hvernig halda verður á at-
vinnumálum i framtíðinni, til þess að
búseta verði eftirsóknarverð á þessu '
landi. Það er enginn vandi að lifa
sæmilega, meðan gengið er í auðlind
og hún tottuð. Svo geta menn lof-
sungið þá lifnaðarhætti, sem þeir eru
sprottnir af sjálfir, og miklað afrek
sín. En það er framtiðin, sem skiptir
máli.
Dr. Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur.
„Lúddarnir hér á landi hafa bariö haus
við stein og neitað aö viðurkenna
staðreyndir um fiskiskipaflota og afraksturs-
getu íslenzkra fiskstofna.”
A Kröfur um, að fleiri hafi atvinnu en til
^ þarf af þvi að framleiða ákveðið magn bú-
fjárafurða, eru ekkert annað en tilætlunarsemi
um atvinnubótavinnu á kostnað neytenda og
skattborgara.”
^ „í reynd eru þeir menn farnir að stjórna
viðkvæmum efnahagsmálum, sem
minnsta þekkingu hafa á þeim. Það er svipað
og láta górilluapa stjórna sinfóníuhljómsveit.’
Enska veikin