Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 8
8 r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979. Landsbankamálið: Akærmjr fyrir fjár- DRÁTT OG SKJ ALAFALS í opinberu starf i. Engin tengsl við aðra starfsmenn bankans Ákæra var gefin út í gær í hinu svonefnda Landsbankamáli. Haukur Heiðar er einn ákærður. Er honum gefið að sök að hafa í starfi sinu sem deildarstjóri Landsbanka fslands dregið sér peninga, kr. 51.450.603.00. Er talið að hann hafi dregið sér þetta fé á tímabilinu nóv- ember 1970 til loka ágústmánaðar 1977. Ennfremur er honum gefið að sök að hafa falsað í miklum mæli færslu- skjöl á sama tímaog rangfært þau i því skyni að leyna fjárdrættinum. Fjárdrátturinn er talinn framinn í tengslum við uppgjör og afgreiðslu á ábyrgðarskuldbindingum firmans Einar Ásmundsson, Import-Export. Það er innflutningsfyrirtæki fyrir Sindrastál hf. Haukur er talinn hafa notfært sér kerfi bankans til að ná til sín fé og gerir það í verulegum mæli með því að greiða ábyrgðir annars fyrirtækis, sem síðan greiddi beint til ákærða í reiðufé. Hér er átt við Dósagerðina hf. og tengd fyrirtæki. Að hluta kom hann fé þessu úr landi með því að nota kerfi bankans og tilbúna ábyrgðarreikninga. Rekja má fjártökurnar til einstakra viðskipta. Með framangreindum brotum er ákærði talinn hafa brotið 247. gr. al- mennra hegningarlaga. Þar segir meðal annars: Dragi maður sér fjár- muni, sem hann hefur í vörzlum sínum, en annar maður er eigandi að, skal hann sæta fangelsi. Hámarks- refsing fyrir slíkt brot er 6 ára fang- elsi. Þá er ákærði talinn hafa brotið gegn 155. og 158. gr. almennra hegn- ingarlaga. Þar segir meðal annars að hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar ef skjalið er notað sem opinbert skjal. Þessi ákæruatriði eru með hlið- sjón af 138. gr. hegningarlaga sem Haukur Heiðar ásamt verjanda sínum, Sveini Snorrasyni, kemur út úr Síðumúlafangelsinu þegar gæzlu- varðhaldinu lauk. DB-mynd R.Th. mælir fyrir um refsingu fyrir brot í opinberu starfi. Hér er því um að ræða ákæru á hendur einum manni, forstöðumanni ábyrgðardeildar, sem opinberum starfsmanni, fyrir fjárdrátt og skjala- fals. Málinu verður nú vísað til Saka- dóms Reykjavíkur til dómsmeðferð- ar. -BS. Lofthitaketill til sölu 10 fermetra olíu-lofthitaketill til sölu. Heppilegur fyrir verkstæði eða vöru- geymslur. Upplýsingar gefur tæknifræðingur, h/f Raftækjasmiðjan, símar 50022 og 50023, Hafnarfirði. Breið snjódekk—i G-60-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á m/ög hágstæðu verði GÚMMÍViNNUSTOFAN SKIPHOL Ti 35 - SÍMi 31055 BÍLAPARTASALAN Höfum urval notadra varahluta iymsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Plymouth Belvedere '67 Peugeot 404 '67 Moskwitch '72 Hillman Hunter '70 BMW 1600 '67 Einnig höfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 VIKAN MEÐ SAMSTARF VIÐ NEYTENDASAMTÖKIN Vikan hefur nýlega tekið upp sam- starf við Neytendasamtökin um birt- ingu á efni sérlega ætluðu neytendum. Samningurinn felst aðallega í einkarétti Vikunnar á efni ýmissa erlendra neyt- endablaða en einnig er fyrirhugað sam- starf að íslenzkum neytendamálum. Fyrirhugað er að efni, sem sé ávöxtur þessa samstarfs, birtist á að minnsta kosti fjórum síðum í mánuði, jafnvel fieirum. „Vikan hefur í auknum mæli látið til sín taka í neytendamálum að undan- förnu,” sagði Kristín Halldórsdóttir, ritstjóri Vikunnar, i samtali við Dag- blaðið. „Auk hins fasta neytendaþáttar er töluverður hluti blaðsins helgaður margvíslegu efni sem fiokkast undir neytendamál. Vikan er stolt af þessu efni og lesendur virðast kunna vel að meta það. Samstarfið við Neytenda- samtökin er okkur kærkomin viðbót í þeirri viðleitni að gera málefnum neyt- endaskil,”sagði Kristín. -DS. Enn frekari forréttindi SVR: Vilja nú hálfa Hverfisgötuna Á fundi borgarráðs 2. marz sl. var íögð fram ályktun frá stjóm Strætis- vagna Reykjavíkur um enn frekari sér- réttindi til handa strætisvögnum i um- ferðinni í Reykjavík. Gengur ályktun stjórnar SVR út á að hægri akrein á Hverfisgötu frá Lækjargötu að Hlemmi verði sérakrein fyrir vagna SVR. Borgarráð tók ekki afstöðu til þessarar ályktunar en vísaði málinu til umsagnar umferðarnefndar. -ASt. Tölvuspólur Varins lands? SPOLURNAR VORU EYÐILAGÐAR — segir Hreggviöur Jónsson „Sannað var fyrir rétti að starfs- menn IBM höfðu unnið að tölvuúr- vinnslu fyrir Varið land að næturþeli. Voru starfsmennirnir margsinnis áminntir um að fara með þessa nætur- vinnu sína sem trúnaðarmál. Aldrei mun hafa verið upplýst hvar tölvuspól- ur þessar eru niður komnar.” Þannig segir m.a. í grein sem Gils Guðmunds- son, forseti Sameinaðs þings, skrifaði í Þjóðviljann sl. sunnudag i tilefni af því að um þessar mundir em þrjátíu ár liðin siðan ísland varð aðili að Atlants- hafsbandalaginu. DB hafði samband við Hreggvið Jónsson, einn þeirra er stóð að söfnun- inni Varið land, og innti hann álits á þessum ummælum Gils. Hreggviður sagði að með því að halda því fram að þetta hefði verið unnið að næturlagi væri Gils að reyna að læða því að að þarna hefði eitthvað glæpsamlegt átt sér stað. Hann sagði að þetta hefði verið unnið á öllum tímum en aðallega á daginn. „Það var gengið frá þessu á 100% hátt,” sagði Hreggviður, „og öll gögn sem við afhentum ekki voru eyðilögð. DB spurðu hvort spólurnar hefðu verið þar á meðal. „Þær voru náttúrlega eyðilagðar eins og annað. Annars skipti það ekki máli hvort spólurnar væm til eða ekki. Við hefðum ekkert getað notað þær. Ef við hefðum verið með eitthvað óheiðarlegt í huga þá værum við búnir að framkvæma það. Svona skrif em því alveg út í hött,” sagði Hreggviður að lokum. -GAJ- NÝTT 0RÐ i HLJÓMTÆKJAVIÐSKIPTUM: Audio-technica Alba Koss Pickering AKG Sennheiser Stanton Toshiba HLJÓMTÆKJAÞJÓNUSTAN LAUFÁSVEGI 30 gerðir alls Geriö samanburö og veljið heyrnartólið að yðar smekk. Allar tengisnúrur Seljum allar gerðir af hljóðtengisnúrum Verðfrákr. 9.900.- Aðstoðum við val á hljómflutningstækjum. Póstsendum Opið 10-1 og 2-6 Sími 29935 D

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.