Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 24
! — segir Lúðvík Jósepsson. „ Alþýdubandalagið hefur Iff stjórnarinnar í hendi sér,” segir Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra ii. i_1*:i i,n>.n:nno *» ponAi CioUvotnr RiArmrínccnn formartnr Kinoi á Ptnin cníitnr AIKvAnflnlrtc. hi „Allt bendir til kosninga,” sagði Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, í viðtali við DB í morgun. ,,Við munum aldrei standa að þessu frumvarpi óbreyttu og ekki geta verið í stjórn, verði frumvarpið samþykkt.” „Þarna er gert ráð fyrir 6,6% kauplækkun miðað við 1. júní,” sagði Lúðvík. Hann sagði að nýir aðilar gætu myndað meirihluta, en var vantrúaður á þann möguleika. „Það er náttúrlega ljóst, að eftir síðstu atburði hefur Alþýðubanda- lagið líf þessarar ríkisstjómar í hendi sér,” sagði Steingrímur Hermanns- son dómsmálaráðherra i viðtali við DB í morgun. „Hvort kosningar verða í vor vil ég ekkert segja um að svo stöddu, það eru svo margir möguleikar sem koma til greina. En ef Lúðvík og félagar láta hafa eftir sér að þeir vilji kosningar, þá sé ég ek ki annað en s vo verði”. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði í viðtali við DB í morgun, að það kæmi í ljós, hvort Alþýðubandalagið yrði í þessari ríkisstjóm eða færi, þegar efnahagsfrumvarpið yrði komið fram á þingi. Alþýðubanda- lagsmenn væru nú illir og reiðir en ómögulegt að spá hvað þeir kynnu að gera. Ráðherrar Alþýðubandalagsins gengu af ríkisstjórnarfundi i gæT, þegar ekki var gengið að nýjum tillögum þeirra í vísitölumálinu, sem DB skýrði frá í gær. Alþýðubanda- lagsmenn vildu fella olíukaflann úr frumvarpinu og setja vísitöluna í 100 einu sinni en ekki á 3ja mánaða fresti. Þeir vildu ekki að áfengi og tóbak kæmi inn í vísitölu sem fastur þáttur, sem ekki yrði látinn hækka, og þeir höfðu annan hátt á um, viðskiptakjaravísitölu en var í fram- varpinu. Forsætisráðherra mun leggja frumvarpið fram á morgun á þingi á eigin spýtur. Alþýðuflokks- og framsóknarmenn segja að ráð- herrar Alþýðubandalagsins hafi í ríkisstjórninni á laugardag verið búnir að samþykkja megnið af þeim vísitöluatriðum sem eru í frum- varpinu. -HH Lúðvík gengur á f und Olafs Lúðvík Jósepsson gekk í gær á fund Ólafs Jóhannessonar forsætis-; ráðherra og viðraði við hann hug- myndir sem upp hefðu komið í flokki sínum um að draga svolítið úr kröfunum í sambandi við vísitölukaflann. Mun Ólafur hafa tjáð Lúðvík að slíkar tillögur yrðu skoðaðar ef þær bærust, enda þótt menn væru óneitanlega orðnir þreyttir á samningum fram og til baka. Tillögur í þessa átt. frá Alþýðubandalaginu höfðu ekki borizt, þegar síðast fréttist. -HP. Alþýðubandalagsráöherrar ganga af rlkisstjórnarfundi í gærkvöld — ekki beinlinis glaðlegir -DB-mynd: Hörður Enn eitt flugfélagið býður vildarkjör á N-Atlantshafsleiðinni: „ALLT BENDIR TIL KOSNINGA” Skæðasti keppinautur Flugleiða til þessa —Skytrain, Skysaver og óskírt „barn” North West, munu skera úr um líf N-Atlantshaf sf lugs Flugleiða í sumar Enn eitt risaflugfélagið boðaði fyrir skömmu með heilsíðuauglýs- ingu í The New York Times, vildar- kjör á flugleiðinni yfir N-Atlantshaf-: ið. Er það leiguflugfélagið Capitol International Airways, sem hyggst hefja fyrsta reglubundna flug sitt meðþessarileið. Hefjast ferðir þess 5. maí og kostar farið aðra leiðina 125 dollara með mat og öllu venjulegu viðurværi. Er það nokkru lægra en Flugleiðir bjóða nú á leiðinni. Capitol mun fljúga til og frá New York. Svo sem DB skýrði frá fyrir skömmu hyggst flugfélagið N.W.O. hefja N-Atlantshafsflug í vor á lágum fargjöldum á Jumbóþotum, innrétt- uðum fyrir yfir 500 farþega. Ekkr mun það félag hafa í hyggju að lenda nálægt Luxemburg, en hins vegar mun Capitol lenda í Brussel i Belgiu, skammt frá Luxemburg, og fljúga á DC—8 þotum, þannig að það verður í beinni samkeppni við Flugleiðir. Auglýsir félagið fargjöld sín undir nafninu Skysaver, sem óneitanlega ber keim af Skytrain fargjöldum Freddy Laker, sem gengur vel á milli New York og London. Capitol býður fargjöld sín á sömu skilmálum og Flugleiðir, hvað dvalartíma og annað snertir. Til glöggvunar má geta þess að ámóta langt er frá Luxemburg til Frankfurt og Brussel. Báðar síðarnefndu borgirnar togast á um að vera kallaðar „höfuðborgir” Evrópu. Engan bilbug er hins vegar að finnaá Loftleiðavæng Flugleiða, þar sem ráða á 175 flugfreyjur fyrir sumarvertiðina. DB hefur ekki tekizt að bera þessi nýjustu tíðindi undir forstjóra Flugleiða þar sem þeir eru erlendis og væntanlegir heim á föstudag. -GS. Það þykir gjarnan boða nokkra alvöru þegar fyrirtæki kaupa sér heil- siðuauglýsingu I The New York Tlmes. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Hubnerog Anderson enn efstir íMiinchen: Guðmundur að sækja í sigveðrið Guðmundur Sigurjónsson hefur verið að sækja í sig veðrið að undan- fömu á skákmótinu í Múnchen. Á mánudag vann hann biðskák sína við Dankert og í gærkvöldi sigraði hann Lieb. Friðrik gerði í gær jafntefli við' Bretann Stean sem var aðstoðarmaður Kortsnojs í heimsmeistaraeinviginu. Ekki var alveg rétt skýrt frá stöðunni á mótinu í DB í gær en staðan er nú sú, að efstir eru HUbner og Anderson með 8 vinninga. Næstir koma Rússarnir Spassky og Balashov með 7 1/2 vinning. Friðrik er með 6 vinninga og Guðmundur5 1/2 vinning. -GAJ- Ný útgáfa „verðbólgu- passa" til sölu á morgun í fyrramálið hefst sala á nýjum flokki verðtryggðra spariskirteina ríkis- sjóðs, samtals 1500 milljónir. Skírteini þessi eru bundin næstu fimm árin, en frá 25. febrúar 1984 eru þau innleysan- leg hvenær sem er næstu fimmtán ár. Spariskírteini af þessu tagi hafa verið talin með betri fjárfestingum í verðbólgulandinu. Þau verða seld frá og með morgundeginum í bönkum, sparisjóðum og hjá nokkrum verð- bréfasölum í Reykjavík. Verðgildi þeirra er tiu þúsund krónur, fimmtíu þúsund, hundrað þúsund og fimm hundruð þúsund og skulu þau skráð á nafn. -ÓV. 100 þús- und kr. grafnar úr skaf li Hundrað þúsund krónur voru í gær grafnar upp úr snjóskafli hér í bæ. Þessum peningum hafði ungur maður stolið úr Tóbaksverzluninni London á mánudagskvöld. Kom hann þar inn, þreif peningabunkann upp úr opinni peningaskúffu og hljóp út. Viðstaddir gátu gefið nokkuð góða lýsingu á manninum og haukfránir rannsóknar- lögreglumenn fundu í gær út hver maðurinn var. Hann geymdi allt féð og það komst því allt til eiganda. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.